Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 B 7 ferðalög Hvað hefur þú verið að gera á Snæfellsnesi? „Ég hef til dæmis skíðað niður Snæfellsjökul snemma að morgni og riðið svo Löngu- fjörur uppúr miðnætti þegar er heiðskírt og fullt tungl. Í mínum huga er fátt sem getur toppað þessi augnablik, ekki bara á Ís- landi heldur hvar sem er í heiminum.“ Hefur þú nýlega skroppið vestur? „Nei það er alltof langt síðan, líklega tvö til þrjú ár.“ Gistir þú alltaf á sama staðnum þar? „Reyndar ekki. Ég hef gist á Búðum og svo finnst mér ég alltaf þurfa að koma við á Arn- arstapa til að fá mér kaffi- bolla.“ Hvert liggur leiðin í sumar? „Á sumrin er mjög mikið að gera hjá mér vinnunnar vegna og leið- in liggur aðallega út fyrir landsteinana. Það er hins vegar á stefnu- skránni í sumar að fara með félögum mínum að ganga Fimmvörðu- hálsinn í júlí, þ.e.a.s. ef veðrið verður gott. Um helgina er ég á leið til Paguera á Mallorca en það er lítið þorp ekki langt frá Palma. Svo liggur leiðin innan skamms til Costa del Sol þar sem ég ætla að dvelja í viku og síðan eru það nokkrar stuttar vinnutengdar ferðir sem eru á dagskrá.“ LÖNGUFJÖRUR og Snæfellsjökull koma fyrst upp í hug- ann þegar Andri Már Ingólfsson er beðinn um að nefna sinn uppáhaldsstað á Íslandi. Morgunblaðið/Golli Andri Már segir eftirminnilegt að skíða niður Snæfellsjökul að morgni dags í góðu veðri. Fátt sem toppar Snæfellsnes JÚNÍ - JÚLÍ 1. Barnadagar á Hólum. Á dagskrá er "Nýibær". 1. Fjallaskokk. Skokkarar, gönguhópur og aðrir sem vilja ganga þvert yfir Vatnsnesfjallið geta skráð sig hjá Gunnari Sveinssyni í síma 869 8099. Grill og glens og sund á eftir. 1. Námskeið í fornleifaskráningu fyrir börn. Leiðbeinandi Björn G. Arnarson safnvörð- ur. Lagt af stað frá Gömlubúð á Höfn í Hornafirði kl. 13.00. Þátttökugjald 500 kr. 2. Fuglaskoðunarferð fyrir alla fjölskylduna. Lagt af stað frá tjaldstæðinu á Höfn í Hornafirði kl. 20.00. 3. Lögsögumenn og valdabarátta. Gísli Sigurðsson, fræðimaður á Árna- stofnun, fjallar um lögsögumenn og valda- baráttu þeirra. Gangan, sem er á Þingvöll- um, hefst klukkan átta frá útsýnisskífunni á Hakinu og endar við Flosagjá. 3. Kvöldganga í Borgarfirði. Farið í gönguferð á vegum UMSB og Veiði- málastofnunar kl. 20.00 frá Hítará. Geng- ið með leiðsögn um fallegt svæði við ána. Veiðihúsið skoðað og fræðst um ána. 3.–6. Goslokahátíð í Eyjum. Í Vestmannaeyjum verður mikið um að vera um næstu helgi því 30 ár eru liðin frá því að gosi lauk. Af því tilefni verður mikið um dýrðir og m.a. boðið upp á skipulagðar gönguferðir um gossvæðið, listasýningar, bátsferðir, tónleika, goslokamessu, súpu og brauð, götuleikhús, skátatívolí, lunda- súpu, skrúðgöngu, sagnakvöld, útimark- að, knattspyrnuleiki, dansleiki og fleira. Spákonur og furðuverur verða á kreiki og ýmiss konar glens verður á götum úti. 3.–5. Vestfjarðavíkingurinn. Kraftakeppnin Vestfjarðavíkingurinn stendur yfir á Vestfjörðum. 4. Bleikjuveiðikeppni á Hólum í Hjaltadal. Verðlaun fyrir merktan fisk. 4.–6. Dýrafjarðardagar. Fjölskylduskemmtun og mikið um að vera í Dýrafirði. 4.–6. Færeyskir dagar í Snæfellsbæ. Í Ólafsvík og annars staðar í Snæfellsbæ eru Færeyskir dagar haldnir í sjötta sinn. Hátíðin nú verður með svipuðu sniði og síðastliðin fimm ár. Fjölskylduskemmtun með ýmsum uppákomum. 