Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 14
Ein auðveld … VIÐ Íslendingar eru mikil jólabörn, en þar sem við búum svo norð- arlega á hnettinum, er dimmara hjá okkur en langflestum öðrum í heiminum á þessum tíma árs, og þess vegna finnst okkur svo gaman að skreyta allt ljósum um jólin. Næsta sunnudag kveikjum við á fyrsta að- ventuljósinu. Já, nú fer hátíð ljóssins í hönd, en munum að fara varlega með allan eld (sjá eldvarnagetraun), svo við eyði- leggjum ekki besta tíma ársins, jólatímann. Aðventuljósin fjögur Aðventa þýðir biðin eftir endurkomu Krists, en Jesús lofaði að koma aftur til okkar á jörðina. Aðventukert- in fjögur merkja komu Krists og aðdragandann að henni. Fyrsta kertið er Spámannskertið, sem minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans. Annað kertið er Betlehemskertið, og heitir eftir fæðingarbæ Jesús. Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fréttu af fæðingu frelsarans. Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir okkur á engl- ana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans. Aðventu- og jólaljós Hér er hugmynd að öruggum en fallegum jóla- ljósum. Þú getur gert einn stjaka á viku, og haft fyrir aðventuljós. Skreyta má hvern stjaka í sam- ræmi við nafn kertisins, eða bara gera alveg eins- og maður vill. Það sem þarf  Barnamatskrukka/ur  Sprittkerti Eftir smekk  Borði  Málning  Pensill  Lím  Flatar perlur ( IKEA/Tiger)  Glimmer Það sem gera skal 1) Þvoið krukkurnar vel og þerrið. 2) Bindið borðann um skrúfgang krukkunnar. Passið að hann nái ekki yfir brúnina, svo ekki kvikni í! 3) Málaðu fallega á krukkuna, límdu á hana perlur eða glimmer, það sem þér þykir fallegast. 4) Settu logandi sprittkertið ofan í og dáðstu að listaverkinu þínu. Jólakerti úr kindaspiki Í eldgamla daga voru kerti búin til úr blýflugnavaxi inn- fluttu frá útlöndum, og voru rándýr. Ein mörk af vaxi kost- aði þrjár lambsgærur! Hver hefur nú eiginlega efni á því? Á 15. öld komu svo tólgarkerti til sögunnar, en þau eru bú- in til úr kindaspiki, og lyktin áreiðanlega eftir því! Íslend- ingar voru ánægðir með þetta, en samt voru tólgarkertin mest notuð í kirkju, kannski fyrir fínan gest, og svo auðvitað á blessuðum jólunum. Þá var skemmtilegasti jólaundirbúningurinn fyrir krakkana kertadagurinn. Tólgin var brædd og garni á spýtu dýft margoft ofan í tólgina. Jólaleg litakerti Hér eru kerti sem þið getið gert og notað gömlu litina ykkar. En það verður að hafa einn fullorðinn með sér í kertagerðina. Annað er bannað. Það sem þarf  Kveikjuþráður  Hvítt vax  Glerkrukkur  Gamlir brotnir litir  Grillpinnar Það sem gera skal 1) Þrífið krukkurnar og þurrkið 2) Setjið grillpinna í kross og hnýtið kveikjuþráðinn í, svo hann haldist vel þegar hann lafir ofan í krukkuna. 3) Brjótið litina í litla bita, nota má græna og rauða jólaliti og svo er litur aðventunnar fjólublár. 4) Mamma eða pabbi hita nú vaxið í vatnsbaði; íláti sem sett er ofan í sjóðandi vatn og þannig bráðnar það. 5) Hún/hann hellir vaxinu í krukkurnar og um leið setur þú litabitana þína ofan í, á þinn einstaka listræna hátt. Bit- arnir bráðna og þetta kemur mjög flott út. Engin tólgarkerti hér, takk! HÁTÍÐ LJÓSSINS NÁLGAST SENN  Til forráðamanna barna! Lögð er áhersla á að fullorðnir ræði efni hverrar spurningar og setji í samhengi við aðstæður barnsins, jafnhliða því að spurningunni er svarað. 1) Reykskynjarar eru til á flestum heimilum. Hve oft á ári er rétt að skipta um rafhlöðu í reykskynjarnarum?  Aldrei  Einu sinni  Tvisvar 2) Það er staðreynd að jólaskreytingar með logandi kertum eru hættulegar. Er mik- ilvægt að þær séu hafð- ar á réttum stað og undir stöðugu eftirliti?  Já  Nei 3) Þörf er á að endurnýja reykskynjara t.d á 10 ára fresti. Lærðu að þekkja hljóðið í reykskynjaranum. Á að skríða út ef reykskynjari fer í gang vegna elds og reyks?  Já  Nei 4) Hve margar flóttaleiðir eiga að vera frá þínu herbergi/ heimili, til að notast við ef kviknar í?  Ein  Tvær eða fleiri 5) Hve oft á ári ætti að æfa flóttaleiðir til að geta brugðist við eldsvoða?  