Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 6
6 C MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Nýbyggingar HLYNSALIR 1-3 - KÓP. Til sölu vandaðar og rúmgóðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir með sér- þvottherbergi í 5 hæða 24 íbúða fjölbýlishúsi ásamt stæði í bílgaeymsluhúsi. Í húsinu er ein lyfta. Stórar suðursvalir. Mikið útsýni. Góð stað- setning og stutt í alla þjónustu. 3ja herb. íbúðirnar eru á kr. 14,6 m. með stæði í bílageymsluhúsi, en 4ra herb. eru á kr. 17,5 m. með stæði í bíla- geymsluhúsi. Innangengt er úr bílageymsluhúsi. Afhending í sept. 2003. Byggingaraðilar eru bygg- ingarfélagið Gustur ehf. og Dverghamrar ehf. RJÚPNASALIR 4 - KÓP. Það eru aðeins tvær 3ja herb. 96 fm íbúðir með bílskúr eftir í þess- um fallegu, álklæddu húsum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna nema baðherb. verða flísa- lögð í hólf og gólf. Sérinngangur er í hverja íbúð. Svalir snúa í suð-vestur. Nú er hver að verða síð- astur. Teikningar á skrifstofu. Afhending í janúar 2004. Byggingaraðili Bygging ehf. V. 15,6 m. og 15,7 m. MIÐSALIR - EINBÝLI Í SMÍÐUM Einbýlishús á einni hæð með bílskúr samtals 165 fm. Húsið afhendist fokhelt, frágengið að utan með gluggum og útihurðum. Áformað er að húsið verði steinað að utan. Á þaki er litað þakjárn. Úti- hurðir með skrám og sparkjárnum. Bílskúrshurð verður með járnabúnaði og sjálfvirkum opnara. V. 18,5 millj. Hægt er að fá húsið lengra komið eða fullbúið. SKJÓLSALIR - KÓP. Vorum að fá í sölu 307 m² ein-, tvíbýlishús með tvöföldum bílskúr á góð- um stað með útsýni yfir gólfvöllinn. Húsið er tilbúið til afhendingar, fullbúið að utan og rúmlega fokhelt að innan. Á neðri hæð er möguleiki að hafa góða 3ja herb. íbúð með sérinngangi. Áhv. 15 millj. Verð 26,4 millj. Einbýlishús GLJÚFRASEL MÖGULEIKI Á AUKAÍB. 305 fm einbýli við Gljúfrasel í Reykjavík. Eignin er með tvöföldum bílskúr og ríflega 30 fm svöl- um sem þegar er komið leyfi til að yfirbyggja. Innra skipulagi hússins hefur þegar verið breytt töluvert. Dæmi: Gerðar tvær samliggjandi stofur í risi og er arinn á milli þannig að hann nýtist frábærlega úr báðum stofum. Gert hefur verið „frístundarherbergi“ úr helming af bílskúr og að sama skapi herbergi úr „garðgeymslu“ sem hef- ur þá sérútgang út í garð. Hægt er að gera marga skemmtilega hluti við þessa eign og er því vert að skoða hana vel. www.fasteignamidlun.is - brynjar@fasteignamidlun.is LANGAGERÐI Mjög gott og vel viðhaldið 290 fm einbýlishús á þessum vinsæla stað. Húsið er kjallari og tvær hæðir með innbyggðum 27 fm bílskúr. Í húsinu er m.a. 4-5 svefnherb., 2-3 stofur og er falleg kamína í einni þeirra, bókaherbergi, tvö bað- herb., stórt tómstundaherb., eldhús með ágætri eldri innréttingu, flísalagt þvottaherb. og geymslur. Sérinngangur er í kjallarann og vel má útbúa þar aukaíbúð. Viðhaldsléttur garður, hannaður af Stanislav, er í kringum húsið . V. 27,5 m. Sérhæðir VALLARGERÐI - ÚTSÝNI í einkasölu rúmlega 120 fm efri sérhæð í tvíbýlis- húsi. Íbúðin skiptist í sérinngang, rúmgott hol, 3-4 svefnherb., tvær parketlagðar stofur með mjög fallegu útsýni og vestursvölum út af, eld- hús