Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
T
ILVILJUN réð því
að Þorkell Diego
Þorkelsson réðist
til hjálparstarfa á
vegum íslenska
Rauða krossins árið
1991 og seinna til
Alþjóða Rauða
krossins. Hann var fyrst sendur til
gömlu Júgóslavíu og seinna til Afr-
íku, Afganistan, Asíu og loks Júgó-
slavíu á ný, þar sem hann starfaði
fram á síðastliðið haust. Þá stóð hon-
um til boða að taka við stöðu dreif-
ingar- og innkaupastjóra fyrir Al-
þjóða Rauða krossinn á svæði sem
nær frá landamærum Afganistan og
yfir löndin við sunnanvert Miðjarð-
arhaf til Alsír með aðsetur í Amman í
Jórdaníu. En þá fékk hann alvarlegt
flogakast og lamaðist um tíma þegar
æxli við heilann, sem hann greindist
fyrst með fyrir rúmum fimm árum,
gerði vart við sig á ný.
Fór sem vörubílstjóri
Þorkell flutti ungur að heiman og
bjó lengi á Suðureyri við Súganda-
fjörð. Hann vann fyrst við fisk-
vinnslu og seinna rak hann verslun
og bensínafgreiðslu og sinnti auk
þess ýmsum félagsstörfum og starf-
aði meðal annars með Rauða kross-
inum fyrir vestan. Þorkell þekkti því
til Rauða krossins og hafði lengi látið
sig dreyma um að taka þátt í hjálp-
arstarfi erlendis. Nokkrum árum
síðar flutti hann til Reykjavíkur á ný
og þar kom að honum bauðst að fara
til Júgóslavíu sem vöruflutningabíl-
stjóri í þrjá mánuði á vegum Rauða
krossins. Þrátt fyrir meirapróf hafði
hann aldrei ekið flutningabíl en ein-
staka sinnum hreyft til olíubíla þann
tíma sem hann bjó á Suðureyri. Þor-
kell vildi ekki missa af þessu þriggja
mánaða ævintýri og til þess að æfa
sig fór hann eina ferð með flutninga-
bíl sem kunningjar hans voru með í
ferðum milli Reykjavíkur og Ísa-
fjarðar. „Það var því ekki laust við að
hrollur væri í mér þegar ég lagði í
hann en ég lét slag standa,“ segir
Þorkell.
Sambandslýðveldi Júgóslavíu var
að liðast í sundur og Króatar og
Slóvenar höfðu ákveðið að segja skil-
ið við Serbíu og stofna sjálfstæð lýð-
veldi, þrátt fyrir andstöðu Serba.
Bosníumenn fylgdu á eftir snemma
árs 1992.
Serbar í Króatíu höfðu með her-
valdi tekið þriðjung lands í Króatíu
og voru við þröskuld stórra bæja
eins og Karlovac og Siska í austri og
Dubrovnik, Sibenika og Zadar í
vestri. Friðargæslulið Sameinuðu
þjóðanna var komið til Króatíu auk
þess sem verið var að efla friðar-
gæsluliðið í Bosníu.
Brauð fyrir fanga
Fyrsta verkefni Þorkels var að
aka stórum flutningabíl með tengi-
vagni fullum af brauði frá Zagreb í
Króatíu til Manjaca-fangabúðanna
skammt frá Banja Luka.
Bosníustríðið var að ná hámarki
milli Serba annars vegar og múslíma
og Króata hins vegar með hræðileg-
um afleiðingum. Þorkell sagði að oft
hefði verið erfitt að komast með
hjálpargögn um átakasvæðin. Ferð
sem að öllu jöfnu tók þrjár til fjórar
klukkustundir milli Zagreb og Banja
Luka gat tekið upp undir sex
klukkustundir vegna tafa við landa-
mæri og varðstöðvar. Fyrir kom að
bílalestir voru stöðvaðar vegna árása
á nálæg þorp og einstaka sinnum var
ráðist á lestarnar sjálfar en það var
þó sjaldan.
