Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 7

Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 7
lyfjagjöf en haustið 2001 fékk hann slæmt kast og dreif sig til Íslands ásamt júgóslavneskri sambýliskonu sinni Sladjönu Vúkovic. Hann segist eiga henni lífið að þakka að ekki fór verr því henni tókst naumlega að koma honum á sjúkrahús í Belgrad þar sem þau bjuggu. „Það var reynd- ar svona ýmislegt í bígerð hjá mér á þessum tíma og hafði meðal annars komið til tals að ég færi til Amman í Jórdaníu og tæki við stöðu svæðis- stjóra Alþjóða Rauða krossins yfir innkaupum og dreifingu hjálpar- gagna í Mið-Austurlöndum frá landamærum Afganistans til Alsírs. Tilkynningin um að staðan væri mín barst mér sama kvöld og ég fékk síð- asta stóra kastið en ég sá hana ekki fyrr en löngu seinna þegar ég komst loks í tölvupóstinn minn,“ segir Þor- kell. „Tekið var sýni af æxlinu og í framhaldi var ákveðið að kanna hvort geislameðferð hefði áhrif til góðs. Ég hugsaði með mér að frestur væri á illu bestur og hélt til Belgrad á ný áður en ég fór í meðferðina. Þar gekk ég frá mínum málum og fór í smáferðalag í gegnum Bosníu til strandarinnar þar sem ég vissi ekki hvort ég ætti afturkvæmt á þessar slóðir. Þetta var mjög skemmtileg ferð og ég hitti marga sem ég hafði unnið með en síðan hélt ég heim. Ég var settur í geisla og við fyrstu myndatöku var eins og æxlið hefði minnkað en við aðra myndatöku var enga breytingu að sjá. Við Sladjana erum hérna enn og ég fer í reglulegt eftirlit en hver veit nema ég leggist aftur í ferðir út í heim.“ Mikil reynsla Þorkell segir að ekki sé hægt ann- að en að draga lærdóm af því sem hann hafi upplifað. „Ég hef séð hræðilega hluti en líka skemmtilega og verið á stöðum, þar sem fáir hafa átt kost á að koma til og upplifað margt sem enginn annar hefur átt möguleika á,“ segir hann. „Alþjóða Rauði krossinn vinnur á ófriðasvæð- um með það markmið að vera fyrstur inn með aðstoð og síðastur út. Áherslurnar hafa að vísu breyst á síðustu árum eftir að stofnunin varð fyrir því að missa starfsmenn sína. Ég hef séð ótrúleg afrek unnin af hjálparsamtökum en ég hef líka séð verstu hliðar mannsins. Ég held ég hafi séð allt nema mannát en ein- hvern veginn verður trúin á það besta í manninum alltaf yfirsterkari. Með tímanum lærir maður að búast alltaf við hinu versta en vona samt það besta.“ Hljóðin fylgja mér enn Atburðirnir í Freetown, höfuð- borg Sierra Leone, eru þeir óhugn- anlegustu, sem Þorkell upplifði. „Einu sinni var ég beðinn um að segja frá hvernig stríðsherrar fara með unga drengi og börn í stríði,“ segir Þorkell. „Ég var staddur í Bel- grad þegar hringt var í mig frá ís- lenska Rauða krossinum og ég hóf söguna og ætlaði að segja frá því, sem ég upplifði í Freetown en allt í einu gat ég ekki komið upp orði. Ég var ekki enn búinn að vinna úr áfall- inu sem ég varð fyrir, réð ekki við mig og brast í grát þarna sem ég sat mörgum árum seinna á skrifstof- unni. Þannig var að Læknar án landa- mæra höfðu ítrekað beðið okkur um að koma lyfjum og olíu á rafstöðina til þeirra á sjúkrahúsið en ástandið í borginni var mjög slæmt og enginn treysti sér milli húsa. Eftir nokkra daga sá ég að þetta gekk ekki lengur og ákvað að fara ásamt innlendum aðstoðarmanni mínum en hann ók bílnum. Það var farið að skyggja þegar við lögðum loks af stað, sem var heldur verra því þá fara illir and- ar á kreik. Hús brunnu víða í borg- inni og eftir að hafa talað til hóps óeinkennisklæddra ribbalda sem hleyptu okkur loks áfram komum við að gatnamótum, þar sem eldar log- uðu. Þar var hópur af þessum ungu ribböldum, meira að segja ungar stúlkur líka. Þau voru svona sextán ára og suma þekktum við. Þetta voru strandastrákar sem héldu til á ströndinni á daginn og veiddu fyrir okkur humar í matinn. Þau voru náttúrlega undir einhverjum áhrif- um og voru vopnuð sveðjum og hríð- skotarifflum. Ég á erfitt með að tala um þetta meira að segja núna en þarna vorum við rifnir út úr bílnum. Sem betur fer náði ég að stinga bíl- lyklinum í vasann og um leið gat ég sagt þeim á skrifstofunni í gegnum talstöðina hvað var að gerast. Í fyrstu var okkur hrint fram og til baka og nokkrum skotum hleypt af en síðan var okkur fleygt í jörðina með riffilhlaup í hnakkann. Okkur var margsinnis hótað lífláti og við reyndum að tala þá til eins og við gátum. Sérstaklega félagi minn sem á auðvelt með að koma fyrir sig orði. Mér gekk ekki eins vel að skilja þessa „pidgin“ ensku sem þau töluðu og þau ekki mína ensku. Búið var að kveikja bál þarna á krossgötunum, þar sem meðal annars var verið að brenna bíldekk. Þar sem við liggjum í götunni sjáum við að maður, sem átti að vera óvinur þeirra, er rifinn út úr einu húsanna. Hann neitar öllum sakargiftum og biður sér vægðar en þeir snúa sér að okkur og segja, – „Jæja, nú ætlum við að sýna ykkur hvernig fer fyrir ykkur“. – Þeir binda manninn á höndum og fótum þannig að hann getur sig hvergi hreyft og henda þar næst yfir hann bíldekkjum og var eitt þeirra logandi. Þarna brenndu þeir hann lifandi fyrir framan okkur. Okkur var sleppt en hljóðin frá honum fylgja mér enn.“ krgu@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 B 7 Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétt. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér þennan rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 28. apríl nk. og munu þeir þá fá fundargögn við setningu fundarins. Reykjavík 15. apríl 2003 Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar Ársfundur Lífeyrissjóðsins Framsýnar verður haldinn að Hótel Loftleiðum, Reykjavík, þriðjudaginn 29. apríl 2003 og hefst kl. 17.00. Ársfundur 2003 Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál, löglega upp borin. H V ÍT A H Ú S I‹ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.