Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
H
EIMSÓKN Franz
Fischlers, fulltrúa í
framkvæmdastjórn
Evrópusambands-
ins, hingað til lands í
síðustu viku hefur orðið nokkuð um-
fjöllunarefni fjölmiðla í vikunni. Í
máli hans hér á landi kom fram
skilningur á sérstöðu Íslands á sviði
sjávarútvegs við mögulegar aðildar-
viðræður að Evrópusambandinu og
það mat hans að í aðildarviðræðum
ætti að vera unnt að taka tillit til ís-
lenskra hagsmuna, en jafnframt tók
hann fram að ekki yrði fengin var-
anleg undanþága frá sjávarútvegs-
stefnunni.
Vitur maður sagði fyrir margt
löngu að tvennt einkenndi umfjöllun
um efnahagsmál á Íslandi – hvað
hún væri fyrirferðarmikil og árang-
urslaus. Sama má líklega segja um
umfjöllun undanfarin ár um sjávar-
útvegsstefnu Evrópusambandsins
og þýðingu hennar fyrir Ísland sem
aðildarríki að sambandinu. Margt
hefur verið sagt en hreintrúarstagl
og útúrsnúningar hafa verið fyrir-
ferðarmeiri en vönduð og fordóma-
laus umræða.
Útfærslan er samningsatriði
Það er margt sem er öruggt um
sjávarútvegsstefnu Evrópusam-
bandsins. Hún er einn af grunnþátt-
um Evrópusambandsins og aðild að
sambandinu án aðildar að sjávarút-
vegsstefnunni er óhugsandi. Hún er
lifandi og breytist frá einum tíma til
annars. Þannig byggir ákvörðun um
veiðiheimildir í dag á sjónarmiðum
sem eru mun líkari þeim sjónarmið-
um sem liggja að baki íslenskri fisk-
veiðistjórnun en var fyrir tíu árum
síðan. Sjávarútvegsstefnan mun
halda áfram að þróast, í samræmi
við þær áherslur sem aðildarríki
sambandsins setja sér á hverjum
tíma.
Það er hins vegar ekkert sem
bendir til þess að Ísland sem aðild-
arríki myndi í aðildarsamningum
þurfa að gleypa sjávarútvegsstefn-
una með húð og hári. Þvert á móti
sýna aðildarsamningar við önnur
ríki á undanförnum árum mikla
möguleika til sveigjanleika, þegar
litið er til hagsmuna einstakra ríkja.
Þar er sama hvort litið er til aðild-
arsamninga Norðurlandanna á sín-
um tíma eða nýlegri samninga í yf-
irstandandi stækkunarferli.
Aðalatriði í þessu máli er að ríki sem
hafa sérstakra hagsmuna að gæta
hafa fengið sérstök ákvæði viður-
kennd sem vernda grundvallarhags-
muni þeirra. Þau ákvæði geta verið
á hvaða sviði sem er, eftir því hvaða
mál brenna helst á viðkomandi ríki.
Bent hefur verið á að Malta hafi að-
eins fengið afmarkaðar undanþágur
frá sjávarútvegsstefnunni sem ekki
væru ásættanlegar fyrir Íslendinga.
Það er að sjálfsögðu rétt, enda voru
sjávarútvegsmál ekki helsta
áhersluatriði Maltverja í aðildar-
samningum við Evrópusambandið.
Ástæða þess var einföld. Afli þeirra
upp úr sjó á síðasta ári mun hafa
verið innan við þúsund tonn. Afli Ís-
lendinga á sama tíma mun hafa ver-
ið yfir 2 milljónir tonna. Dettur ein-
hverjum í hug að sjávarútvegsmál
skipti þessar tvær þjóðir jafnmiklu?
Aðildarsamningarnir sýna með
skýrum hætti að umsóknarríkin
hafa náð miklum árangri
sviðum sem þau hafa lag
áherslu á og varða hagsmun
mestu.
Skiptir eignarhald
auðlindinni máli?
Eins og kunnugt er kveða
stjórn fiskveiða á um að fis
Að spyrja réttu spur
Eftir Árna Pál Árnason
M
ORGUNBLAÐIÐ slær því
föstu í forystugrein þriðju-
daginn 12. ágúst að aðild að
Evrópusambandinu sé
óhugsandi nema ESB sam-
þykki að fiskveiðilögsagan sé einkamál Ís-
lendinga. Það hefur aldrei gefið góða raun
að gefa sér niðurstöðu fyrirfram, sér-
staklega ekki í pólitískum málum eins og
samskiptum við Evrópusambandið. Hins
vegar er ljóst að ef Íslendingar ætla sér að
hefja viðræður og útiloka að fiskveiði-
lögsagan sé í þeim samningaviðræðum þá
munum keyra á vegg strax í byrjun. Það
væri jafnfáránlegt og að Ísland myndi
sækja um aðild fyrir utan að Vestmanna-
eyjar og Stöðvarfjörður myndu ekki vera
með í pakkanum.
