Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Reykjavík - Fasteignasalan Skeifan er með í sölu núna 275 fermetra ein- býlishús með aukaíbúð á neðri hæð í Eyktarási 21 í Seláshverfi. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum, byggt árið 1980. „Hús þetta er stórglæsilegt og getur hentað jafnt fyrir eina fjöl- skyldu eða hægt er að leigja út auka- íbúð sem er þriggja herbergja á neðri hæð hússins. Mjög góður sér- inngangur er í báðar íbúðirnar,“ sagði Magnús Hilmarsson hjá Skeif- unni. „Á efri hæðinni (aðalhæð) eru þrjú herbergi auk stofu og eldhúss og rúmgóðs baðherbergis. Úr svefnher- bergi er sérútgangur út í fallegan garð sem teiknaður var af Stansilav Bohic, í garðinum eru góðir pallar og rennandi lækur auk fallegs gróðurs. Í stofu er arinn sem teiknaður var af Finni Fróðasyni arkitekt. Á neðri hæðinni er full lofthæð og er góður stigi á milli hæða. Þrjú stór herbergi eru á neðri hæðinni. Auk þess stórt baðherbergi með gufu- baði, þvottahús eða eldhús fyrir aukaíbúð og fallegt hol. Þá er rúm- góður innbyggður bílskúr á neðri hæð og er innangengt í hann. Húsið stendur rétt austan við sundlaugina í Árbæjarhverfi og íþróttasvæði Fylk- is, skammt frá hesthúsabyggðinni í Elliðaárdalnum. Um er að ræða sér- lega falleg eign í einu eftirsóttasta hverfi borgarinnar. Ásett verð er 31 millj.kr.“ Eyktarás 21 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eyktarás 21 er til sölu hjá Skeifunni. Glæsilegt steinhús með aukaíbúð, alls um 275 fermetrar, ásett verð er 31 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.