Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 16

Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 16
Galdrastrákurinn og félagar hans í nýjum ævintýrum Harry Potter og leyniklefinn frum- sýnd hérlendis um helgina  ÞAÐ eru átta ár síðan Scott Calvin (Tim Allen) varð óvart valdur að því að jólasveinninn dó og þurfti því sjálfur að taka við starfinu. Hann hefur verið jóla- sveinninn síðan og álfarnir hans segja að hann sé sá besti hingað til. En það eru vandamál í gangi. Hann hefur verið að losna við aukakílóin og sonur hans Charlie er komin á óþekktarlistann hans. Scott ákveður að taka sér smá frí til þess að hjálpa syni sínum að komast á rétta braut og lætur varajólasvein sjá um hlutina á meðan hann er í burtu. En þegar varajólasveinninn fer að breyta ýmsum reglum, sem jólasveinar hafa gjarnan í heiðri, stefnir hann jólunum í hættu. Til dæmis breytir hann skilgreiningunni á „þægum“ og „óþægum“ börnum og þegar svo er komið verður Scott að snúa aftur og bjarga jólunum. Þetta er söguþráður jólasveina- myndarinnar Santa Clause 2 í leikstjórn Michaels Lembeck. Með aðalhlutverk fara: Tim Allen, Eliza- beth Mitchell, Eric Lloyd, David Krumholtz, Spenc- erBreslin, Wendy Crewson og Judge Reinhold. Jólasveinninn bjargar jólunum The Santa Clause 2: Tim Allen aftur í jólaleik.  ÚR því búið er að vekja risa- eðlur aftur til lífsins í kvik- myndum og síðar sjónvarpi virðist lítil von til að þær deyi drottni sínum. Þessar útdauðu skepnur möluðu gull fyrir til- stilli tölvutækninnar í Jurassic Park og Jurassic Park II og Jurassic Park III og finnist einhverjum nóg komið er sá sami ekki yfirmaður hjá Universal. Fyrirtækið hefur nú byrjað undirbúning að fjórðu myndinni um for- sögulegar furðuskepnur og falið handritshöfund- inum William Monahan að reyna að finna eitthvað handa þeim að gera, helst eitthvað nýtt. Leikstjóri tveggja fyrstu myndanna, Steven Spielberg, verð- ur framleiðandi ásamt Kahleen Kennedy. Risaeðlur ekki í útrýmingarhættu  MARGIR þekkja spennusögur bandaríska rithöfundarins Ro- berts Crais. Ein þeirra verður nú að kvikmynd með Bruce Willis í aðalhlutverki og mun hann einn- ig verða einn af framleiðend- unum. Sagan er Hostageeða Gísl og leikur Willisþar Jeff nokkurn Talley, fyrrverandi samningamann við gíslatökur, sem er illa brenndur af mistök- um í starfi en hyggst bæta ráð sitt þegar hann er kvaddur á ný til starfa, þrátt fyrir að viðkomandi gísl sé starfsmaður mafíunnar. Craisskrifaði sjálfur handritið en leikstjóri er óráðinn að verkefninu. Bruce Willis hnepptur í gíslingu Bruce Willis: Enn í hasarinn. FYRIR rúmlega fimmtán árum átti ég eina eftirminnilegustu stund á blaðamannsferlinum þegar ég fékk að verja tveimur klukkutímum með John Huston, einhverjum magnaðasta listamanni í bandarískri leikstjóra- stétt áratugum saman og litríkum lífskúnstner að auki. Það síðarnefnda hafði tekið sinn toll. Áttræður sat ar hans, Monster eða No Such Thing, hérlendis, þar sem hún var tekin að stórum hluta. Eins og fram hefur komið voru Friðrik Þór Friðriksson og Ís- lenska kvikmyndasamsteypan með- framleiðendur að myndinni en meg- inþungi framleiðslufjárins kom frá bandaríska Zoetrope-félaginu, sem Francis Ford Coppola er í forsvari fyrir, og MGM-verinu í Hollywood. Hal Hartley hafði til þessa gert myndir sín- ar fyrir litla fjármuni og óháður Hollywoodkapítalinu. Framleiðsla Monsters var því ný reynsla fyrir hann og, að því er hann segir í viðtal- inu, svo óskemmtileg að hann er stað- ráðinn í að endurtaka hana aldrei. Ríflega helmingi meira fé var varið til kvikmyndagerðarinnar en til fyrri mynda hans en það rann hins vegar að litlu leyti rétta leið, þ.e. til að styrkja kvikmyndina sjálfa og markaðssetningu hennar. Nei, obb- anum af öllu viðbótarfjármagninu vörðu stjórnendur Zoetrope til him- inhárra launagreiðslna handa sjálfum sér, að sögn Hartleys. „Þetta var sem sagt bara bruðl, sem mér er langt í frá að skapi. Það er skiljanlega pirr- andi að þurfa að horfa í hverja krónu við gerð myndar og horfa síðan upp á einhverja stórlaxa læða seðlabúnt- unum hver í annars vasa fyrir að hafa ekki gert nokkurn skapaðan hlut, nema þá að hafa verið til trafala og tafið fyrir útkomu myndarinnar.