4.–6. Humarhátíð á Hornafirði. Kassabílarall, skrúðgöngur, leiktæki, grill- aður humar, útimarkaður, ljóðapartí, hlað- borð. Sjá nánar á http://www.humar.is/ Fjölskyldudagurinn með ýmsum uppá- komum Leikir: ratleikur, mini golf, felu- og boltaleikir, pöddur og pottormar, hestar á staðnum, andlitsmálun ofl. 5. Skeljahátíð í Hrísey. Á hátíðinni verða afurðir hafsins kynntar og sérstaklega verður kynnt bláskel sem ræktuð er við Hrísey. Boðið verður upp á ókeypis siglingu að kræklingalínu þar sem skoðað er hvernig kræklingur/bláskel er ræktuð. Þegar í eynna er komið aftur um kl. 15 verður mikið um að vera á hátíðar- svæði Hríseyinga. Þar verða hinir ýmsu skeljaréttir matreiddir af snilldarkokkum og gestum og gangandi boðið að smakka. Á sviði verður tónlist og leiktæki fyrir börn á hátíðarsvæðinu 5. Fjölskyldudagur á Hólum í Hjaltadal. Ýmsar uppákomur. Ratleikur, mini golf, felu- og boltaleikir, pöddur og pottormar, hestar á staðnum, andlitsmálun ofl. Grill- að úti á plani, pylsur og drykkir á tilboði! Fornleifarölt kl. 15:00 5. Ganga um Þórhallarstaði á Þingvöllum. Í gönguferðinni verður Ölkofrasaga, sagan af Þórhalli ölgerðarmanni hinum óheppna, rifjuð upp. Gangan hefst við Flosagjá klukkan 13. 5. og 6. Þýskir dagar í Húnaþingi vestra. Markaðstjald frá kl. 11–18 þann 5. júlí, leikir, sprell og þýskar krásir í veitinga- húsum héraðsins. Ball um kvöldið í Gunnukaffi, dögurður (brunch) hjá Gisti- húsi Hvammstanga og ferðakynningar kl. 11 hinn 6. júlí, bókmenntakynning og veggspjaldasýning um eftirstríðsárin í Þýskalandi á Höfðabraut 6, Hvamms- tanga, kl. 15. Nánari upplýsingar í síma 455 2515. 6. Safnadagur í Gömlubúð á Höfn. Heyjað með gamla laginu, sportbílasýn- ing, kaffi og vöfflur í Sýslutjaldi. Leiktæki fyrir börn allan daginn, munir úr James Bond-mynd. 6. Söguganga um Innbæinn og fjöruna. Minjasafnið á Akureyri verður með Sögu- göngu um Innbæinn og fjöruna. Lagt af stað frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14.00. Leiðsögn á íslensku. 6. Kvöldganga um Hrunalendur í Hruna- mannahreppi. Gengið inn Seljadal um Seljamýri, farið yfir Brennimýri yfir Hrunaásinn og niður á Tinnubergsflatir. Skemmtileg ganga um landið í Hruna. Áætlaður göngutími 2 klst. Fararstjóri sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur í Hruna. Farið klukkan 20. Nánari upplýs- ingar í síma 486 6745 og 849 0546, Magga S. Brynjólfsdóttir. Vikan framundan Morgunblaðið/Alfons Færeyskir dagar verða haldnir um næstu helgi í Ólafsvík og víðar í Snæfellsbæ. Eftirminnileg ferð Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.iswww.hoteledda.is Ertu á leið til útlanda?ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTO FA N /S IA .I S H ER 2 16 02 0 6/ 20 03 ertz er með frábær tilboð á bílaleigu bílum um allan heim. Ekki eyða öllum gjaldeyrinum í leigubíla. Pantaðu bíl hjá Hertz. SPÁNN, Alicante - 7 dagar 15.876 kr.* miðað við flokk B. ÍTALÍA - 7 dagar 19.791 kr.* miðað við flokk B. ringdu og bókaðu í síma 50 50 600 H H * Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, kaskótrygging, þjófavörn, skattar og flugvallargjald VERÐDÆMI:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.