Hins vegar kom skýrt fram í máli Franz
Fischler, sjávarútvegsmálaráðherra ESB,
um síðustu helgi að hann teldi allar líkur á
því að hægt væri að ná fram viðunandi lausn
fyrir alla aðila. Hann sagði orðrétt: ,,Að
mínu mati er hægt að finna leiðir – svipað og
tókst með Írland. Þar reyndist hægt að
koma því í kring að langstærstur hluti út-
gerðar á Írla
írska fiskvei
veiðiréttur ly
Samninga
samningsaði
markmiðum
sent þeim lö
aðan aðildar
samþykkja þ
gerast hins v
hvert ríki se
varða grund
Evrópusamb
Það er hægt að finna
Eftir Andrés Pétursson
M
ARGVÍSLEG rök hníga
gegn aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu. Hér má
nefna minni möguleika
fólks til að hafa áhrif í sam-
félaginu, óheppilegar afleiðingar upptöku
evru á íslenskt efnahagslíf, talsverðan
kostnað ríkisins af aðild – sem hlyti að leiða
til hærri skatta eða skerðingar á þjónustu –
og stefnu sambandsins í átt að sambands-
ríki Evrópu. Sitthvað fleira mætti tína til.
Málið snýst alls ekki einvörðungu um sjáv-
arútvegsmál. Aðildin strandar víða. Sjávar-
útvegsmálin vega á hinn bóginn svo þungt
að óstudd afgreiða þau spurninguna um
aðild.
Glötum yfirráðum yfir auðlindinni
Íslendingar munu glata yfirráðum yfir ís-
lensku lögsögunni með aðild að Evrópusam-
bandinu. Lögsagan frá 12 mílum yrði hluti
af lögsögu Evrópusambandsins. Vald til að
setja lög og reglur á sviði sjávarútvegsmála
yrði framselt frá Íslandi til sambandsins.
Sambandið hefur víðtækt vald til að breyta
reglunum að vild. Sambandið tæki ákvörð-
un um verndun auðlindarinnar, ákvörðun
um heildarafla, skiptingu kvóta milli aðild-
arríkja og fleira. Íslendingar hefðu hér ekk-
ert neitunarvald til að beita. Íslendingar
myndu ennfremur glata sjálfstæðum samn-
ingsrétti við ríki utan Evrópusambandsins
auk þess sem það tæki við stjórn allra
fiskveiðisamninga sem Ísland væri aðili að.
Stefán Már Stefánsson, prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands, og Óttar Pálsson
héraðsdómslögmaður rannsökuðu fiskveiði-
reglur Evrópusambandsins og Íslands. Þeir
rannsökuðu sérstaklega niðurstöður aðild-
arsamnings Norðmanna frá 1994 og athug-
uðu stöðu Íslands í ímynduðum aðildar-
viðræðum. Afraksturinn var gefinn út í bók
í vor. Í samantekt á helstu niðurstöðum seg-
ir meðal annars: „Við inngöngu í bandalagið
hverfur svo til allt lagasetningarvald á sviði
sjávarútvegsmála óafturkallanlega til þess.“
Og síðar í samantektinni: „Hæpið er að telja
að Íslandi tækist að fá varanlegar undan-
þágur frá réttarreglum bandalagsins á sviði
fiskimála svo nokkru næmi þannig að þær
væru lögfræðilega bindandi. Þetta fæli með-
al annars í sér að reglur bandalagsins um
kvótahopp myndu gilda fyrir Ísland, að
reglur bandalagsins um hvalveiðar og versl-
un með hvalafurðir myndu gilda fyrir Ísland
og að bandalagið færi með alla samninga
fyrir Íslands hönd um fiskimál gagnvart
þriðjuríkjum. Telja verður líklegt að Evr-
ópusambandið myndi gera kröfur á hendur
Íslandi um aðgang að hafsvæðum innan ís-
lenskrar lögsögu og heimildir til fiskveiða
þar í aðildarviðræðum ef á þær reyndi.
