Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 14. janúar 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað C Stjórnbúnaður fyrir varmaskipta Kaupþing býður þér persónulega ráðgjöf um skipulag lífeyrissparnaðar. Bankinn hefur í vörslu sinni fjölbreytt úrval lífeyris- og séreignarsjóða. Kaupþing er því sann- kallaður stórmarkaður í lífeyrismálum. Þar færð þú allt á einum stað: viðbótarlífeyrissparnað, fjölbreyttar fjár- festingarleiðir, sérfræðiráðgjöf og persónulega þjónustu. Hafðu samband í síma 515 1500 eða komdu við í Ármúla 13 og kynntu þér víðtæka þjónustu okkar á sviði lífeyris- mála. Einnig getur þú fengið ráðgjafa heim þegar þér hentar. Stórmarkaður í lífeyrismálum –fyrir þína hönd Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Góðsala ífyrra Rætt við Guðrúnu Árnadóttur 26 Meiralíf ígarðinn Sveigjanleg hitaveiturör Fóðurstaður fyrir fuglana 37 Athyglisverð skýrsla á vegum Orkuveitunnar 42                                                   ! "# $ $ % % & #% ' ( ! " $ $ % % & # % ' ( !% " & ' # %% $ ( $ % %% ' $ ( $ % % ! " & # )      * $     *      +,-  .   +,-  .         !  "# $# %&&" 01*2 * " 2   $ 3 456  - 27  8 3 ,  9  "   :* ; $   :* ; (* 1   :* ; $   :* ;     < '     -. '  * = 2  . >>>               =  2? @<< A              !/  "/ #$   ()   2? @ A      *+ % * , - * . ,% .#$+$ %,/- % %"/& ../0 <<  1 !  2   ! # -# .%# %&&" 8   * + '  ! "  %!% % <              #  #  ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar þekkt húsnæði í miðborg Reykjavík- ur kemur í sölu eða leigu. Hjá fast- eignasölunni fasteign.is er nú til leigu stærsti hluti Hressingarskál- ans í Austurstræti 20. Þetta hús- næði var áður í eigu KFUM & K, en skipti nýlega um eigendur. Nýir eig- endur eru eignarhaldsfélagið Sund. Um er að ræða 460 ferm. húsnæði á götuhæð. Húsnæðið skiptist í þrjá veitingasali, það er tvo aðalsali og einn minni, sem er salur til einka- samkvæma. Auk þess fylgir vel búið eldhús og snyrtingar. Garðurinn bak við húsið tengist veitingasölum hússins, en hann er mjög fallegur með timburveröndum og góðri að- stöðu. Búið er að endurnýja m.a. allt raf- magn, ofna og lagnir, glugga, gler ásamt öllum innviðum o.fl. „Nýir eigendur þessa sögufræga og fallega húss óska nú eftir leigu- tökum,“ segir Ólafur B. Blöndal hjá fasteign.is. „Óskað er eftir tilboði í leiguverð, en húsnæðið er laust til afhendingar um næstu mánaðamót.“ Hús með sögu Fá hús í miðbæ Reykjavíkur geta státað af jafn merkilegri sögu og þetta hús. Það var upphaflega reist árið 1805 fyrir sýslumann Gull- bringu- og Kjósarsýslu, en húsið var flutt tilhöggvið frá Svíþjóð og upp- haflegt nafn, „Svenska húsið“, af því dregið, en það mun hafa haldizt nokkuð lengi. Fyrstur bjó þar H. W. Kofoed Hansen sýslumaður, tengdasonur Bjarna riddara Sívertsens, en síðan áttu húsið hver fram af öðrum ýmsir mektarmenn í sögu lands og þjóðar. Í hópi þeirra var Árni Thorsteins- son, land- og bæjarfógeti. Hann lét stækka húsið og ræktaði mikinn skrúðgarð sunnan við það, sem nefndur var Landfógetagarðurinn. Þessi garður þótti lengi einn feg- ursti garðurinn í Reykjavík. Húsið var í eigu ættmenna Árna fram yfir 1930, en þá keypti KFUM það. Árið 1932 hófst rekstur Hress- ingarskálans og hafði húsinu þá ver- ið breytt mjög. Síðan var þetta lengi afar vinsæll veitingastaður, ekki sízt vegna garðsins, þar sem veitingar voru bornar fram á góðviðrisdögum. Eftir gagngerar breytingar á hús- inu 1985 var tekin upp að nýju veit- ingasala í garðinum, þegar veður leyfir en hún hafði lagzt af um hríð. Margir hafa áhuga Ólafur B. Blöndal kveðst bjart- sýnn á að þetta húsnæði leigist fljót- lega. „Það er strax mikið um fyr- irspurnir og þá aðallega frá aðilum í veitingarekstri, en þetta húsnæði hentar afar vel fyrir þess konar rekstur,“ sagði Ólafur. „Annar rekstur kemur líka vissu- lega til greina og einn aðili hefur þegar haft samband við mig með það í huga að setja upp verzlun í húsnæðinu.“ Að sögn Ólafs er húsnæðið í mjög góðu ástandi, en síðast var McDon- alds með húsnæðið á leigu og hafði látið endurnýja það allt. Garðurinn bak við húsið er mjög fallegur nú sem áður og þar eru sólpallar og góð útiaðstaða í tengslum við veitinga- reksturinn. Ólafur tók það fram, að KFUM&K verður áfram í húsinu með kaffistofuna Ömmukaffi og einnig með aðstöðu fyrir æskulýðs- starf sitt í miðbæ Reykjavíkur. Stærsti hluti Hressingarskálans íAusturstræti til leigu Til leigu hjá fasteign.is er götuhæðin, sem er um 460 ferm. og skiptist í þrjá veitingasali, það er tvo aðalsali og einn minni, sem er salur til einkasamkvæma. Auk þess fylgir eldhús og snyrtingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.