Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ EIR SEM á annað borð kannast við hljómsveitina Stillupp- steypu þekkja hana væntanlega af afspurn frekar en þeir hafi heyrt tónlistina, enda diskar Stilluppsteypu alla jafna selst lítið hér á landi og hending ef tónlist eftir hljómsveitina bregður fyrir í útvarpi. Á meginlandi Evr- ópu nýtur hljómsveitin aftur á móti mikillar virðingar meðal þeirra sem dálæti hafa á tilraunakenndri raf- tónlist og óhljóðalist og undanfarin ár hefur verið umframeftirspurn eftir Stilluppsteypu ef svo má segja. Samhliða hljómsveitarstarfinu hafa Stilluppsteypufélagar stundað nám og gefið út sólóskífur. Á síð- asta ári hætti annar stofnmeðlima sveitarinnar sem eftir var í henni, Heimir Björgúlfsson, og eftir urðu hinn stofnmeðlimurinn, Helgi Þórs- son, og Sigtryggur Berg Sigmars- son, sem kom snemma inn í hljóm- sveitina. Sigtryggur hefur verið iðinn við að gefa út sólódiska og fyr- ir skemmstu kom út fjórði disk- urinn á tveimur árum. Heillaður af Kiss Sigtryggur Berg Sigmarsson er Akureyringur að uppruna en flutt- ist með fjölskyldunni til Reykjavík- ur er hann var fjögurra ára. Hann segir að tónlistaráhuginn hafi hafist snemma; sex ára var hann gersam- lega heillaður af Kiss, „en það var reyndar bara út af málningunni“, segir hann og kímir, „en það var líka spennandi að myndbönd þeirra þóttu svo dónaleg að þau voru bönnuð“. Þegar hann var ellefu eða tólf ára var röðin svo komin að Slayer og Metallica, en plötur með þeim sveit- um fékk hann lánaðar hjá vini sín- um og lá yfir þeim. Sigtryggur seg- ir að þetta hafi orðið til þess að faðir hans ákvað að uppfræða hann um tónlist, fór niður í kjallara og náði í bunka af gömlum plötum, sem Sigtryggur man enn eftir: „Þetta voru plötur með Black Sab- bath, Uriah Heep, Led Zeppelin, Ten Years After og Jimi Hendrix. Með þennan bunka í höndunum fannst mér ég ekki þurfa að kaupa mér nýjar plötur og það fór því svo að ég hlustaði bara á gamalt rokk á meðan skólafélagar mínir hlustuðu á nýja popptónlist.“ Þegar Sigtryggur var fjórtán ára lét hann ekki nægja að hlusta, nú vildi hann fara að gera og fór að syngja með grindcore-hljómsveit sem kallaðist Extermination. Hann var langyngstur, félagar hans allir um tvítugt og hann segir að það hafi verið meira og minna svo síðan að hann hafi verið að vinna með sér eldri tónlistarmönnum. Þegar hér var komið sögu var Stilluppsteypa starfandi sem fjöl- mennari hljómsveit en síðar varð, stofnuð 1992, og langaði að fá söngvara til liðs við sig. Þau leituðu því til Sigtryggs um að fá hann til að syngja eða rymja/öskra nokkur lög og þegar kvarnaðist úr hljóm- sveitinni var honum boðið að vera með. Það var 1994 og þá voru þeir í Stilluppsteypu stofnmeðlimirnir Heimir Björgúlfsson og Helgi Þórs- son. Á leið út úr eiginlegri tónlist Á þeim tíma segist hann hafa ver- ið á leið út úr eiginlegri tónlist, kominn á kaf í hljóðpælingar og þegar honum var boðið að vera í Stilluppsteypu var hann ekki á því til að byrja með, enda fannst honum hljómsveitin vera of venjuleg fyrir það sem hann var að pæla, menn enn að leika á rafgítara og tromm- ur. „Fljótlega eftir að ég kom í hljómsveitina tókum við upp nokkr- ar smáskífur á upptökutæki sem ég átti og fengum Andrew McKenzie til að hjálpa okkur og í framhaldi af því fór hann að bjóða okkur í heim- sókn og spilaði fyrir okkur fullt af tónlist sem hann var að hlusta á; Nurse with Wound, Organum, Resi- dents, Sun Ra og meira sem okkur fannst rosalega magnað – við sátum stundum fram á miðja nótt bara að hlusta á tónlist. Andrew gaf okkur líka upp mikið af nöfnum sem átti eftir að koma sér vel fyrir okkur.