Stefna bandalagsins í fiskimálum væri lík-
leg til að hafa í för með sér grundvall-
arbreytingar í íslenskum sjávarútvegi, með-
al annars með því að bandalagið myndi
ákveða leyfi
lenskrar fisk
þar.“
Hljó
Franz Fis
ópusamband
sínum dyrum
Reykjavík. H
anþágu fyrir
sambandsin
ingar gætu g
jafnframt ha
lindinni.
Fischler m
bannaðar í E
gagnrýndi e
auknar veiða
stofn sem bæ
sækja í. Ég
gagnrýninni
sambærileg
bandsins. U
á mikilvægi
aðtaka eigin
ESB-aðild strandar á
Eftir Birgi Tjörva Pétursson
’ Hin pskýr. V
stjórn þ
okkur.
KJARABARÁTTA NÁMSMANNA
Í Morgunblaðinu í gær kom fram aðStúdentaráð Háskóla Íslandshyggst láta gera nýja neyzlukönn-
un meðal námsmanna til að fá fram
heildstæða og raunverulega mynd af
högum stúdenta. Í blaðinu kemur fram
að sá neyzlugrunnur, sem námslán eru
nú greidd eftir, miðist ekki við að náms-
menn eigi farsíma eða fartölvu, að þeir
ferðist allra sinna ferða með strætis-
vögnum og eigi ekki börn á leikskóla.
Jarþrúður Ásmundsdóttir, fulltrúi
Stúdentaráðs í stjórn Lánasjóðs ís-
lenzkra námsmanna, segir í blaðinu:
„Það er augljóst að framfærslugrunnur
sem byggist á því að nemendum finnist
bjór ekki góður, eigi hvorki farsíma né
fartölvu og noti strætó til að komast á
milli staða er ekki í neinu samhengi við
raunveruleikann.“
Það er ekki óeðlilegt að námsmenn
vilji láta taka þætti, sem geta talizt
nauðsynlegir vegna náms og fram-
færslu, inn í framfærslugrunn Lána-
sjóðsins. Víða er t.d. gerð krafa um það í
háskólanámi að nemendur eigi fartölvu
og sjálfsagt má nú orðið líta á farsíma
sem óaðskiljanlegan hluta daglegs lífs í
vestrænu samfélagi. Leikskólagjöldin
eru líka útgjaldaliður hjá langflestum
barnafjölskyldum. En það má setja
stórt spurningarmerki við það hvort
námslánin eigi að standa undir t.d. bjór-
drykkju og rekstri einkabíls.
Þeir, sem stunda langskólanám, hafa
löngum þurft að láta sitthvað á móti sér
um tíma, í þeirri vissu að menntunin,
sem þeir sækja sér, muni síðar skila
þeim hærri tekjum eða meiri lífsgæðum
en ella. Námsmenn mega ekki gleyma
því í kjarabaráttu sinni, að námslánin
eru að stórum hluta styrkur skattgreið-
enda til þeirra, eins og fram kemur í um-
fjöllun Morgunblaðsins. Þeir mega
heldur ekki gleyma því að stórir hópar,
sem sömu skattgreiðendur styrkja til
framfærslu, t.d. öryrkjar og aldraðir,
þurfa að lifa á tekjum, sem leyfa hvorki
að þeir drekki bjór né eigi einkabíl –
jafnvel ekki farsíma eða fartölvu heldur.
Ef námsmenn ganga of langt í kjara-
baráttu sinni og kröfugerð á hendur
Lánasjóðnum er hætta á að þeir tapi
tiltrú almennings í landinu – skattgreið-
endanna sem greiða framlögin til Lána-
sjóðsins.
Hins vegar er sjálfsagt mál, vilji fólk
leggja á sig vinnu til að eignast bíl eða
eiga fyrir skemmtunum, að reglur LÍN
letji það ekki til þess. Þess vegna á að
afnema hið svokallaða tekjutillit Lána-
sjóðsins.
Jafnframt er full ástæða til að endur-
skoða reglur um endurgreiðslubyrði
námslánanna eins og áformað er sam-
kvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar. Rök hafa verið færð að því að end-
urgreiðslubyrðin íþyngi fólki svo á
fyrstu árunum eftir að námi lýkur, að
það eigi í erfiðleikum með að eignast
húsnæði og þurfi jafnvel að velja á milli
þess að fara í nám og að reyna að koma
þaki yfir höfuðið. Það getur því verið
ástæða til að skoða endurgreiðslukerfi
LÍN í samhengi við húsbréfakerfið og
breytingar á því.
