Morgunblaðið - 12.02.2003, Side 4

Morgunblaðið - 12.02.2003, Side 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Sími 588 8282Radíóþjónusta Bæði með tegunda- merki og án. Einnig gúmmírenninga í vélsleðakerrur, frábært grip. Netfang: gummimotun@gummimotun.is Kaldbaksgötu 8 • 600 Akureyri Sími 453 6110 • Fax 453 6121 www.gummimotun.is Framleiðum aurhlífar fyrir allar gerðir bifreiða Viltu vernda bílskúrsgólfið? Hlífir flísum og lökkuðum gólfum frá nöglum, tjöru og öðrum óhreinindum. Framleiðum renninga úr gúmmíi á bílskúrsgólf. Mazda E 2000 árg. 1994. Ekin 176 þ. Tilboð óskast. Volvo F 7 árg. 1979. Ekinn 300 þ. Tilboð óskast. M. Benz 817 með föstum palli, nýlega upptekin vél. Tilboð óskast. Hraungörðum, Hafnarfirði. Sími 565 2727. www.bilhraun.is T RYGGVI keypti í samvinnu við aðra fjárfesta meirihluta í Heklu síðastliðið haust af bræðrunum Sigfúsi og Sverri Sigfússonum og er nú for- stjóri fyrirtækisins. „Ég var að vísu hér áður. Í síðustu niðursveiflu, í kringum 1993–1994, var sett á lagg- irnar ráðgjafaráð sem ég átti sæti í ásamt Gunnari Felixsyni og Bene- dikt Jóhannssyni. Í framhaldi af því var ég endurskoðandi Heklu og þekkti því vel til fyrirtækisins. Ég er hinsvegar ekki bíladellukarl. Ég get í mesta lagi skipt um dekk og rúðu- þurrkublöð á bíl. Það eru mínar sterku hliðar í sambandi við bílavið- gerðir. Mér finnst hins vegar mjög gaman að keyra bíla. Ef ég á erindi út á land keyri ég oft frekar en að fljúga. Þá gefst tækifæri til að vera einn með sjálfum sér, nota tímann til að hugsa og pæla í hlutum. Þetta hef ég gert alla tíð,“ segir Tryggvi. Tapi verði snúið í hagnað „Árið 2001 var erfitt fyrir flest bif- reiðaumboðin og umtalsverður tap- rekstur það ár. Það er líka ljóst að það er taprekstur á árinu 2002 en við höfum breytt hér skipuriti og virkjað starfsfólkið með öðrum hætti til þess að ná betri kostnaðarvitund. Á stjórnarfundi nýlega kynntum við fyrstu drög að áætlun og við stefnum að því að skila þessu ári réttum meg- in við núllið,“ segir Tryggvi. Hann segir að bílamarkaðurinn sé sveiflukenndur en nú séu áþreifanleg teikn á lofti um að betur horfi í efna- hagslífi þjóðarinnar. Samningar um byggingu álvers á Reyðarfirði séu langt komnir og bjartsýni sé að aukast þegar ákveðinni óvissu er eytt. „Aukið atvinnuleysi virkar- þarna á móti og það er meira en op- inberar tölur gefa til kynna. Þess- vegna skipta miklu máli þær aðgerðir sem ríkisvaldið annars veg- ar og Seðlabankinn hins vegar grípa til, m.a. með auknum framkvæmdum á meðan þenslan vegna virkjunar- framkvæmda er ekki komin fram og með lækkun vaxta. Ef þetta gengur allt eftir þá hjálpar það íslensku at- vinnulífi og allir eflast að þrótti,“ seg- ir Tryggvi. Umboðin ekki tilbúin að taka við 50% söluaukningu á árinu Í janúar jókst fólksbílasala um rúm 50%. Tryggvi segir að aukning í bílasölu í janúar síðastliðinum gefi alls ekki fyrirheit um jafnmikla sölu- aukningu út árið. „Við trúum því að það verði a.m.k. 15%–20% söluaukn- ing á árinu en ég held að janúar einn og sér segi lítið. Þar spilaði inn í mjög dræm sala í desember og viðskipta- vinir hafa verið að fresta ákvörðun um bílakaup fram í janúar.“ Hann telur að bifreiðaumboðin séu heldur ekki í stakk búin til að taka við 50% söluaukningu. Það sé hæg- ara sagt en gert vegna mikillar fjárbindingar í uppítökubílum. Tryggvi segir að markmið Heklu sé að halda sinni markaðshlutdeild og að reksturinn skili arði. Það vegi þyngra en að auka markaðshlut- deildina. Hann bendir á að Hekla sé nú með mjög breiða línu af bílum frá Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsub- ishi. Síðastnefndi framleiðandinn hafi verið í lægð varðandi framboð á fólksbílum undanfarin fjögur ár en nú séu bjartir tímar framundan. Ný- lega var kynntur nýr Pajero-jeppi. Þá kemur Outlander-jepplingur í vor og nýr Lancer í haust. Á næsta ári kemur svo nýr Colt. „Það eru því breyttir tímar framundan hjá Mit- subishi. Eins er Volkswagen að koma með