Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þorkell gekk fyrir hópnum með fána
Rauða krossins og tókst að koma öll-
um frá ströndinni þó svo að konur
væru sérstaklega áreittar og að í
hópnum væru liðhlaupar úr Vestur-
Afríkuhernum, sem uppreisnar-
menn vildu ólmir ná til.
Ótrúlegt hverju hægt er að venjast
Þorkell var rúmt ár í Sierra Leone
og segir hann að gengið hafi á með
„éljum“. „Það komu tímar sem ekki
voru mjög slæmir en maður venst
þessu,“ segir hann. „Það er skrítið
hvað hægt er að venjast svona illu
sem verður nánast eðlilegt ástand í
allri vitleysunni.“ Þrátt fyrir erfið-
leika sinntu starfsmenn Rauða
krossins hjálparstarfinu og dreifðu
hjúkrunargögnum, matvælum, út-
sæði og fræjum og heimsóttu fanga.
„Það var ótrúleg seigla í starfsfólk-
inu. Við vissum að Vestur-Afríkuher-
inn myndi ráðast inn og koma forset-
anum til valda á ný og ég var þar
þegar það gerðist,“ segir Þorkell.
„Þá komu rúmlega 4.000 manns inn í
garðinn til okkar. Við settum upp
hjúkrunaraðstöðu og tókum á móti
slösuðu fólki. Við gátum ekki hjálpað
öllum og var útbúinn grafreitur fyrir
þá sem létust.“
Fór að missa trúna
„Sierra Leone er frægt land fyrir
ofbeldi og þarna urðum við vitni að
ofbeldisverkum sem við höfðum
aldrei séð fyrr eða síðar og sum okk-
ar ekki heyrt um,“ segir hann. „Al-
gengt var að hendur og handleggir
væru höggnir af fólki til þess að
breiða út skelfingu meðal íbúanna.“
Þorkell segir að eftir dvölina í Sierra
Leone hafi hann fyrst farið að missa
trúna á virðingu annarra fyrir merki
Rauða krossins.
„Ég lenti í ýmsu í Bosníu og þar
féll einn samstarfsmannanna en þá
trúði ég því að um einstakt tilvik
hefði verið að ræða,“ segir hann. „Í
Sierra Leone fannst manni oft að
verið væri að nota samtökin. Því
miður er það orðið þannig að upp-
reisnarmenn víða eru búnir að átta
sig á að Rauði krossinn yfirgefur
helst ekki átakasvæði, sama á hverju
gengur. Samkvæmt Genfarsáttmál-
anum á hann að hjálpa íbúunum og
hjúkra og sinna föngum en þegar
farið er að myrða starfsmennina þá
yfirgefur Rauði krossinn landið, en
reyndar aðeins tímabundið. Stund-
um finnst manni eins og morð á
starfsmönnum Rauða krossins séu
skipulögð til að koma samtökunum í
burtu svo ódæðismenn geti athafnað
sig í friði. Það er ótrúlega seigla í
stofnuninni og starfsmönnunum að
gefast ekki upp. En það setur beyg
að manni þegar starfsmenn falla eins
og gerst hefur í Búrúndí, Afganistan
og í Tsjetsníu.“
Afganistan
Eftir fjórtán mánuði í Sierra
Leone fór Þorkell til Zagreb.
Hann var úrvinda, þreyttur,
slæptur og sundurtættur eftir
hrakningana og þar ætlaði hann að
safna kröftum. Eftir tvær vikur kom
kall frá Genf og hann beðinn um að
fara til Afganistan. Þetta var eftir
seinni jarðskjálftana. Þorkell var
sendur til Faisjabad í Norður-Afg-
anistan þar sem aðaljarðskjálftarnir
urðu og var hann með aðsetur í
gömlum herbúðum frá tímum rúss-
neska hersins. Rauði krossinn var
þar með birgðar- og hjálparstöð sem
Þorkell stjórnaði. „Allt var flutt til
okkar í flugvélum en öll dreifing
hjálpargagna til nauðstaddra íbúa í
nágrenni Faisjabad var afar erfið,“
segir Þorkell. „Mikið var einnig flutt
til okkar með þyrlum, bæði litlum og
stórum og sumt kom á vörubílum.
Frá okkur voru vörurnar ferjaðar
með þyrlum og á múlösnum. Þarna
er lítið um vegi og oftar en ekki
hurfu þeir reglulega í skriðuföllum
og flóðum.“
Þorkell segir að í norðurhéruðun-
um séu allar reglur mun strangari en
í borgum og bæjum og flestir íbú-
anna illa upplýstir. Oft var komið að
rústum húsa, sem höfðu hrunið og
þar varð fólk að hafast við í tjöldum.
