Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 B 21 bíó K O N U Rbetra verður listaverkið og listamað- urinn er svo einlægur í sinni list að hann hugsar ekkert um líðan þeirra. Þetta hefur vissar hættur í för með sér sem fjöltæknilistamaðurinn þarf að takast á við og nýtur þar fulltingis verndarengils eins.“ Gunnar Björn segir að mikil vinna hafi verið lögð í að þróa aðalpersón- una. „Þegar við Friðrik og Óskar Þór Axelsson framleiðandi vorum búnir að steypa hana byrjuðum við tökurnar. Ég leik leikstjórann sem er að gera heimildarmynd um fjöl- tæknilistamanninn og við tveir erum þar með aðalpersónur þessarar plat- heimildarmyndar.“ Meðal annarra leikara er Halldór Magnússon, sem leikur verndarengilinn, Hann segir að hugmyndin um að fjalla um slíkan karakter eigi sér nokkurn aðdraganda og hafi upphaf- lega átt að verða stuttmynd. „Síðan sá ég að efnið raðaðist betur í bíó- mynd í fullri lengd og nú hefur myndin verið í vinnslu í rúmlega tvö ár. Þetta hefur verið skemmtilegt og kraftmikið ferðalag.“ Konunglegt bros er tekin á staf- rænt myndband sem Gunnar Björn segir að henti vel fyrir ódýra „heim- ildarmynd“ af þessu tagi. Þegar hann er spurður um áhrifavalda Konungslegs bros svarar hann: „Já, það væri helst Innlit/Útlit, Spinal Tap, Blair Witch Project og Zelig eftir Woody Allen.“ Myndin er gerð án styrkja úr Kvikmyndasjóði Íslands þar sem umsóknir hafa ekki fengið brautar- gengi, „kannski vegna þess að þeim fylgdi ekki fullunnið handrit uppá 90 síður.“ Þeir Gunnar Björn og Óskar Þór reka, ásamt Davíð Má Bjarnasyni, kvikmyndafyrirtækið Þeir tveir sem starfar mest við gerð sjónvarpsaug- lýsinga. Gunnar Björn er sjálflærður í kvikmyndagerð eftir um 12 ára feril í faginu. Þeir félagar hafa einnig lok- ið við stuttmyndina Karamellu- myndin sem tekin var á Súper 16 mm filmu s.l. sumar og hefur Jón Gnarr, Gísla Örn Garðarsson, Elmu Lísu Gunnarsdóttur, Maríkó Mar- gréti og Þórhall Sverrisson í aðal- hlutverkum. „Þetta er mynd sem fjallar um mann sem býr til sprengj- ur úr karamellum og er án allra sam- tala, öfugt við Konunglegt bros sem er barmafull af þeim. Hún er einnig andstæða bíómyndarinnar að því leyti að hún byggist á þrælskrifuðu handriti og fyrirfram teiknuðum at- riðum.“ kvikmyndaformsins og lætur „fram- farir“ lönd og leið. Nú vitum við ekki hvernig ofan- greindar tvær myndir munu virka á áhorfendur; það kemur væntanlega í ljós síðar á árinu. Eitthvað lengra er í að við sjáum aðra tilraun með þögnina í íslenskri bíómynd, þar sem er myndin um töframanninn góð- kunna Skara skrípó eftir Óskar Jón- asson; hún mun reiða sig á látbragðs- leik en ekki samtöl. Það er dirfska að senda frá sér kvikmynd í fullri lengd án orðaflaums. En hún er áhætta sem skemmtilegt er að skuli tekin. Stuttmyndin hefur verið og er áhættuminni vettvangur fyrir til- raunastarfsemi af þessu tagi. Þar höfum við dæmi um velheppnaða samtalslausa mynd – Slurpinn eftir Katrínu Ólafsdóttur sem víða hefur hlotið viðurkenningar. Hún gekk enn lengra í átt til einfaldleika, sem samt er afar flókinn í framkvæmd, með