Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 3

Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 B 3 NFRÉTTIR FULLTRÚAR í íslenska stýri- hópnum segja að íslenskt atvinnulíf sé áhugasamt, en ríkisstjórnin hefur lýst stuðningi við verkefnið. Þá er mikill áhugi á hugmyndinni innan Evrópu- sambandsins. Ef af verður eru líkur á verulegum fjárstuðingi fyrir íslensk verkefni, þar sem sótt verður um Evrópustyrki fyrir tilraunasamfélag- ið. Ingólfur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði, segir að ESB hafi stöðugt vaxandi áhyggjur af því hversu hægt gangi að innleiða raf- ræna viðskiptahætti í Evrópu; mun hægar en í Bandaríkjunum. Því hafi þeirri hugmynd, að hleypa af stokk- unum tilraunasamfélögum fyrir raf- ræn viðskipti, í tengslum við átak Evrópusambandsins „eEurope 2005 Action Plan“, verið ákaflega vel tekið innan sambandsins. Stuðlar að hagvexti Guðbjörg Björnsdóttir og Rúnar Már Sverrisson hjá Staðlaráði Íslands kynntu þessa hugmynd fyrst innan nefndar á vegum Staðlasamtaka Evr- ópu og ESB og hafa að undanförnu verið að vinna að framgangi hennar. Þá hefur Jónína S. Lárusdóttir, lög- fræðingur í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu, unnið að verkefninu fyr- ir hönd ráðuneytisins og verkefnis- stjórnar um upplýsingasamfélagið, auk Ingólfs Sveinssonar hjá Útflutn- ingsráði. Rúnar segir að litið sé á rafræn við- skipti sem möguleika til aukins hag- vaxtar. Með því að nota tölvutækni sé hægt að auka verðmætasköpun og minnka tilkostnað. „Evrópusamband- ið setti sér það takmark árið 2001, að Evrópa yrði „rafræn“ árið 2003. Það hefur aldeilis ekki gengið eftir. Könn- un í árslok 2002 sýndi að aðeins örlítill hluti, eða um 6,6% evrópskra fyrir- tækja, hafði þá tekið að fullnýta sér tölvutækni í aðfangakeðjum,“ segir hann. Rúnar segir að þær niðurstöður hafi verið mikil vonbrigði fyrir ESB. Stærsta vandamálið, að sögn Rún- ars, er að lítil fyrirtæki hafa ekki tekið þátt í þróuninni, en þátttaka þeirra er talin vera grundvöllur þess að kerfið virki. „ESB vildi því kortleggja stöðu og lykilatriði stöðlunar í rafrænum viðskiptum. Til þess að litlu fyrirtæk- in geti tekið tæknina upp verður að samræma alls konar tæknileg atriði og auka samstarf um fjölmörg atriði, þar á meðal stöðlun. Í þessu augna- miði var skipuð nefnd, CEN/ISSS eBusiness Standards Focus Group, sem er innan evrópsku staðlasamtak- anna,“ segir Rúnar. Hann er í þessari nefnd, ásamt Guðbjörgu Björnsdótt- ur. Markmið nefndarinnar var að kort- leggja vandamál á sviði stöðlunar sem stæðu framþróun rafrænna viðskipta fyrir þrifum, með það fyrir augum að finna leiðir til að örva rafræn viðskipti milli landa í Evrópu og með þátttöku lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Við í þessari nefnd litum verkefnið svolít- ið öðrum augum en hafði verið gert þangað til, enda ekki svo flækt inn í evrópska stjórnkerfið. Við komumst að þeirri niðurstöðu, að það sem helst stæði í vegi fyrir rafrænum viðskipt- um í Evrópu væri hversu hefðir væru ríkar í viðskiptalífinu. Skipulag væri fastmótað, völd og pólitík væru alls- ráðandi og tengslanet væri mjög lag- skipt, þannig að erfitt væri að ná tengslum við rétta aðila í þeim til- gangi að innleiða nýjungar,“ segir Rúnar. Þá komst nefndin að þeirri niður- stöðu að hentugast væri að nota smærri samfélög til að prófa sig áfram og þróa rafræn viðskipti. „Slíkt væri mjög erfitt í stóru samfélagi á við Bretland, þar sem fyrirtækin