Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 9

Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 9
vinsælt fyrirbrigði,“ segir hann. „Það er ekki sama hver viðskiptin eru, þessi fyrirtæki vekja athygli og á báðum stöðum voru stjórnendur sem höfðu ekki sérstaklega á móti athyglinni. Þetta kallaði á ákveðinn anda sem hentaði ágætlega og var ágætur á þeim tíma sem í þessu var staðið. Leiddi fólkið fram til dáða.“ Telur hann það munu haldast óbreytt nú þegar hann einn er for- stjóri? „Ég var í mjög áberandi hlutverki í mörg ár [sem forstjóri Hagkaups], því fylgdi álag sem er allt í lagi um tíma en það getur verið ágætt að hvíla sjálfan sig og þjóðina á því líka. Það var mikil athygli á matvöru- markaðnum þau sjö ár sem ég var hjá Hagkaup, við vorum leiðandi þar og stóðum fyrir ýmsum nýjungum og vonandi betrumbótum, sem leiddu til þess að við vorum í kast- ljósinu. En það hafði sinn tíma. Nú vil ég helst að fyrirtækið [Og Voda- fone] standi fyrir sínu; það er auðvit- að ekki munaðarlaust, ætlunin er að leiða það ákveðið fram en með þeim stíl sem hentar.“ Svo er það nafnið; það er óvenju- legt. Eitthvað nýtt … „Það er út af fyrir sig sjálfstæður tilgangur, að gera eitthvað óvenju- legt og nýtt,“ segir Óskar. „Ég vona að það hafi lukkast. Menn hafa að minnsta kosti skoðun á nafninu; sumum finnst það smart og sumum óskiljanlegt og allt þar á milli. Við höfum fengið gífurleg viðbrögð á það og allir sem ég hef hitt hafa ein- hverja skoðun á því.“ Hugmyndafræðin er hins vegar ekkert óskaplega flókin, segir hann. „Samningurinn við Vodafone var í sjónmáli en áður vorum við komin að þeirri niðurstöðu að við þyrftum þriðja nafnið. Og við vildum hafa það óvenjulegt og stutt og svo kom þessi hugmynd frá Íslensku auglýsinga- stofunni. Íslandssími og Tal stóð uppi á vegg, við ætluðum hvorugt nafnið að nota og þá var og eina orð- ið sem eftir stóð á töflunni!“ Óskar segir að sér og öðrum sem unnu hvað mest að nafnamálum hjá félaginu hafi strax litist vel á hug- myndina „og svo þegar þeir studdu það með Íslensku orðabókinni, þar sem orðinu er lýst með alveg ótrú- lega nákvæmum hætti miðað við þá starfsemi sem hér fer fram; Komdu og talaðu við mig, er þetta auðvitað brilljant lausn. Orðið er mest notaða samtenging í íslensku máli, er stutt og þjált og það hentar ágætlega að skeyta því við Vodafone. Það hefði orðið erfiðara með lengra nafni. En við vildum hafa íslenskan hluta af nafninu vegna þess að Vodafone á ekki félagið og við erum bara lítið fé- lag. Þó að okkur hafi tekist að kom- ast í samstarf við stórt og gott félag erum við samt sem áður litla, ís- lenska símafélagið á þessum mark- aði – hversu lengi sem það nú verð- ur.“ Markaðshlutdeild Og Vodafone er nú 22% að sögn Óskars. Hann segir öllum ljóst að félögin tvö, Og Voda- fone og Síminn, muni takast á. Markaðsstaðan sé mjög ójöfn og án þess að hún þurfi að verða nákvæm- lega jöfn telji hann að hún megi verða jafnari og að því sé stefnt. „Við skulum hafa það í huga að við höfum okkar áætlanir um að ná ár- angri og okkur hefur gengið ágæt- lega í því það sem af er. En það má ekki vanmeta keppinautinn, og við erum að tala um Landssíma Íslands sem er gamalgróið, mjög traust fyr- irtæki með sterka fjárhagslega stöðu. Hagnaður fyrirtækisins og framlegð fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað (EBIDA) er til dæm- is yfir sjö þúsund milljónir. Þeir hafa komið sér upp harðsnúnu liði af hæfileikafólki þannig að það er ekki við neina aukvisa að fást. Verkefnið er ærið en menn munu vegast á í bróðerni.