Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 B 11 ÚRSLIT ÞRÁTT fyrir að ensku landsliðsstúlk- urnar Karen Burke og Rachel Brown vantaði í lið ÍBV voru þær ekki í vand- ræðum með lið Þórs/ KA/KS í Eyjum á laugardaginn. Loka- tölur leikins voru 8:0 eftir að staðan í hálfleik var 3:0. Leik- urinn var allan tímann eign heima- stúlkna en ekki var hann áferðarfal- legur, enda veðrið ekki upp á það besta, talsvert rok sem hafði sín áhrif á leikinn. Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklu stuði, gerði fjögur mörk og átti fínan leik í framlínu Eyjastúlkna. ÍBV heldur því enn pressunni á KR og munar nú fjórum stigum á liðunum þegar tvær umferðir eru eftir en í síð- ustu umferðinni mætast einmitt ÍBV og KR í Vestmannaeyjum. ÍBV eygir smá von Sigursveinn Þórðarson skrifar GLENN Roeder hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra hjá West Ham en sem kunnugt er féll lið- ið úr ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á síðasta tímabili. West Ham tapaði 1:0 fyrir Rotherham á laugar- daginn og það var kornið sem fyllti mælinn og stjórn West Ham ákvað að leita á önnur mið. Trevor Brooking hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri West Ham til bráðabirgða. Þetta er í annað sinn sem Brooking tekur við West Ham en undir lok síðasta tíma- bils tók hann við liðinu þegar Roeder fékk hjartaáfall og þurfti að taka sér hlé frá þjálfun í töluverðan tíma. Brooking náði góðum árangri með lið- ið og var mjög nálægt því að bjarga liðinu frá falli síðasta vor. Roeder sagt upp Fyrstu mínúturnar í leiknum voruVíkingar líklegri til afreka en á 11. mínútu sofnaði vörn þeirra illi- lega á verðinum og Ingi Hrannar Heim- isson skoraði eftir klaufagang Víkinga. Þeim var nokkuð brugðið en unnu sig aftur inn í leik- inn og fengu nokkur ágæt færi en án árangurs. Þórsarar þurftu því að bakka undan pressunni aftar á völl- inn en voru klókir, vörðust fimlega og fengu líka sín færi. Strax í upphafi síðari hálfleiks var greinilegt að Víkingar ætluðu sér sigur, einbeitingin var mjög góð. Eftir þrjár góðar sóknir, þar á meðal þegar Kári Árnason skallaði í slá Þórs, uppskáru þeir jöfnunarmark á 58. mínútu þegar Jón B. Her- mannsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það varð ekki aftur snú- ið. Sjö mínútum síðar skoraði Daníel Hjaltason glæsilegt mark með hnit- miðuðu skoti í stöng og inn eftir góð- an sprett um vinstri kantinn. Þórs- arar gerðu sér þá grein fyrir því að þeir yrðu að gjöra svo vel að komast inn í leikinn og skora til að eiga möguleika á að halda 2. sæti deild- arinnar. Þeir tóku sig á en það dugði skammt því Víkingar voru komnir á bragðið, náðu öllum völdum á vell- inum og voru fljótir að brjóta mót- spyrnu Þórsara á bak aftur. Á 74. mínútu fékk Jóhann Þórhallsson úr Þór að líta rauða spjaldið fyrir gróft brot á varnarjaxlinum Sölva Geir Ottesen, sem þurfti í kjölfarið að fara útaf til að láta sauma saman stóran skurð við kinnbeinið. Sannarlega ljót brot enda höfðu varnarmenn Vík- inga sóknarmenn Þórs í hendi sér og Þór fékk ekkert færi eftir hlé en leik- bann hlýtur að veikja stöðu Þórs á lokasprettinum. Á 83. mínútu innsiglaði Jón B. sig- ur Víkinga, þá ætlaði markvörður Þórs að hreinsa frá marki sínu eftir þunga sókn Víkinga en skaut í Jón, sem náði boltanum og skoraði auð- veldlega. „Hvað er hægt að segja eft- ir svona leik, þetta var bara snilld,“ sagði Daníel Hjaltason. „Mér fannst við betri allan leikinn. Þeir komust yfir eftir misskilning okkar manna en voru alls ekki betri. Við ræddum í hálfleik að vera jákvæðir og ef það gengi eftir ynnum við leikinn. Við höfum oft farið út í að þrasa við dóm- arann en nú höldum við brosinu. Við ætluðum að leika að okkar hætti, sinna bæði vörn og sókn en ekkert endilega að gera neitt flókið.