Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 16
„Þessi skóli er bara miklu betri og rólegri, ekki eins mikið verið að stríða og lemja og svoleiðis“ Suðurhlíðarskóli Sagði strákur í 7. bekk, í könnun 10. bekkjar meðal nemenda í Suðurhlíðarskóla Stofnsettur árið 1928, 75 ára Suðurhlíðarskóli, einkaskóli á grunnskólastigi, sem er staðsettur neðst í suðurhlíðum Fossvogsins, hefur allt frá stofnun árið 1928, stuðlað að kennslu í fámennum bekkjardeildum. Í skólanum eru allir árgangar grunnskólastigsins; frá 1. bekk til 10. bekkjar. Kennsluáætlun er samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins. Við skólann starfa 11 kennarar. Tveimur árgöngum kennt saman Nemendafjöldinn er að jafnaði 60 til 65 nemendur á vetri og er miðað við að 12–16 nemendur séu í hverri stofu og er tveimur árgöngum kennt saman. Þannig eru nemendum í 1. og 2. bekk kennt saman, 3ja og 4. bekk, 5. og 6. bekk, 7. og 8. bekk og 9.–10. bekk. Skólaárinu er skipt í þrjár annir til að dreifa vinnu- álaginu og til að létta nemendum námið. Allir eiga að njóta sín án eineltis Í skólastefnu Suðurhlíðarskóla er lögð áhersla á virðingu og ábyrgð gagnvart náunganum og þann þátt í þeirri ábyrgð að sýna kærleika; áhuga og umhyggju, og láta hvern einstakling njóta verndar og vináttu. Aðhald, námsáhugi, árangur... Nemendur okkar sem og foreldrar þeirra eru einkar sátt við kennslufyrirkomulagið enda gefur slík blöndun árganga mikla félagslega möguleika auk þess sem námsáhuginn verður meiri og síðast en ekki síst verður samheldnin meiri sem dregur úr ýmsum árekstrum og einelti. Lítill og notalegur skóli Með svo fáa nemendur verður skólastarfið með öðrum blæ, allir þekkjast og eiga mikil samskipti. Gott aðgengi er að kennurum og skólastjóranum sem jafnframt annast kennslu. Suðurhlíðarskóli er í eigin húsnæði sem er sérsniðið að þörfum nem- enda og kennara. Heitur matur í hádeginu Allir eiga þess kost að kaupa heitan mat í hádeginu fyrir 200 krónur, en skólaeldhúsið er jafnframt kennslustofa í heimilisfræðum. Matsalurinn er bjartur og rúmgóður. Tónlistarkennsla í skólanum Nemendum stendur til boða kennsla á fiðlu, flautu og píanó, eftir að skóla lýkur á daginn. Gæsla að loknum skóladegi Foreldrar barna í 1.–4. bekk eiga þess kost að fá gæslu fyrir börn sín til kl. 15:30 á daginn og er það innifalið í skólagjöldum. Skólahúsið opnar kl. 7:45 á morgnana en skóli hefst kl. 8:10. Bæði konur og karlar kenna Eitt af markmiðum skólans hefur verið að jafna hlut- fall kynjanna og hafa helst jafnmarga karla og konur í hópi kennara. Það hefur okkur tekist í gegnum árin með fagmennsku og metnað að leiðarljósi. Flestir kennaranna hafa starfað lengi við skólann. Heimanámið í skólanum Kennarar leiðbeina nemendum við heimanámið í klukkustund að loknum hefðbundnum skóladegi. Nemendum yngri bekkjardeilda er skylt að notfæra sér það en nemendum í eldri bekkjardeildum er frjálst að þiggja aðstoðina. Umsóknarfrestur Innritun í allar bekkjardeildir stendur yfir og er öllum umsóknum svarað innan viku. Foreldrar og nemendur eru hvattir til að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi skólans, ræða við kennara og skoða aðstöðuna. Búseta í Reykjavík er ekki skilyrði fyrir skólavist. Eiginlegur umsóknar- frestur er ekki í skólanum og því mögulegt að sækja um skólavist þótt kennsla sé hafin. Foreldrar eru þó hvattir til að sækja um sem fyrst. Skólagjald Sveitarfélög taka þátt í rekstri einkaskóla en foreldrar/aðstandendur greiða skólagjald fyrir því sem uppá vantar. Skólagjald Suðurhlíðarskóla er frá 19.760 kr. til 20.750 á mánuði, eftir árgöngum, fyrir skólaárið 2003/2004. Heit máltíð í hádeginu kostar 200 krónur á dag. Aðstoð við heimanám kostar ekkert. Greiðslukjör eru við allra hæfi. Einkaskóli á grunnskólastigi, 75 ára – stofnaður árið 1928 Neðst í suðurhlíðum Fossvogsins. Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík, sími 568 7870, netfang: sudurhlidarskoli@simnet.is, vefslóð: www.sudurhlidarskoli.is Suðurhlíðarskóli er meðal 5000 skóla sem reknir eru af kristilegum söfnuðum sjöunda dags aðventista, um allan heim. OPIÐ HÚS Í DAG frá kl. 14 til 17 Nemendur kynna verkefni, kennarar fræða um skólastarfið, tónlistarnemendur spila, veitingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.