Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 10
10 B SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ S ÍÐASTA ár var ár mik- illar grósku og upp- gangs í íslensku hipp- hoppi. Meðal þeirra hljómsveita sem hvað mest bar á á árinu var Afkvæmi guðanna, sem sendi frá sér breiðskífuna Ævisög- ur og átti að auki lög á tveimur safnskífum. Textar Afkvæmanna þykja veigameiri en gengur og ger- ist og pælingarnar dýpri, svo djúp- ar reyndar á köflum að þeir rímna- menn Afkvæmanna, Elvar Gunnarsson og Kristján Þór Matt- híasson, eru kallaðir þunglyndis- rapparar. Einn af þeim textum Af- kvæmanna sem hvað mesta athygli hefur vakið er Bréf frá Guði sem Elvar samdi og er birtur hér á síð- unni. Elvar er fæddur og uppalinn í Árbænum, „representar“ Árbæinn eins og rímnamenn kalla það. Hann segir að það sé engin tónlist í fjöl- skyldunni, nema að systir hans leikur á fiðlu. Þó hann fáist við orð, sé textasmiður fyrst og fremst, segir hann að ekki hafi verið lesið neitt sérstaklega mikið í fjölskyld- unni, en þó var Sigríður Jónsdóttir amma hans bókhneigð og mjög trú- uð. „Hún hafði mikil áhrif á mig því ég eyddi miklum tíma hjá henni sem skýrir kannski að einhverju leyti hvers vegna ég hef pælt í trúnni,“ segir hann. Hann er þó ekki á því að hann hafi verið neitt sérstaklega trúaður sjálfur sem barn og unglingur. „Ég fór þó einu sinni á KSS-fund, að elta einhverja stelpu, og þá áttaði ég mig á því að trúin var ekki eitthvað fyrir mig og eftir þennan fund hafði ég ekki áhuga á stelpunni lengur.“ Níu ára gamall fékk Elvar áhuga á tónlist, fékk New Kids on the Block kassettu gefins, en eftir það komst ekkert annað að en rapp og ellefu ára gamall var hann búinn að semja sínar fyrstu rímur. Áhrifin komu víða að, allt frá Vanilla Ice upp í NWA, en hann segist ekkert hafa verið að spá svo mjög í text- ana þá, skildi þá ekki nema að hluta. „Uppáhaldshljómsveitin mín var þó Arrested Development,“ segir Elvar, en textar þeirrar sveit- ar voru jafnan innihaldsríkari en al- mennt tíðkaðist og uppfullir af já- kvæðum boðskap. Textarnir sem hann var að semja sjálfur á þessum tíma voru þó ekki veigamiklir að því hann segir; fyrsti textinn sem hann flutti opinberlega var um skólann hans, Selásskóla. „Ég fann um daginn gamla textabók sem ég átti, litla minnisbók, og textarnir voru aðallega um það að drepa eða um körfubolta og kannski smávegis um stelpur.“ Yrkisefnið orðið veigameira Upp frá því hefur Elvar ort og yrkisefnið orðið sífellt veigameira. Hann segir að það skipti líka miklu máli að vera alltaf að semja en það sé ekki nóg, það sé ekki hægt að setja samasemmerki milli þess að vera búinn að vera lengi að og að vera góður. „Það skiptir mestu að menn séu að hugsa textana mjög vel og sífellt að vera að reyna að gera eitthvað nýtt, að prófa sig áfram, prófa mörg tilbrigði. Það er allt of algengt að menn séu alltaf að skrifa sams konar texta aftur og aftur árum saman og það verður aldrei gott.