Morgunblaðið - 13.05.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 13.05.2003, Síða 13
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 B 13   Úttektorgunblaðsins ÞAÐ eru þrettán ár síðan Fram fagnaði Íslandsmeistaratitli síðast eða árið 1989. Frá þeim tíma hefur stöðugleika skort hjá liðinu og liðið féll úr úrvalsdeild árið 1995 en end- urheimti sæti sitt á meðal þeirra bestu ári síðar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í leikmannahópi liðsins, ungir leikmenn úr röðum fé- lagsins hafa fengið það verkefni að koma félaginu í fremstu röð á ný, undir stjórn Kristins R. Jónssonar sem var í Íslandsmeistaraliði Fram árið 1986, 1988 og 1990. Fallbarátta hefur verið hlutskipti Fram undanfarin þrjú ár og hefur liðinu tekist að bjarga sér frá falli á síðustu stundu í öll skiptin. Eflaust stefna leikmenn liðsins hærra þetta árið og er allt eins víst að sú reynsla sem býr í hinu unga liði muni nýtast vel í sumar. Hraður sóknarleikur, með öflugu vængspili og gegnumbrotum, hefur verið einkenni Framliðsins undan- farin ár og þegar þeir eru í ham standast fáir varnarmenn þeim snúning. Hinsvegar hafa sóknar- menn liðsins ekki nýtt færi sín vel í gegnum tíðina og liðið hefur einnig fengið á sig of mörg mörk á hverju sumri. Sóknarlína liðsins er áhugaverð þar sem þeir Guðmundur Steinars- son og Kristinn Tómasson hafa bæst í hópinn og keppa um framherjastöð- urnar við þá Kristján Brooks og Andra Fannar Ottósson. Þorbjörn Atli Sveinsson er spurningarmerki þar sem hann hefur átt við erfið meiðsli í baki að stríða undanfarin misseri. Markvörður liðsins er traustur, og varnarmaðurinn Eggert Stefánsson er heill heilsu við hlið þeirra Ingvars Ólasonar og Baldurs Bjarnasonar sem hefur ákveðið að leika með lið- inu á ný. Ágúst Gylfason verður í að- alhlutverki á miðjunni og nái liðið að stilla saman strengi sína, fækka mis- tökum í varnarleiknum og nýta færi sín betur er allt eins líklegt að Fram eigi eftir að koma verulega á óvart í sumar. Liðið varð Reykjavíkur- meistari í vetur og getur því vel látið að sér kveða á grasvöllum landsins í sumar. Morgunblaðið/Arnaldur Ragnar Árnason, Guðmundur Steinarsson og Baldur Þór Bjarnason hafa bæst í hópinn hjá Frömurum. Gunnar Sigurðsson er reyndur markvörður en hann hefur leikið m.a. með ÍBV og Brage í Svíþjóð. Gunnar hefur bætt sig töluvert og er mun stöðugri leikmaður en áður. Hann hefur aldrei verið hræddur við að láta til sín taka þegar á reynir en hefur lent í ýmsum vandræðum á undanförnum árum. Gunnar fékk nóg að gera í marki Fram á síðasta ári og vill eflaust eiga náðuga daga af og til í sumar. Gleðifregnir vorsins fyrir Framliðið eru þær að Eggert Stefánsson er heill heilsu eftir erfið bakmeiðsli undanfarin ár. Eggerts var sárt saknað í Framvörninni í fyrra en hann lék með liðinu á lokakafla móts- ins er liðið bjargaði sér frá falli. Ingvar Ólason hefur vaxið töluvert sem leikmaður á undanförnum árum og ættu hann og Eggert að geta bundið varnarleikinn betur saman. Ragnar Árnason og Daði Guð- mundsson eru traustir bakverðir. Ágúst Gylfason hefur verið driffjöð- ur liðsins á miðjunni en hann hefur næmt auga fyrir samherjum sínum auk þess sem aukaspyrnur hans skapa oft usla. Gaman verður að sjá hvernig Baldur Bjarnason spjarar sig í efstu deild á ný en hann ætti að skila liðinu mikilli reynslu sem oft skorti í ungu liði Fram í fyrra. Viðar Guðjónsson er gríðarlega skapandi á hægri vængnum. Léleg nýting hefur loðað við fram- herja Framliðsins en sóknarleikur- inn hefur verið styrkur þeirra und- anfarin ár. Takist þeim Andra Fannari