Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 14
Einn góður … Siggi: Er amma þín gömul? Dísa: Hvort hún er! Meira segja hárkollan hennar er byrjuð að grána... (Af www.ruv.is > Stundin okkar frá Arneyju Lind 8 ára, Vestmannaeyjum.) Í FYRRASUMAR kenndum við hér í barna- blaðinu hvernig hægt er að smíða flugdreka. En nú hefur verið haldið námskeið í flugdrekasmíði á Árbæjarsafni. Kannski verður námskeiðið haldið aftur eftir verslunarmannahelgi, en marg- ir hafa sýnt því áhuga, og ef ykkur langar á flugdrekasmíðanámskeið, þá látið fólkið á Ár- bæjarsafninu endilega vita. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan fannst strákunum sem sóttu námskeiðið voðalega gaman, og voru stoltir þegar flugdrekarnir þeirra tókust á loft. Flugdrekafjör Kjartan vandar sig rosalega mikið. Stoltir flugdrekaeigendur: Kjartan Másson, Orri Ármansson, Arnold Halldórsson, Jökull Hall- dórsson og Eiríkur Lynch. Þessi litli flýgur mjög vel, og fæst á Árbæjarsafni. Jökull sýnir Valdóri smíðakennara hvað flugdrek- inn hans er flottur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Morgunblaðið/Halldór Kolbeins  Væri ekki frábært að eiga svona tréhús? Þessir krakkar eru ekkert smá heppnir – og gaman hjá þeim! Litið listavel Þarna stendur api hjá – kannski tréð sé þá ekki á Íslandi? En þið vitið samt nafnið á því, þótt apinn klóri sér í hausnum. Dragið línu frá 1 upp í 54 og tréð kemur í ljós. Hvernig tré er þetta?  Laufblöð eru ótrúlega mikilvæg fyrir trén, því þau færa þeim mat. Þegar laufblaðið hefur eldað matinn, fer hann fyrst um æðar þess inn í grein- arnar, og þaðan áfram niður. Til að sjá betur æðarnar má gera eins og mynd- irnar sýna. 1) Finna sér laufblað sem manni finnst fallegt. 2) Leggja það undir pappírsblað. 3) Rúlla lit yfir laufblaðið, eða lita létt. 4) Og þá koma æðarnar vel í ljós. Laufblaðið grand- skoðað Smá rannsókn  Oft finnum við trjágreinar hér og þar og förum að leika okkur með þær. En er ekki hægt að gera eitt- hvað sniðugt úr þeim? Jú! Fána með persónulegu einkennismerki! Það sem til þarf:  Efnisbút, kannski gamalt lak eða koddaver (spyrja um leyfi!).  Skæri.  Tússpenna eða föndurmáln- ingu.  Stóra og góða grein.  Teiknibólu eða nál og tvinna. Það sem gera skal: 1) Hugsaðu upp einkennismerkið þitt og æfðu þig í að teikna það. 2) Klipptu efnið til og málaðu ein- kennismerkið þitt á það. 3) Notaðu teiknibólu eða nál og tvinna til að festa fán- ann við fánastöngina (greinina). 4) Nú er um að gera að eigna sér landssvæði með því að stinga fán- anum niður, eða bara spássera um bæinn með hann. Fín fánastöng Fjör að föndra ÞAÐ eru tré í langflestum görðum á Íslandi, þótt annars sé ekki mikið um skóga hér á landi. Sagt er að þegar landnámsmenn komu hingað fyrst hafi landið verið skógi vaxið, en blessaðar landnámsrollurnar átu þá víst upp til agna! Nú er fólk að planta trjám aftur um allar trissur og rækta nýja skóga og lundi, en hvers vegna? Hefur þú einhvern tímann pælt í trjám? Hvað er tré? Dýr og menn þarfnast trjáa Bara tré? Nei, það er ekki rétt svar. Tré er margt merkilegt. Tré eru heimili margra dýra, sem búa alla sína ævi í trjám. Fuglar, íkornar og alls konar skordýr fá skjól frá veðri, vindum og hættulegum óvinum sínum uppi í tré. Hver man ekki eftir Lilla klifur- mús? Í trjánum fá þau líka mat, jafnvel frá dauðum trjám! Hvað gerir tréð fyrir þig? Líttu í kringum þig í herberginu þínu. Hvað er úr tré? Rúmið þitt? Skrifborðið þitt? Teikniblokkin þín? Tré- litirnir þínir? Blýanturinn? Hvað fleira? En hvað gerir tréð fyrir alla í heiminum? Trén hreinsa loftið sem við öndum að okkur með því að búa til nýtt súrefni, og rætur trjánna halda jarðveginum í skefjum svo hann fjúki ekki út um allt. Þannig eyðist landið okk- ar ekki. Svo eru tré hreinlega falleg, og sann- kallað augnayndi – ekki satt? Laufblöðin kokka! En til þess að trén geti staðið í stykkinu þurfa þau mat. Og þá fara laufblöðin að kokka! Ó, já! Sko, laufblöðin anda að sér koltvísýring – eða mengun – úr loftinu, fá vatn sent frá rót- um trjánna og nota síðan hita sólarinnar til að elda matinn fyrir tréð, sem þá sendir frá sér súrefni. Nammi namm! Hver vill ekki heitt mengað loft blandað vatni í kvöldmatinn? Matinn senda þau svo til trésins eftir leiðslum sem liggja upp eftir stofninum. Eftir þessum sömu leiðslum kemur líka vatnið til laufanna. Á hverju ári hleður tréð fleiri leiðslum utan um sig, og við getum séð þær eins og hringi í trjástofni (sjá Andrés Önd), eða eins og línur, t.d í parketinu heima. Eftir hringjunum er hægt að reikna út hversu gamalt tréð er. Í Há- skólabíói er trjábútur frá landnámsöld, til vinstri við sal 1. Kíkið á hann, og sjáið merki- lega sögu trésins. Ætlar þú að planta tré? Mikið er plantað af lerki, birki, greni, ösp og alls konar barrtrjám hér á Íslandi. Vilt þú planta tréi? Kannski eiga þitt eigið tré í garðinum heima? Hvernig tré viltu? kannski það sem vex hraðast? Eða það sem þér þykir fallegast? Ertu búin/n að safna þér fyrir einu? Taktu tíma til að velja vel. Þú verð- ur að hafa mömmu og pabba með þér þegar þú plantar því, til að finna rétta staðinn, því hann verður að vera góður svo tréð fái nóg pláss til að vaxa. Það vill líka vera í skjóli fyrir stormi og vondum veðrum, og ekki þrífst það í skugga. Hugsaðu vel um tréð þitt og öll tré. Andrés giskar á aldur þessa trjástofns. Hefurðu pælt í trjám? Líttu í kringum þig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.