“ Ekki leið á löngu að smáfyrirtæki og stakir útgefendur fóru að bjóða Stilluppsteypu að gefa út plötur með sveitinni en samningurinn gekk yfirleitt út á það að hljóm- sveitin fékk fimmtíu eintök af hverri plötu og síðan ekkert meir og vissi ekki einu sinni hversu vel viðkomandi plata seldist. „Við vor- um bara ánægðir með þetta, fannst það fínt mál að verið væri að gefa út plötur með okkur,“ segir Sigtrygg- ur en að hans sögn eru menn að gera svona samninga enn þann dag í dag. „Það er rosalega erfitt að fá einhvern almennilegan pening út úr tónlist eins og við spilum, þótt það væri kannski hægt að selja þannig plötur með smávilja, en stórfyrir- tæki sem hafa getuna til þess hafa ekki áhugann.“ Hlustað á gítarbrjálæðinga Á þessum tíma var tónlistin að breytast frá því að vera framsækið rokk í meiri tilraunamennsku, en Sigtryggur segir að sveitin hafi leikið rokk að hætti Boredoms og álíka sveita, síðan skreytt með surf- gítar, enda voru þeir félagar þá mikið að hlusta á Link Wray og álíka gítarbrjálæðinga. „Við hrúg- uðum saman ólíkum áhrifum inn á band og klipptum síðan saman úr því lög en síðar fórum við að búa til hreina hljóðskúlptúra úr hljóðum en ekki hljóðfæraleik.“ Í þessari til- raunamennsku voru þeir Stillupp- steypufélagar einir á báti því þeir sem voru að fást við viðlíka verk notuðu hljóðsmala á meðan þeir fé- lagar unnu beint með hljóðgervla og bjuggu jafnvel til takta með því að slá á gítarpickup. „Við vorum og er- um pönkarar,“ segir Sigtryggur og kímir, „sama hvað við erum að fást við.“ Ekki leið á löngu að þá Still- uppsteypumenn langaði til að víkka sjóndeildarhringinn og héldu til Amsterdam til náms í hljóðfræðum, byrjuðu á undirbúningsnámi á ensku og hugðust svo halda áfram í náminu þar. Þá greip ástin í taum- ana, Sigtryggur hafði kynnst þýskri stúlku heima á Íslandi og þegar hún hringdi í hann og sagði honum að hún væri þunguð ákvað hann að flytjast til heimaborgar hennar, Hannover, og hefja þar nám við há- skólann og hefur verið þar síðan. „Ég var svo heppinn að hér var pró- fessor sem kennir svipuð fræði og ég hugðist læra, en reyndar í svolít- ið gamaldags pælingum, var í því að byggja upp verk með járnplötum og fleira dóti sem hann finnur á vegi sínum, en ég kýs frekar að byggja mitt umhverfi inni í hljóðinu þannig að hver og einn dregur upp sína mynd. Mér finnst lykilatriði að hægt sé að kaupa verkið á diski, fara með það heim og hlusta á það þar, þurfa ekki að fara í gallerí til að heyra verk.“ Sigtryggur segir að þótt hann sé ekki gefinn fyrir inn- setningar hafi hann þó sett upp nokkur slík verk og nefnir sem dæmi samsýningu í Svíþjóð þar sem hann setti upp viftuorgel, en tónar frá því urðu síðan grunnur að plöt- unni SHIP sem Treinte Oiseaux gaf út 2001. Engar reglur Þótt Sigtryggur hafi flust til Hannover hélt Stilluppsteypa sínu striki, menn hittust að vísu sjaldn- ar, unnu að hugmyndum hver fyrir sig en hittust síðan í hljóðveri þegar kom að upptökum og eins og þeir lýstu því sjálfir í viðtali fyrir margt löngu var eina reglan sú að regl- urnar væru engar. Með tímanum hefur Stillupp- steypa unnið sér nafn fyrir tón- smíðar sínar í Evrópu, það er um- frameftirspurn eftir tónlist sveitarinnar hvort sem það er til