Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 C 37Fasteignir LAUGARÁSVEGUR Nýkomin í einkasölu falleg 120 fm sérhæð ásamt 27 fm bílskúr í þessu fallega þríbýlishúsi sem er sérstaklega vel staðsett með út- sýni yfir Laugardalinn. Sérinngangur, stórar stofur með suðursvölum, 2-3 svefnherbergi. Parket og dúkur á gólf- um. Fallegur garður, frábær staðsetn- ing. 4RA TIL 7 HERBERGJA HRAFNHÓLAR - NÝKLÆTT HÚS Mjög rúmgóð 4ra-5 herbergja, 126 fm íbúð á 1. hæð í góðri blokk ásamt 25 fm bílskúr. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, eldhús, bað og stóra stofu. Yfirbyggðar svalir. V. 13,3 m. LAUFENGI - GRAFARVOGUR Mjög góð 112 fm, 5 herb. íbúð á þriðju hæð (efstu) í góðu fjölbýlish. Suðursval- ir og mikið útsýni. Parket á gólfum. Sameign er björt og góð, og sameigin- leg hjólageymsla er á jarðhæð. Góð staðsetning og stutt í alla þjónustu og skóla. V. 14.5 m. BERJARIMI Í einkasölu íbúð 128,7 fm, íbúðin skiptist á 1. hæð í tvö svefnh. eldhús, baðh. og stofu. Á neðri hæð íbúð með sérinngangi og skiptist í bað- herb. og eldhúskrók. Hringstigi milli hæða. V. 15,9 m. NÝBÝLAVEGUR Góð 4ra her- bergja 122,2 fm sérhæð ásamt bíl- skúrsrétti fyrir 45 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í 3 svefnherbergi. Baðherbergi er nýstandsett. Eldhús er nýtt með fal- legri viðarinnréttingu og flísum á gólfi. Svalir eru rúmgóðar og snúa í suður. Laus við kaupsamning. V. 16 m. MIÐLEITI - 5 HERB. í einka- sölu glæsileg 131,9 fm endaíbúð ásamt bílskýli í lyftuhúsi við Kringl- una. Glæsilegt útsýni. 4 svefn- herbergi. EINGÖNGU Í SKIPT- UM FYRIR SÉRBÝLI. EINBÝLI JAKASEL Fallegt 298,4 fm einbýli með stórum innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á góðum stað við Vatnsenda- hæð. Ýmis skipti á minni eign eru möguleg. V. 27,8 m. RAÐ- OG PARHÚS ÁLAKVÍSL - RAÐHÚS Mjög fal- legt 105 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 30 fm stæði í bílageymslu. Þrjú svefnherbergi. Afgirtur sólpallur út frá stofu. V. 15,9 m. MÁNALIND - GLÆSIEIGN Í einkasölu glæsilegt 243 fm parhús með innbyggðum bílskúr í enda botlanga. Húsið er allt afar glæsilegt að utan sem innan. Efri hæð: Forstofa, herbergi, gestasalerni, eldhús, stofa og borð- stofa. Neðri hæð: Sjónvarpstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, fataherbergi og geymsla. Innréttingar allar sérsmíðaðar úr eik. Náttúrusteinn á gólfum á efri hæð og parket á neðri hæð. Heitur pottur, glæsilegur garður. Sjá myndir á eigna.is HÆÐIR SKILDINGANES - SÉRHÆÐ Glæsileg 2ja herb. sérhæð á þessum frábæra stað í Skerjafirði. 100 fm sér- garður fylgir eigninni. Tvö upphituð bíla- stæði. Allar innréttingar og frágangur fyrsta flokks. V. 15,8 m. BARÐAVOGUR - RISÍBÚÐ Góð og björt 4ja herbergja risíbúð. Íbúðin er skráð u.