“ Daníel var vígreifur og sagði liðið eiga að geta staðist spennuna á lokasprett- inum. „Við erum að spila í fyrstu deild á Íslandi og ef við stöndumst ekki þá pressu eigum við ekkert er- indi í efstu deild. Maður leiksins: Daníel Hjaltason, Víkingi. Morgunblaðið/Jim Smart Leikmenn Þórs komust stundum hvorki lönd né strönd gegn Víkingum. Hér hefur Þorri Ólafsson fyrirliði Víkings góðar gætur á Alexandre Santos sóknarmanni Þórsliðsins í leiknum á laugardag. Víkingar skrefi nær efstu deild VÍKINGAR fóru á kostum í Víkinni á laugardaginn þegar Þór kom í heimsókn en þessi lið berjast hart um sæti í efstu deild að ári. Þeir náðu fljótlega undirtökunum og eftir hlé sáu gestirnir frá Akureyri aldrei til sólar enda unnu Víkingar 3:1. Víkingar standa nú betur að vígi um að komast upp í efstu deild, eru í 2. sæti deildarinnar og hafa tveggja stiga forskot á Þór en það eru þrjár umferðir eftir og níu stig enn í pottinum. Stefán Stefánsson skrifar Keflvíkingar hófu leikinn af mikl-um krafti í blíðunni í Ólafsfirði og tóku fljótlega öll völd á vellinum Sóttu án afláts og heimamenn höfðu í nógu að snúast í vörninni. Gestirnir fengu nokkur ágæt færi en tókst ekki að skora. Gegn gangi leiksins náðu heimamenn síð- an forystunni eftir liðlega hálftíma leik þegar Toni Usnik lagði boltann með nákvæmu skoti í markhornið eftir skyndisókn. Þetta virtist slá gestina út af lag- inu og það sem eftir lifði hálfleiksins og fyrsta stundarfjórðung seinni hálfleiks voru heimamenn síst lak- ara liðið. Sjálfstraust þeirra efldist en liðið er brothætt og eftir að Magnús Þorsteinsson jafnaði fyrir Keflavík um miðjan seinni hálfleik náðu gestirnir undirtökum á ný. Þeir gerðu harða hríð að marki Leifturs/Dalvíkur en Sævar Ey- steinsson markvörður var í miklum ham og varði oft frábærlega. Meðal annars varði hann vítaspyrnu frá Magnúsi þegar stundarfjórðungur lifði leiks og jafnteflið var í augsýn. En skömmu fyrir leikslok tókst Þór- arni Kristjánssyni að koma knett- inum framhjá Sævari og í stöng og inn með laglegum skalla og með þessu marki fer hann mjög nálægt því að senda bæði liðin úr 1. deild- inni, hvort í sína áttina. Maður leiksins: Sævar Þ. Ey- steinsson, Leiftri/Dalvík. Keflvíkingar nær öruggir upp KEFLVÍKINGAR nánast gulltryggðu sér sæti í efstu deild á nýjan leik með því að sigra Leiftur/Dalvík 2:1 í Ólafsfirði á laugardag. Leik- urinn var ekki síður mikilvægur fyrir heimamenn, sem voru að berj- ast fyrir lífi sínu í deildinni, en eftir þetta tap eiga þeir nánast enga möguleika á að halda sér uppi. Valur Sæmundsson skrifar JAFNARI getur keppnin um heims- meistaratitil ökuþóra ekki verið að loknum ungverska kappakstrinum í gær, en þegar þrjú mót eru eftir af vertíðinni hefur Michael Schu- macher 72 stig, Juan Pablo Montoya 71 og Kimi Räikkönen 70. Räikkönen styrkti stöðu sína mjög með öðru sæti í dag og Montoya dró Schumacher uppi með þriðja sæti en heimsmeistarinn varð áttundi og vann því inn aðeins 1 stig meðan Räikkönen fékk 8 og Montoya 6. Í fjórða sæti er Ralf Schumacher með 58 stig og Fernando Alonso í því fimmta með 54. Hann hækkaði um sæti með sigri í dag, vann sér inn 10 stig og komst upp fyrir Rubens Barrichello sem er með 54 stig. Barrichello hefur 49 stig og sjöundi er David Coulthard með 45. Þá eiga tilþrif sér líka stað í keppninni um heimsmeistaratitil bíl- smiða. Með frammistöðu Montoya og Ralfs Schumacher, sem varð fjórði, hefur Williams-liðið tekið