“ Skyldi hann vilja gefa upp hvert markmið fyrirtækisins er í slagnum við Símann? „Ég hef ekki gefið upp neina ákveðna markaðshlutdeild, hef bara sagt að okkur dugir kurteisleg við- bót! Svo verða menn að meta hvað í því felst. En það verður að horfa á það að uppbygging okkar félags er öll miklu einfaldari, við erum með miklu færra starfsfólk, með ný kerfi og berum ekki ýmsar byrðar sem Landssíminn ber úr fortíðinni þann- ig að við eigum að geta rekið okkar félag með prýðisgóðum árangri án þess að ná gríðarlegri markaðshlut- deild.“ Í viðskiptum berjast fyrirtæki gjarnan um stærri hluta af ákveð- inni köku, auk þess sem reynt er að stækka hana. Mikið lyftiduft hefur verið sett í símakökuna undanfarin ár, en skyldi Óskar telja að enda- laust sé hægt að stækka hana? „Það er verið að gera hvort tveggja; bítast um núverandi við- skiptavini og svo er markaðurinn að stækka og ég held hann muni áfram stækka, þó það verði með mismun- andi hætti. En það kemst að ein- hverjum mörkum; ómálga börn munu til dæmis ekki tala í síma!“ Hann segist viss um að notkun hvers og eins muni aukast. „Ein- hvern tíma mettast markaðurinn af símtækjum en þá kaupa menn ný tæki og það koma viðbætur við tæk- in, síðan kemur sífellt ný þjónusta og aðalatriðið er að sú þjónusta sé praktísk, ekki bara skemmtileg hug- mynd sem einhverjir sem eru sæmi- lega flinkir á þessu tæki hafi áhuga á, heldur verður það að vera hug- mynd sem eitthvað er hægt að nota af viti. Dæmi um slíka hugmynd, sem varð til fyrir algjörlega tilviljun, er sms-ið. Það er aðgengilegt og allir geta notað það.“ Ýmiss konar viðbótarþjónusta á eftir að standa til boða í framtíðinni; fólk getur borgað í stöðumæli með símanum sínum og stundað ýmis konar bankaviðskipti í gegnum hann, segir Óskar. „Svo er þjóðin að ADSL-væðast. Það gerist hratt eins og ýmislegt annað á tæknisviðinu á Íslandi; það er verulegur gangur í því og við höf- um átt fullt í fangi með að anna eft- irspurn.“ Hann nefndi byrðar sem Síminn ber úr fortíðinni, en Og Vodafone ber engar slíkar skyldur t.d. varð- andi þjónustu út um land. „Við erum á þéttbýlisstöðum og með reiki- samninga við Landssímann sem þeim er lögskylt að gera við okkur, en við erum að fara að ríða net okkar þéttar úti á landi þannig að menn þurfi ekki að reika yfir á kerfi Landssímans. Þessi samruni Tals og Íslandssíma gefur okkur möguleika á því að byggja þessi net upp hraðar úti á landi.“ Félagið er einnig með reikisamn- inga víða erlendis, í um 60 löndum, segir Óskar. „Við viljum bæði fjölga löndunum og efla þjónustuna í þeim löndum sem við erum. Til þess að gera það eru gerðir samningar við símafélög í viðkomandi landi og það er tímafrekt; prófanir þurfa að fara fram auk þess sem þessi erlendu fé- lög hafa engan sérstakan áhuga á viðskiptavinum sem koma héðan, þeir eru svo fáir á þeirra mælikvarða að við mætum oft afgangi. Þegar við erum aftur á móti komnir í samstarf við Vodafone förum við í forgang alls staðar þar sem þeir eiga hlut að máli. Við komumst inn í þeirra net að þessu leyti ; þetta er því mikil- vægt fyrir notendur hér.“ Óskar hlakkar til samstarfsins við Vodafone. Hann segist aldrei hafa átt samstarf við svo stórt fyrirtæki þar sem hlutirnir gangi jafn hratt fyrir sig. Fyrirtækið sé ferskur risi. „Við sjáum fyrirtækið í sjónvarpinu, bæði í enska boltanum [þar sem nafn fyrirtækisins er á brjósti stórliðsins Manchester United] og í Formúl- unni [þar sem Vodafone er einn sam- starfsaðila Ferrari-liðsins] og á ferðalögum erlendis sér fólk hvað þeir eru frískir og áberandi og að gera flotta hluti. Við ætlum okkur líka að gera vel.“ skapti@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 B 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.