Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 2

Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 2
2 B FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                                                  !                 MIKLAR hræringar hafa verið í starfsmannahaldi Bún-aðarbankans og Landsbankans undanfarna daga. Ámánudagskvöld komu fjórir lykilstjórnendur Bún-aðarbankans á fund bankastjóra, Sólons R. Sigurðs- sonar, og tilkynntu um uppsögn sína og að þeir væru að hefja störf hjá samkeppnisaðilanum, Landsbankanum. Uppsagnirnar komu bankastjóranum eins og þruma úr heiðskíru lofti og ekki tók betra við daginn eftir þegar sex starfsmenn bankans til við- bótar sögðu upp störfum. Í gær fjölgaði enn í hópnum og síðdegis í gær voru þeir orðnir 14 alls. Uppsagnirnar eru mikið áfall fyrir Búnaðarbankann og óvenju- legt að eitt fjármálafyrirtæki herji með þessum hætti á annað. Þetta er eflaust ekki gott veganesti fyrir sameiningu við Kaup- þing. En meðal skýringa sem aðilar á fjármálamarkaði hafa nefnt fyrir fólksflóttanum úr Búnaðarbankanum er ekki bara boð um gull og græna skóga heldur starfsöryggi. Þrátt fyrir að ekki hafi komið fram hversu mörgum verði sagt upp við sameiningu Kaup- þings og Búnaðarbankans, né heldur hvort einhverjum verði sagt upp, þá hefur það legið í loftinu að til uppsagna muni koma. Þegar samruni bankanna var samþykktur var Árna Tómassyni, banka- stjóra Búnaðarbankans, gert að hætta störfum og hefur ríkt ákveðin óvissa meðal starfsmanna bankans hvort þeirra bíði svip- að hlutskipti. Eins má telja víst að brotthvarf manna eins og Sig- urjóns Þ. Árnasonar til Landsbankans geti skýrt uppsagnir ann- arra. Sigurjón hefur verið lykilmaður í rekstri Búnaðarbankans undanfarin ár og þrátt fyrir að hlutur hans hafi ekki farið hátt í opinberri umræðu þá hefur hann ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með íslenskum fjármálamarkaði. Yfirleitt þegar fólk skiptir um starf þá fylgir því ákveðið óör- yggi, að viðkomandi veit ekki að hverju hann gengur. En í þessu tilviki ná velta því fyrir sér hvort því sé öfugt farið með þá starfs- menn Búnaðarbankans sem hafa ákveðið að fylgja fjórmenning- unum til Landsbankans. Þeir hafi ekki vitað hvað biði þeirra í samein- uðum banka en þeir viti að hverju þeir gangi hjá Landsbankanum. En er það svo? Í ljósi umræðna um hugsanlega sameiningu Landsbanka og Íslandsbanka má spyrja hvert starfsöryggi þeirra, sem nú fara frá Búnaðarbanka til Landsbanka, raunverulega er. Hvað gerist ef af sameiningu Landsbanka og Íslands- banka verður eða ef um verður að ræða yfirtöku Íslandsbanka og Landsbanka? Það er ekkert nýtt af nálinni að starfsmenn fjármálafyrirtækja færi sig um set en það sem er óvenjulegt nú er að Landsbankinn skuli markvisst bjóða stórum hóp hjá samkeppnisaðilanum starf. Landsbankinn, sem fyrir nokkrum árum var stærsti og öfl- ugasti banki þjóðarinnar stendur nú frammi fyrir því að vera sá minnsti. Engum þarf að koma á óvart, þótt nýir eigendur Lands- bankans vilji breyta þeirri stöðu. Ljóst er að sterk tengsl hafa verið á milli aðaleigenda Landsbankans og kjarna þess hóps, sem nú er að koma frá Búnaðarbanka til liðs við Landsbankann. Hins vegar hlýtur það að vekja spurningar innan Landsbankans, meðal starfsmanna bankans, hvort í þeirra hópi hafi ekki verið hæfir starfsmenn til þess að takast á við ný verkefni við nýjar aðstæður. Fyrirtæki geta endurnýjað sig innan frá en líka utan frá eins og Landsbankinn er að gera nú. Vissulega getur það verið álitamál hvor kosturinn er heppilegri. Reuters Innherji skrifar Viltu vera „memm“? Eru það gull og grænir skógar sem heilla eða von um starfsöryggi hjá samkeppnis- aðilanum? innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● LAUNAVÍSITALA í mars 2003 er 237,8 stig og hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Síð- astliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,7%. Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan apríl, er 285,6 stig og hækkar um 0,28% frá fyrra mánuði. Vísital- an gildir fyrir maí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,2%. að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Árshækkun launavísitölu 5,7% ● NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB, hef- ur boðið út skuldabréf á alþjóðlegum mark- aði að fjárhæð einn milljarður Bandaríkja- dala. Umsjónaraðilar útboðsins eru BNP Paribas, HSBC og Morgan Stanley í sam- starfi við Deutsche Bank, Citigroup, Gold- man Sachs, Mizuho og Nordea. Útboðið er annað útboð NIB af þessari stærðargráðu. Það hófst 15. apríl síðastliðinn en gjalddagi skuldabréfanna er 24. apríl 2008. Ársvextir eru 3,125%. Um 35% af þeim milljarði Bandaríkjadala sem boðnir voru út fóru til Norður-Ameríku, um 30% til Asíu, um 20% til Evrópu og um 15% til Mið-Austurlanda og Afríku. Skuldabréfaútboð NIB upp á milljarð dala ◆ ◆ ◆ ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES- ríkjum var 112,9 stig í mars sl. og hækkaði um 0,5% frá febrúar. Á sama tíma var samræmda vísitalan fyrir Ísland 125,4 stig og hækkaði um 1,1% frá fyrra mán- uði. Frá mars 2002 til jafnlengdar árið 2003 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,3% að meðaltali í ríkjum EES, 2,4% á evru- svæðinu og 1,9% á Íslandi. