Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 22
Einn góður …
Þjónninn: Jæja, í dag er ég með reykta tungu,
steikta lifur, nýru í kássu og grísalappir.
Gestur: Ég var ekki að spyrja um heilsufar þitt.
Randafluga í blómahafi
Til að ná í rassinn á randaflugunni, þarf að
finna krókaleiðina innan í blómahafinu. Það væri
miklu fallegra ef þú litaðir blómin í alls konar lit-
um.
Furðuhlutur í garðinum
Er þetta eins konar furðuvera? Nýjasta teg-
undin af skordýri eða hvað? Tengdu númerin frá
1 upp í 33, og endaðu aftur á 1. Og svo er um að
gera að lita myndina, og komast þannig í alvöru
sumarskap!
Litið og leysið
JÆJA, nú er komið sumar, sumardagurinn
fyrsti kominn og farinn, flugurnar lifnaðar við
og svo gott veður að maður kemst bara í sum-
ar- og sólskinsskap. En þá er líka um að gera
að gera eitthvað skemmtilegt svo sumarstuðið
lognist ekki út af. Og hvað getur það verið?
Halda sumarboð í garðinum
Já, það er nú fín hugmynd, en samt frekar
vandasöm í framkvæmd. Á Íslandi veit maður
sko aldrei hvernig veðrið verður.
Í boðskortinu þarf að minna gesti á að
koma ekki í sparifötunum, því hætta sé á
grasgrænku, og líka hafa með sér hlýja peysu,
því stundum er kaldara en lítur út fyrir þegar
sólin skín.
Tiltekt í garðinum er nauðsynleg. Í garði
eru oft verkfæri sem hægt er að slasa sig á, og
ekki sniðugt að fíflast með. Líka geta grill
verið hættuleg, ekki síst grillolían. Allt slíkt
þarf að setja til hliðar.
Hvað má bjóða upp á? Það er auðveldast að
hafa alls konar samlokur í boði, ef mamma og
pabbi eru flink að smyrja brauð. Hjálpaðu
þeim að útbúa matinn. Kannski má baka
pitsu?
Hvað á að leika? Hæ, hó! Allir í útileikina
sem við kunnum öll. Stórfiskaleikur, fallin
spýta – ein króna, strútur, myndastyttuleikur,
brennó og allir hinir. Eitt er víst að mamma
og pabbi muna eftir leikjum síðan þau voru lít-
il og geta kennt ykkur. Það verður gaman.
Tjalda í garðinum
Sumir krakkar komast hvorki í sumarbúðir
né tjaldferðalag, og þá getur verið upplagt að
tjalda í garðinum ásamt fleiri krökkum. Þá
mætti mynda eins konar tjaldbúðir með
nokkrum tjöldum. Það er gott ef pabbi eða
mamma gætu haft umsjón með tjaldbúðun-
um, og að þú skipuleggir þær vandlega með
þeim.
Um daginn er upplagt að fara í ratleik, þar
sem tjöld keppa um hvert þeirra verður fyrst
á endastöðina. Þetta þarf að undirbúa vel.
Í eftirmiðdaginn mætti t.d grilla pylsur þeg-
ar allir eru orðnir svangir eftir allt stuðið. Eða
banana með súkkulaði innan í og álpappír ut-
an um. En munið að allir þurfa að hjálpast að
við að taka til á eftir.
Um kvöldið er hægt að hafa kvöldvöku, þar
sem hvert tjald er með skemmtiatriði. Síðan
mætti sitja í hring, vafin í teppi og fara í leiki
einsog „Alíbaba og ræningjana 40“, eða „Hver
stal kökunni …?“ Kvöldstundina má enda
með útilegusöngvum. Hver kann ekki
„Kveikjum eld“?
Um morguninn er gott að eiga samlokur og
heitt kakó á brúsa til að hlýja sér áður en
tjöldin eru tekin niður eftir skemmtilega úti-
legu.
Fá sér græna fingur
Já, hjálpið mömmu og pabba að gera fínt í
garðinum. Ef þau segjast ekki þurfa hjálp, þá
hjálpið þeim bara samt. Það er nefnilega gam-
an að sjá hvað er að gerast jurtaheiminum
með garðvinnu. Ótrúlegustu hlutir gerast í
garðinum, og oft án þess að við veitum því
nokkra athygli.