því að samanstanda af einni samfelldri töku. Það minnir mig á nýja rússneska mynd, sem ég var að lesa um og vekur nú athygli víða um lönd þótt ekki séu menn á eitt sáttir um árangurinn. Hún heitir Rúss- neska örkin og segir hvorki meira né minna en sögu Rússlands fyrir bylt- inguna. Höfundurinn Alexander Sok- urov segir þá sögu á 96 mínútum með 2000 leikurum, 4,600 manna starfs- liði, sem æfðu sig í átta mánuði fyrir tökuna. Ég segi „tökuna“ því mynd- in er öll ein samfelld taka – vegna þess að sagan er ein samfelld saga. Í kvikmynd er ekkert sjálfgefið – ekki samtalið, ekki þögnin, ekki tæknibrellan, ekki klippið – ekkert nema myndflöturinn. Aðalatriðið er að vita hvað skal segja og hvernig er best að segja það. ÍHASARÆVINTÝRINU Bul-letproof Monk leikur Chow Yun-Fatgoðsagnakennda veru, nafn- lausan og dularfullan munk sem í sex áratugi hefur verið á sveimi um veröldina til að standa vörð um fornt skjal sem hefur að geyma lykilinn að ótakmörkuðu valdi. Um þetta snýst hasarinn – baráttu góðra afla og illra um að komast yfir skjalið. Og hljóm- ar auðvitað eins og glæný hugmynd. Þetta er fjórða bíómynd Yun-Fats í Bandaríkjunum af þeim rúmlega 80 myndum sem hann hefur leikið í um ævina. Alþjóðleg frægð hans og orðstír sem leikara byggist þó um- fram allt á annars konar hasaræv- intýri, Krjúpandi tígur, hulinn dreki/ Crouching Tiger, Hidden Dragon (2000), hinni lýrísku og fagurlega sviðsettu lofgjörð Angs Lee til kín- versks þjóðsagnaarfs, sem nú er orð- in vinsælasta mynd af erlendum uppruna á bandarískum kvikmynda- markaði og hreppti tíu tilnefningar til Óskarsverðlauna, að vísu án þess að sigra. En túlkun Chows á sálar- stríði vígamanns vegna dauða vinar síns sýndi svo ekki varð um villst að hann er næmur og hæfileikaríkur listamaður, fái hann réttu tækifærin. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá því að hann fór að reyna fyrir sér í Ameríku hefur hann fengið jafn- mörg tækifæri þar; tvö voru í nú- tímaglæpamyndum, The Replace- ment Killers (1998) eftir Antoine Fuqua þar sem hann lék leigumorðingja, og The Corruptor (1999) eftir James Fol- ey, þar sem hann lék lögreglumann og var hún ívið skárri en sú fyrsta. Síðan fékk hann færi á að sýna á sér aðra hlið í hlutverki keisarans af Síam í fremur misheppnuðum bún- ingarómans, Anna and the King (1999), á móti Jodie Foster. En stað- reyndin er sú að áður en hann hélt í vesturvíking hafði Yun-Fat leikið í allra handa myndum heima í Hong Kong. Eins og hann segir sjálfur: „Á Vesturlöndum halda áhorfendur að ég sé hin dæmigerða hasarstjarna eða að ég leiki alltaf leigumorðingja eða aðra morðingja. En í Hong Kong lék ég í fjölda gamanmynda, drama- tískra mynda og ekki síst róm- antískra mynda, ástarsögum.