Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 10
10 C SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðstoðarkennari í dönsku í framhaldsskólum Í samræmi við samning milli menntamálaráðu- neyta Danmerkur og Íslands um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi er hér með auglýst eftir aðstoðarkennara í dönsku til starfa í framhaldsskólum landsins á skólaár- inu 2003—2004. Áætlað er að aðstoðarkennarinn vinni í 6—7 framhaldsskólum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni á skólaárinu 2003—2004 og starfi 4—5 vikur í hverjum skóla. Hlutverk aðstoðarkennarans er aðallega að þjálfa nemendur í munnlegri dönsku í sam- starfi við starfandi kennara. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur dönsku að móðurmáli og sem hefur faglegan bakgrunn sem tungumálakennari eða sem stundar nám sem slíkur. Danska menntamálaráðuneytið greiðir laun aðstoðarkennarans í samræmi við fyrrnefndan samning milli menntamálaráðuneyta Dan- merkur og Íslands. Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist danska sendiráðinu, Hverfisgötu 29, 101 Reykjavík. Ekki þarf sérstakt umsóknareyðublað. Michael Dal, lektor við KHÍ, veitar nánari upplýsingar í síma 563 3821 eða á vefpósti michael@khi.is . Danska sendiráðið. Skólastjóri óskast að Reykhólaskóla, Austur-Barðastrandarsýslu Á Reykhólum er grunnskóli með 1-10. bekk og um 50 nemendur. Mjög góð vinnuaðstaða. Gott húsnæði í boði á staðnum. Enn fremur lausar nokkrar kennarastöður. Á Reykhólum er fallegt og einungis tæplega 3 tíma akstur til Reykjavíkur. Þar er öll almenn þjónusta s.s. leikskóli, sundlaug, bókasafn, heilsugæsla og verslun. Umsóknarfrestur er til 19. maí 2003. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Reykhól- ahrepps, Einar Örn Thorlacius, í símum 434 7880 og 434 7989. Umsóknir sendist á Skrif- stofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5A, Reykhól- um, 380 KRÓKSFJARÐARNES. Einnig í fax 434 7885 eða netfang sveitarstjori@simnet.is . Frá Stórutjarnaskóla Kennarar Í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði vantar okkur kennara. Við getum notað góðan grunnskólakennara, sem treystir sér til að kenna einhverja eftirfarandi námsþátta: Samfélagsfræði, raungreinar, ensku og dönsku, allt á unglingastigi. Eins gætum við haft not fyrir góðan sérkennara. Það er gott að kenna við Stórutjarnaskóla, nemendurnir eru alveg einstaklega góðir og skemmtilegir og starfsfólkið ekki síður. Svo er skólinn líka á góðum stað í nýju og metnaðarfullu sveitarfélagi, sem heitir Þingeyjarsveit. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Nánari upplýsingar veita skólastjóri eða að- stoðarskólastjóri í símum 464 3220, 464 3240, og 464 3221. Sjá nánar á vef skólans www.storutjarnaskoli.is Spænskukennari við VMA Við Verkmenntaskólann á Akureyri er laus til umsóknar 1/2—1/1 staða spænskukennara frá 1. ágúst nk. Laun eru skv. kjarasamningi KÍ og fjármála- ráðuneytisins. Umsóknir, sem ekki þurfa að vera á sérstökum eyðublöðum, sendist undirrituðum, sem veitir frekari upplýsingar ásamt aðstoðarskólameist- ara. Utanáskriftin er eftirfarandi: Verkmenntaskólinn á Akureyri, Eyrarlandsholti, 600 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 25. maí. Nánari upplýsingar veita skólameistari og aðstoðarskólameistari í síma 464 0300 eða í tölvupósti: vma@vma.is . Skólameistari. Prentari óskast Vegna aukinna verkefna vantar okkur prentara á fjögurralita Heidelberg Speedmaster 74 með CP 2000 tölvustýrikerfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða fagkunnáttu og sé þægilegur í samskiptum. Umsóknir sendist á netfang: georg@prent.is eða í pósti fyrir 23.maí. Skemmuvegi 4 · 200 Kópavogi Sími 540 1800 · Fax 540 1801 · Netfang litla@prent.is Litlaprent ehf. var stofnað árið 1969. Fyrirtækið hefur ávallt leitast við að hafa nýleg og vel útbúin tæki til að tryggja vandaða prentun. Hjá fyrirtækinu starfa nú 14 manns í nýju og rúmgóðu húsnæði. Vinnustaðurinn er reyklaus. Hafralækjarskóli í Aðaldal Kennarar Við Hafralækjarskóla í Aðaldal eru lausar tvær stöður kennara næsta vetur. Báðar eru við kennslu nemenda frá meðferðarheimilinu Ár- bót. Á heimilinu eru 12 nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri og felur annað starfið meðal annars í sér stuðning við fjarnám elstu nemendanna við viðurkenndan framhalds- skóla. Stefna skólans er að grunnskólanemend- ur frá meðferðarheimilinu taki sem mestan þátt í námi og félagslífi með jafnöldrum sínum og er skólaþátttaka þannig hluti af meðferðar- starfi heimilisins. Leitað er eftir fólki sem er lipurt í samskiptum. Í boði er mjög ódýrt hús- næði og góður grunn-, leik- og tónlistarskóli. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 464 3581 og skólastjóri heima í síma 464 3584. Umsóknarfrestur er til 26. maí næst- komandi. Um skólastarfið má fræðast á vefslóðinni: http://hafralaekjarskoli.ismennt.is Hafralækjarskóli er staðsettur í miðjum Aðaldal u.þ.b. 20 km sunnan Húsavíkur og 70 km austan Akureyrar. Hann er rekinn af þremur sveitarfélögum: Aðaldælahreppi, Húsavíkurbæ og Tjörneshreppi. Í skólanum eru tæplega 90 nemendur, nær allir úr dreifbýli og er samkennsla árganga umtalsverð. Allir kennarar skólans eru með réttindi, mikla menntun og reynslu. Hafralækjarskóli og meðferðar- heimilið Árbót hafa um árabil átt farsælt samstarf. Við Hafralækjar- skóla er tónlistarskóli þar sem unnið er metnaðarfullt starf. „Au pair“ til Sviss Íslensk-frönsk fjölskylda í Genf óskar eftir „au pair“ til að gæta 9 ára stúlku frá september 2003 til árs. Þarf að vera barngóð, jákvæð og reyklaus. Ekki yngri en 19 ára. Skriflegar umsóknir sendist á netfang helgaleifsdottir@ifrc.org. Lögfræðingur óskast Metnaðarfullur lögfræðingur, sem hefur áhuga á að opna stofu, óskast til samstarfs á sviði innheimtu. Næg verkefni. Áhugasamir sendi svör til auglýsingadeildar Morgunblaðsins, merkt: „L — 13659", fyrir 20. maí næstkomandi. Grunnskólinn í Breiðdalshreppi auglýsir eftir kennara næsta skólaár. Meðal kennslugreina: Danska, íþróttir og almenn kennsla. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 475 6683 og 475 6602. Varmárskóli í Mosfellsbæ Auglýsing um kennarastöður Viljum ráða kennara í heimilisfræði skóla- árið 2003—2004 og verður kennslan aðallega á miðstigi. Um afleysingastarf er að ræða vegna náms- leyfis kennara. Myndmenntakennsla, einkum á unglinga- stigi, ca 75% starf. Almenn kennarastaða á yngsta og/eða miðstigi. Kennarastöður í raungreinum og tungumálum á unglingastigi. Kennsluréttindi eru í öllum tilvikum áskilin. Upplýsingar gefa undirrituð í síma 525 0700: Viktor A. Guðlaugsson, skólastjóri, einnig í síma 895 0701, Helga Richter, aðstoðarskólastjóri, og Þórhildur Elfarsdóttir, aðstoðarskólastjóri. Sjúkraliði óskast til London Sjúkraliði óskast í vaktavinnu við létta heimaumönnun aldraðrar, fatlaðrar konu í London. Viðkomandi þarf að:  Hafa sjúkraliðamenntun og reynslu í umönn- un aldraðra og/eða fatlaðra.  Geta bjargað sér á ensku og vera sjálfstæð og reglusöm.  Vera einhleyp og án barna á framfæri.  Vera eldri en 30, gjarnan 40-55 ára. Í boði er:  Fæði og húsnæði, atvinnuleyfi og öll almenn réttindi í Bretlandi.  Ferðakostnaður.  8 vikna reynsluráðning með mögulegri fast- ráðningu að henni lokinni.  Góð laun. Áhugasamar vinsamlegast hafið samband við Ester s.552 6255 / 692 6687 fyrir nk.föstudag, 16.maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.