for- ystu á Ferrari í stigakeppni bíl- smiða, með 129 stig gegn 121, Mc- Laren er með 115 stig. Stiga- keppnin í algleymingi Cercle Brugge 3 0 2 1 0:2 2 Heusden-Zolder 3 0 2 1 0:2 2 Lokeren 3 0 1 2 1:3 1 Charleroi 3 0 1 2 0:3 1 Mons 3 0 1 2 3:8 1 Danmörk Esbjerg – AaB...........................................3:2 Herfølge – AB............................................0:2 Nordsjælland – Frem ...............................1:3 Viborg – AGF ............................................1:0 Bröndby – København..............................0:1 Midtjylland - OB....................................... 2:1 Staðan: Esbjerg 5 3 2 0 11:6 11 Bröndby 5 3 1 1 8:3 10 København 5 3 1 1 8:6 10 Midtjylland 5 3 1 1 10:8 10 AaB 5 2 1 2 7:7 7 Frem 5 2 1 2 5:6 7 OB 5 2 0 3 8:8 6 Viborg 5 1 3 1 6:6 6 Nordsjælland 5 1 2 2 7:8 5 AGF 5 1 1 3 7:10 4 AB 5 1 1 3 6:10 4 Herfølge 5 1 0 4 2:7 3 Svíþjóð Halmstad – Malmö....................................0:4 Helsingborg – AIK....................................5:1 Djurgården – Landskrona .......................3:0 Staðan: Djurgården 18 13 1 4 43:16 40 Malmö 19 10 5 4 40:16 35 Hammarby 18 10 4 4 29:22 34 Halmstad 19 10 3 6 33:23 33 Örgryte 18 8 3 7 27:30 27 Helsingborg 19 8 3 8 22:28 27 AIK 19 7 5 7 27:28 26 Gautaborg 17 7 4 6 24:16 25 Örebro 18 7 4 7 22:25 25 Landskrona 19 5 7 7 18:26 22 Elfsborg 18 5 6 7 18:25 21 Sundsvall 18 2 8 8 16:28 14 Öster 18 3 5 10 16:30 14 Enköping 18 2 4 12 18:40 10 Noregur Vålerenga – Odd Grenland.......................0:3 Ålesund – Lyn ...........................................2:0 Bryne – Bodö/Glimt ..................................0:2 Stabæk – Molde.........................................1:1 Tromsö – Lilleström .................................2:0 Rosenborg – Viking ..................................4:1 Staðan: Rosenborg 18 14 3 1 46:13 45 Bodö/Glimt 18 10 4 4 27:17 34 Odd Grenland 18 9 3 6 34:26 30 Sogndal 17 8 5 4 31:22 29 Viking 18 6 8 4 32:24 26 Stabæk 18 6 7 5 26:24 25 Lilleström 18 6 6 6 21:24 24 Bryne 18 7 1 10 28:34 22 Molde 18 6 3 9 21:28 21 Vålerenga 18 4 7 7 19:22 19 Brann 17 4 7 6 25:30 19 Lyn 18 4 4 10 19:34 16 Tromsö 18 4 4 10 21:40 16 Ålesund 18 3 6 9 19:31 15 FRJÁLSAR HM í frjálsum íþróttum í París Kúluvarp karla Andrey Mikhnevich, H-Rússlandi.... 21,69 Adam Nelson, Bandar....................... 21,26 Yuriy Bilonog, Úkraínu......................21,10 20 km ganga karla: Jefferson Pérez , Ekvador..............1:17:21 Francisco Javier Fernández, Spáni ...........................................................1:18:00 Roman Rasskazov, Rússland..........1:18:07 10.000 metra hlaup kvenna: BerhaneAdere, Eþíópíu.................30.04,18 Werknesh Kidane, Eþíópíu ...........30.07,15 Yingji Sun, Kína ............................30.07,20 20 km ganga kvenna: JelenaNikolayeva, Rússlandi ..........1:26.52  Mótsmet. Gillian O’Sullivan, Írlandi ...............1:27:34 Valentina Tsybulskaya, Hv.-Rússl.1:28:10 Sjöþraut kvenna: Carolina Klüft Svíþjóð ................7.001 stig Eunice Barber, Frakklandi ........6.755 stig Natalya Sazanovich, Hv-Rússl. 6.524 stig 10.000 m hlaup karla: Kenenisa Bekele, Eþíópíu .............26.49,57  Mótsmet. Haile Gebrselassie, Eþíópíu..........26.50,7o Sihine Sileshi, Eþíópíu...................27.01,44 100 m hlaup kvenna: Kelli White, Bandaríkjunum..............10,85 Torri Edwards, Bandaríkjunum........10,93 Zhanna Block, Úkraínu ......................10,99 KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla, efsta deild: Kaplakrikavöllur: FH - ÍBV.................18.30 Í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.