með nýlegri innréttingu, þvottaherb. og flí- salagt baðherb. með glugga. Íbúðin er mikið endurnýjuð á undanfornum árum og eru t.d. flest gólfefni ný, rafmagnið er nýtt, flestar inn- réttingar og þak hússins að hluta. Áhv. 8,1 m. V. 17,6 m. AUSTURGERÐI - KÓPAVOGI Góð 130 fm efri sérhæð með góðum bílskúr. Hæðin skiptist í forstofu, þvottahús, vinnuherbergi, geymslu, stofu, eldhús, sjónvarpskrók, baðherbergi, og fjögur svefnherbergi. Húsið er nýlega klætt að utan og gluggar yfirfarnir. Nýleg sólstofa. Skipti möguleg á stærra. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR EIRÍKSGATA - HEIL HÚSEIGN Glæsileg og góð eign á einum vinsælasta stað borgarinnar - rétt við Landspítalann. Eignin skipt- ist í fjórar íbúðir - rishæð 3ja herb. V. 12,0 m., 2. hæð 3ja herb. V. 12,5 m., 1. hæð 3ja herb. V.12,5 m., og kjallara 2ja herb. V. 8,0 m. Búið er að endurnýja rafmagnstöflu fyrir húsið og einnig hafa skólplagnir verið yfirfarnar og húðaðar að innan. Bílastæði fylgja hverri íbúð nema kjallara. SUÐURGATA - BÍLA- GEYMSLA Mjög góð 3ja herb. íbúð á 3. h. í nýlegu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í tvö rúm- góð svefnherb. með skápum, flísalagt baðherb. með baðkari, sturtuklefa og tengingu fyrir þvotta- vél, eldhús með fallegri innréttingu og rúmgóða stofu með vestursvölum. Sérgeymsla í kjallara ásamt sam. þvottaherb. með tækjum. Innangengt úr bílageymslu í lyftu. Mjög góð eign í hjarta bæj- arins. Nánari uppl. á skrifstofu. HVERFISGATA - MIÐBÆR Góð nýsandsett þriggja herbergja íbúð, sem er opin og björt. Nýtt hljóðeinangrandi gler út að götu. Tvö góð herbergi sem snúa inn í garð. Gengið inn í snyrtilegan stigagang úr lokuðu porti. Geymsla og sameiginlegt þvottahús í kjallara. V. 9,9 millj., áhv.5,5 millj. Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali 5 til 7 herbergja STANGARHOLT Góð fimm til sex herbergja hæð og ris á þessum vinsæla stað. Á hæðinni er eldhús, stofur, bað- herbergi, hjónaherbergi m. fataherbergi. Á efri hæð eru tvö góð herbergi og stórt sjónvarpshol. Bílskúrsréttur og leyfi fyrir svölum. Sérþvotta- hús og geymsla í kjallara. Þetta er eign sem gef- ur mikla möguleika og er mjög miðsvæðis. 4ra herbergja KLEPPSVEGUR - LYFTUBLOKK Mjög góð vel skipulögð og töluvert endurnýjuð fjögurra herbergja íbúð í lyftuhúsi á besta stað. Íbúðin skiptist í forstofu/sjónvarpshol, stofu, eld- hús, bað og þrjú svefnherbergi. Eikarparket og parket-dúkur á gólfum. Bað er nýlega flísalagt með ljósum flísum. Eldhús með viðarinnrétt- ingu. Vinkilsvalir á móti suð-vestri. V. 12,9 millj. Ekkert áhv. 3ja herbergja EIRÍKSGATA 3ja herb. á 2. hæð í fjórbýlishúsi á þessum vinsæla stað, rétt við Landspítalann. Íbúðin skiptist í eld- hús, stofu, tvö herb. baðherb. og snyrtingu. Í sam- eign sérgeymsla og sam. þvottaherbergi. Búið er að endurnýja rafmagnstöflu fyrir húsið og einnig hafa skólplagnir verið yfirfarnar og húðaðar að innan. Íbúðinni fylgir bílastæði. V. 12,5 m. EIRÍKSGATA 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjórbýl- ishúsi á þessum vinsæla stað, rétt við Landspítal- ann. Íbúðin skiptist í eldhús, stofu, tvö herb. bað- herb. og