Touareg-jeppann, nýjan Golf í byrjun næsta árs, sjö sæta Touran-fjölnotabíll kemur á vormánuðum, auk þess sem heil lína vinnubíla er væntanleg, en þar er Volkswagen á heimavelli. Ekki má gleyma Skoda Superb, en markaðsstaða Skoda hérlendis er sterk og orðspor gott. Allt mun þetta hjálpa okkur í því markmiði sem við stefnum að sem er að geta boðið upp á bíla sem eru spennandi og á góðu verði,“ segir Tryggvi. Þjónustan mikilvæg „Undirstaðan fyrir árangri í sölu bíla er þó að mínu mati alltaf þjón- ustan, bæði er ég að tala um þjónustu við sölu og þjónustu þegar kemur að viðhaldi og reglubundnu eftirliti, hvort sem er bifreiða eða tækja.“ Tryggvi segir einnig að Hekla hafi undanfarin misseri lagt áherslu á menntunarmál starfsmanna, hvort sem er bifvélavirkja eða sölumanna, auk þess sem fjárfest hafi verið í búnaði til viðgerða og viðhalds. „Það er gjarnan sagt að sölumenn selji fyrsta bílinn en þjónustan selji bíl númer tvö og þannig koll af kolli,“ segir Tryggvi. „Ég legg á það ríka áherslu að hér í Heklu sé veitt góð þjónusta og ráðstafanir í þeim efnum eru ofarlega á okkar borði enda lítum við á okkur fyrst og fremst sem þjón- ustufyrirtæki.“ Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu, kveðst ekki vera bíla- dellukarl. Hann geti í mesta lagi skipt um dekk og rúðu- þurrkublöð. Í samtali við Guðjón Guðmundsson segir hann að markaðshlutdeild skipti ekki öllu máli í rekstri bifreiðaumboðs heldur að hagnaður sé af starfseminni. Morgunblaðið/Þorkell Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu, á von á 15– 20% söluaukningu á árinu. gugu@mbl.is Ég er enginn bíladellukarl FYRIR nokkrum mánuðum var kynntur einn öflugasti pallbíllinn á markaðnum, Nissan Double Cab. Hann er með nýrri 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu og millikæli og skilar 133 hestöflum og togi upp á 304 Nm, sem er gott afl í ekki þyngri bíl. Í E-gerð bílsins er staðalbún- aður meðal annars ABS-bremsu- kerfi, fjarstýrðar samlæsingar, raf- drifnar rúður og hliðarspeglar, álfelgur og topplúga. Double Cab- inn er því sambærilegur að búnaði og margir aðrir jeppar. Bíllinn er með sjálfstæðri fjöðrun að framan og á blaðfjöðrum að aftan. Verðið er 2.835.000 krónur. Breytir hf. fékk einn slíkan bíl til breytinga fyrir 35 tommu dekk á dögunum. Og hvað var gert til að breyta bílnum úr vinnutrölli í glæsi- legt fjallatröll? Breyting upp á 980 þúsund kr. Bíllinn er hækkaður um 10 cm á boddí, eins og sagt er, þ.e.a.s. yf- irbyggingunni er lyft frá grindinni. Klippt er úr hjóls- kálum fyrir dekkj- unum og bretta- kantar og gangbretti sett á. Dekkin eru 35x12,5 R15 og hann fær laglegar 15x10’’ álfelgur. Inni í breytingunni felst einnig að brettakantar eru málaðir og klæðn- ing sett í kanta. Þá er gerð breyting á stýrinu og hraðamælinum. Loks er bíllinn settur í hjólastillingu, komið fyrir í honum slökkvitæki og sjúkra- púða og loks er hann sérskoðaður og vigtaður. Breyting af þessu tagi kostar frá 700.000 kr. Svo setur Bílastjarnan hús á bílinn og spraut- ar það í sama lit og yfirbygginguna. Á komið kostar það 180.000 kr. Samtals kostar þessi breyting því 980.000 kr. og bíllinn kominn upp í rúmar 3,8 milljónir kr. albúinn á fjöll. Eigin þyngd bílsins þegar hann er óbreyttur er 1.725 kg og burð- argetan er 1.125 kg. Það dregur úr burðargetunni þegar settir eru gormar undir hann í stað blaðfjaðr- anna og sömuleiðis þyngist bíllinn lítillega við breytinguna. Hann er þó ennþá léttur í samanburði við jeppa og á 35 tommunum má búast við mikilli getu á fjöllum. Úr burðarmiklum pallbíl í jöklabana Það er hægt að komast af með hlutfallslega minni kostn- að við að breyta pallbíl í alvöru fjallabíl heldur en að breyta jeppa í slíkan grip. Guðjón Guðmundsson skoðar breyt- ingu á Nissan Double Cab. Hækkaður um 10 cm og kominn á 35 tommu dekk. Fullbúinn að innan, meira að segja með rafdrifna sóllúgu. Mikið flutningsrými. Morgunblaðið/Kristinn Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.