Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 12

Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 12
KNATTSPYRNA 12 B ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Úttekt orgunblaðsins Stofnað: 1945. Heimavöllur: Hásteinsvöllur. Aðsetur félags: Þórsheimilinu v/Hamarsveg, Box 393, 902 Vestmannaeyjar. Sími: 481-2608. Fax: 481-1260. Netfang: ibvfc@eyjar.is Heimasíða: www.ibv.is/fotbolti Framkvæmdastjóri: Birgir Stefánsson. Þjálfari: Magnús Gylfason. Aðstoðarþjálfari: Sveinn B. Sveinsson. Sjúkraþjálfari: Björgvin Eyj- ólfsson. Formaður knattspyrnudeild- ar: Viðar Elíasson. Íslandsmeistarar: (3) 1979, 1997, 1998. Bikarmeistarar: (4) 1968, 1972, 1981, 1998. Íþróttabanda- lag Vest- mannaeyja EYJAMENN eru taldir líklegri til að þurfa að berjast fyrir lífi sínu í úrvals- deildinni í sumar en að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum. Þær spár eru ekki síst byggðar á því að þrír af fjórum reyndustu leikmönnum liðs- ins á síðasta tímabili eru horfnir á braut, þeir Hlynur Stefánsson, Ingi Sigurðsson og Tómas Ingi Tómasson. Þar verður skarð leiðtogans Hlyns sérstaklega vandfyllt, enda komust Eyjamenn að því í fyrra að þeir gátu ekki án hans verið. Þá var hann hætt- ur en var dreginn af stað aftur áður en júnímánuður var liðinn. ÍBV teflir fram ungu liði, einu því yngsta í deildinni, þar sem bróður- partur leikmanna er 23 ára og yngri. Þar eru taldir með tveir nýjustu Eyjamennirnir, ensku piltarnir Ian Jeffs og Tom Betts, sem bættust í hópinn nú á vordögum. Þeir bæta engri reynslu í hópinn en auka hins- vegar breiddina. Sama er að segja um miðvörðinn efnilega Tryggva Bjarnason sem á að taka þátt í að fylla skarð Hlyns í vörninni. Sem fyrr verða Eyjamenn erfiðir heim að sækja, enda hefur Hásteins- völlurinn um langt árabil verið einn sterkasti heimavöllur hér á landi. Þeirra gengi veltur væntanlega mikið á því hvernig þeim tekst til við að safna að sér stigunum á honum. ÍBV hefur sjaldan sótt mikinn hluta stiga sinna á fastalandið og vann t.d. aðeins einn útileik á síðasta ári. Reyndar tókst Eyjamönnum þokkalega upp í ferðalögum sínum í deildabikarnum í vetur og vor, þar sem þeir spiluðu að vanda alla leiki á útivöllum. Þeir unnu tvo af fimm leikjum sínum gegn öðrum úrvals- deildarliðum. Þar féllu þeir út gegn ÍA í 8-liða úrslitum. Í Canela-bikarn- um á Spáni hafnaði ÍBV í fimmta sæti af átta liðum, tapaði fyrir Fylki en vann Aftureldingu og FH. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Ensku leikmennirnir og Eyjapeyjarnir Ian Jeffs og Tom Betts eiga eftir að setja svip á ÍBV-liðið. Birkir Kristinsson, hinn síungi markvörður, gefur ekkert eftir þó hann sé á 39. aldursári. Birkir hefur varið mark ÍBV geysilega vel í vetur og nú mun líklega mæða enn meira á honum en oft áður. Það virðist nán- ast óhugsandi að Birkir missi úr leik, það hefur hann ekki gert heil 15 tímabil í röð hér á landi. En ef það gerist, gæti ÍBV lent í vandræðum því varamarkverðirnir eru ungir og reynslulausir. Eyjavörnin hefur orðið fyrir blóð- töku því Hlynur Stefánsson og Kjartan Antonsson eru horfnir á braut. Páll Þ. Hjarðar spilaði reynd- ar talsvert í fyrra en hvorki hann né Tryggvi Bjarnason búa yfir mikilli reynslu, ekki heldur hinn enski Tom Betts. Hjalti Jóhannesson verður á sínum stað sem vinstri bakvörður og Hjalti Jónsson hefur leikið hægra megin að undanförnu. Varnarleikur ÍBV er stórt spurningarmerki. Bjarnólfur Lárusson verður í aðal- hlutverki