Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 B 19
víða er aðstaðan orðin alveg til fyr-
irmyndar. Við höldum mikið upp á
tjaldsvæðin í Skaftafelli, Galtalæk,
Þórisstaði í Svínadal, Hamra við Ak-
ureyri og Ásbyrgi og þar er öll að-
staða mjög góð. Reyndar eru mörg
góð tjaldsvæði um landið, við erum
bara ekki búin að prófa þau öll
ennþá. Baðaðstaðan er kannski ekki
svo stórt atriði því sundlaugarnar á
stöðunum eru stundaðar stíft. Í Atla-
vík og í Húsafelli er varðeldur um
helgar og það vekur ávallt lukku.
Í fyrrasumar fórum við á tjald-
svæðið Hamra á Akureyri og þar er
frábært að vera með börn. Þar eru
tjarnir sem krakkarnir geta vaðið í,
bátar, flekar, kaðlabrýr og renni-
brautir og ef veðrið er gott geta
börnin alveg gleymt sér og dundað
sér á stuttbuxum allan daginn á
þessum ævintýralega stað.
Svo er alltaf gaman að skoða söfn-
in, ef einhver slík eru á staðnum.
Byggðasafnið á Dalvík, Safnahúsið
og Hvalamiðstöðina á Húsavík er
gaman að heimsækja og strákunum
okkar finnst sérstaklega gaman að
skoða öll uppstoppuðu dýrin.
Linda og Grétar Már Bárðarson
eiginmaður hennar, eiga fjóra stráka
og hún segir að þeir njóti þess ekkert
síður en fullorðna fólkið að fara úr
bænum um helgar. „Sá elsti, Guð-
mundur, er orðinn 22 ára og fer ekki
með okkur lengur en hinir, Bárður 4
ára, Sindri 9 ára og Agnar 12 ára, fá
fiðringinn alveg eins og við. Í fyrra-
sumar fórum við í sumarfrí til Spán-
ar og okkur fannst öllum við vera að
missa úr helgar heima.“
Góður útbúnaður mikilvægur
Linda segir að töluverðu skipti að
vera vel útbúinn þegar farið er út úr
bænum með tjald, tjaldvagn, húsbíl
eða hjólhýsi. „Við höfum prófað að
eiga tjald, tjaldvagn og fellihýsi og
það síðastnefnda á best við okkur því
það er alltaf tilbúið og þarf lítinn
undirbúning áður en lagt er í hann,
bara að kaupa í matinn og henda föt-
um í tösku. Með árunum höfum við
verið að koma okkur upp búnaði,
góðu grilli, fortjaldi, sængurfatnaði í
vagninn og svo framvegis. Ef maður
er vel útbúinn og veðrið er gott þá er
ekkert sem toppar það að ferðast um
Ísland.“
Grétar að baka pönnukökur.fjörunni í Langaholti. Linda segir að það sé alltaf gaman þegar félagsskapurinn er góður.
hitt. Hann sagðist ánægður með
bisnisinn þótt engir útlendingar sjá-
ist hér um þessar mundir. „Við höf-
um aldrei treyst á útlendinga á þess-
um markaði, þetta er aðallega fyrir
okkur,“ sagði hann.
Hver er nú besta borgin?
Eftir að hafa verið á svæði Mið-
austurlanda síðan sl. haust og búið í
Damaskus, Amman, Kaíró og Músk-
at um töluverðan tíma var ég að
hugsa með sjálfri mér hver væri nú
besti staðurinn. Ég komst að þeirri
niðurstöðu eftir verulegar umþenk-
ingar að ég gæti ekki svo glatt gert
upp á milli þeirra. Hver hefur sinn
sjarma og hver hefur líka sína mín-
usa.
Kannski Múskat, hugsaði ég með
mér. Nei, annars. Ætli Damaskus
hafi ekki vinninginn þegar á allt er
litið.
Ætlarðu til Mombasa,
út á Dalvík, til New Orleans
eða upp á Brávallagötu?
Sími: . . . . . . . . . 5050 600
Fax: . . . . . . . . . 5050 650
Netfang: hertz@hertz.is
er með frábær tilboð
á bílaleigubílum um allan heim.
Ekki eyða öllum gjaldeyrinum í leigubíla.
Pantaðu bíl hjá Hertz.
ferðalög