“ Eftir því sem Elvari óx fiskur um hrygg sem rappari fór hann að vinna með ýmsum öðrum sem voru í sams konar pælingum. Hann nefnir að hann hafi unnið með Bjarna félaga sínum og svo Ágústi Bent Sigbertssyni, sem síðar var með honum í 110 Rottweilerhund- um. Taktarnir voru ekki alltaf flóknir – takturinn undir áðurnefnt lag um Selásskóla var klapp. Ekkert er til upptekið frá þess- um frumbýlingsárum en þegar Elv- ar var sextán ára tók hann upp lög á hálfa plötu með Kristjáni Þór Matthíassyni, sem síðar stofnaði með honum Afkvæmi guðanna. „Við fórum til stráks sem heitir Bjarki og við tókum upp hálfa plötu í stúdíói sem bróðir hans átti sem ég á á kassettu einhvers staðar. Ég hef ekki hlustað á það lengi og það væri gaman að komast yfir það aft- ur. Á meðal þess sem við tókum upp var lagið Ég rokka hljóðnem- ann, en textann samdi ég þegar ég var fjórtán ára og langaði alltaf mikið til að taka það upp.“ Ekki áhugamál heldur ástríða Þegar hér var komið sögu var rappið Elvari ekki lengur bara áhugamál heldur ástríða. Næsta tækifæri kom þegar Bent hringdi í hann „og sagði að það væri strákur með takt sem væri að leita að rapp- ara. Sá strákur var Lúlli og við gerðum saman lag, tókum það upp inn á tölvuna. Það var Ég rokka hljóðnemann, nú með öðrum takti. Í framhaldi af þessu byrjuðum við Lúlli að vinna saman. Við vorum bara tveir fyrst en svo þegar við áttum að spila á tónleikum einu sinni þá hringdi ég í Kristján og spurði hann hvort hann vildi taka með okkur einhver gömul lög en honum fannst of lítill fyrirvari. Ég hringdi því í Bent og hann var til í það og við spiluðum á tónleikum í Garðabænum undir nafninu Quot- able Comrades. Í framhaldi af þessu má segja að 110 Rottweiler- hundar hafi orðið til, en ég var nýbúinn að vinna Rímnaflæði og við fengum nokkra tónleika út á það. Við vorum með tvo DJa, Eika og Krissa, og svo vorum við Lúlli, Bent og ég. Erpur Eyvindarson hringdi svo í mig einn daginn og sagðist vera að gera Icelandic All Stars-lag sem í áttu að vera hann, Sesar A bróðir hans, Maggi Magse, Diddi Fel. úr Forgotten Lores og ég. Það varð þó ekkert úr þessu lagi en við fengum hann í stúdíó með okkur og gerðum þar lag sem varð Beygla. Nokkrum vikum síðar fórum við síðan í Músíktilraunir, tókum meðal annars Beyglulagið, og unnum sem kom mér mjög á óvart, ég hafði enga trú á þessu. Eftir Músíktil- raunirnar höfðu skyndilega bæst þrír meðlimir við Rottweiler- hundana, Erpur, Bjartur og Baddi. Allt í einu erum við orðnir risa fjöl- listahópur og mér fannst við ekki stefna í rétta átt. Á þessum tíma var ég líka að vinna með Kristjáni og við gerðum fullt af lögum saman en Rottweiler gerði bara eitt lag, það voru allir svo uppteknir af því að vera sigurvegarar Músíktilrauna að enginn hafði áhuga á að vera að vinna neitt, það var bara verið í viðtölum alla daga og á tónleikum úti um allt á kvöldin. Við Kristján og Eiki vorum aftur á móti alltaf að vinna að einhverju, kölluðum okkur Skytturnar þrjár og KVS (Kald- hæðni við stjórn), en síðan datt Eiki út þessu og þá kölluðum við okkur S og S, eða Seppi og Stjáni.“ Hætti í Rottweilerhundunum „Það kom svo að því að ég hætti í Rottweilerhundunum, var ekki ánægður með það hvað það var lítið í gangi í hljómsveitinni og mér fannst líka mórallinn vera svo leið- inlegur í hljómsveitinni, menn voru alltaf að rífast og baktala hver ann- an. Ég fann fyrir miklum leiðindum vegna þess, það voru margir fúlir yfir því að ég skyldi hætta, en ég vildi vinna að tónlist.