þ.b. 72 fm en gólflötur er ca 15- 20 fm stærri, auk ca 15-20 fm svefn- lofts yfir íbúðinni. Þvottahús í kjallara. Snyrtileg eign á mjög grónum stað. V. 11.9 m. VESTURGATA - GRJÓTAR- ÞORP Mjög gott einbýli sem í dag er nýtt sem tvær íbúðir með sérinn- gangi. Eigandi skoðar ýmis skipti. Góðar leigutekjur. V. 20,5 m. HOFTEIGUR - 5 HERB. Í einka- sölu góð sérhæð í góðu steinhúsi á þessum vinsæla stað við Laugadalinn. Parket og dúkur á gólfum. Nýtt bað- herb. Stórar og bjartar stofur. V. 15,9 m. VESTURGATA HÆÐ OG RIS Í einkasölu Íbúð á 2. hæð, 99,6 fm: Hjónaherbergi, baðherbergi, hol, her- bergi, eldhús, tvær samliggjandi stofur. Ris 49,6 fm (2ja herb. íbúð): Hol/opið eldhús, baðherbergi, stofa, herbergi. Leigutekjur 170 þús. V. 17,9 m. AUSTURVÖLLUR - HJARTA MIÐBÆJARINS Góð 95 fm, 4ra herbergja íbúð, auk 26,8 fm bílskýlis í glæsilegu lyftuhúsi. Húsvörður sér um öll þrif og fl. Bílskýli er mjög þrifanlegt sem og öll sameign. V. 17.9 m ÞÓRSGATA - ÞINGHOLT Í einkasölu mjög falleg 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð í nýlegu fjórbýli ásamt inn- bygðu opnu bílskýli. Í íbúðini eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og eldhús með góðri innréttingu. V. 15,9 m. ÞERNUNES Góð 140 fm 4ra herb. neðri sérhæð með innbyggðum bílskúr á mjög svo rólegum stað. Vandaðar innréttingar. Húsið er í góðu ástandi að innan sem utan. Góður rótgróinn suð- urgarður sem og sérgarður í norður. Mjög góð eign á rólegum stað í botn- langa. V. 17,9 m. ÞINGHOLTSSTRÆTI Erum með í sölu fjórar nýuppgerðar íbúðir á þess- um frábæra stað. Stærðir: Íbúð 65 fm 2ja herb., íbúð 70 fm 2ja herb., íbúð 140 fm og stórglæsilegt „penthouse“ 177 fm með 70 fm svölum og frábæru útsýni. Verðbil 12,2 milljónir - 32 millj- ónir. Nánari uppl. gefa sölumenn. KROSSEYRAVEGUR - HF. Góð 2ja-3ja herb. efri sérhæð ásamt 30 fm bílskúr í mjög svo sjarmerandi og fallegu húsi. Möguleiki á auka- íbúð. V. 10,9 m. LYNGMÓAR - GARÐABÆR Glæsileg 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð í húsi sem nýlega hefur verið klætt að ut- an með mjög vönduðum hætti. Stórar yfirbyggðar svalir. SELJENDUR ERU AÐ LEITA AÐ EINBÝLI Í GARÐABÆ. VESTURBERG Vel skipulögð 88 fm 4ra herb. íbúð á 4. hæð. 3 góð svefnherbergi. Ljóst parket á stofu og útgangur út á stórar vestursvalir með- fram allri íbúðinni. V. 10,9 m. GULLSMÁRI Nýkomin í einkasölu góð 4ra herb. 95 fm íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýli. Góðar innr. Dúkur og flísar á gólfi. Þrjú góð svefnherbergi. Snyrtilegt eldhús með hvítlakkaðri inn- réttingu og beyki-köntum, háfur og opið inn í stofu. V. 14,2 m. JÖRFABAKKI 4ra herb. tæpl. 100 fm íbúð í góðu barnvænu hverfi. Íbúðin skiptist í parket-lagða stofu með aust- ursvölum, rúmgott eldhús með góðum borðkróki, dúk á gólfi, tvö barnaherb, annað mjög rúmgott, dúkur á gólfi, parket-lagt hjónaherb., baðherb. með baðkari, dúk á gólfi og snyrtileg innrétt- ing. V. 11,6 m. LJÓSHEIMAR Góð 4ra herbergja 91 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Húsið er í góðu ástandi, búið er að setja nýtt gler í alla glugga. Nýtt parket og nýmál- uð. LAUS STRAX. V. 12,9 m. áhv. 10, 6 m. FROSTAFOLD 4ra herbergja rúml. 100 fm íbúð á þriðju hæð í sex hæða fjölbýli. Þrjú svefnherbergi. Þvottaað- staða innan íbúðar. Suðursvalir með miklu útsýni. V 13,9 m. 3JA HERBERGJA BARÐASTAÐIR-„PENTHOUSE“ Glæsileg rúml. 100 fm þakíbúð í glæsi- legu lyftuhúsi með frábæru útsýni. Ma- hóní-innréttingar með flísum milli skápa í eldhúsi. Keramikhellur. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Eikarparket á gólfum. Þvottahús í íbúðinni. V. 15,9 m. KLEPPSVEGUR Falleg 4ra her- bergja 94 fm íbúð ásamt aukaherbergi í risi með aðgangi að snyrtingu sem auðvelt er að leigja út. Þrjú svefnher- bergi með skápum. V. 11,3 m. TJARNARGATA Á besta stað í Kvosinni erum við með tvær afar rúm- góðar 100 fm, 4ra herbergja íbúðir á annarri og þriðju hæð. Aðeins ein íbúð á hæð. Baðherbergið er flísalagt með baðkari. Eldhús með fallegri hvítri innréttingu, borðkrók og gengt út á vestursvalir. V 15,5 m. HAMRAVÍK - GLÆSILEG ÍBÚÐ 3ja herbergja rúml. 100 fm í fjölbýli. Sérlega vandaðar innréttingar á allri íbúðinni. Dökkt Merbau-parket og flísar. Mikið skápapláss. Rúmgóð íbúð. Staðsetning íbúðar sérlega góð með til- liti til útsýnis. V. 14,9 m. RAUÐÁS Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli. Hol, stofa, gott eldhús, geymsla inn af eldhúsi, stórt baðher- bergi og tvö svefnherbergi. Snyrtileg sameign auk hjóla og vagnageymslu. Góð eign í alla staði með frábæru út- sýni. V. 11,3 m. 2JA HERBERGJA HÁBERG Í einkasölu 2ja-3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu útsýnisfjölbýli. Stutt í alla þjónustu m.a. Gerðuberg. Mikið áhvílandi í lífeyrissjóð. Ekkert greiðslumat. Laus við kaupsamning. V. 9,1 m. ATVINNUHÚSNÆÐI LÆKJARGATA Til leigu 2 skrif- stofuherbergi á mjög góðum stað í Lækjargötu. Annað er 15 fm og hitt er 30 fm. Sameiginleg afnot af fundarher- bergi og kaffistofu. Nánari uppl. á skrif- stofu. AÐALSTRÆTI - SKRIF- STOFUHÚSNÆÐI Mjög. vel inn- réttuð skrifstofuhæð í Aðalstræti. 5 skrifstofur, fundarherb., salerni og kaffi- aðstaða. V. 33,9 m. Áhv. 19 m. FYRIRTÆKI EFNALAUG Til leigu eða kaups ein af betri efnalaugum borgarinnar. Góð og vönduð tæki. Mjög góð staðsetning. Allar nánari uppl. á skrifstofu Eignalist- ans. SÓLBAÐSTOFA Til sölu rótgróin sólbaðstofa á Skeifusvæðinu. Ýmis skipti athugandi. Uppl. hjá Guðmundi á Eignalistanum. LANDIÐ BRATTAHLÍÐ - HVERA- GERÐI Vorum að fá í sölu fallegt ein- býli ásamt bílskúr í hjarta Hveragerðis. Fallegur gróskumikill garður með háum trjám. Staðsetning góð, rólegt um- hverfi. V. 12,9 m. Mögul skipti á íbúð í Reykjavík. ENGIHJALLI Í LITLU FJÖL- BÝLI Mjög góð 3ja herbergja 86,9 fm rúmgóð íbúð á 2. hæð í 6 íbúða fjölbýli. Gott skápapláss. Stórt eld- hús. Suðursvalir. Nýuppgert baðher- bergi. Parket á herbergjum og stofu. Hús á að mála í sumar. Pen. til í hús- sjóð. V. 11,5 m. Sigurður Örn Sigurðason löggiltur fasteignasali ÞÁ HEFUR sá austurríski Arn-old Schwarzenegger ákveðiðað hella sér í pólitíkina og bjóða sig fram til embættis ríkis- stjóra í því fjölmenna og litskrúðuga ríki, Kaliforníu. Þar með fetar hann í fótspor annars leikara sem lét sér ekki nægja að verða ríkisstjóri, held- ur varð forseti Bandaríkja Norður- Ameríku, Ronalds Reagan. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að Arnold getur aldrei orðið forseti í því mikla sambandsríki þar sem hann er fæddur austurrískur ríkisborgari. Arnold þessi er talinn þó nokkuð frjálslyndur í skoðunum, sem dæmi má nefna að hann er víst ekki alveg sama sinnis og þeir íhaldsmennirnir Georg nokkur Bush og Pólverjinn Karol Vojtyla, en sá síðarnefndi hef- ur gegnt því starfi í yfir þrjátíu ár að vera páfi kaþólskra manna. Þeir kumpánar eru ekki par hrifnir af því að samkynhneigðir fái almenn lýð- réttindi svo sem kunnugt er. Þessu er Arnold ekki alveg sam- mála, enda gæti það orðið erfitt fyrir frambjóðanda í Kaliforníu að halda fram slíkum afturhaldsskoðunum. Í því ríki hafa menn verið hvað um- burðarlyndastir á jarðkringlunni gagnvart hommum og lesbíum. Burt með þann sem fyrir er Sú kynlega staða er upp komin að sitjandi ríkisstjóri að nafni Gray Davis hefur þótt slík liðleskja í starfi, að tekist hefur að fá nægilega marga íbúa og kosningabæra ríkisbúa til að skrifa undir kröfu um að kosningar skuli fara fram á miðju kjörtímabili um það hvort hann eigi að hundskast úr embætti. Það er ekki fyrr en þá, ef sú krafa nær fram að ganga, að Arnold Schwarzenegger getur orðið raun- verulegur frambjóðandi til embættis ríkisstjóra Kaliforníu, lítil ástæða er að ætla að repúblikanar taki honum ekki fagnandi sem sínum frambjóð- anda. Stórar summur frá pípu- lagningamönnum En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið og ekki virðist sá sem flæma á burt, ríkisstjóri demókrata, Gray Davis, vera algjör aumingi. Að minnsta kosti getur hann safnað fúlgum fjár í kosningasjóð eins og oft virðist vera hægt í Bandaríkjunum og þá oft á furðulegum forsendum. Þegar Gray var kjörinn ríkisstjóri fékk hann meðal annars aldeilis væna summu frá samtökum pípu- lagningamanna í Kaliforníu, hvorki meira né minna en $260.000, sem lætur nærri að vera nær 20 milljónir ísl. króna. Þetta eru að vísu smáaurar í öllum þeim mikla potti sem þarf í að sjóða til að maður verði ríkisstjóri í fjöl- mennasta ríki Bandaríkjanna. En hvers vegna í ósköpunum eru kalifornískir pípulagningamenn að ausa peningum úr sínum sjóðum til að gera mann að ríkisstjóra, einhver hlýtur ástæðan að vera? Íslenskum pípulagningamönnum hlýtur að þykja ástæðan hláleg og ganga þvert gegn því sem þeir hafa barist fyrir í ár og jafnvel áratugi. Með kjöri Gray Davis var tryggt áframhaldandi bann við að nota plaströr til lagna í húsum í gjörvöllu Kaliforníuríki. Það er ótrúlegt en satt að þetta bann hefur verið í gildi og verður svo áfram meðan þessi rík- isstjóri hangir við völd. En hvers vegna berjast pípulagn- ingamenn gegn því að plaströr séu leyfð til lagna í húsum þar í ríki? Ástæðan er hreint ótrúleg. Hún er einfaldlega sú að þeir halda að ef leyfð verða létt og með- færileg plaströr til lagna fari allir að fást við pípulagnir, þeir einfaldlega missi vinnuna. Meðan hefðbundnar pípulagnir úr lóðuðum eirrörum eru ráðandi verði atvinnuöryggi þeirra tryggt, með því að leyfa plaströr sé voðinn vís. En hvað gerir Arnold Schwarzen- egger ef hann nær kjöri? Mun hann falla í þá freistni og þiggja „píparadollara“ eða þarf hann ekki á slíkum smáaurum að halda? Leyfir Tortímandinn plaströr í Kaliforníu? Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.