Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 12
Bylting í bíó Brátt kemur að því að almennar, stafrænar sýn- ingar verða að veruleika ÞEIR eru báðir andfætlingar okkar, ástralski leikstjórinn Peter Weir og nýsjálenski leikarinn Russell Crowe, og má ekki á milli sjá hvor er í meiri metum sem fagmenn og stjörnur. Weir er búinn að ganga með mynd byggða á sagna- bálknum um Meistara og sjóliðsforingja um árabil og síðustu fimm árin hefur aðeins einn maður komið til greina í hans huga í hlutverk Jacks Aubreys skipstjóra, sem er Russell Crowe. Það var leiksigur Crowes í L.A. Confi- dential (’97), sem færði Weir heim sanninn um að sjóliðsforinginn hans væri fundinn. Weir er talinn einn traustasti leikstjóri sam- tímans, einn fjölmargra Ástrala sem gert hafa garðinn frægan í Hollywood eftir að hafa vakið heimsathygli með verkum gerðum í heima- landinu á áttunda áratugnum. Ein af rósunum í hans ábúðarmikla hnappagati er hæfni að laða fram leik hjá dægurstjörnum á borð við Mel Gibson, Harrison Ford, Jim Carrey og Robin Williams, sem hefur skipað þeim á stall með leikurum sem teknir eru alvarlega. Weir vakti fyrst umtalsverða athygli með Lautarferð að Gálgakletti og Lokaflóðinu, gerðar ’75 og ’77. Þriðja stórvirkið, Gallipoli, kom ’81, og áhugi bandarískra kvikmynda- framleiðenda var vakinn. Í Hollywood hefur hinn 59 ára gamli leik- stjóri unnið hvert afrekið á fætur öðru: Vitnið (Witness) , Bekkjarfélagið (Dead Poets Soc- iety) og síðast Þáttinn með Truman, sem hann lauk við 1998. Síðustu fimm árin hafa farið í undirbúning og gerð stórmyndarinnar Ferðin á heimsenda, sem verður frumsýnd 14. nóvember nk. Nýsjálendingurinn Russell Crowe er kunn- astur fyrir túlkun á harðjöxlum í myndum á borð við Skylmingaþrælinn (The Gladiator), en frammistaða hans í Sönnun (Proof) o.fl. sýnir að hann á ekki í nokkrum erfiðleikum með að leika mýkri menn. Crowe er fæddur á Nýja Sjálandi 1964 en hefur búið í Ástralíu frá fjögurra ára aldri. Hann hefur verið viðloðandi leiklist frá því hann lék í sjónvarpsþáttum sex ára gamall. Fyrsta hlutverkið sem vakti athygli á hinum veðraða og karlmannlega Crowe var í Sönnun (’91). sem færði honum verðlaun Áströlsku kvikmyndastofnunarinnar. Næsta mynd, Romper Stomper (’92), færði leikaranum ekki aðeins fjölda verðlauna heldur alheimsviður- kenningu og það var engin önnur en hin hálf- gleymda dægurstjarna Sharon Stone, sem kippti pilti með sér til Hollywood. Þar fór Crowe með eitt hlutverkanna í Sá snöggi og sá dauði (The Quick and the Dead, best gleymdri stjörnumynd leikkonunnar. Það var 1995 og tveimur árum síðar sló leikarinn í gegn á heimsvísu í L.A. Confidential og í kjöl- farið komu m.a. stórmyndirnar Innherjinn (The Insider), Skylmingaþrællinn og Fögur sál. Margverðlaunuð afrek hans í þessum firna góðu verkum hafa skipað Crowe í fremstu röð kvikmyndaleikara samtímans. Virtir og vinsælir Peter Weir og Russell Crowe eru eftirsóttir í kvikmynda- heiminum Um borð í freigátunni Surprise, herskipi hennar hátignar, bakgrunni 135 millj. dala stórmyndar. ÞAÐ liggur í loftinu að framleið- endum Ferðarinnar á heimsenda, 20th Century Fox, Miramax og Universal, líst vel á útkomuna, menn láta ekki 135 milljóna dala fjárfestingu liggja uppi í hillu að ástæðulausu. Hvergi er til sparað því einn vinsælasti og virtasti leik- stjóri og karlleikari í kvikmynda- heiminum eru í fararbroddi. Risa- verin þrjú (gott ef það er ekki í fyrsta sinn sem jafn mörg banda- rísk kvikmyndaver koma að einni og sömu mynd) eru þeirrar skoð- unar að hér sé á ferðinni ein besta mynd ársins, stórvirki sem hafi burði til að sópa til sín Óskurum í febrúar að ári. Til þess að svo verði þarf margt að koma til, ekki síst rétt tímasetning frumsýning- arinnar. Engum blöðum er um það að fletta