“ Þegar hér var komið sögu voru þeir Elvar og Kristján ekki með neinn fastan taktsmið, en unnu þó talsvert með sama taktsmiðnum, Daníel Ólafssyni, Danna, sem er nú í Bæjarins bestu. Að sögn Elvars höfðu þeir þekkt Danna lengi og Morgunblaðið/Jim Smart Í íslensku hipphoppi eru menn oft að pæla í hlut- unum, ekki bara að ríma um drykkju og dufl. Árni Matthíasson ræddi við Elvar Gunnarsson, rímna- smið í Afkvæmum guðanna. Ég fékk bréf frá Guði skrifað með ósýnilegu bleki Gat þó ekki greint rithöndina skrifað með óskiljanlegu letri Sá síðar að það var fullt af stafsetningarvillum bréfið var lýsing af honum klæddan einræðisherransskikkju Hvernig hann gat leitt mig og tekið mínar ákvarðanir Hvernig hann fyrirgefur mér það sem ég gerði honum eintómar ásakanir Hvernig það væri einhver annar sem sýnir mér freistingar Í daglegu lífi, kvenhold, eign annarra og vínveitingar Í sama bréfi skrifaði hann um þegar sonur hans breytti vatni í vín gerði hann það þá aðeins til sýnis til að ná til mín Freistir hann mín sjálfur með sögum svo dái hans afrek svo ég láti hann byggja upp líf mitt að ég sé ekki minn eigin arkitekt Hann stakk sinn eftirlætis engil í bakið gerði hann að útlaga aðrir englar eltu þann bannaða, og kallaði hann þá skúrkana Sendi þá niður í dalinn Tophet vissu ekki hvað þeir áttu að gera í því Þar höfðu börn Guðs brennt börn sín og var dalurinn þá kallaður Helvíti Bréfið er frekar óljóst skil ekki afhverju það er skrifað á dulmáli Samt er það kallað sannleikurinn, ég verð þreyttur á þessu bull pári Ég ætti að rífa bréfið en það er of þykkt þetta svokallaða undur Það heyrist óp og blóð lekur úr blaðsíðunum er þær rifna í sundur blóðið verður að fljóti á ég að byggja örk eða á ég drukkna í hafinu en ég veit að þetta er aðeins mín ímyndun sem ég túlka úr eintómum blaðsíðum Hægt er að trúa öllu ef viljinn er fyrir hendi sem sagt ímyndun Í rauninni var bréfið sem mér var sent vitlaust þýtt alveg frá byrjun Hver ert þú til að dæma mig ert þú minn skapari afhverju á ég að passa bróður minn hann getur séð um sjálfan sig Þú skalt ekki deyða mann en boða trúna á krossferðum Ekki gleyma afhverju þú ert hér í dag og hver var krossfestur fylgja í spor sonar Guðs og fara eftir hans reglum en hver er ég til að fara eftir þessum reglum ég er aðeins mannlegur Hver er ég til að fara eftir þessum reglum ég er aðeins mannlegur Hver er ég ég er aðeins mannlegur Hver ert þú til að dæma mig ert þú minn skapari afhverju á ég að passa bróður minn hann getur séð um sjálfan sig Þú skalt ekki deyða mann en boða trúna á krossferðum Ekki gleyma afhverju þú ert hér í dag og hver var krossfestur fylgja í spor sonar Guðs og fara eftir hans reglum en hver er ég til að fara eftir þessum reglum ég er aðeins mannlegur Hver er ég til að fara eftir þessum reglum ég er aðeins mannlegur Hver er ég ég er aðeins mannlegur Þið skiljið ekki, bréfið er ekki sannleikurinn það er búið að ljúga að öllum Samt reynið þið að klína upp á mig ykkar skoðunum og trúarbrögðum Þó svo að það sé sagt að þetta sé sannleikurinn, ég meina … þið trúið því ekki Því þetta er bara lygi sett á blað sett í umslag og síðan skellt á það krosslögðu frímerki Fólk hefur dáið fyrir bréfið, lifað fyrir bréfið, grátið fögur höf Það er ekki því að kenna, bréfinu bara klínt upp á það beint í vöggugjöf Núna finnst mér keðjan vera að kæfa mig en ég losna sem betur fer Því þetta er ekki lag ekki ljóð heldur aðeins tilraun til að slíta þetta keðjubréf. Bréf frá Guði Pennavinur Guðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.