„Þegar við komum að var konunum
smalað saman og þær lokaðar inni í
tjöldunum,“ segir Þorkell. „Verst
var að hjúkrunarfræðingarnir okk-
ar, sem voru konur, fengu ekki alltaf
að skoða þær. Stundum var það al-
veg útilokað. Af öllum þeim fjölda
kvenna sem þarna búa fengum við
einungis að flytja tvær á sjúkrahús
nær dauða en lífi af því að eiginmenn
þeirra voru aðeins víðsýnni en aðrir.
En ef einhver von var til að þær
héldu lífi án þess að fara á sjúkrahús
þá fengu þær ekki að fara og margar
þeirra létu þannig lífið. Það er alveg
ljóst.“
Málaliðar höfðingjanna
Þorkell hafði litla þyrlu til eigin
umráða og flaug hann yfir þorpin og
þá staði sem litu út fyrir að geta ver-
ið mannabyggðir og merkti inn á
kort fyrir þyrlur sem komu í kjölfar-
ið með hjálpargögn. Verst var að
eiga við höfðingjana sem vildu
stjórna aðgerðum Rauða krossins.
„Við byrjuðum á að sveima yfir og
lentum svo, þar sem fólk hafði safn-
ast fyrir, aldrei annars staðar. Það
gátu verið jarðsprengjur um allt og
eins neitaði ég alltaf að fara um á bíl
nema að höfðinginn kæmi með mér
og helst að hann væri í bílnum á und-
an mínum,“ segir Þorkell. „Þessir
höfðingjar stjórna lífi íbúanna. Þeir
geta kallað þá til bardaga þegar
þeim hentar og látið þá berjast fyrir
hvern sem er. Þarna var eingöngu
barist fyrir peninga og er sennilega
enn.“
Indónesía
Þorkell var í Afganistan í nokkra
mánuði eða þar til verkefninu lauk
og veturinn nálgaðist en þá lokast
fyrir allar samgöngur. Næsta verk-
efni var í Sarajevo í Bosníu, þar sem
hann vann við að koma á nýju að-
halds- og skráningarkerfi fyrir
birgðastöð Alþjóða Rauða krossins.
Þar var hann í nokkra mánuði áður
en hann var sendur til Indónesíu
sem ráðgjafi. „Þetta var rétt áður en
allt varð vitlaust í Indónesíu og bar-
ist var á Borneó,“ segir Þorkell.
„Óeirðir voru í Norður-Indónesíu, á
Súmötru og á Kryddeyjunum milli
kristinna manna og múslíma þó svo
trúarbrögðin væru ekki aðalástæð-
an. Enn sem fyrr voru það náttúru-
auðæfin á Norður-Súmötru, sem
barist var um. Þarna var ég við að
þjálfa starfsmenn indónesíska
Rauða krossins.“
Fljótlega brutust einnig út bar-
dagar á Austur-Tímor og var Þorkell
sendur þangað til aðstoðar. Fylgis-
menn forseta Indónesíu höfðu komið
upp vopnaðri sveit manna sem barð-
ist fyrir áframhaldandi yfirráðum
Indónesíu yfir Austur-Tímor. Þor-
kell sagði að þeir hefðu haft sínar að-
ferðir við að sannfæra kjósendur um
að styðja sameininguna. „Annað-
hvort kýst þú samband við Indónesíu
eða þú kýst ekki aftur, voru skila-
boðin, sem kjósendur fengu,“ segir
Þorkell.
Stuttu eftir að Þorkell kom til Dílí
höfuðborgar Austur-Tímor réðust
þessar sveitir á flóttamannabúðirnar
í borginni. „Þar varð mikið blóðbað,“
segir Þorkell. „Við reyndum að kom-
ast inn í búðirnar en tókst ekki fyrr
en allt var um garð gengið og það var
vægast sagt ljót aðkoma eins og þeir
sem fylgdust með fréttum muna.“
Áður en Þorkell hélt frá Austur-
Tímor og Indónesíu var honum falið
að koma með ábendingar um end-
urbætur á öryggismálum starfs-
manna Rauða krossins og allri að-
stöðu samtakanna.
Að því loknu hélt hann til Darwin í
Ástralíu, þar sem talið var langlík-
legast að flóttamenn frá Indónesíu
myndu leita þangað og fólu yfirmenn
hans honum að skipuleggja móttöku
flóttamanna og kanna birgja fyrir
hjálpargögn.
Yfir innkaupum og
dreifingu í Júgóslavíu
Frá Ástralíu hélt Þorkell í frí til
Íslands með viðkomu í Sarajevó.