Einu sinni  Tvisvar  Þrisvar 6) Er varasamt að láta loga á jólaseríum eða öðrum jóla- ljósum innanhúss yfir nótt eða þegar við erum ekki heima?  Já  Nei 7) Eru hanskar og hlífðargleraugu góð vörn vegna meðferðar flugelda og blysa um áramót?  Já  Nei 8) Hvert er neyðarsímanúmer lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs á Íslandi? Svar: ______________ Nafn: ________________________________ Heimili: ______________________________ Staður: ______________________________ Bekkur/skóli: __________________________ Dregið verður úr réttum lausnum og verðlaun veitt, ef skilað er fyrir 6. janúar 2003 til: Eldvarnagetraun LSS Pósthólf 4023 124 Reykjavík Brunavarnaátak 2002 Passaðu þig, Trausti! það má ekki opna heitar dyr þegar kviknar í, en það er rétt að skríða á gólfinu. Eldvarnagetraun  Systkinin Rakel Rún og Haraldur Einar Reynisbörn ganga í Borgaskóla í Grafarvogi, þar sem Rakel er í 2. bekk en Haraldur í 5. bekk. Þau fengu Stóru barnaplöt- una 3 um daginn og eru búin að hlusta heilmikið á hana, en sum lögin þekktu þau, en fannst líka gaman að læra ný lög. „Þetta er mjög góð plata og gaman að hlusta á hana,“ segja þau bæði. „Mér fannst Tóti tann- álfur skemmtilegastur,“ segir Rakel, „og stundum þeg- ar ég kem heim úr skólanum hleyp ég inn í stofu að hlusta á hann og líka Benedikt búálf.“ „Mér finnst fyrsta lagið, Langi-Mangi Svanga- Mangason, best,“ segir Haraldur, en hann er hrifinn af hljómsveitinni Pöpum og finnst líka lagið „Bíum bíum bambaló“ með þeim gott. Systkinin myndu sko alveg vilja fá þessa plötu í jólagjöf, en þau hlusta mikið á tón- list og finnst Aserejé með Las Ketchup svo skemmti- legt. „Það hefði alveg mátt vera eitt bulllag á þessari plötu,“ segir Rakel Rún að lokum og sýnir dansinn. Krakkarýni: Stóra barnaplatan 3 Morgunblaðið/Jim Smart Rakel Rún og Haraldur með vinkonu sína Guðrúnu Svövu á milli sín. Gaman að hlusta Tíu krakkar geta unnið sér inn Stóru barnaplötuna 3 með því að svara nokkrum tónlistartengdum spurningum. Reyndu! 1) Úr hvaða bíómynd er lagið Hakuna Matata? 2) Hvaða leikritapersónur syngja lagið Svangir bræður? 3) Hver samdi ljóðið Maístjarnan sem lagið var samið við? 4) Úr hvað leikriti eru persónan og lagið Tóti tannálfur? 5) Hefur komið út tónlist með fólkinu í Latabæ? Rétt svör sendist fyrir 3. des- ember til: Barnablað Moggans – Stóra barnaplatan 3 – Kringlunni 1 103 Reykjavík Spurningasamkeppni Viltu vinna plötu? Ungur myndlistarmaður, Ágúst Elí Ásgeirsson, 5 ára, teiknaði myndina framan á plötu- umslagið á Stóru barnaplötunni 3. Það er mynd af hjartamanni sem stendur hjá rós og heitir myndin Hjartað góða, en hún hangir uppi á myndlistarsýningu sem hann setti upp á afmælinu sínu um daginn. Náttfötin hennar mömmu „Allir í afmælinu eru búnir að sjá sýninguna og Þórdís leik- skólakennari kom í heimsókn til að sjá hana,“ segir Ágúst Elí sem er á leikskólanum Höfn á Marargötu. Þar teiknar hann mikið og líka heima hjá sér. – Hvað finnst þér skemmti- myndir eftir lögunum á plötunni. – Hvaða plötu hlustar þú oft- ast á? „Plötuna með Benedikt búálf,“ segir Ágúst Elí sem var ekkert hræddur á leikritinu. Og á næsta ári þegar hann á aftur afmæli, ætlar hann að setja upp leikritið um Benedikt búálf í afmælinu sínu. legast að teikna? „Mér finnst skemmtilegast að teikna allt sem ég vil,“ segir Ágúst Elí, en á sýningunni má sjá myndir af Litlu lirfunni ljótu, Súperman, mömmu hans Ágústs Elís á náttfötunum sem hann ætlar að gefa henni í jólagjöf og margt, margt fleira. Öll lögin jafn skemmtileg Og meira til. Ágúst Elí hjálp- aði líka til við að velja hvaða lög færu á Stóru barnaplötuna 3, og þurfti að hlusta á 100 lög. „Mér fannst ekki öll lögin sem ég heyrði skemmtileg, en lögin sem eru á plötunni eru öll jafn skemmtileg,“ segir Ágúst Elí sem auðvitað hefur teiknað Teikna allt sem ég vil Morgunblaðið/Kristinn Ágúst Elí hjá Hjartanu góða. Teikning/Ágúst Elí Alli, Palli og Erlingur úti að sigla. Teikning/Ágúst Elí Benedikt búálfur. Jólaljósin blika Svar: Maís. Úr hverju er poppkorn búið til? (Úr bókinni Spurningabókin 2002.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.