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á Írlandi, 4,9%, og 3,9% í Grikklandi. Verðbólgan var minnst í Þýska- landi, 1,2% og í Bretlandi, 1,6%. Minnst verðbólga í Þýskalandi á EES-svæðinu ll RÆKJA ● SÁDI-ARABAR eru nú að hefja rækju- eldi í stórum stíl. Bú- ið er að reisa eld- isstöð skammt frá borginni Al-Laith og nær starfsemin yfir 129 ferkílómetra. Þegar fullum afköstum verður náð er ætl- unin að eldið skili árlega um 30.000 tonn- um. Náist það markmið, verður Sádi-Arabía meðal 10 stærstu rækjuframleiðenda í heimi. Á fyrsta stigi verða framleidd 12.500 tonn í 10 tjörnum sem þekja samtals 2.500 hekt- ara. Hafizt verður handa við næsta stigið fljótlega. Á því verða 15 tjarnir sem ná yfir 67,4 ferkílómetra og gert er ráð fyrir 17.500 tonna framleiðslu á ári. Arabar í rækjueldi ● NÝHERJI hefur fengið vottun sem Trend Micro Premium Partner og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur fengið hana samkvæmt fréttatilkynningu frá Nýherja. Nýherji fær vottun BANDARÍSKA lágvöruverðskeðj- an Kmart, sem fékk greiðslustöðv- un fyrir rúmu ári, mun losna undan henni tveimur mánuðum fyrr en áætlað var. Haft var eftir Julian Day, forstjóra fyr- irtækisins, á vef- miðli BBC í gær, að stjórnendur fyrir- tækisins væru mjög ánægðir með endurskipulagn- ingu fyrirtækisins. Eftir u.þ.b. tvær vikur hefst starfsemi keðjunnar aftur að fullu með 600 færri verslunum en áður auk þess sem skuldir hafa lækkað um 80%. Hluthafar í Kmart tapa því sem þeir áttu í fyrirtækinu en bankar og eigendur skuldabréfa sem fyr- irtækið gaf út munu fá ný hlutabréf í hendur. Samdráttur í sölu og auknar skuldir urðu til þess að farið var fram á greiðslu- stöðvun fyrir Kmart í janúar á síðasta ári. Tap fyrirtækisins í fyrra nam um 3,2 milljörðum Banda- ríkjadala, jafnvirði rúmra 240 milljarða íslenskra króna. Í tilkynningu frá fyrir- tækinu segir að gert sé ráð fyrir að það muni skila hagnaði á næsta ári. Kmart að losna úr greiðslustöðvun fyrr en áætlað var Skuldir lækka um 80% og verslunum fækkað Áætlanir gera ráð fyrir að Kmart skili hagnaði á næsta ári. ll VOTTUN ◆ STRAUMUR hagnaðist um 408 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið við 812 milljóna hagn- að á sama tímabili fyrir ári. Inn- leystur hagnaður fyrir skatta var 316 m.kr., samanborið við 530 m.kr. hagnað á sama tíma 2002. Óinnleystur hagnaður nam 152 m.kr., samanborið við 453 m.kr. óinnleystan hagnað fyrir sama tímabil 2002. Arðsemi eiginfjár var 21,7% eftir skatta á ársgrundvelli. „Skilyrði á verðbréfamörkuðum voru félaginu almennt hag- stæð á fyrstu þremur mánuðum ársins og leiddu til verðhækk- ana á verðbréfaeign félagsins,“ segir í tilkynningu frá félag- inu. Heildareignir Fjárfestingarfélagsins Straums hf. voru 11.824 m.kr. þann 31. mars 2003, samanborið við 7.986 m.kr. í árslok 2002. Eigið fé félagsins var 8.509 m.kr., samanborið við 7.760 m.kr. í árslok 2002. Eiginfjárhlutfall félagsins var 72% í lok tímabilsins, en var 97% í árslok 2002. Skuldir voru samtals 3.315 m.kr. þann 31. mars 2003. Straumur hagnast Morgunblaðið/Golli Mun minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra KAUPÁS hf. og Bakarameistarinn ehf. hafa undirritað samkomulag um að Bakarameistarinn opni og reki veit- ingaaðstöðu og bak- arí á fyrstu hæð Húsgagnahallarinn- ar við Bíldshöfða. Í veitingaaðstöðu Bakarameistarans verður sæti fyrir 80 manns og verður þar boðið uppá smá- rétti og kaffimeð- læti auk annars baksturs. Umfangsmiklar breytingar standa yfir á Húsgagnahöllinni, einkum í húsgagnaversluninni sem er sú stærsta á landinu. Í næsta mánuði verður opnuð 900 fm. lágvöruverðsverslun Krónunnar í Húsgagnahöllinni en í húsinu eru fyrir verslanir Intersports og Nevada Bob. Bakarameistarinn opn- ar í Húsgagnahöllinni Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bak- arameistarans, og Sigþór Sigurjónsson, eigandi, Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, og Friðbert Friðbertsson, framkvæmdastjóri sérvörusviðs, skrifuðu undir samninginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.