Þetta var í lok árs 1999 og ófriðlegt í
Júgóslavíu. Klögumál gengu á víxl
og tekist var á um Kósóvó og var mat
manna að koma þyrfti Mílosevic frá
völdum eins og síðar varð raunin.
„Ég var ekkert sérlega velkominn á
þessar slóðir, sem þegn Natóríkis,
en ég komst loks inn og þar var ég
fram í lok ágúst 2001,“ segir Þorkell.
„Verkefnið sem ég tók að mér var
umfangsmikið en það var að sjá um
innkaup og dreifingu á hjálpargögn-
um í fyrrum Jógóslavíu.“
Vöruhús Rauða krossins í Bel-
grad, Zagreb, Svartfjallalandi og
Bosníu voru samtals um 30 þúsund
fermetrar og undir stjórn Þorkels.
„Við sáum um innkaup á matvælum,
lyfjum, fatnaði og öllu sem til þurfti
og var að jafnaði keypt inn fyrir um
1,5 milljón þýskra marka á mánuði.
Hámark vörukaupanna var seinni-
hluta árs 2000 en síðan fór að draga
úr þeim,“ segir Þorkell. „Þetta var
árið 1999 og ástandið mjög slæmt
eftir átökin. Júgóslavar fóru illa út
úr viðskiptabanninu, sem sett var á
þá og óðaverðbólgunni í kjölfarið.
Fyrst var sett bann við sölu her-
gagna til Júgóslavíu en það var
reyndar óþarfi því þeir voru ekki að
kaupa hergögn heldur að selja enda
júgóslavneski herinn talinn með öfl-
ugustu herjum. Ætli fátæktin árið
1999 meðal almennings í óðaverð-
bólgunni hafi ekki verið svipuð og ár-
ið 1993.“
Þorkell segir að í stríðs byrjun
hafi fólk átt eitthvað af peningum en
svo var gjaldeyrisreikningum lokað
og þeir gerðir upptækir og gjaldmið-
illinn, dínarinn, var gjaldfelldur.
„Þetta var eins og á millistríðsárun-
um í Þýskalandi þegar fólk hljóp
með launin sín á milli verslana um
leið og það fékk útborgað og keypti
helst eitthvað sem geymdist vel,“
segir hann. „Skortur í verslunum var
alger. Þetta var engu lagi líkt en svo
fór þetta að lagast þegar menn lærðu
á viðskiptabannið. Nágrannaþjóð-
irnar sáu sér fljótt leik á borði og
fóru að versla við Júgóslava. Smygl-
uðu inn vörum og eldsneyti, sem var
af skornum skammti og græddu vel
á þeim viðskiptum með heila járn-
brautafarma af eldsneyti.“
Grái markaðurinn
Viðskiptabanninu var aflétt árið
1996 og þá lagaðist ástandið aðeins
en almenningur leið. „Atvinnuleysið
var óskaplegt, 30–35%, að vísu dulið
því grái markaðurinn dafnaði og óx.
Það var verið að selja á hverju götu-
horni, bensín og aðrar nauðsynjar,“
segir Þorkell. „Annað sem var áber-
andi á þessum tíma var að öllum
skólum hnignaði alveg frá grunn-
skóla og upp í háskóla. Kennarar
voru illa launaðir og þeir sem áttu
möguleika á starfi erlendis reyndu
að koma sér úr landi en það gat verið
erfitt því Júgóslavar voru frekar illa
séðir eftir átökin í Króatíu og Bosn-
íu. Fram til ársins 2000 voru margar
en smáar hjálparstofnanir að störf-
um í Júgóslavíu og Kósóvó. Ég held
að fyrir marga hefði verið erfitt að
lifa af veturinn 1999 til 2000 ef ekki
hefði komið til hjálparstarf allra
þessara stofnana.“
Séð allt nema mannát
Vegna veikinda sinna er Þorkell
undir eftirliti lækna og hefur farið
reglulega í rannsókn ýmist á Íslandi,
Júgóslavíu eða Sviss. Lengi vel tókst
að halda flogaköstunum niðri með
Rauði krossinn tók að sér að flytja um 4.000 Króata á flótta undan átökunum í Bosníu. Þar börðust múslimar og Króatar. Íbúar grýttu bílana þegar þeim var ekið í
gegnum serbneska hluta Bosníu. Ekið var viðstöðulaust og án hvíldar í sjötíu klukkustundir og var farþegunum aldrei leyft að fara úr bílunum.
Tvö börn frá Sebrenica í flóttamannabúðum í Túzla.
Þorkell við rústir kaþólskrar kirkju í þeim hluta Kraína, sem Serbar tóku hernámi.