Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 9
stigum og auka þannig myndun hormóna eins og testósteróns og nandrólóns í líkamanum.“ Pétur tekur fram að gagnsemi þessara for- stigshormóna sem vefaukandi efnis sé reyndar mjög umdeild og að minnsta kosti sum þeirra viðist gagnslaus við að auka vöðvamassa. „Rannsóknir hafa jafnvel bent til að ákveðin forstigshormón sem hafa verið markaðssett fyrir íþróttafólk umbreytist frekar í kven- hormón en karlhormón þegar í líkamann er komið.“ Arna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í inn- kirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, segir að sýnt hafi verið fram á að inntaka hreins testósteróns auki vöðvamassa og styrk. Hún getur rannsóknar sem fjörutíu ungir karlar tóku þátt í og tóku þeir sex sinnum stærri skammt af testósteróni en venjulega er notaður, eða 600 milligrömm á dag í nokkrar vikur. Jók þessi mikli skammtur vöðvamagn og styrk. Segir Arna þetta einu vel gerðu rannsóknina sem hún þekki sem sýni að testósterón virkar að þessu leytinu. Arna segir að öðru máli gegni um forstigs- hormón. „Rannsókn á tuttugu ungum karl- mönnum sem neyttu þessara efna sýndi ekki hækkað testósteróngildi heldur verulega aukningu á estrógenum, þ.e. kvenhormónum sem geta valdið brjóstastækkun og getuleysi, einnig lækkaði góða kólesterólið. Engin aukn- ing varð á vöðvastyrk eða massa í samanburði við lyfleysuhópinn.“ Arna segir það útbreidda skoðun þeirra sem neyta ólöglegra lyfja að allt sem breytist í testósterón virki jafnvel og testósterónið sjálft en þannig sé það ekki. Hún bendir á að fólk kaupi slíka stera dýr- um dómum. „Það er líka oft verið að pretta fólk í þessum viðskiptum.“ Arna tekur dæmi um mann sem keypti sér glas sem á stóð að inni- haldið væri nýr evrópskur steri og merkt evr- ópsku lyfjafyrirtæki. Maðurinn greiddi 45 doll- ara fyrir glasið. Þegar farið var að kanna innihaldið nánar var það B12-vítamín í vökva- formi. Listar yfir lyf og efni sem íþróttafólki er bannað að nota í íþróttum eru eins milli landa, óháð skilgreiningum á því hvað sé fæðubót- arefni og hvað lyf í í viðkomandi landi. Af því leiðir að efni eða lyf sem eru á bannlistum fyrir íþróttafólk geta verið í fæðubótarefnum sem keypt eru í heilsuvörubúðum í sumum löndum. Bæði efedrín og forstigshormón eru dæmi um þetta. Ekki bara í kraftagreinunum Tíðni notkunar vefaukandi stera hefur til- tölulega lítið verið rannsökuð bæði hér og er- lendis. Í könnun meðal leikmanna í amerískum fótbolta viðurkenndu 28% svarenda að hafa notað vefaukandi stera. Í rannsókn á dönskum vaxtarræktarmönnum, þar sem svarhlutfall var reyndar aðeins 17%, viðurkenndu um 60% svarenda að hafa einhvern tímann notað vef- aukandi stera. Í rússneskri könnun sem kynnt var árið 1991 kom fram að af rússneskum íþróttamönn- um, sem notuðu ólögleg lyf, notuðu 85% þeirra stera og aðeins 12% fengu lyfin úr lyfjabúðum gegn framvísun lyfseðla. Árið 1992 gerði Sólveig H. Sigurðardóttir könnun á tíðni steranotkunar meðal íþrótta- manna á ónafngreindri líkamsræktarstöð í Reykjavík. Framkvæmdin var þannig að eig- andi líkamsræktarstöðvarinnar dreifði spurn- ingalistum til viðskiptavina sem stunduðu stöðina reglulega. Mjög erfiðlega gekk að fá íþróttamenn til að taka þátt í könnuninni. Svörun var aðeins 50%, eða 15 svör. Fjórir íþróttamenn eða 28,6% viðurkenndu að hafa notað vefaukandi stera. Þrír þessara manna stunduðu vaxtarrækt en einn knattspyrnu. Steranotkun mannanna hafði staðið yfir í 3–7 ár þegar könnunin var gerð og allir hugðust nota sterana áfram. Eins og sjá má er úrtakið lítið og svarhlutfall lágt þannig að könnunin er fræðilega ekki marktæk. Nokkrar nýlegar kannanir hafa verið gerðar á notkun vefaukandi stera meðal ungs fólks í Svíþjóð. Í könnun sem fór fram í suðvestur- hluta Svíþjóðar voru 5.827 unglingar á aldr- inum 16 og 17 ára og af báðum kynjum spurðir um ólöglega steranotkun. Svarhlutfall var hátt eða 95%. 