skipta eflaust hundruðum þúsunda. Til þess að rafræn viðskipti skili til- ætluðum árangri þarf að ná til ákveð- ins hlutfalls fyrirtækja, á að giska 70– 80%. Í svo stóru samfélagi þarf að kynna fyrirtækjunum þróaðar lausn- ir; tilraunastarfsemi er nánast ófram- kvæmanleg,“ segir Rúnar. Ísland kjörið tilraunasamfélag Íslensku nefndarmennirnir lögðu því fram þá tillögu að Ísland yrði eins konar tilraunasamfélag fyrir rafræn viðskipti. „Ísland er ef til vill kjörið til að takast á við þetta viðfangsefni. Það er lítið, en um leið þróað og tilbúið fyr- ir svona verkefni.“ Tillagan var „að skapa skilvirkt, rafrænt viðskiptaumhverfi – tilrauna- samfélag, sem þjóni sem viðskiptalík- an fyrir önnur Evrópulönd.“. Að sögn Rúnars er mikilvægt að í þessari tilraun taki stjórnvöld, staðla- samtök, fyrirtæki og stofnanir, menntastofnanir og hagsmunasam- tök virkan þátt. „Auk þess viljum við gjarnan vinna þetta með Evrópusam- bandinu. Þar kemur tvennt til; þekk- ingaröflun og möguleiki á fjármögn- un,“ segir hann. Rúnar segir að nefndin telji að til þess að verða tilraunasamfélag verði þjóð að búa við pólitískan stöðugleika og sjálfstæði, vera tæknilega þróuð, hafa lítil og meðalstór fyrirtæki, njóta stuðnings frá laga- og menntaum- hverfi og þátttaka stjórnvalda og fyr- irtækja verði að vera virk. Þá sé nauð- synlegt að tölvu- og netnotkun sé almenn, sveigjanleiki sé mikill, tengslanet sterkt og áhættuþol sé mikið. Guðbjörg segir að þátttaka stjórn- valda og fyrirtækja sé lykilatriði. „Baklandið verður að vera sterkt og stuðningurinn alvarlegur. Annars verður tilraunasamfélagið ekki til,“ segir hún. Mikilvægir áfangar Að sögn Guðbjargar hefur mikilvæg- um áföngum verið náð, því texti um tilraunasamfélög hafi verið sam- þykktur af framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, sem hluti af skjali sem ber heitið „Adapting e-Business Policies in a Changing Environment“, eða „Stefna í rafrænum viðskiptum við breyttar aðstæður“ í lauslegri þýðingu. „Þetta þýðir að þeim tilmæl- um er beint til aðildarríkja ESB að styðja þetta frumkvæði. Einnig opnar þetta möguleikann á því að sam- bandið sjálft verji fé til verkefnisins, takist það vel,“ segir Guðbjörg. „Á ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag sam- þykkti svo ríkisstjórn Íslands að lýsa stuðningi við verkefnið og að Ísland verði þar í fararbroddi.“ Á ráðstefnu SARÍS, Samráðs um rafrænt Ísland, þriðjudaginn 29. apríl á Grand hóteli, verður fjallað um til- raunasamfélagið, umhverfi og stöðu rafrænna viðskipta á Íslandi og hæfni til að takast á við verkefnið. Meðal þátttakenda verða erlendir fyrir- lesarar, m.a. frá ESB, og líklegir erlendir samstarfsaðilar í verkefninu. ráðstefnan verður á ensku en upp- lýsingar um hana fást á vef SARÍS (saris.is) og Skýrslutæknifélags Ís- lands (sky.is), sem sér um ráðstefn- una. Ísland tilraunasamfélag fyrir rafræn viðskipti? Morgunblaðið/RAX Ingólfur Sveinsson, Útflutningsráði, Guðbjörg Björnsdóttir, Staðlaráði Íslands, Jón- ína S. Lárusdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsinga- samfélag, og Rúnar Már Sverrisson, Staðlaráði, vinna að því að Ísland verði í for- ystu í evrópsku samstarfsverkefni um tilraunasamfélög fyrir rafræn viðskipti. Fulltrúar í íslenskum stýrihópi um tilrauna- samfélag fyrir rafræn viðskipti segja góðar lík- ur á því að Ísland, ásamt fjórum öðrum lönd- um, gerist slíkt tilraunasamfélag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.