HVALVEIÐAR OG FJÖLMIÐLAR
Þrír hrefnuveiðibátar hófu í gær hval-veiðar í vísindaskyni, eftir fjórtán
ára hlé. Erlendir fjölmiðlar sýndu upp-
hafi veiðanna verulegan áhuga. Ýmsir
helztu fjölmiðlar og fréttastofur heims
sögðu frá því er hvalbátarnir lögðu úr
höfn, t.d. fréttastofur Reuters, AP, AFP
og BBC.
Erlendir fjölmiðlamenn eltu m.a. hval-
bátinn Njörð á öðrum skipum, til að leit-
ast við að ná myndum af hvalveiðunum,
en var mælzt til að þeir héldu sig í mílu-
fjarlægð, að sögn af öryggisástæðum.
Droplaug Ólafsdóttir, leiðangursstjóri
Hafrannsóknastofnunar um borð í Nirði,
sagði hins vegar jafnframt í kvöldfrétt-
um Ríkisútvarpsins í gær, að „ef eitthvað
kemur ferðaþjónustunni illa, eru það
myndir af hvalveiðum.“ Og skipstjórinn á
Nirði, Guðmundur Haraldsson, sagði í
samtali við fréttavef Morgunblaðsins,
mbl.is: „Okkur er hins vegar sagt að láta
ekki ná myndum af okkur þegar við veið-
um, hvort sem það er míla eða hálf míla.“
Það skýtur óneitanlega dálítið skökku
við, eftir að fylgismenn hvalveiða hafa
fært fyrir því rök að það muni ekki skaða
ferðaþjónustuna að hefja vísindaveiðar,
að þeir sem standa fyrir veiðunum skuli
leggja slíka áherzlu á að erlendir fjöl-
miðlar nái ekki myndum af þeim. Það var
þó auðvitað fyrirséð að fjölmiðlaumfjöll-
un um veiðarnar myndi hafa neikvæð
áhrif. Ef myndir birtast af hvalveiðum í
fjölmiðlum í ýmsum helztu viðskipta-
löndum Íslands, þar sem mikill meiri-
hluti almennings telur grimmilegt að
veiða hvali, má gera ráð fyrir að það veki
sterkar tilfinningar hjá fólki. Jafnframt
má gera ráð fyrir að slíkt verði vatn á
myllu ýmissa umhverfisverndarsamtaka,
sem eru nú augljóslega í skipulegri her-
ferð í því skyni að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri við fjölmiðla í helztu
viðskiptalöndum Íslands og hvetja þar til
þess að neytendur sniðgangi bæði ís-
lenzkar sjávarafurðir og íslenzka ferða-
þjónustu.
Þetta þýðir að íslenzk stjórnvöld þurfa
að reka a.m.k. jafnskipulagða herferð í
erlendum fjölmiðlum til að koma sjónar-
miðum Íslands á framfæri og vernda ís-
lenzka hagsmuni. Spyrja má hvort það
hafi verið gert, a.m.k. enn sem komið er.
Það er hins vegar skylda þeirra, sem
tóku þá ákvörðun að hefja hvalveiðarnar,
að tryggja að sjónarmið Íslands komist
skýrt til skila í viðskiptalöndum okkar.
MENNINGARNÓTT
Menningarnótt í Reykjavík tókstmeð ágætum að þessu sinni. Talið
er að um 100.000 manns hafi safnazt
saman í miðborginni í fyrrakvöld til að
fylgjast með um 200 listviðburðum.
Þetta er metþátttaka í menningarnótt
og jafnframt hafa menningarviðburð-
irnir aldrei verið fleiri. Stemmningin í
miðborginni fram eftir kvöldi var ein-
stök.
Allt fór vel fram meðan á formlegri
dagskrá stóð og þung umferð bíla út úr
miðborginni eftir að henni lauk gekk vel
og slysalaust fyrir sig. Eftir því sem leið
á nóttina fjölgaði slagsmálum og pústr-
um, að sögn lögreglu, en nóttin var þó
ekki ólík venjulegri aðfaranótt sunnu-
dags.
Að sögn lögreglunnar var miklu
minna um það nú en í fyrra að ólögráða
unglingar væru á ferli í miðborginni eft-
ir lögmæltan útivistartíma. Það virðist
því sem foreldrar hafi lært af biturri
reynslu síðustu ára og sett börnum sín-
um eðlileg takmörk.
Það er fagnaðarefni að vel tókst til og
að ólætin, sem urðu á síðasta ári, end-
urtóku sig ekki. Reykvíkingar stuðluðu
að því að borgin stæði undir nafni sem
menningarborg.