Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 9
Stór sending frá
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Vorum að
taka upp
loðfóðraða
rússkinsjakka
og síðar kápur
Hallveigarstíg 1
588 4848
700 kr. hver listi
Tilboð 1.150 báðir
Seltjarnanesi, sími 5611680.
iðunn
tískuverslun
LAGERSALA
LAGERSALA
50-90%
afsláttur
á Seltjarnarnesi
STÆRSTA RAFTÆKJAVERSLUN LANDSINS!
VELDU
LÆGSTA VERÐIÐ!
VELDU EXPERT!
FYRIRHUGUÐ er bygging heilsulóns við affall borholu
í Bjarnarflagi nærri Mývatni. Núverandi lón er nokkuð
hættulegt ferðamönnum, þar sem í það streymir mjög
heitt vatn, og sömuleiðis má þar finna sjóðandi heitan
leir. Baðfélag Mývatnssveitar, sem stofnað var 1998,
fyrirhugar nú flutning lónsins um einn kílómetra til
suðurs, og byggingu baðaðstöðu við nýja lónið. Er fyr-
irhugað að hægt verði að opna aðstöðuna næsta vor.
Þessir ferðamenn létu aðstöðuleysið þó ekki aftra
sér, frekar en fjölmargir aðrir ferðalangar, sem hugsa
sér gott til glóðarinnar á ferð um hringveginn og fá sér
róandi bað í lóninu.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Margir baða sig við Bjarnarflag
DR. HANS Köchler prófessor í
heimspeki og deildarforseti heim-
spekideildar Innsbruck-háskóla í
Austurríki heldur opinn fyrirlestur á
morgun, 19.
ágúst, kl. 12.05–
13.15 í Odda 101,
sem hann nefnir:
„The Dialectic of
Power and Law:
The United Nat-
ions and the
„New World
Order“.“
Fyrirlesturinn
er haldinn á vegum Lagastofnunar
og Stofnunar stjórnsýslufræða og
stjórnmála við Háskóla Íslands.
Fundarstjóri verður Pétur Leifsson
þjóðréttarfræðingur og kennari í al-
þjóðalögum við lagadeild Háskóla Ís-
lands.
Í fyrirlestrinum mun prófessor
Hans Köchler fjalla um þann veik-
leika, sem að hans mati felst í skipan
alþjóðasamstarfsins innan Samein-
uðu þjóðanna, þ.e. í þeirri mótsögn
að Sameinuðu þjóðirnar eru vett-
vangur samstarfs fullvalda ríkja á
jafnréttisgrundvelli, á sama tíma og
fimm ríki sem eiga fastafulltrúa í ör-
yggisráði SÞ hafa neitunarvald, seg-
ir í fréttatilkynningu. Hann mun
fjalla um áhrif þessa á starf Samein-
uðu þjóðanna og spyrja hvort hætta
sé á að samtökin hljóti sömu örlög og
Þjóðabandalagið. Þau forréttindi
sem felast í neitunarvaldinu í Örygg-
isráði SÞ eru að hans mati hátt verð
alþjóðasamfélagsins, fyrir að koma á
því yfirþjóðlega valdi sem Öryggis-
ráðið hefur. Lýðræðislegar umbætur
innan Sameinuðu þjóðanna hafa
reynst ómögulegar að mati Köchlers,
vegna þess valdajafnvægis sem var í
lok síðari heimstyrjaldar og setti og
setur enn mark sitt á skipulag Sam-
einuðu þjóðanna. Stofnskrá Samein-
uðu þjóðanna er byggð á málmiðlun
milli þjóðarréttar og valds, sem
Köchler nefnir „the dialectic of pow-
er and law“. Sameinuðu þjóðirnar
eiga að framfylgja öryggi þjóða, sem
er tryggt með ákvæðum sjöunda
kafla stofnskrárinnar. Þetta er hins
vegar háð þeim takmörkunum sem
felast í neitunarvaldi fastaþjóðanna
fimm í Öryggisráðinu. Þetta hefur
frá stofnun Sameinuðu þjóðanna
endurspeglast í ákveðinni tvöfeldni
að hans mati, sem er enn meira áber-
andi nú þegar Bandaríkin eru eina
stórveldið. Einhliða aðgerðir Banda-
ríkjanna eins og td. á árunum 2002–
03 varðandi beitingu vopnavalds í
Írak, hafa sýnt hættuna á að Samein-
uðu þjóðirnar séu að missa áhrif sín.
Það er mat Köchlers að þar sem neit-
unarvaldið í Öryggisráðinu komi í
veg fyrir að hægt sé að framfylgja
reglum alþjóðalaga gegn einhverju
þeirra fimm ríkja sem hafa neitunar-
vald í Öryggisráðinu, verði að huga
að grundvallarbreytingum. Öðruvísi
geti Sameinuðu þjóðirnar ekki fram-
fylgt alþjóðarétti og alþjóðasamn-
ingum. Gangi það ekki eftir telur
hann nauðsynlegt að ræða stofnun
nýrra alþjóðlegra samtaka með yf-
irþjóðlegt vald. Það tókst að koma á
Alþjóðaglæpadómstólnum þrátt fyr-
ir andstöðu Bandaríkjanna, hið sama
gætu þjóðir heims gert varðandi ný
samtök í stað Sameinuðu þjóðanna.
Dr. Köchler er eins og áður sagði
prófessor í heimspeki. Hann hefur
ritað fjölda greina og bóka sem
snerta alþjóðamál. Hann er forseti
The International Progress Org-
anization (I.P.O.), sem er sjálfseign-
arstofnun, sem m.a. veitir Samein-
uðu þjóðunum ráðgjöf.
Fyrirlestur um samspil valds
og laga í alþjóðastjórnmálum
TENGLAR
.....................................................
http://i-p-o.org/Koechler_online-
papers.htm