Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 6
Söguríkt umhverfi - magnað nágrenni - perlur í náttúru Íslands - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Velkomin í Stykkishólm! Ef fara á um Suðurland á næstunni er ágætt að skoða fyrst slóðirnar www.suðurland.net/info NÝLEGA festu Hótelveitingar ehf. á Akureyri kaup á rekstri hót- els við Brautarholt í Reykjavík. Ýmsar breytingar voru gerðar á hótelinu sem fékk nafnið Hótel Björk. Hildur Ómarsdóttir er hót- elstjóri. „Við gerðum heilmiklar breyt- ingar þegar við tókum við rekstri hótelsins um síðustu áramót. Mót- takan var tekin í gegn, herbergin lagfærð, sturtuklefar settir á öll baðherbergi, öryggismál yfirfarin og tölvutengingar settar upp á herbergjunum svo dæmi séu tek- in,“ segir Hildur. Á Hótel Björk eru 55 herbergi og Hildur segir að kostur hótelsins sé ekki síst sá að herbergin séu óvenju rúmgóð og björt. Þau eru með baðherbergi, hárþurrku, síma, gervihnattasjón- varpi og útvarpi. Þá eru þau nú með módem og háhraða tölvuteng- ingum. Einnig hafa gestir aðgang að tölvu í móttöku hótelsins. Hildur segir að morgunmatur sé ávallt innifalinn í verði herbergis en hann snæða gestir á veitinga- húsinu Pottinum og Pönnunni en innangengt er á veitingastaðinn frá hótelinu. Að sögn Hildar nýta einnig margir gestir sér að borða þar í hádeginu af hlaðborði eða af matseðli staðarins á kvöldin. Önnur hótel í eigu Hótelveitinga ehf. eru Hótel Kea, Hótel Harpa og Hótel Norðurland á Akureyri og nýlega tóku þeir einnig við rekstri hótels Gígs á Mývatni. Hótelgestir geta pantað gistingu á Netinu en bókunarkerfið fyrir hótelin fimm er samtengt. Hildur segir að margir bóki beint með þessum hætti og af og til eru á boðstólum tilboð á gistingu á Net- inu. Þegar Hildur er spurð hvers vegna forsvarsmenn þriggja hótela á Akureyri færi nú út kvíarnar og opni hótel bæði á Mývatni og í Reykjavík segir hún að um hríð hafi staðið yfir leit að hentugu húsnæði fyrir hótel á höfuðborg- arsvæðinu og þetta húsnæði hafi þótt kjörið. „Jafnframt gista flestir erlendir gestir sem eru á hótelunum fyrir norðan einnig í Reykjavík í upp- hafi og lok ferðar um landið og því er Hótel Björk kærkomin viðbót fyrir þessa farþega.“ Hún segir að í fyrra hafi Hót- elveitingar ehf. verið valið fyrir- tæki ársins fyrir norðan og því hljóti fyrirtækið að hafa ýmislegt að bjóða sem ferðalangar kunni að meta hvar sem þeir eru staddir. Tölvuteng- ingar á öllum her- bergjum Morgunblaðið/Jim Smart Hildur Ómarsdóttir hótelstjóri Hótel Bjarkar. Morgunblaðið/Jim Smart Á hótelinu eru 55 herbergi, öll með sér baðherbergi.  Hótel Björk Brautarholt 22-24 Reykjavík Sími: 5113777 Fax: 511 3776 Tölvupóstfang: bjork@keahotels.is Vefslóð: www.keahotels.is Eigendur Hótels KEA kaupa rekstur Hótels Bjarkar í Reykjavík ÞEIR sem leið eiga um Mýrdalinn á næstunni geta brugðið sér í fjór- hjólaferð en í byrjun júnímánaðar hóf fyrirtækið Arcanum að bjóða slíkar ferðir frá Ytri Sólheimum í Mýrdal. Fólki stendur til boða að fara í klukkustundar langar ferðir eða lengri rúnta ef því er að skipta, en til að aka fjórhjóli þarf viðkomandi að hafa bílpróf. „Við erum t.d. að fara í klukku- stundar ferðir sem fólk getur komið og farið í fyrirvaralaust,“ segir Benedikt Bragason, framkvæmda- stjóri Arcanum. „Þá leggjum við af stað frá Ytri Sólheimum og förum eftir Sólheima- sandi niður að sjó. Við ökum í fjör- unni og á leiðinni þurfum við að fara yfir nokkra læki. Stuttur stans er gerður hjá gömlu flugvélaflaki úr Douglas DC 3 sem nauðlenti á Sól- heimafjöru uppúr 1970. Við förum síðan upp með Jökulsá og komum til að baka að bænum meðfram Sól- heimaheiðinni. Við bjóðum einnig lengri ferðir fyrir þá sem það kjósa og þá alveg upp að Mýrdalsjökli. Þá er farin gömul smalaleið upp frá Eystri Sól- heimum upp á heiði og að jöklinum.“ Benedikt segir að fyrirtækið hafi í mörg ár verið með vélsleðaferðir og margir kjósi að fara á fjórhjóli að jökli og þar í sleðaferð. Vinnuhópar hafa komið til að efla liðsandann og þá er hópeflisþrautum og leikjum fléttað í dagskrána og jafnvel grillað í lokin. Hægt er að fara í klukkustundar langar ferðir en einnig í lengri túra. Bjóða fjórhjólaferðir í Vík  Arcanum Ytri Sólheimar 1 871 Vík í Mýrdal Sími: 4871500 Fax: 4871496 Tölvupóstfang: snow@snow.is Vefslóð: www.snow.is Leiga á fjórhjóli í klukkustund kostar 6.000 krónur. SEINNI part sumars í fyrra var ráð- ist í það að lagfæra veginn út að Skoruvík á Langanesi. Fram að því var ákaflega seinfarið um nesið og mikið af hvössu grjóti stóð í vegi. Nú hefur verið bætt úr þessu að sögn Sig- fúsar Ólafssonar, ferðamálafulltrúa Þistilfjarðar og Langaness. Mikið af efni var borið í veginn og ræsi sett við læki. „ Í dag er því átakalaust að aka út í Skoruvík á öllum venjulegum og óbreyttum jeppum en það tekur um klukkutíma að aka frá Þórshöfn út í Skoruvík. Það stendur síðan til að fara í það í sumar að laga veginn yfir í Skálar á Langanesi. Það eru um fimm kílómetrar á milli Skoruvíkur og Skála og því hægt að ganga ef menn treysta bílum sínum ekki eftir veg- inum eins og ástand hans er í dag. Hægt er að fara eftir jeppatroðningi út á Font. Það er um tíu kílómetrar út á Font en vegurinn þangað er mjög seinfarinn.“ Sigfús segir að hægt sé að komast að Skoruvíkurbjörgum og virða fuglalífið fyrir sér. „Helsta aðdráttar- aflið er súlubyggðin á Stórakarli sem er sú stærsta á landinu eftir Eldey. Kosturinn við björgin á Langanesi er hversu vogskorin þau eru og því hægt að fylgjast með fuglunum jafnt á syll- um sínum í bjarginu og á flugi við það. Áður fyrr var blómleg byggð víða á Langanesi enda mikil hlunnindi af reka, æðarvarpi og bjargfuglatekju á nesinu. Í dag má víða sjá ummerki þessarar byggðar. Fléttur og skófir sem vaxið hafa í friði utan á grjótið setja svip á umhverfið á Langanesi.“ Búið að laga veg- inn að Skoruvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.