að gefa út eða leika á tónleikum. Heimir Björgúlfsson hætti í hljóm- sveitinni á síðasta ári, vildi leggja meiri rækt við myndlistina, en eftir eru þeir Sigtryggur og Helgi. Samhliða starfinu innan Stillupp- steypu hefur Sigtryggur sent frá sér sólóskífur. Hann segir að það hafi safnast saman hljóð hjá honum sem ekki pössuðu fyrir Stillupp- steypu og þegar Heimir gaf út sóló- skífu langaði hann að gera svo líka. Fyrsta platan var SHIP sem var búin til á tveimur mánuðum að því er hann segir. Bernard Günter, eig- andi Treinte Oiseaux, gaf út og platan fékk fína dóma í erlendum tónlistartímaritum. Sigtryggur segir að sér hafi þótt erfitt að komast út úr þeim hljóða- heimi sem hann vann með á SHIP „enda var verkið mjög persónulegt Vorum og erum pönk Morgunblaðið/Billi „Það er rosalega erfitt að fá einhvern almennilegan pening út úr tónlist eins og við spilum, þótt það væri kannski hægt að selja þannig plötur með smá vilja, en stórfyrirtæki sem hafa getuna til þess hafa ekki áhugann,“ segir Sigtryggur Berg Sigmarsson einn meðlima Stilluppsteypu. Stilluppsteypa er áhrifa- mikil hljómsveit í evr- ópskri framúrstefnu og vel þekkt meðal óhljóðavina. Árni Matthíasson ræddi við Stilluppsteypumann- inn Sigtrygg Berg Sigmars- son sem er einnig afkasta- mikill einn síns liðs.  Án titils (Stuttskífa í sjötommu- formi). Gallery Krunk. 1992. (Stuttskífuskilgreiningin á við um plötur sem innihalda á bilinu 3 - 6 lög).  Til eru hljóð (Hljómsnælda). Chocolate Monk. 1994.  Inside AM/Make Star Shine (Sjö- tomma. Samstarf með Curver). FIRE Inc. 1994.  A Taxi To Tijuana (Sjötomma) Drunken Fish Records. 1995.  Car Dirty With Jam On A Busy Street. (Breiðskífa í vínylformi). Very Good Records. 1995. (Obuh Records í Póllandi gaf plötuna út í hljómsnælduformi).  Nova-Disco (Stuttskífa í sjö- tommuformi). Destroy All Music. 1995.  Keep Checking Speed And Compl- eteness Of Urineflow Cut-Off. (Stuttskífa í sjötommuformi). Obuh Records. 1995.  Important Anti-Art Dances (Deil- iplata í tíutommuformi ásamt Melt Banana). SOME. 1996.  That Would Be (Deiliplata í sjö- tommuformi ásamt The Hafler Trio). Musical Tragedies. 1996.  One Side Mona Lisa - The Front Side Only (Stuttskífa á geisladisks- formi). FIRE Inc./SOME. 1997.  The Best Pet Possible (Geisladisk- ur). Staalplaat. 1997.  Meditation On Violence (Mynd- band í samvinnu við Oliver Kochta). Mostly Wood Publicat- ions. 1997.  Tpith Or Tetapth (Geisladiskur í samstarfi við irr.app.(ext.)). FIRE Inc./SOME. 1997.  Reduce By Reducing (Tveggja laga tólftomma og fimm laga geisladiskur). FIRE Inc./SOME. 1998.  Has (Or Has Not) Happened (Stuttskífa í geisladiskaformi). Meme. 1998  Mort Aux Vaches (Stuttskífa í geisladiskaformi). Staalplaat. 1998.  Interferences Are Often Request- ed : Reverse Tendency As Parts Nearly Become Nothing (Geisla- diskur). Ritornell/Mille Plateaux. 1999.  Not A Laughing Matter, But Rather A Matter Of Laughs (Stuttskífa í geisladiskaformi). FIRE Inc. 2000.  We Are Everyone In the Room (Stuttskífa í geisladiskaformi í samvinnu við TV Pow). Erstwhile Records. 2001.  Stories Part Five (Geisladiskur). Ritornell/Mille Plateaux. 2001.  The Immediate Past Is Of No Int- erest To Us - 10 Years Of Cont- inuous Pointless Activities (Geisla- diskur). Bottrop-Boy. 2002.  Project Horror Express (Vínyl- plata). Samstarf við Daniel Roth). Bottrop-Boy. 2003. Stilluppsteypuplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.