“ Hann fæddist fyrir 48 árum á Lamma, lítilli eyju undan strönd Hong Kong. Þaðan minnist hann frjáls og náttúrulegs lífs þar sem ströndin var leikvöllur og hafið mat- arkista. Chow er af ættbálki Haka, sem frá fornu fari hafa flakkað milli héraða í Kína án þess að taka sér fasta bólfestu. Tíu ára að aldri flutt- ist hann með fjölskyldu sinni til Hong Kong. Strax sem barn hafði hann heillast jafnt af kantónsku óp- erunni, árlegum hafgyðjuhátíðum og amerískum bíómyndum og á tán- ingsaldri var hann byrjaður að leika. Hann missti föður sinn um þetta leyti og segist hafa borið mikla virð- ingu fyrir honum; móðir hans er hins vegar stóra fyrirmyndin í lífinu, lítt menntuð kona en úrræðagóð sem tók son sinn með sér í söluferðir vítt og breitt um landsbyggðina. Yun-Fat var 18 ára að aldri þegar hann tók þátt í leiklistarnámskeiði á vegum sjónvarpsstöðvar og í framhaldi af því fékk hann hlutverk í ýmsum vin- sælum sápuóperum. Um miðjan 8. áratuginn var Chow farinn að leika í bíómyndum en það tók hann áratug að finna þar fót- festu. Þá vann hann til verðlauna fyrir leik sinn í rómantísku stríðs- drama, Hong Kong 41 (1984) eftir Leung Po Chi, en sló fyrst afgerandi í gegn tveimur árum síðar sem leigu- morðingi í tímamótamynd Hong Kong-krimmanna, Betri morgun- dagur eftir John Woo, sem ásamt gömlum vini Chows af leiklistarnám- skeiðinu, Ringo Lam, varð helsti has- armyndaleikstjóri þessa svæðis og þótt víðar væri leitað. Þeir Woo og Lam áttu eftir að vinna báðir oft með Chow Yun-Fat að sínum spretthörðu, blóðugu og tæknilega fimlegu of- beldisópusum. Mynd Lams Logandi borg (1987) varð samskonar tíma- mótamynd fyrir hann og Betri morg- undagur var fyrir Woo en báðar þess- ar myndir gerðu Chow að alþjóðlegri hasarstjörnu og höfðu mikil áhrif á vestræna leikstjóra á borð við Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Chow inn- siglaði þessa stöðu enn frekar sem enn einn leigumorðinginn í Dráps- manninum (1989), sem flestir telja besta verk Woos af þessu tagi. Inn á milli allra þessara ofbeld- ismynda lék Chow í gamanmyndum, drömum og rómönsum, eins og hann sagði sjálfur hér að ofan, við góðar undirtektir og tryggði sér þannig fjölbreyttari leikferil en flestir aðrir hasarkappar frá Hong Kong. En það var í blóðballettum á borð við Náin snerting (1992) eftir Ringo Lam og Harðsoðinn (1992) eftir John Woo sem hróður hans barst til Hollywood og nú leikur hann jöfnum höndum þar og í heimalandinu. „Ég er krafta- verk,“ segir hann. „En ég hef þurft að hafa fyrir því að ná þangað sem ég er nú kominn.“ Leigumorðing- inn sem kom inn úr kuld- anum Hinn breiðleiti, vinalegi og næstum bútt- aði Hong Kong-leikari Chow Yun-Fat er einhver ólíklegasta hasarhetja kvik- myndanna. Félagar hans í slagsmálum, fótafimi og loftköstum, Jackie Chan og Jet Li, henta betur hefðbundinni ímynd slíkra hetja, en þótt þeir hafi einnig skapað sér nafn utan heimaeyjunnar í al- þjóðlegum kvikmyndaheimi er orðstír þeirra þrengri, takmarkaðri. Chow Yun- Fat er ekki aðeins hasarleikari, heldur leikari. En í Bulletproof Monk, sem frum- sýnd er hérlendis um helgina, er það has- arinn sem blífur. Árni Þórarinsson SVIPMYND segir leiklistina vera sína „and- legu næringu. Hún er mér í rauninni allt. Það mikilvægasta fyrir leikara er að búa yfir ríkri lífsreynslu. Án hennar er mjög erfitt að vera leikari.“ Chow Yun-Fat

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.