Morgunblaðið - 29.06.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 29.06.2003, Síða 11
Bölvun og blessun Hér sést stór olíuhreinsunarstöð í Bagdad. Vandamálið er að margar olíuhreinsunarstöðvanna eru í slæmu ástandi eftir langvarandi viðskiptabann og styrjaldir. Búnaðurinn sem er í notkun er gamall og úreltur en verið er að reyna að auka framleiðslugetuna. Í þessari stöð eru til dæmis uppi áform um að endurnýja stærstan hluta búnaðarins til olíuvinnslunnar. Írak er eitt ríkasta land veraldar af náttúrulegum auðlindum vegna þess gríðarlega magns af olíu sem þar finnst í jörð. Á sjöunda áratugnum ríkti mikil efnahagsleg vel- sæld í landinu vegna þeirra miklu fjármuna sem fengust fyrir olíuna. Nú er öldin önnur og íbúar landsins flestir afar fátækir og búa við bágar aðstæður. Sumir segja að olían sé í senn bölvun og blessun fyrir írösku þjóðina og muni ætíð verða bitbein þeirra sem berjast um völdin í Mið-Austurlöndum. Lagður til hvíldar Í Bagdad lágu lík á víðavangi en sums staðar hafði fólk mokað mold yfir þau til að minnka lyktina af þeim. Eitt af erfiðari verkefnum Rauða krossins og Rauða hálfmánans er að safna saman líkunum, láta bera kennsl á þau ef þess er kostur og hafa uppi á ættingjum svo hægt sé að jarðsetja manneskjuna á viðeigandi hátt. Hér var verið að koma líki af manni í bráðabirgðagröf en á skiltið er ritað nafn hans. Nokkuð hefur borið á að misindismenn ræni líkum úr bráðabirgðagrafreit- um og krefjist lausnargjalds af ættingjum sem oft vilja allt til vinna til að veita sínum nánustu virðulega greftrun. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 B 11 hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. Margskonar gæða bjálka- og einingahús beint frá Finnlandi MIKIÐ ÚRVAL AF BJÁLKUM - ALLT UPP Í 300 MM www.emhouse.fi, e-mail/emhouse@sgic.fi Fax 00 358 3 2130045. Sími 00 358 3 2130050. P.S. Erum að leita að umboðsmanni á Íslandi EM House Marketing, Rautatienkatu 17, 33100 Tampere, Finnlandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.