Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 1

Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 1
2003  MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÁSGEIR ER KOMINN TIL FÆREYJAR TIL AÐ FAGNA SIGRI / B2 LOGI Gunnarsson körfuknattleiksmaður úr Njarðvík samdi um helgina við þýska úrvals- deildarliðið Giessen 46ers. „Ég samdi til tveggja ára og er mjög ánægður með þetta. Ég hafnaði tilboði frá Ulm þar sem ég spilaði í fyrra og einnig frönsku liði. Tvö önnur félög í þýsku úrvalsdeildinni höfðu rætt við mig en ég taldi þetta besta kostinn því það er ekki alltaf best að velja sterkusu liðin og sitja á bekknum hjá þeim,“ sagði Logi í samtali við Morgun- blaðið. Giessen rétt missti af úrslitakeppninni í fyrra, endaði í níunda sæti, en komst hins vegar í undanúrslit í bikarnum þar sem liðið féll út á móti meisturum Berlínar. Giessen virðist stefna hátt því búið er að ráða nýjan þjálfara og semja við nokkra sterka leik- menn þannig að Logi segist hlakka til komandi vetrar. Logi kominn til liðs við Giessen Þarna er mikið starf síðustu áraað skila sér og hér í Slóvakíu skilur enginn hvernig þetta er hægt. Ég held að Heimir hafi getað valið úr 135 leikmönnum og það segir sína sögu að það þarf tölvert mikla vinnu til að búa til gott lið úr því. Strák- arnir hafa spilað marga landsleiki og gríðarleg vinna er þarna að skila sér,“ sagði Guðmundur. Spurður um úrslitaleikinn sagði hann: „Liðið sýndi ótrúlegan styrk, það lenti undir í byrjun en síðan ekki söguna meir og íslensku strákarnir voru betri á öllum sviðum, spiluðu fína vörn og markvarslan var góð og hraðaupphlaupin fygldu í kjölfarið. Sóknarleikurinn var fjölbreyttur og góður og það má segja að liðsheildin hafi sigrað. Auðvitað þarf allt liðið að spila vel ætli það sér að verða Evr- ópumeistari, en það eru auðvitað kjölfestur í þessu liði eins og öllum öðrum. Undanúrslitaleikurinn gegn Sví- um var held ég erfiðari. Íslenska lið- ið lék ekki nægilega vel þá, en Sví- arnir sprungu hreinlega á limminu í lokin og okkar strákar, sem eru í gríðarlega góðu formi, náðu að jafna og tryggja framlengingu sem þeir unnu auðveldlega, komust þrjú mörk yfir í henni. Svíarnir voru síðan alveg búnir á því í dag því þeir töpuðu með tíu mörkum gegn Dönum í leik um bronsið. Það var mjög mikið áfall fyrir Svía að tapa fyrir okkur á laug- ardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist horfa björtum aug- um fram á veginn. „Þrír þessara stráka hafa verið að æfa hjá okkur, Arnór og Ásgeir Örn hafa leikið landsleiki og Björgvin hefur æft með okkur þannig að þeir eru aðeins farnir að kíkja við,“ sagði landsliðs- þjálfarinn. Stórkostlegur árangur „ÞETTA er auðvitað ekkert nema stórkostlegur árangur hjá jafnfá- mennri þjóð, það verður að segjast alveg eins og er,“ sagði Guð- mundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir að hann hafði séð Heimi Ríkharðsson stýra 18 ára landsliði Íslands í frækilegum sigri á Þjóðverjum, 27:23, í gær í Slóvakíu, þar sem strákarnir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Ásgeir marka- hæstur ÁSGEIR Örn Hallgrímsson, leikmaður úr Haukum, varð markahæsti leikmaður Evr- ópukeppninnar í Slóvakíu, skoraði 55 mörk í sjö leikjum. Hann var valinn besta örv- henta skyttan í mótinu og besta rétthenta skyttan í mótinu var Arnór Atlason og voru þeir því valdir í úrvals- lið mótsins ásamt tveimur Þjóðverjum, einum Dana, einum Svía og Slóvena. Rúnar er í 18. sæti íundanúrslitunum í fjölþrautinni, fékk 54,386 stig og keppir því væntanlega í úrslitum en þangað komast 32 bestu fimleikamenn heims, þó ekki fleiri en tveir frá hverri þjóð. Ís- lenskur fimleikamaður hefur aldrei komist í 32 manna úrslit í fjölþraut. Árangur Rúnars á einstökum áhöldum var þannig að í gólfæfingum fékk hann 8,450 stig, 9,537 stig fyrir æfingar sínar á bogahesti, 9,350 stig fyrir hringina, 8,912 stig fyrir stökk, 9,425 fyrir tvíslánna og 8,712 stig fyrir svifránna. Samtals 54,386 stig en efstur er Japaninn Naoya Tsukahara með 57,224 stig, en 189 fimleikamenn kepptu að þessu sinni. Með frammistöðu sinni hefur Rún- ar væntanlega tryggt sér sæti á Ól- ympíuleikunum í Aþenu á næsta ári, en það kemur ekki end- anlega í ljós fyrr en eft- ir HM. Dýri Kristjánsson úr Gerplu hafnaði í 97. sæti með 46,487 stig, Jónas Valgeirsson í 126. sæti með 41,324 stig, Grétar Sigþórsson í 158. sæti með 29,599 stig, Gunnar Sigurðs- son varð í 160. sæti með 28,400 stig og Anton Heiðar Þórólfsson varð í 185. sæti með 12,687 stig, en þess ber að geta að þrír síðasttöldu kepptu ekki á öllum áhöldunum. Ísland er með í liðakeppninni einn- ig en fullskipuð sveit er sex þar sem fimm keppa á hverru áhaldi og fjórir bestu telja. Íslenska karlasveitin varð í 30. sæti af 31 sveit með 185,983 stig. Íslensku stúlkurnar hefja keppni í nótt en úrslitin hjá Rúnari verða að- faranótt fimmtudags og föstudags. Rúnar fer væntanlega í úrslitin í fjölþraut RÚNAR Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu, byrjaði vel á heimsmeistaramótinu í fimleikum sem hófst um helgina í Banda- ríkjunum. Rúnar stóð sig mjög vel í fjölþrautinni og allt bendir til að hann komist í úrslit í henni og hugsanlega á bogahesti líka, en nokkrar þjóðir eiga enn eftir að ljúka keppni þannig að þetta liggur ekki endanlega fyrir fyrr en í fyrramálið. Ljósmynd/Viktor Zamborský Ásgeir Örn Hallgrímsson, markahæsti maður mótsins og besta örvhenta skytta þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.