Þegar ráðningartíma Þorkels lauk
var honum boðið starf leiðangurs-
stjóra flutningabíla Alþjóða Rauða
krossins inn á ófriðarsvæðin með að-
setur í bænum Vojnic í Kraínahéraði
í Króatíu. Hann sá um að fylgja bíla-
lestunum frá Zagreb, höfuðborg
Króatíu, til Knin og annarra staða
sem Serbar réðu í Króatíu. Einnig
voru farnar ferðir til Bihac og Klad-
usa og Banja Luka í Bosníu og bjó
Þorkell á ýmsum stöðum í Króatíu
og Bosníu þar til í lok árs 1993.
„Stundum skall hurð nærri hælum,
en ég óttaðist samt ekki um líf mitt á
þessum tíma,“ segir Þorkell en
þarna var hann með stuttum hléum
fram í árslok 1993. „Þannig er að
meðan á árás stendur reynir maður
að vinna úr því sem er fyrir hendi og
fyrir kom að maður gleymdi að
hugsa um afleiðingarnar en ég hafði
alltaf trú á að allt færi vel og að við
samstarfsfólkið kæmumst í gegnum
þetta.“
Líbería
Í byrjun árs 1994 hélt Þorkell til
Íslands en var fljótlega beðinn um að
fara til Líberíu á vegum Alþjóða
Rauða krossins. Líbería er á vest-
urströnd Afríku milli Sierra Leone
og Fílabeinsstrandarinnar og er
elsta ríki Afríku, stofnað árið 1847
þegar Bandaríkjastjórn keypti land-
ið fyrir bandaríska leysingja.
Þegar Þorkell kom til Líberíu
hafði borgarastríð staðið í fimm ár
og því lauk ekki fyrr en árið 1997
með sigri uppreisnarforingjans,
Georges Taylors, sem nú er forseti
landsins.
Ekki að
selja sokkabuxur
Þorkell flaug með rússneskri flug-
vél frá Abijan á Fílabeinsströndinni
til höfuðborgarinnar Monróvíu.
„Þetta var einhver skrautlegasta
flugferð, sem ég hef farið,“ segir
hann. „Ég áttaði mig ekki á því fyrr
en við vorum komnir á loft að ég var
eini hvíti maðurinn um borð með
frekar sérkennilegum „karakter-
um“. Þeir voru ábyggilega ekki að
selja neinar sokkabuxur. Það var
eitthvað annað sem þeir voru að
versla með. Áður en við lögðum af
stað kom flugmaðurinn og færði mér
„sveitta“ samloku og volgt gos og
þegar hann hallað sér yfir mig lagði
af honum megna áfengislykt, sem
mikið hvítlauksát náði ekki einu
sinni að deyfa. Ég hélt að hann væri
eini flugmaðurinn um borð og fannst
það slæmt en þegar við vorum lentir
sá ég að það höfðu tveir drukknir
flugmenn verið við stjórn. Þar leiddi
haltur blindan en þeir flugu eins og
englar blessaðir og lendingin var
mjúk. Ég flaug seinna með Rússum í
öðrum heimsálfum, bæði í þyrlum og
flugvélum og ég held að þeir séu allt-
af undir áhrifum.“
Komst aldrei
til Gbanga
Rauði krossinn var með skrifstofu
í höfuðborginni Monróvíu og aðra í
Gbanga í austurhluta landsins. Þar
var annar Íslendingur, Helga Þór-
ólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, og
þangað var för Þorkels heitið en
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði
hann aldrei þangað. Uppreisnar-
menn réðust á Gbanga og lögðu allt í
rúst. Starfsmenn Rauða krossins
sluppu sem betur fer allir lifandi en á
hlaupum milli húsa, þar sem skotið
var á allt sem hreyfðist og komust
loks við illan leik til Monróvíu.
