Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 3
og ég ætlaði aldrei að gefa það út. Ég fékk síðan þá hugdettu að senda það til Bernhard Gunters hjá Treinte oiseaux til að fá smágagn- rýni á það en hann vildi þá ólmur gefa það út. Eftir að SHIP kom út fór ég svo að vinna að nýju efni en komst ekki út úr þeim anda sem var í SHIP, allt sem ég gerði hljómaði of líkt SHIP, og mér fannst ég því vera fastur. Það var svo ekki til að auðvelda mér að byrja á einhverju nýju að margir urðu til að segja mér að SHIP væri það besta sem ég hefði gert, sem ég hafði reyndar óttast, svo það varð mjög erfitt að gera betur, en mig langaði alls ekki að gera aðra eins plötu, mig langar til að gera alls konar dót.“ Næsta sólóplata Sigtryggs á eftir SHIP var A Long Wait Produced Nothing Further sem hann segir að lýsi ágætlega hvað gerst hafi þegar hann var að taka plötuna upp: „Ég náði ekki að vinna meira í upptök- unum um tíma og ákvað að geyma þær, hlusta svo á síðar og vinna meira. Þegar ég hlustaði svo á upp- tökurnar löngu síðar heyrði ég aftur á móti að verkið var tilbúið.“ Fjórða sólóplatan Nú fyrir skemmstu kom svo fjórða sólóplata Sigtryggs, A Little Lost, sem Bottrop Boy gefur út en það er sama fyrirtæki og gaf út síð- ustu plötu Stilluppsteypu, safnplöt- una the immediate past is of no int- erest to us. Á plötunni segir Sigtryggur að séu þrjú lög, það fyrsta unnið upp úr fyrstu tveimur sólóskífum hans, SHIP og A long wait produced nothing further, ann- að lagið tekið upp á fyrstu sóló- tónleikum hans í Rotterdam í jan- úar fyrir ári og loks er lag sem hann vann með bandaríska tónlist- armanninum Irr.App.(Ext.), en Stilluppsteypa gerði plötu með hon- um, tpith or tetapth, 1997. Heiti plötunnar segir Sigtryggur að vísi í hvernig honum leið á þeim tíma er hann tók hana upp, en þess má geta að hann leggur jafnan mikla vinnu í að finna titla á plötur sínar og segir að þeir séu ekki síður mikilvægir en tónlistin. „This One Comes Highly Recommended er til dæmis titill þriðju sólóplötu minnar, en ég valdi titilinn vegna þess að mig langaði alltaf að sjá plötu með svipuðum titli,“ segir Sigtryggur og brosir við, enda segir hann að fyrir sér sé þetta drepfyndið heiti á plötu, nokkuð sem enginn tónlistar- maður myndi nota. Hljóð og tónlist fyrir kvikmyndir Meðfram upptökum á sólóverkum hefur Sigtryggur verið að vinna ým- is hliðarverkefni, meðal annars að gera hljóð og tónlist fyrir kvik- myndir. Hann kom þannig að gerð heimildarmyndar um verk kvik- myndaleikstjórans kunna Davids Lynch, en hann segir að pólski kvikmyndagerðarmaðurinn, Agn- ieszka Jurek, sem sé vinkona sín, hafi leitað til sín með það verk. „Agnieszka hefur verið í sam- bandi við Lynch í nokkurn tíma og hafa þau oft talað um að vinna sam- an að stuttmynd. Síðan kom það til að Lynch var að leita að einhverjum til að gera heimildarmynd um teiknimyndaseríu sína Dumbland sem hægt er að sækja á vefsetur hans á slóðinni www.davidlynch.com. Þættirnir eru víst orðnir tíu og Lynch langaði að halda upp á það, koma þeim öllum á DVD-disk og hafa með eitthvert aukaefni eins og heimildarmynd um þá. Í framhaldi af því tók Agnieszka viðtal við Lynch á Netinu og setti saman stutta heimildarmynd um Lynch og Dumbland. Hún leitaði síðan til mín til að hljóðskreyta myndina og ég notaði til þess hljóð frá Stilluppsteypu. Við erum svo að spá í frekari samvinnu, komin hug- mynd að nýrri mynd, Clonium, og verið að fjármagna hana,“ segir Sig- tryggur og bætir við að sér hafi þótt þetta mjög skemmtileg vinna og nokkuð sem hann gæti vel hugs- að sér að gera meira af í framtíð- inni, hvort sem það væri að hljóð- skreyta kvikmyndir eða semja kvikmyndatónlist. Hvað Sigtrygg varðar er fram- undan hljómleikaferðalag til Banda- rikjana í júlí, en honum var boðið að koma fram á raftónlistarhátíð í San Francisco. „Fyrst ég er að fara alla leið til Bandaríkjanna ákvað ég að setja upp nokkra tónleika og kem fram í Seattle, Portland og Los Angeles. Svo tekur Stilluppsteypan þátt í Ultrasound 2003-tónlistarhá- tíðinni í Huddersfield á Englandi í nóvember, er þar verða líka fleiri ís- lenskar hljómsveitir. Síðar á árinu, í október, eru fyrirhugaðir tónleikar með Tilraunaeldhúsinu í Hasselt í Belgíu og svo má telja. Nú síðast gáfum við út plötuna Project Hor- ror Express sem gefin er út í 100 eintökum á vínyl. Platan er gerð í samvinnu við þýska myndlistar- manninn Daniel Roth sem gerir umslagið. Ég er líka að vinna að bók með sænska listamanninum Leif Elggren, en meira um það síð- ar, því sem stendur er þetta á al- gjöru byrjunarstigi. Það er í það minnsta nóg að gera.“ karar arnim@mbl.is Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Þeir félagar sem eftir eru í Stilluppsteypu, Sigtryggur og Helgi, á tónleikum í Vesturporti. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 B 3 Hefurðu prófað nýju Happaþrennuna? Happaþrennan inniheldur þrjá skemmtilega leiki. Hæsti vinningur er 3 milljónir auk fjölda annarra vinninga. Lumar þú á 150 kr. sem gætu fært þér vinning? Eflum Háskóla Íslands í verki. Happdrætti Háskóla Íslands Til viðbótar við þetta á Stillupp- steypa lög á fjölda safnskífna. Sólóplötur Sigtryggs:  SHIP (Geisladiskur). Trente Ois- eaux. 2001.  A Long Wait Produced Nothing Further (Vínylplata). ERS Rec- ords. 2001.  This One Comes Highly Recomm- ended (Geisladiskur). FIRE inc. 2002.  A Little Lost (Geisladiskur). Bottrop-Boy. 2003. TENGLAR .............................................. -www.fire-inc.demon.nl/still- uppsteypa.html Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.