3,6% 16 ára drengjanna sögðust hafa notað vefaukandi stera og 2,8% 17 ára drengja. Engar stúlkur sögðust hafa notað vefaukandi stera. Engin könnun hefur verið gerð á notkun íslenskra unglinga á vefaukandi sterum svo kunnugt sé. Aukaverkanir vegna steranotkunar barna og unglinga eru að þau geta farið fyrr á kyn- þroskaskeið og tekið vaxtarkipp en síðan orðið ótímabær stöðvun. Að sögn Birgis Guðjónssonar læknis, sem er í læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandins, er notkun ólöglegra lyfja hér á landi talin vera allmikil hjá þeim hópum sem ekki eru innan íþróttahreyfingarinnar, þ.e. meðal vaxtar- ræktar- og kraftlyftingamanna. „Þeir hafa iðu- lega fallið á lyfjaprófum á mótum, þótt reiknað sé með að þeir séu orðnir „hreinir,“ sem gefur vísbendingu um notkun þeirra. Þeir hafa held- ur aldrei viljað gangast undir lyfjapróf á æf- ingatímabili. Það má svo segja að ekki sé mikið um lyfjanotkun íþróttamanna innan ÍSÍ en það er langt síðan einhver íþróttamaður hefur orð- ið uppvís að notkun vefaukandi stera.“ Í þessu samhengi má geta þess að á Íslands- móti IFBB (International Federation of Body Builders) í hreysti (fitness), en alþjóðasam- bandið stendur fyrir utan ÍSÍ, hafa engu að síður verið framkvæmd lyfjapróf undanfarin fimm ár á verðlaunahöfunum. Einar Guðmann, sem stendur árlega fyrir Íslandsmóti IFBB í hreysti, segir að þegar verið sé að ræða ólöglega lyfjanotkun hafi menn tilhneigingu til að einskorða hana við kraftagreinar. „Við vitum að þar sem styrkur kemur við sögu hafa menn meiri hag af því að taka inn lyf eins og vefaukandi stera. Vefauk- andi sterar geta orðið nánast öllum íþrótta- greinum að gagni – ef menn eru að reyna að misnota þá á annað borð.“ Fylgja þarf alþjóðareglum Reynt er að fylgjast með og koma í veg fyrir lyfjanotkun íþróttamanna innan íþróttahreyf- ingarinnar með því að lyfjaprófa á æfingatíma- bili fyrirvaralaust. Einstaklingur sem er valinn er skuldbundinn til að gangast undir lyfjapróf og litið er á neitun sem jákvætt próf og er refs- ing í samræmi við það. Ef litið er til lyfjaprófa ÍSÍ á tímabilinu 1998–2001 þá mældust tveir karlar í körfubolta með efedrín í blóði árið 2001 og árið 1999 fannst amfetamín í blóði karls í lyftingum. En 2–3% lyfjaprófa hafa verið jákvæð að meðaltali undanfarin ár. Það er breytilegt í hvaða íþróttagreinum einstaklingarnir hafa verið sem fallið hafa á prófinu og hvað þeir hafa verið að taka. Þess ber að geta að þetta eru fá próf og því tölfræðilega ómarktæk. Þá féllu þrír keppendur í fyrra á lyfjaprófi á Íslandsmóti IFBB í hreysti, tveir karlar og ein kona. Var það í fyrsta skipti síðan lyfjapróf hófust á þessum mótum. Fundust vefaukandi sterar í blóði eins karlmanns og efedrín hjá öðrum þeirra. Hjá konunni fundust vefaukandi sterar í blóðinu. Tekin eru rúmlega 100 lyfjapróf á vegum lyfjanefndar ÍSÍ á hverju ári og skiptast þau niður eftir greinum. Þetta er svipaður fjöldi lyfjaprófa og í nágrannalöndunum, miðað við höfðatölu. „Ástæðan fyrir því að við gerum ekki fleiri próf er að lyfjapróf eru rándýr, kosta 25–30 þúsund hvert próf,“ segir Pétur. „Lykilatriðið er að lyfjaprófin geta farið fram hvar og hvenær sem er. Eftir að þróttamaður hefur verið boðaður í lyfjapróf er hann undir eftirliti starfsmanna lyfjaeftirlitsins. Honum er með öllu óheimilt að fara af svæðinu fyrr en að loknu lyfjaprófi og duga engar afsakanir.