Lesið ykkur til um plöntur og alls konar
skemmtileg skordýr. Hvernig væri að fræða
mömmu og pabba um þessa hluti? Sumar
plöntur og skordýr er t.d alls ekki gott að hafa
í garðinum, og það þarf að vita.
Eigið horn í garðinum er góð hugmynd. Þar
getur þú plantað þínum plöntum eða sáð fræj-
um. Veljið fræ sem bara tekur 7–10 daga að
spretta, það er svo leiðinlegt að bíða lengi.
Eða fáið að kaupa garðblóm að gróðursetja.
En það verður að muna að hugsa vel um blóm-
in og plönturnar, reyta illgresi og vökva. Og af
hverju ekki að mæla hversu hratt þær vaxa?
Gerðu fínt í horninu þínu Hvernig væri að
skreyta hornið? Setja litla girðingu í kringum
það, raða steinum, búa til álfahús úr greinum
eða hvað sem þér dettur í hug. Eða setja lítil
spjöld eða málaða steina við hverja plöntu
sem segir hvað hún heitir. Það væri nú flott.
En notið vatnshelda málningu, því vonandi
rignir líka í sumar svo litlu garðarnir ykkar
spretti vel.
Hefjum
sumar-
stuðið!
Sumardagurinn fjórði er í dag
Birgitta Ýr Ingólfsdóttir gengur í 2. VE í Vesturbæj-
arskóla og verður bráðum átta ára. Hún æfir fimleika
en finnst líka gaman að fara í bíó, og fór því á teikni-
myndina Abrafax og sjóræningjarnir. Þar segir frá
þremur strákum sem fara á listasafn og finna þar gull-
inn disk sem á heldur
betur eftir að koma
þeim í klandur.
„Mér fannst gaman
á myndinni,“ segir
Birgitta Ýr. „Mér
fannst skemmtilegast
þegar strákurinn hitti
sjónræningakonuna
Önnu Bonny, hún var
svo flott.“
Birgitta Ýr segist þó
ekki vilja vera sjálf sjó-
ræningjakona og þurfa að berjast við risavaxna sjó-
ræningja.
„Mér fannst fyndnast þegar feiti karlinn sem var að
tala við málverkið var svo hræddur við sjóræn-
ingjana,“ segir Birgitta Ýr. „Myndin var líka dálítið
spennandi, allan tímann.“
Henni fannst strákarnir vera skemmtilegir og „líka
allir í myndinni,“ segir Birgitta Ýr sem væri vel til í að
sjá aðra mynd með félögunum þremur sem kalla sig
Abrafax.
Krakkarýni: Abrafax
Flott sjó-
ræningjakona
Birgitta Ýr
og sjóræningjarnir Í þessari bráðsmellnu sumarkrossgátu eigið þið að finna eitt
lausnarorð sem kemur niður í gulu reitunum. Og það er orð yfir
svolítið sem við stundum miklu meira á sumrin en á veturna. Hvað
getur það verið?
Krakkakrossgáta
Okkur Íslendingum finnst auðvitað voða gaman að vera eins mik-
ið úti og við getum á sumrin. En oft er þó hvasst, og hlutirnir
fjúka frá okkur. Litabókin, dagblaðið, teppið sem við liggjum á og
og fleira. En nú má ráða bóta á því. Og auðvitað með fallegum
vindsteinum sem halda hlutunum á sínum stað!
Það sem til þarf:
Stein
Myndin úr blöðum, t.d. myndablöðum.
Hvítt föndurlím
Stóran pensil
Það sem gera skal:
1) Finnið ykkur hentugan stein, og hjálpið gjarna yngra systk-
ini að finna sér fínan stein líka.
2) Takið steininn heim og hreinsið hann vel.
3) Veljið mynd sem hentar steinunum vel, geta verið nokkrar.
4) Límið myndina vandlega á steininn með pensli og lími. Látið
þorna.
Vindsteinn
Fjör að föndra