á miðjunni og verður að gæta sín betur en í fyrra að safna ekki á sig spjöldum. Bjarni Geir Við- arsson tekur á sig meiri ábyrgð en áður og Atli Jóhannsson hefur spilað talsvert þrátt fyrir ungan aldur. En breiddin er ekki mikil á miðjunni og þar veltur á miklu hvort Ian Jeffs reynist nægilegur liðsstyrkur. Steingrímur Jóhannesson, mesti markaskorari ÍBV frá upphafi, er kominn aftur til Eyja og nú reynir á hvort hann nær fyrri styrk þar eftir tvö tiltölulega dauf ár með Fylki. Ef hann og Gunnar Heiðar Þorvalds- son ná saman gætu þeir reynst eitt eitraðasta sóknarpar deildarinnar. En það er vandséð hver annar á að skora mörk. Birkir Kristinsson Hjalti Jónsson Páll Þ. Hjarðar Tryggvi Bjarnason Hjalti Jóhannesson Ian Jeffs Bjarni Geir Viðarsson Bjarnólfur Lárusson Atli Jóhannsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Steingrímur Jóhannesson Líklegt byrjunarlið Davíð Egilsson frá KFS Ian Jeffs frá Crewe Igor Bjarni Kostic frá Víkingi R Pétur Runólfsson frá KFS Sindri Viðarsson frá KFS Stefán Bragason frá KFS Tom Betts frá Crewe Tryggvi Bjarnason frá KR Gareth Graham til Englands Hlynur Stefánsson til KFS Ingi Sigurðsson hættur Kevin Barr til Tindastóls Kjartan Antonsson til Fylkis Niels Bo Daugaard til Danmerkur Olgeir Sigurgeirsson til Breiðabliks Tómas Ingi Tómasson hættur  ... Eyjamenn þurftu að nota ýmiss konar far- arskjóta til að komast á fyrsta Íslandsmótið árið 1912? Þeir sigldu til Stokkseyrar, gengu stóran hluta leiðarinnar til Selfoss og fóru þaðan með hestvagni til Reykjavíkur. Þeir gátu síðan aðeins spilað annan af tveimur leikjum sínum því þeir urðu að gefa þann síðari vegna mikilla meiðsla í þeim fyrri. N  N,      *         #$  )  +%      <    (#  .  &  -    #   )   *  !  ##  # >         ) - (#  .J  + #  #    '    (# &      *   +%         &-  /028 /024 /036 /024 /024 /030 /02/ /030 /028 /032 /028 /028 /031 /030 /027 /02/ /026 /02/ /021 /034 /024 /028 5 /1 01 4 5 76 80 66 5 5 42 5 08 65 // / 8 8 5 /28 5 42 5 / 5 5 5 5 / 5 5 5 7 5 /5 7 5 5 5 5 5 3/ 5 /7 5 495 /195 495 5 /795 /295 /195 5 5 /39/ 5 /794 /498 //95 /95 895 5 5 /797 5 /29// 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 / 5 5 C A + : =* =: #>04 " = = C A :  -  B *O : D :  "  = : ;:   = =,    + / /8 87 E       !   B    %  E# // /1 84    3 2 /5 /6 /7 /2 88 86 82     8 4 6 7 1 0 /0 85 83 80    =H-- /016 /024 /024 > - I    =, #J 838 5 5 5 5 5 /295 5 5 34 5 5  : > :   : EO :  : =: ;): ):  *  > ; #  - -K 8558   9 ) K „VIÐ rennum frekar blint í sjóinn fyrir sumarið, enda á ég von á að deildin verði mjög opin. KR, Fylkir og Grindavík eiga eftir að vera í sérflokki og slást um þrjú efstu sæt- in en hin sjö liðin eru öll áþekk að styrkleika og verða í baráttu frá fjórða sætinu og niður úr,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV. „Okkar styrkleiki mun frekar liggja í liðsheildinni en í sterkum einstaklingum, þó þeir séu vissu- lega innan um í okkar hópi. Við er- um með marga unga menn en flest- ir þeirra eru þegar komnir með nokkra reynslu og eiga að geta staðið fyrir sínu. Við eigum eftir að sjá endanlega hvernig nýju menn- irnir í hópnum falla inn í liðið og þá hafa meiðsli truflað okkur talsvert í undirbúningnum síðustu vikurnar. En eins og aðrir stefnum við á að komast ofarlega í deildina og vera lausir við botnbaráttu í sumar.“ Magnús Gylfason „Rennum frekar blint í sjóinn“ Magnús Gylfason             

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.