Í beinni skotlínu
Samtímis árásinni á Gbanga var
gerð tilraun til stjórnarbyltingar í
höfuðborginni. Uppreisnarmenn
réðust á forsetahöllina og svo illa
vildi til að Þorkell ásamt fleiri starfs-
mönnum lenti í beinni skotlínu að
höllinni frá sjó. Þar var kominn Vest-
ur-Afríkuherinn, að mestur skipaður
hermönnum frá Nígeríu, en honum
var ætlað að sjá um friðargæslu í
landinu. Með fulltingi herskipa frá
Nígeríu skutu þeir í átt að höllinni og
uppreisnarmönnunum, sem þar
voru. „Þetta eru ekki nýjustu og full-
komnustu herskipin sem til eru eða
vopn sem þeir eru með þessir fugl-
ar,“ segir Þorkell.
Sprengjurnar lentu í fæstum til-
fellum, þar sem þeim var ætlað að
lenda og nokkuð var um mannfall
óbreyttra borgara og aðrir slösuð-
ust.
„Sprengjur og sprengjubrot lentu
allt í kringum okkur og mér var
svona frekar órótt, ég verð að segja
það eins og er,“ segir hann. „Maður
hafði enga trú á að þessir hermenn
gætu hitt í mark. Uppreisnarmenn
og hermenn voru þvílíkir tindátar að
hægt hefði verið að hafa gaman af
við aðrar og hættuminni aðstæður.
Uppreisnarmennirnir voru ekki allir
háir í lofti og sumir þeirra kölluðu
sig ýmsum sérkennilegum og
skemmtilegum nöfnum til að auka á
virðingu sína. Þarna var auðvitað
Lautinant Rambó og nokkrir sem
kölluðu sig Stallón, og einn hét
General Salt and Pepper og annar
General Bad-bad-thing. Ætli hann
hafi ekki verið 16–17 ára sá, með eitt
gler í brotnum sólgleraugum og
hríðskotabyssu um öxl.“
Þorkell segir að fólk nái yfirleitt
ekki háum aldri á þessum slóðum
bæði vegna ófriðar og sjúkdóma.
Læknisþjónusta er stopul og nánast
engin lyf að hafa. Algengt er að
börnum sé rænt úr þorpum og þau
alin upp og þjálfuð til ódæðisverka,
jafnvel gegn sínum nánustu. „Í
mörgum tilfellum eru börnin undir
áhrifum eiturlyfja og hvernig á að
bregðast við slíkum aðstæðum? Eru
þetta vondar manneskjur eða býr
annað að baki. Ég tel að þeir sem
stjórna unglingunum séu óprúttnir
fjármálaspekúlantar, sem sækjast
eftir yfirráðum yfir náttúruauðlind-
unum og pólitískum völdum,“ segir
Þorkell.
Leið illa
„Þetta var óþverraland og hver
höndin upp á móti annarri,“ segir
hann. „Þeir höfðu drepið forseta sinn
með tilþrifum og ekið honum um í
hjólbörum eftir svívirðilegar aðfarir
og hluta ríkisstjórnarinnar höfðu
þeir tekið af lífi á ströndinni. Það var
ansi mikil lífsreynsla að vera þarna.
Mér leið illa og ekki bætti moskító-
flugan líðanina með malaríu og öllu
því sem henni fylgir. Ég held svei
mér þá að flugan sé ræktuð þarna.“
Eftir árásina í Gbanga var ljóst að
ekkert vit var í að skipuleggja hjálp-
arstarfið á ný. Öllum hjálpargögnum
Í lífshættu við líknar
Morgunblaðið/Kristinn
Elmar Þór Þorkelsson, Þorkell Diego Þorkelsson og Sladjana Vúkovic í búð Elmars, Vegamótum við Nesveg, en Þorkell er aðstoðarmaður hans um þessar mundir.