“ Lengi hefur legið fyrir að þeir pen- ingar sem eiga að renna til gerðar til- tekinna kvikmynda lenda stundum, en alls ekki alltaf, í einhverju öðru en sjálfri gerð hennar. Þetta er ekki al- veg óþekkt í Evrópu, en einkennir þó umfram allt Hollywoodiðnaðinn, sem Hal Hartley staðfestir svo afdrátt- arlaust í fyrrnefndu viðtali. Íslensk kvikmyndagerð hefur sannarlega ekki nægilega fjármuni til ráðstöfunar. Það er auðvitað galli, en kosturinn við þann galla er í þessu samhengi sá, að peningarnir eru svo litlir að þeir geta ekki farið neitt ann- að en í kvikmyndirnar sjálfar. Marg- ir, ef ekki flestir, kvikmyndagerð- armenn láta sig dreyma um að hafa nóg af peningum til að gera myndir sínar fyrir. En eins og sjá má af reynslu Hals Hartley getur sá draumur breyst í martröð þegar Hollywood er annars vegar. Gamli villidýrabaninn John Huston sagði við mig árið 1986: „Hollywood er frumskógur. Hefur alltaf verið frumskógur. Menn labba ekki inn í frumskóg með engilbjarta ásjónu eina að vopni. Menn labba inn í frum- skóg með riffil um öxl.“ Leikstjórafélög eru góð og gild. Framleiðendafélög líka. En ljóst má vera að Félag skotveiðimanna á ekki síður erindi. sagði m.a.: „Kvik- myndaiðnaðurinn er í allt of ríkum mæli kominn í klær bók- haldara, skattaráð- gjafa, fjárfesting- arsérfræðinga, hagræðingarráðu- nauta, steingeldra gróðapunga. Gömlu stúdíókóngarnir í Hollywood vissu, hvað sem öðru leið, hvernig á að gera bíó- myndir; þeir ráku fyrirtækin af ástríðu.“ Ég spurði hvort hann tryði samt á framtíð list- greinarinnar. „Já, vissulega. Bíó- myndin mun lifa þetta allt af. Líka bókhaldarana og tölvufræðingana.“ Þessi orð meistarans, sem ári síðar var látinn, rifjuðust upp fyrir mér þegar ég las hér á bíósíðum síðasta sunnudag fróðlegt viðtal Skarphéðins Guðmundssonar við annan, yngri og enn sjálfstæðari bandarískan kvikmynda- gerðarmann en Huston var, Hal Hartley, í tilefni af frumsýningu nýrrar mynd- hvítskeggjaður öldungurinn með lít- inn súrefniskút sér við hlið og stakk totunni uppi í nasirnar annað slagið; hann hafði reykt ofan í lungnabólgu og sagðist þakka hvern dag sem liði án alvarlegs hóstakasts. Eitt um- ræðuefni okkar var hvernig þessum staðfasta einfara og sjálfstæða lista- manni tækist að lynda við pen- ingavaldið sem deildi og drottnaði í kvikmyndagerð samtímans. Huston Kosturinn við gallann „Viðskiptafræðingar eru fólk sem vinnur með tölur en skortir persónuleika til að verða bókhaldarar,“ sagði gjaldkerinn. Auðvitað er þetta tóm lygi og áróður og eru viðskiptafræðingar beðnir velvirð- ingar á ómaklegum ummælum. Þegar kemur hins vegar að kvikmyndinni, dýr- ustu listgrein veraldar, eru tölur og pen- ingar ekki síður lykilatriði en sköpun og listfengi. Rígurinn og togstreitan milli peningamannanna og listamannanna hafa í heila öld sett mark sitt á kvikmynda- gerð, ekki síst þar sem peningarnir eru mestir og framleiðslan líka, í Hollywood. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson Hal Hartley: Hart að horfa á eftir peningunum. John Huston: Í klóm bók- haldara … HELSTA norræna menningarmið- stöðin í Bandaríkjunum, Scandinavia House á Park Avenue í New York, stendur nú fyrri hluta vetrar fyrir yf- irlitssýningum á verkum „fimm áhrifamestu leikstjóra sem nú eru að störfum á Norðurlöndunum“, eins og segir í kynningu stofnunarinnar, og er desembermánuður helgaður myndum Friðriks Þórs Friðriksson- ar. Í september voru sýndar myndir Jörgens Leth frá Danmörku, í lok september og októberbyrjun mynd- ir Jans Troell frá Svíþjóð, seinnihluta október verk Anja Breien frá Noregi og í nóvember Mikas Kaurismäki frá Finnlandi. Öllum leikstjórunum er boðið til New York til að kynna verk sín og verður Friðrik Þór viðstaddur þrjár sýningar, þ.e. New York-frum- sýninguna á Fálkum og sýningar á Á köldum klaka og Englum alheims- ins, en einnig verða Börn náttúrunn- ar og Bíódagar sýndar. Fálkar seldir til 13 landa Gengið hefur verið frá samning- um um sölu á Fálkum, nýjustu mynd Friðriks Þórs, til 13 landa, samkvæmt upplýsingum frá Ísleifi Þórhallssyni hjá Íslensku kvik- myndasamsteypunni. Þau eru Dan- mörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Tékkland, Grikkland, Holland, Belgía, Þýskaland, Eng- land, Austurríki og Sviss. Viðræður um sölu til fleiri landa standa yfir. Scandinavia House kynnir norræna kvikmyndaleikstjóra í New York Desembermánuð- ur helgaður mynd- um Friðriks Þórs Fálkarnir fljúga: Seldir til 13 landa og New York-frumsýning í Scandinavia House í byrjun næsta mánaðar. FINNINN Aki Kaurismäki og mynd hans Maður án fortíðar, sem hrepptu Norrænu kvik- myndaverðlaunin nýverið, ganga með góð spil á hendi til Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða 7. desember í Róm. Eftir kosningu evrópsku kvikmyndaakademíunnar, sem lauk fyrr í mánuðinum, hefur myndin flestar, eða sjö, tilnefn- ingar fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn, besta handrit, bestu leikkonu, besta leikara og bestu kvikmyndatöku. Næstflestar til- nefningar hlaut Talaðu við hana eftir Pedro Almodóvar eða fimm. Af öðrum norrænum myndum í undanúrslitunum, þar sem Hafið var íslenski fulltrú- inn, fékk aðeins sænska myndin Lilja 4-Ever eftir Lukas Mood- ysson tilnefningar, – fyrir bestu mynd og bestu leikkonu. Cámara, Sergio Castellitto, Martin Compston, Olivier Gour- met, Markku Peltola og Tim- othy Spall. Bestu leikkonutil- nefningar fá: Oksana Akinshina, Emmanuelle Devos, Martina Gedeck, Laura Morante, Sam- antha Morton, Kati Outinen og allar leikkonurnar átta í 8 kon- ur. Bestu handritin eru sam- kvæmt tilnefningunum eftir Pedro Almodóvar, Tonino Ben- acquista og Jacques Audiard, Paul Greengrass, Aki Kauris- mäki, Krzysztof Kieslowski og Krzysztof Piesewicz, Paul Lav- erty og Francois Ozon. Tilnefningar fyrir besta kvik- myndatöku fá: Javier Aguirres- arobe, Tilman Bütner, Pawel Edelman, Frank Griebe, Alwin Küchler, Timo Salminen og Ivan Strasburg. Magdalene Sisters eftir Peter Mullan frá Bretlandi og The Pianist eftir Roman Polanski sem er frönsk- pólsk-þýsk-bresk samframleiðsla. Sem bestu leik- stjórar eru til- nefndir Almodóv- ar, Marco Bell- ochio (fyrir Bros móður minnar), Andreas Dresen (fyrir Halbe Treppe eða Á miðri leið), Kaur- ismäki, Mike Leigh (fyrir All or Nothing), Ken Loach (fyrir Sweet Sixteen), Polanski og Al- exander Sokurov (fyrir Rússn- eska örkin). Sem bestu leikarar voru til- nefndir: Javier Bardem, Javier Tilnefningar fyrir bestu mynd fá, auk ofannefndra þriggja mynda, 8 konur eftir Francois Ozon frá Frakklandi, Bend It Like Beckham eftir Gurinder Chadha frá Bretlandi, Bloody Sunday eftir Paul Greengrass frá Bretlandi og Írlandi, The Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Róm 7. desember Kaurismäki og Almodóvar með flestar tilnefningar Maður án fortíðar eftir Aki Kaurismäki: Með sex tilnefningar til Evrópuverðlaunanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.