Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Afleysingastarf Staða skrifstofumanns Við embætti ríkislögreglustjórans er laus til umsóknar tímabundin staða skrifstofumanns vegna fæðingarorlofs o.fl. Um er að ræða tíma- bilið frá 1. júní 2003 til 1. maí 2004. Viðkomandi mun sinna almennum skrifstofustörfum, svo sem skráningum í skjalavörslukerfi embættis- ins, frágangi skjala í skjalasafn, símsvörun og ljósritun. Reynsla af skrifstofustörfum áskilin. Ráðningarkjör fara samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofnana, SFR. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Stefáns- son, skrifstofustjóri, í síma 570 2500. Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur, verða ekki teknar til greina. Öllum um- sóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin af ríkislögreglu- stjóra. Konur, sem uppfylla skilyrðin, eru sérstaklega hvattar til að sækja um. Umsóknum skal skila til embættis ríkis- lögreglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykja- vík, en umsóknarfrestur rennur út þann 21. maí 2003. Reykjavík, 6. maí2Reykjavík, 6. maí Ríkislögreglustjórinn. Skólaskrifstofa Vestmannaeyja auglýsir Lausar stöður við grunnskólana í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er nú sem fyrr litskrúðugt mann- og félags- líf og þar búa í dag um 4.500 manns, þar af eru um 800 nemendur á grunnskólaaldri. Í báðum grunnskólunum er unnið að nýbreytni á sviði stjórnunar, skipulags, samskipta eða starfshátta og ríkir mikill metnaður meðal stjórnenda og starfsliðs um að búa sem best að námi og starfsaðstöðu barnanna. Barnaskólinn í Vestmannaeyjum Nemendafjöldi um 450 í 1.—10. bekk. Stöður grunnskólakennara/umsjónarkennara við almenna bekkjarkennslu og til að kenna dönsku, ensku og íþróttir. Upplýsingar gefa skólastjóri, Hjálmfríður Sveinsdóttir, í síma 481 1944 (481 1898 heima), netfang hjalmfr@ismennt.is og aðstoðarskóla- stjóri, Björn Elíasson í síma 481 1944, netfang bjorne@ismennt.is . Hamarsskóli. Nemendafjöldi um 350 í 1.—10. bekk Stöður grunnskólakennara/umsjónarkennara við almenna bekkjarkennslu, á yngsta stigi og miðstigi og til að kenna dönsku og tónmennt. Upplýsingar gefur skólastjóri, Halldóra Magn- úsdóttir, í síma 481 2644 (481 2265 heima), netfang hallmag@vestmannaeyjar.is . Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Skóla- og menningarfulltrúi. BORGARBYGGÐ Lausar stöður Við Grunnskólann í Borgarnesi eru lausar eftirtaldar stöður fyrir skólaárið 2003-2004: Kennarar Meðal kennslugreina eru enska á unglingastigi og almenn kennsla á yngsta- og miðstigi. Starfsmaður á skólasafni Laus er 75% staða starfsmanns á skólasafni. Meðal verkefna eru umsjón með safninu og safnakennsla. Forstöðumaður skólaskjóls Laus er 60% staða forstöðumanns skólaskjóls (lengd viðvera). Æskilegt er að umsækjandi sé uppeldismenntaður eða hafi mikla reynslu af sambærilegum störfum. Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með um 330 nemendur og þar starf- ar öflugur hópur metnaðarfullra kennara og annarra starfsmanna. Á næsta skólaári verður lögð áhersla á innra starf, fjölbreytilega og sveigjanlega kennsluhætti og endurmenntun. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvattar til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til 19. maí 2003. Nánari upplýsingar gefa Kristján Gíslason, skóla- stjóri, kristgis@grunnborg.is, og Hilmar Arason, aðstoðarskólastjóri, hilmara@grunnborg.is. Símanúmer skólans eru 437 1229 og 437 1183. Sjá einnig heimasíðu skólans, www.grunnborg.is, og sveitarfélagsins, www.borgarbyggd.is . Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Raufarhafnarhreppur Grunnskólakennarar Kennara vantar til almennrar bekkjarkennslu í 1.—10. bekk, kennslu í íþróttum, tölvufræði, tónmennt, myndmennt og handmennt. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2003. Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn, rúmgóður og vel búinn skóli með rúmlega 50 nemendum í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Raufarhöfn búa um 300 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Undirstaða atvinnulífsins er öflugur sjávarútvegur — veiðar og vinnsla — sem hefur tryggt sig í sessi undanfarin ár og skapað forsendur fyrir aukinni þjónustu sveitarfélagsins. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Atvinnuástand er ágætt og sumarvinna er fyrir unglinga. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþrótta- miðstöð, ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjöl- breyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Raufarhafnarhrepps í síma 465 1151 skrifstofa@raufarhofn.is hjá Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra gudny@raufarhofn.is og Sigþóri Þórarins- syni, formanni skólanefndar, í síma 893 1080. Einnig er hægt að nálgast almennar upplýsing- ar um skólastarfið á heimasíðu hreppsins www.raufarhofn.is undir liðnum Grunnskóli. Hlutastarf—Fullt starf Sala Sölufólk með góða samskiptahæfileika óskast til starfa hjá fyrirtæki, sem selur vörur sínar bæði innanlands og erlendis. Við leitum nú að sölufólki fyrir innanlandsmarkað. Söluvaran er í háum gæðaflokki. Starfið getur hentað bæði sem hlutastarf eða fullt starf. Laun eru árangurstengd með háum bónusum. Einnig er möguleiki á starfi erlendis við sama verkefni að lokinni þjálfun hérlendis. Það skal tekið fram að ekki er um fæðubótar- eða trygg- ingasölu að ræða. Æskilegur aldur 30 ára eða eldri. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl., merktum: „Gæðavara - 13676“, eða í box@mbl.is fyrir kl. 16.00, fyrir 15. maí 2003. Grunnskólinn á Blönduósi Staða aðstoðarskólastjóra Laus er staða aðstoðarskólastjóra frá 1. ágúst 2003. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skóla- stjóra og vinnur með honum við dag- lega stjórn skólans og rekstur. Nánari upplýsingar veita Helgi Arnarson skólastjóri í síma 452 4229, netfang: helgi@blonduskoli.is og Björgvin Þór Þórhallsson aðstoðarskóla- stjóri í síma 452 4147, netfang: bjorgvin@blonduskoli.is Leitað er að umsækjanda sem:  Er með kennaramenntun.  Hefur stjórnunarhæfileika.  Er lipur í mannlegum samskiptum.  Hefur reynslu af kennslu og vinnu með börnum og unglingum.  Hefur metnað í starfi og áhuga á skólaþróun og nýbreytnistarfi.  Hefur góða tölvukunnáttu. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf, gögn er varða frumkvæði á sviði skóla- mála auk annarra gagna sem málið varðar. Umsóknarfrestur er til 26. maí 2003. Um- sóknir berist Grunnskólanum á Blöndu- ósi, Húnabraut, 540 Blönduósi. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Menntaskólinn í Kópavogi Framhaldsskóla- kennarar Við Menntaskólann í Kópavogi eru laus til um- sóknar störf framhaldsskólakennara í eftirfar- andi greinum fyrir næsta skólaár. Líffræði 1 staða Eðlisfræði 1 staða - ársráðning v/leyfis. Einnig er auglýst stundakennsla í einstökum fagáföngum í ferðafræði. Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2003 og fara launakjör eftir kjarasamningi framhaldsskóla- kennara. Nauðsynlegt er að hafa háskólapróf í viðkomandi kennslugrein og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur er til 23. maí. Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði, en umsókn þarf að fylgja afrit af prófskírteini auk yfirlits um fyrri störf. Umsóknir skal senda til skólameistara. Frekari upplýsingar um störfin veita skóla- meistari, Margrét Friðriksdóttir, og aðstoðar- skólameistari, Helgi Kristjánsson, í síma 594 4000. Skólameistari. Vantar góðan matreiðslumann Upplýsingar gefur Örn Garðars í síma 421-5600 eða soho@soho.is Soho Keflavík Kitchen & cafe er léttur veitingastaður með fjölbreyttan matseðil við allra hæfi. Hríseyjarhreppur Kennarar óskast Kennara vantar við Grunnskólann í Hrísey næsta skólaár. Kennsla byggir á samkennslu árganga. Nýlegt og skemmtilegt skólahúsnæði. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2003. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Jóhanna María Agnarsdóttir, hrisey@centrum.is eða í símum 466 1763 og 695 7660.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.