Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Það er hægar sagt en gert aðkynna Johannes Mølle-have til sögunnar. Hann erprestur, huggari, húman-isti, leikhúsrýnir, rithöf-
undur, Shakespeare-túlkur, sérfræð-
ingur í skrifum Kierkegaards og
Dostojevskís, afi, rithandarsérfræð-
ingur, töframaður, revíuskáld, ruglu-
dallur, ærslafullt barn, og margt
fleira, skrifar danski blaðamaðurinn
Jakob Kvist í nýlegri bók sinni um
manninn.
Sjálfur er Johannes Møllehave
ekki í neinum vafa.
„Ég verð alltaf fyrst og fremst
prestur,“ segir hann. „Ég hef kannski
látið af embættinu, en lífsskilningur
minn og hegðun verða alltaf fyrst og
fremst kristin.“
En málið er ekki svo einfalt. Þegar
Danir eru spurðir hvernig þeir skil-
greini Møllehave verða svörin jafn-
mörg og viðmælendurnir.
„Það er eitthvað heilagt við hann,“
segir einn. „Hann var lengi fangelsis-
prestur, og margir fanganna bjuggu
heima hjá honum eftir að hafa afplán-
að dóminn. Svo gefur hann líka enda-
laust af eigum sínum, það er eins og
örlæti hans séu engin takmörk sett.“
„Hann er heimspekingur, arftaki
Kierkegaards,“ segir annar, og sá
þriðji segir að hann sé eini núlifandi
danski rithöfundurinn sem geti skrif-
að þannig að fólk fyllist lífsgleði og ást
á Guði og mönnum.
Sá fjórði hugsar sig vel um og svar-
ar svo: „Johannes Møllehave er vitr-
ingur. Danska þjóðin sperrir eyrun
þegar hann tekur til máls, því fólk
hefur áhuga á því sem hann hefur að
segja.“
Sjálfum þykir Møllehave vænt um
síðustu skýringuna.
„Það er indælt að vera kallaður
vitringur,“ segir hann og ljómar. „Því
ég er ekki vitringur í neinum háskóla-
skilningi. Maður getur orðið sér úti
um vitneskju í háskólanum eða í tölv-
unni. Visku verður maður hins vegar
að verða sér úti um sjálfur, hana get-
ur maður ekki fengið frá öðrum. Ef
maður hefur upplifað eitthvað, til
dæmis í fangelsi, þá veit maður meira
en þótt maður hefði lesið allar bækur í
heimi um fangelsisvist. Og það er
mikilvægt að reyna að verða vitur,
hvernig sem maður gerir það, með því
að hitta fólk eða ferðast … maður get-
ur alltaf upplifað eitthvað nýtt, og það
sem situr eftir af allri reynslunni, það
er viska. Ég er ekki að halda því fram
að ég sé neinn vitringur.“ Hann glott-
ir. „En það er ákaflega gaman að
heyra einhvern annan segja það.“
Johannes Møllehave nýtur mikillar
alþýðuhylli í Danmörku fyrir bækur
sínar og fyrirlestra, og á sér marga
aðdáendur í öllum þjóðfélagsstigum.
Hann á sér þó að sjálfsögðu einnig
sína gagnrýnendur og andstæðinga.
Algengustu átölurnar eru að hann
vinni of hratt, að verk hans séu of auð-
veld og ódýr, ekkert annað en popp og
trúðslæti. Møllehave fjallar jöfnum
höndum í verkum sínum um guðfræði
og heimspeki, Shakespeare, Dostoj-
evskí og Íslendingasögurnar, og við-
urkennir fúslega að fjölbreytnin komi
kannski niður á fræðimennskunni.
„Allir vita að ég er enginn djúphug-
ull heimspekingur,“ segir hann. „Ég
hef ekkert á móti því að vera yfir-
borðskenndur. Skip ferðast líka á yf-
irborðinu, það fer illa fyrir þeim ef
þau sökkva til botns. En þau fara
hratt yfir. Ég hef líka gaman af því að
svara hratt og vel fyrir mig … að
svara upp í vindinn, ef þú skilur hvað
ég á við. Skopskynið er stór hluti af
mér. Húmor er andstæðan við öfga-
hyggju. Og þegar fólk verður öfga-
fullt og byrjar að myrða hvert annað
af því að hinn er ekki á réttri skoðun,
þá getur aðeins skopskynið gengið á
milli. Því húmorinn þýðir að við get-
um hvert haft okkar skoðun, og öll
verið manneskjur þrátt fyrir það.“
Einn af gagnrýnendum Johannes-
ar Møllehaves sakaði hann eitt sinn
um yfirborðsmennsku beint upp í op-
ið geðið á honum.
„Það er líklega hárrétt,“ svaraði
Møllehave. „En yfirborðsmennska
mín ristir aldrei djúpt.“
Ótjáð ást
Johannes Møllehave hefur ekki að-
eins sætt harðri gagnrýni fyrir hinar
vinsælu bækur sínar, heldur einnig
fyrir skoðanir sínar, trú og lífsstíl. Yf-
irleitt hefur stormurinn staðið úr
tveimur áttum. Róttæk skáld og
heimspekingar hafa sótt að honum
fyrir einlæga trú hans og kristna
heimssýn, en marga starfsbræður
hans úr klerkastétt og íhaldssamari
Dani hefur hryllt við frjálslyndi hans
og róttækum skoðunum, bæði á op-
inberum vettvangi sem og innan
heimilisins.
Johannes Møllehave vakti mikla at-
hygli og umræðu á áttunda áratugn-
„Yfirborðsmennska
mín ristir aldrei djúpt“
Danski presturinn Johannes Møllehave er flestum
Íslendingum ókunnur. Í Danmörku er hann hins
vegar að líkindum frægasti, ástsælasti og umdeild-
asti hugsuður síðari áratuga og bækur hans um
trúmál, heimspeki, bókmenntir og sjálfan sig
seljast eins og spennusögur í dönskum bókabúð-
um. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland, segir
það hjartalyfið sitt, og dvelst hér að minnsta kosti
mánuð á ári. Sigríður Hagalín Björnsdóttir
ræddi við Møllehave í Kaupmannahöfn.
Ljósmynd/ Sigríður Hagalín
„Ég verð alltaf fyrst og fremst prestur,“ segir Møllehave. „Ég hef kannski látið af
embættinu, en lífsskilningur minn og hegðun verða alltaf fyrst og fremst kristin.“
’ Skopskynið er stórhluti af mér. Húmor
er andstæðan við
öfgahyggju. Og þeg-
ar fólk verður öfga-
fullt og byrjar að
myrða hvert annað
af því að hinn er
ekki á réttri skoðun,
þá getur aðeins skop-
skynið gengið á
milli. ‘