að mynd sem frum- sýnd er fyrr á árinu á minni mögu- leika en sú sem er í sviðsljósinu í desember. Menn eru fljótir að gleyma. Þá eru sumarmyndirnar einkum sóttar af „poppkorns“- áhorfendum, þeir eldri og alvöru- gefnari eru á ferðinni á öðrum tímum og bætast því við hóp fastagesta á haustdögum. Tökur á Ferðinni..., hófust á þjóðhátíðardaginn okkar á síðasta ári, í upptökuveri 20th Century Fox, kennt við Baja-flóann í Mexíkó. Það býður m.a. upp á stærstu vatnstanka til kvik- myndatöku sem um getur, en það var sett á laggirnar til að full- nægja kröfum leikstjórans James Camerons er hann vann að gerð Hyldýpisins (The Abyss), árið 1989. Síðan hefur það komið við sögu fjölda stórmynda á borð við Titanic (’99) og Perluhöfn (Pearl Harbor) og er fullkomnasta stúdíó heims til úthafs- og neðansjávar- kvikmyndatöku. Ferðin á heimsenda (The Far Side of the World) er byggð á samnefndri bók, þeirri 10. í bálkn- um Meistari og sjóliðsforingi, feykivinsælum og virtum, um æv- sögubálkurinn bæði um vináttu þeirra og ótrúlegustu ævintýri. Þeir eru hugsandi menn og tón- elskir, sem koma sér þægilega fyrir í káetum sínum er færi gefst frá bardögum og sjóræningjaveið- um. Dregur þá kaptugi gjarnan upp fiðluna en læknirinn sellóið og ljúfir tónar meistaranna hljóma um knörrinn. Paul Bettamy fer með annað aðalhlutverk myndarinnar, skips- lækninn Maturin. Bettamy var m.a. meðleikari Crowe í Fagurri sál (A Beautiful Mind), þar sem hann lék besta vin Johns Nashs (Crowe). Jennifer Connelly lék eiginkonu Nash, en þau Bettamy giftu sig á döguunum. Skotinn Billy Boyd, góðkunn- ingi okkar sem Hobbitinn Pípinn í myndunum um Hringadróttins- sögu, og James D’Arcy fara einn- ig með stór hlutverk. Mannval er einnig bak við töku- vélarnar því auk Weirs, sem bæði leikstýrir og skrifar kvikmynda- handritið, stjórnar Russell Boyd kvikmyndatökunum, en hann er ábyrgur fyrir sömu hlutum við gerð stórvirkja Weirs á borð við Gallipoli, Lautarferð að Gálga- kletti (The Picnic at Hanging Rock), Lokaflóðið (The Last Wave), o.fl. Klipparinn, Lee Smith, er einnig gamall sam- starfsmaður Weirs við Þáttinn með Truman (The Truman Show), sömuleiðis búningahönnuðurinn Wendy Stites. Sviðsmyndahönn- uðurnir Bruce Crone og Mark V. Mansbridge hafa séð um útlit mynda á borð við Matrix, Ógnar- elfuna (River Wild), Hafið, bláa hafið (The Deep Blue Sea) og ekki síst Veðurofsa (The Perfect Storm). Þá má ekki gleyma Rose, her- skipi hennar hátignar; þrímastr- aðri freigátu og einu tignarlegasta seglskipi sem enn siglir um úthöf- in. Skipið og líkön þess eru megin bakgrunnur myndarinnar. forfeðra okkar ekki svo ýkja langt undan. Sjóferðin byrjar á kunnugleg- um slóðum íslenskra sólarlanda- fara, í Port Mahon á Miðjarðar- hafseyjunni og sólskinsparadís- inni Minorku. Sagan hefst árið 1800 þegar borgin var mikilvæg flotahöfn og viðkomustaður far- skipa sem sigldu til fjarlægustu heimshorna. Árið 1812 komast Bretarnir í tæri við freigátuna Acheron, sem er ótrúlega vel búin vopnum og seglum og stingur þá af. Þegar eltingaleikurinn hefur borist fyrir Horn lenda stríðs- menn hans hátignar í hatrömmum átökum við vopnfima og ófyrir- leitna andstæðinga, villimenn, glæpalýð, hvirfilbyli, og ýmsa aðra óáran auk þess sem þeir verða skipreka á fjarlægum furðuströndum. Í áhöfninni er skipslæknirinn og hugsuðurinn Stephen Maturin (Paul Bettany), sem er ekki allur þar sem hann er séður. Þeir Aubr- ey verða mestu mátar og fjallar intýri Jacks Aubreys (Crowe), kaptuga í Sjóher hans hátignar, Bretakonungs, á tímum Napóle- onstríðanna á öndverðri 19. öld. Hann fær sitt fyrsta tækifæri til að stýra skipi á þessum rósturtím- um og nefnist skútan Surprise, þrímöstruð freigáta með miklum og flóknum seglabúnaði og tugum sjóliða í áhöfn. Hlutverk þess er að