“ Birgir Guðjónsson læknir, sem er fyrrver- andi landsliðsmaður í frjálsum íþróttum auk þess að hafa verið formaður lyfjanefndar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um langt árabil, segir lyfjaeftirlitið hafa veikst fyr- ir tveim árum þegar íþróttaforystan gat haft áhrif á niðurstöðu lyfjadómstóls ÍSÍ í máli körfuknattleikskonu, en af því tilefni sagði Birgir af sér formennsku í nefndinni. Í þvagi körfuknattleikskonunnar fannst asmalyf, en hún hafði ekki afhent læknisvottorð áður en keppni hófst því til sönnunar. Slíkt þarf alltaf að koma til, samkvæmt alþjóðareglum. „Var körfuknattleikskonan sýknuð þrátt fyrir álit heilbrigðisráðs og álit fulltrúa læknanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar, sem töldu þetta skýlaust brot,“ segir Birgir. Aukaverkanir geta verið mjög alvarlegar Víkjum nú að aukaverkunum af völdum vef- aukandi stera, sem geta verið mjög alvarlegar, en þær eru háðar því hversu mikils er neytt af sterunum, hve lengi og eftir aldri einstaklings- ins. Einnig eru áhrifin mismunandi frá einum einstaklingi til annars, þótt gefinn sé sami skammtur. Að sögn Örnu Guðmundsdóttur benda flest- ar rannsóknir á vefaukandi sterum til ein- hverra aukaverkana eða eituráhrifa en oft á tíðum vanti lykilupplýsingar, þ.e. hversu lengi efnið hefur verið notað og í hvaða skömmtum. Hún nefnir aukaverkanir eins og rýrnun á eist- um, ófrjósemi og tímabundið getuleysi, þyngd- araukningu vegna aukins blóðmagns og vökva- söfnunar. Þá hefur orðið vart aukningar á lifrarensímum, gulu og jafnvel lifrarkrabba- meins. Neysla vefaukandi stera hefur áhrif á hjartavöðva og veldur hjartasláttartruflunum og blóðþrýstingshækkun. Þetta getur gerst eftir notkun stera í stuttan tíma, jafnvel aðeins um mánaðartíma. Þá segir Arna að vart hafi orðið við blöðruhálskirtilsstækkun og geð- heilsa hafi raskast. Karlgerandi áhrif sjást hjá konum sem taka vefaukandi stera. Þær geta fengið gelgjubólur, aukinn hárvöxt á skrokkinn, hárlos á höfði og djúpa rödd. Kynfæri stúlkna sem ekki hafa náð kynþroska geta afmyndast. Rannsóknir hafa sýnt að vefaukandi sterar stuðla að ofþykknun hjartavöðvans, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar, yfirlæknis á hjartadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. „Ofþykknunin getur stuðlað að hjartsláttar- óreglu, m.a. gáttaflökti, og getur leitt til hjartabilunar. Einnig getur misnotkun vef- aukandi stera haft áhrif á slagæðakerfið, þ.e. stuðlað að æðakölkun. Þá hefur steranotkun óæskileg áhrif á blóðfitusamsetninguna í blóð- inu. Það sem er mest áberandi er að steranotk- un dregur mjög úr styrk hins góða kólesteróls Morgunblaðið/Árni Torfason „fagrir“ líkamar ’ Það sem er lyf í einulandi getur verið skilgreint sem fæðubótarefni í öðru landi. Þannig hefur mynd- ast svokallað grátt svæði sem getur verið mjög vara- samt fyrir íþróttafólk. ‘ ’ Svo að lyfjaeftirlitið sévirkt þarf að fylgja ský- lausum alþjóðareglum. ‘ ’ Nú eru framleidd vef-aukandi steralyf beinlínis með því hugarfari að kom- ast framhjá viðurkenndum aðferðum við lyfjaprófanir íþróttamanna. ‘ ’ Við viljum sjá meirisamvinnu milli lögreglu, landlæknisembættisins og tollyfirvalda og jafnvel heilbrigðisráðuneytisins til að sporna við þessum vá- gesti og að litið sé á þetta sem alvöru vandamál. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 B 9  B11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.