Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 C 9 Ferðamáladeild Hólaskóla Laus er til umsóknar staða háskólakenn- ara á sviði afþreyingar í ferðaþjónustu  Auglýst er til umsóknar staða háskólakenn- ara við ferðamáladeild Hólaskóla við kennslu og rannsóknir á afþreyingu í ferðaþjónustu. Um er að ræða fullt starf. Ráðning miðast við 1. september 2003 eða samkvæmt nán- ara samkomulagi.  Menntun og hæfniskröfur: Háskólamenntun með meistaragráðu eða doktorsgráðu og víðtæk þekking á íslenskri ferðaþjónustu.  Kennslu- og rannsóknasvið: Uppbygging, skipulag og þróun afþreyingar í íslenskri ferðaþjónustu.  Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae). Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindaleg- um ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en um- sækjandi skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverkun- um. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og aðlögunarsamningum Hólaskóla við við- komandi stéttarfélög.  Umsókn skal skila fyrir 13. júní 2003 til Hóla- skóla, Hólum Hjaltadal, 551 Sauðárkróki, merkt umsókn um stöðu háskólakennara hjá Ferðamáladeild. Nánari upplýsingar veitir: Guðrún Þóra Gunn- arsdóttir deildarstjóri (ggunn@holar.is) í síma 455 6300. Ferðamáladeild Hólaskóla hefur verið starfrækt frá árinu 1996. Áhersla er á ferðaþjónustu í dreifbýli sem tengist menningu og nátt- úru hvers svæðis. Deildin hefur mikil og góð tengsl við atvinnugrein- ina og hefur tekið þátt í margvíslegum þróunarverkefnum á sviði ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Víðtækt samstarf er við aðrar háskólastofnanir innanlands og erlendis. Friðrik Skúlason ehf. leitar að háskólamenntuðum einstaklingi til að gegna stöðu vefritstjóra og aðstoðarmanns yfirmanna. Viðkomandi sér um viðhald og þróun vefs fyrirtækisins, skrifar fréttatilkynningar og kynningartexta fyrir vefinn og prentmiðla. Textagerð er að langmestu leyti á ensku og því er mjög góð enskukunnátta skilyrði. Auk þess sinnir viðkomandi ýmsum tilfallandi verkefnum. Hæfniskröfur: - Háskólamenntun. - Góð ensku- og íslenskukunnátta. - Sjálfstæð vinnubrögð. - Mjög góð almenn tölvukunnátta. Þar á meðal HTML, Excel og Word. Þekking á notkun vefumsjónarkerfa er mikill kostur. Umsóknum og starfsferilsskrám skal skila í tölvupósti á póstfangið jobs@frisk.is eða til: Vefritstjóri og aðstoðarmaður Friðrik Skúlason ehf. (FRISK Software International) er alþjóðlegt öryggis- og þekkingarfyrirtæki á sviði veiruvarna sem framleiðir m.a. veiruvarnarforritið Lykla-Pétur (F-PROT Antivirus). Hjá fyrirtækinu starfa yfir 40 manns. Friðrik Skúlason ehf. er í samstarfi við fyrirtæki í mörgum löndum og með viðskiptavini um allan heim. Erlendir samstarfsaðilar, sem nýta tækni FRISK Software International í sínum kerfislausnum, eru m.a. F-Secure Corporation, Command Software Systems og perComp Verlag. Yfir 90% af veltu fyrirtækisins er Friðrik Skúlason ehf. - Starfsumsókn Þverholt 18 105 Reykjavík Frekari upplýsingar eru veittar í síma 540-7400 (Sigurður Unnar) eða í tölvupósti: jobs@frisk.is. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2003. Við leitum að vefritstjóra og aðstoðarmanni vegna viðskipta á erlendum mörkuðum. Friðrik Skúlason ehf. er í fremstu röð í heiminum á sviði veiruvarnarforrita og hefur meira en 10 ára reynslu á því sviði. Bíldshöfða 16 - 110 Rvík - Sími 550 4600 - Fax 550 4610 Netfang: vinnueftirlit@ver.is - Heimasíða: www.vinnueftirlit.is Vinnueftirlit ríkisins starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustað nr. 46/1980. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að fækkun slysa, atvinnutengdra sjúkdóma og góðri líðan starfsmanna á vinnustað. Vinnueftirlitið óskar að ráða eftirlitsmann til starfa við fyrirtækjaeftirlit í Reykjavík Viðfangsefni:  Eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi vinnustöðum.  Fræðsla , sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum. Menntunar- og hæfniskröfur:  Staðgóð menntun t.d. tækni/vélfræði- menntun, menntun á heilbrigðissviði eða önnur sambærileg menntun.  Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu.  Reynsla í tölvunotkun æskileg.  Góð framkoma og hæfni í mannlegum sam- skiptum. Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að við- komandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsþjálf- un fer fram við upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karla eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Vinnueftirliti ríkisins, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík, fyrir 6. júní nk. Umsóknareyðublað er ekki notað. Nánari upp- lýsingar um starfið fást hjá Þórunni Sveinsdótt- ur, deildarstjóra þróunar- og eftirlitsdeildar, Vinnueftirlitinu í Reykjavík, sími 550 4600 (torunn@ver.is) og Gylfa Má Guðbergssyni, aðstoðarumdæmisstjóra, umdæmisskrifstofu Vinnueftirlitsins, á höfuðborgarsvæðinu, sími 550 4600 (gylfi@ver.is).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.