berjast við skipaflota Napóle- ons Frakklandskeisara og sjó- ræningja á víðáttum úthafanna. Í 10. bókinni fer Jack „heppni“ Aubrey talsvert út af kúrsinum í mögnuðum eltingaleik við ósvíf- inn fullhuga og sjálfseignarskip- stjóra á Acheron, bandarískri „of- urfreigátu“, því leikurinn berst suður fyrir Ameríku þar sem segl- skip lentu jafnan í miklum hremmingum við Hornhöfða. Síð- an er haldið norður til Gal- apagoseyja og allt „á enda verald- ar“, líkt og nafnið bendir til. Á þessum tímum var hugtakið ekki jafn fjarlægt og það er í dag og hin gamla „pönnuköku“-heimsmynd Frekar hljótt hefur verið um ævintýramyndina Meistari og sjóliðsforingi: Ferðin á heimsenda (á örugglega eftir að fá þjálla nafn!), sem Ástralinn Peter Weir lauk við í vor. Til stóð að hún yrði ein af stórmyndunum á sumarvertíð útgerðanna í Hollywood en frumsýningunni hefur verið frestað fram í nóvember. Sæbjörn Valdimarsson komst að því að ástæðan er bjartsýni á drjúga uppskeru Óskarsverðlauna að ári. Ferðin á heimsenda Nýjasta mynd Peters Weirs og Russells Crowes er afturhvarf til ævintýraheims úthafanna Jack Aubrey skipstjóri (Russell Crowe), á víðáttum hafsins í Ferðin á heimsenda. BRESKA ritsjólanum Patrick O’Brian (1914-2000) hefur verið líkt við stórskáld bókmenntasögunnar, allt frá Jane Austen til Hómers. Ný- lega setti bandaríska leikritaskáldið, kvikmyndaleikstjórinn og handrits- höfundurinn David Mamet O’Brian á stall með snillingum eins og Mark Twain og Arthur Conan Doyle. Þrátt fyrir frægðina og álitið hefur O’Brian ekki verið þýddur á íslenska tungu enn sem komið er, en ritverk hans eru vel þekkt í stærstu bóka- búðum landsins. O’Brian er frægast- ur fyrir veröld sem hann skapaði í bókaflokki sem kenndur er við Meistara og sjóliðsforingja (Master and Commander) og gerist að mest- um hluta um borð í freigátu í sjóher hans hátignar Bretakonungs á tím- um Napóleonstríðanna á öndverðri 19. öld. Sögurnar eru samansettar af sephs Banks. Viðurkenning um- heimsins á O’Brian hófst um 1990, þegar augu manna opnuðust fyrir töfrum M. og S. bálksins. Síðasta áratug hafa öll hans verk verið fasta- gestir á metsölulistunum og selst í milljónum eintaka. O’Brian sagði einhverju sinni: „Ég hef augljóslega lifað lífinu utan- veltu umheimsins. Ég veit lítið um París, Lundúnir og Dyflinni samtím- ans og enn minna um þungarokk og rapp.“ Engu er líkara en O’Brian sé ekki af okkar samtíð en hafi sprottið upp fyrir svipaða töfra og einkennir bæk- urnar hans um horfinn heim sjóorr- usta, úthafa, ókannaðra stranda og þjóða, kryddaðri einstakri persónu- sköpun og vitrænum vangaveltum. mestu máli skiptir í sögukennslu: Að tím- arnir breytast en mennirnir ekki, að sorg, sút og sigrar manna og kvenna sem lifðu á undan nútíðinni eru í raun landakort okkar eigin lífsbar- áttu.“ Bókaflokkurinn um Aubrey og Maturin tel- ur 20 bindi sem hefst á Meistara og sjóliðsfor- ingja og lýkur á Blátt við messanseglið (Blue at the Mizzen). Auk þess liggur eftir O’Bri- an smásögusafn, allnokkrar skáld- sögur til viðbótar (sem flestar fjalla um hafið og þá sem það stunda) og ævisögur Pablos Picasso og sir Jo- sálfræðilegu innsæi, orðsnilld jafnt sem harðvítugum og æsi- legum átökum við óvini breska heims- veldisins á höfum úti; sjóheri annarra þjóða, blóðþyrsta sjó- ræningja auk ofviðra og leyndardómsfulla fjenda á framandi ströndum. Richard Snow hélt því fram fyrir einum 12 árum í bókablaði New York Times að sjóferða- sögur O’Brians af Aubrey skipstjóra og Maturin lækni væru „bestu sögulegu skáldsögur sem skrifaðar hafa verið. O’Brian minnir okkur á hverri síðu á það sem Skáldjöfurinn á bak við sagnabálkinn um Meistarann og sjóliðsforingjann Patrick O’Brian Patrick O’Brian saebjorn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.