Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 B 5 VÍNUM í þriggja lítrakössum fjölgar stöðugt ámarkaðnum enda er núsvo komið að um þriðj-ungur vínneyslu Íslend- inga eru vín af þessu tagi. Kassavínin hafa jafnt kosti sem galla og inni- haldið er misjafnt rétt eins og í flösk- unum. Það er hins vegar ánægjuleg þróun að breiddin sé að aukast í úr- valinu í ljósi þess hve þetta er orðinn stór hluti af markaðnum og vonandi að innflytjendur leggi metnað sinn í að finna eins vönduð vín og hægt er að fá í kössum. Hér verður fjallað um fjögur kassavín, tvö hvít frá Suður-Afríku og rauðvín frá Suður-Frakklandi og Suður-Spáni. Hvítvínið Pearly Bay Dry (2.880 krónur) er frá Suður-Afríku en ekki er að finna nánari upplýsingar um uppruna á pakkningu eða þá hvaða þrúgur eru notaðar. Þetta er vín framleitt fyrir breskan markað og í smáa letrinu á kassanum kemur fram að það er vínrisinn KWV, sem gegnt hefur lykilhlutverki í suður- afrískri víngerð síðastliðna öld, sem er framleiðandinn. Vínið sjálft er fölt á lit, það hefur léttan ávaxtakeim, hlutlausan og er fremur einkenna- lítið. Í munni þurrt og nokkuð ferskt. Allt í lagi „hvítvín“ en hefur ekki mikinn karakter. 13/20 Einnig frá Suður-Afríku kemur hvítvínið Stowell’s of Chelsea Chenin Blanc (3.390 krónur). Þetta er þokka- legt vín, angan af grænum eplum og ekki síður sætum perum. Í munni létt, ferskt með örlítilli sætu í ávext- inum. Þokkalegt sumarvín. 14/20. Rauðvínið Stowell’s vin de pays du Gard (3.190 krónur) kemur frá sama breska vínfyrirtæki en innihaldið er frá Suður-Frakklandi, nánar tiltekið Miðjarðarhafshéraðinu Gard. Það er unnið úr þrúgunum Grenache, Cins- ault og Carignan. Léttur rauður ávöxtur, milt, léttkryddað. Ungt og þægilegt borðvín. Það hefur ekki mikla fyllingu eða þyngd en ætti að henta vel sem þægilegt sumarvín. 14/ 20 Los Llanos (3.290 krónur) er í allt öðrum stíl. Sólbakað og heitt af slétt- um Valdepenas á Spáni. Keimurinn kryddaður, örlítið oxaður, dökkar plómur í nefi. Það hefur meiri þyngd og þykkt en suður-franska vínið en er jafnframt grófara í bragðinu. 15/ 20 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kassavín enn og aftur Vín Einkunnagjöf vína byggist á heild- stæðu mati á gæð- um, uppruna- einkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í ein- kunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu. Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 www.casa.is Laugavegi 63 • sími 5512040 Stjúpur Vönduðu silkiblómin fást í ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.