Ottóssyni, Kristjáni Brooks og Guðmundi Steinarssyni að finna leiðina að marki andstæðinganna og bæta nýtinguna verður þessi þáttur leiksins ekki vandamál. Kristinn Tómasson getur blandað sér í þessa baráttu en Þorbjörn Atli Sveinsson hefur verið meiddur í baki. Gunnar Sigurðsson Ragnar Árnason Eggert Stefánsson Ingvar Ólason Daði Guðmundsson Viðar Guðjónsson Ágúst Gylfason Baldur Bjarnason Guðmundur Steinarsson Andri Fannar Ottósson Kristján Brooks Líklegt byrjunarlið Baldur Þór Bjarnason frá Stjörnunni Guðmundur Steinarsson frá Brönshöj Kristinn Tómasson frá Fylki Ragnar Árnason frá Stjörnunni Stefán Þór Eyjólfsson frá Hugin/Hetti Tómas Ingason frá Val Ásgeir Halldórsson hættur Gunnar B. Ólafsson í Breiðablik Kristinn V. Jóhannsson í Víði Sævar Guðjónsson hættur Thomas Rutter til Bandaríkjanna  ... Fram er það félag sem lengst hefur haldið Íslandsbikarnum í sínum höndum? Framarar voru handhafar hans frá 1913 til 1918, eða í sex ár, en tvö fyrstu árin fór reyndar engin keppni fram þar sem Fram og KR gátu ekki komið sér saman um hvenær sumars skyldi spilað. Stofnað: 1908. Heimavöllur: Laugardalsvöll- ur. Aðsetur félags: Íþróttahús Fram, Safamýri 26, 108 Reykjavík. Sími: 533 5600 (Völlur: 510 2914). Fax: 533 5610. Netfang: brynjar@fram.is Heimasíða: www.fram.is Framkvæmdastjóri: Brynjar Jóhannesson. Þjálfari: Kristinn R. Jónsson. Sjúkraþjálfari: Pétur Örn Gunnarsson. Liðsstjórar: Ingimundur Magnússon, Sverrir Einarsson. Formaður meistaraflokks- ráðs: Pétur Ormslev. Formaður Fram, Fótbolta- félags Reykjavíkur: Sveinn Andri Sveinsson. Íslandsmeistari: (18) 1913, 1914, 1915, 1916, 1917, 1918, 1921, 1922, 1923, 1925, 1939, 1946, 1947, 1962, 1972, 1986, 1988, 1990. Bikarmeistari: (7) 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989. Knattspyrnu- félagið Fram      = ,   M% ,#  '   -  (        )   # &  , #   N   &" )      -   ) - =  ?   H     - )      /025 /030 /03/ /02/ /02/ /026 /026 /038 /033 /030 /028 /030 /026 /03/ 40 1/ /85 62 83 /8 5 2/ 00 28 43 47 5 31 6 4 86 7 8 / 5 84 83 82 3 4 5 86 /195 /394 /791 /194 /398 /89/ 5 //95 /697 /297 /396 295 5 298 5 5 1 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5   +  : :  *  9   9  =,   -",  *:  #: ) ;+  " :  #: )  : ;+: = 5 5 5 5 // 5 5 5 5 5 5 / /8 E      N  !   E# /5 // /4 8/ 86 87 80    6 1 3 /3 /2 85 45     8 4 7 2 0 /8 /6 /1 81 83 82    =H-- /037 /032 > - I    =, #J 18 1 5 5 /295 5 5 5 = :  : ;:  : ;+:  -  %  !  (    #  +  M   - &       B* (#  ) -J    &  .J    ? (#        &     /025 /038 /030 /031 /010 /031 /030 /025 /027 /021 /027 46 35 64 14 /80 /8 2 /4 5 5 5 / / / / 85 8 5 5 5 5 5 795 /395 /59/ 5 5 5 295 095 5 5 5 &  +: =, :  "   &    : ;):    : =,  N - :  "  : =  > ; #  - -K 8558   9 ) K „VIÐ förum að sjálfsögðu í alla leiki til þess að ná í þau stig sem í boði eru,“ sagði Kristinn R. Jónsson þjálfari Framliðsins, en hann var varkár er hann var inntur eftir markmiðum liðsins í sumar. „Við mætum Fylki, KR, Grinda- vík og ÍA í fyrstu fjórum umferðum mótsins og munum eflaust vera var- kárir til að byrja með. Við eigum ekki í erfiðleikum með að skora en við höfum lagt áherslu á að fá færri mörk á okkur en áður. Við erum búnir að fá fína reynslu undanfarin tvö ár þar sem fallbaráttan hefur verið okkar hlutskipti enda liðið skipað ungum leikmönnum að mestu. Hinsvegar hafa þessir sömu leikmenn þroskast og það má segja að núna sé tími til að taka út af inni- stæðunni í reynslubankanum,“ sagði Kristinn. Kristinn R. Jónsson „Varkárir til að byrja með“ Kristinn R. Jónsson               

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.