snyrtingu. Í sameign á íbúðin sérgeymslu og sam. þvottaherbergi. Búið er að endurnýja raf- magnstöflu fyrir húsið og einnig hafa skólplagnir verið yfirfarnar og húðaðar að innan. Íbúðinni fylg- ir bílastæði. V. 12,5 m. EIRÍKSGATA-RISHÆÐ Risíbúð í fjórbýlis- húsi á þessum vinsæla stað, rétt við Landspítal- ann. Íbúðin er m.a. eldhús, stofa, tvö herb. bað- herb. og snyrting. Í sameign á íbúðin sérgeymslu og sam. þvottaherbergi. Búið er að endurnýja raf- magnstöflu fyrir húsið og einnig hafa skólplagnir verið yfirfarnar og húðaðar að innan. Íbúðinni fylg- ir bílastæði. V. 12,0 m. 2ja herbergja EIRÍKSGATA 2ja herb. kjallaraíbúð í fjórbýlis- húsi á þessum vinsæla stað, rétt við Landspítal- ann. Íbúðin skiptist í eldhús, stofu, svefnh. baðher- bergi. Íbúðinni fylgja tvær sérgeymslur og sam. þvottaherbergi. Búið er að endurnýja rafmagns- töflu fyrir húsið og einnig hafa skólplagnir verið yf- irfarnar og húðaðar að innan. V. 8,0 m. HRAUNBÆR 2ja herb. 58 fm íbúð á 1. h. í snyrtilegu fjölbýli ofarlega í Hraunbænum. Íbúðin skiptist í hol með fataskáp, baðherb. með dúk á gólfi og baðkari, eldhús með dúk á gólfi og nýlegri eldavél og rúmgóð stofa með suðursaölum út af. Suðurhlíð hússins er klædd að utan og gler íbúðar er nýlegt. Áhv 6,5 m. V. 8,8 m. SUÐURHÓLAR Falleg og björt stúdíóíbúð með sérinngangi og sólstofu. Íbúðin er öll nýupp- gerð. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi með sturtuklefa og alrými með nýrri innréttingu og gólf- efnum. Nýr sólskáli stækkar rýmið og gerir íbúðina mjög bjarta. V. 7,6 m. VESTURGATA GLÆSILEG lítil ósamþykkt stúdíóíbúð allveg niðri í bæ. Samtals um 23 fm. öll nýuppgerð frá A-Ö. Nýtt rafmagn, nýjar vatns- lagnir, húsið nýklætt að utan og málað, ný innrétt- ing og allur frágangur á vinnu til mikillar fyrir- myndar. Fyrir þá sem þurfa lítið og vilja vera niðri í bæ er þetta frábær eign. V. 4.180 þ. ÞAÐ er víst að bera í bakka-fullan lækinn að fara aðmæra það enn einu sinnihve heppnir við erum Ís- lendingar, að vera búandi í svo ungu landi að enn ólgar eimyrja undir fótum, eimyrja sem stundum minnir óþyrmilega á sig í spúandi eldgosum. Vissulega fer mörgum sögum af því hve skelfilegar afleiðingar eld- gos höfðu og þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að rifja það upp. En þessi nálæga eimyrja heldur berggrunni landsins heitum og þangað niður hripar vatn, kalt vatn sem fer um óravegu, ferð sem jafn- vel tekur aldir. En þetta ferðalag vatnsins breytir um stefnu þegar það hitnar og það leitar upp á við; gamla góða eðlisfræðin að heitt vatn er léttara en kalt, eða með öðrum orðum þá eykst rúmmál þess, það þenst út við hitnun. En nóg um eðlisfræð- ina, snúum okkur heldur að því hvað verður um þetta ágæta vatn þegar það hitnar. Það leitar aftur upp til yfirborðs- ins eftir einu stærsta hitakerfi heimsins, miðstöðvarkerfi sem á engan sinn líka. Þar hefur enginn verkfræðingur komið að hönnun, ekki heldur neinn pípulagn- ingamaður að lögn. Ekki er þetta þó með öllu rökrétt. Síðustu 60–70 árin hafa einmitt íslenskir tæknimenn úthugsað að- ferðir til að fanga vatnið áður en það kemur upp á yfirborðið sem sytrandi sprænur eða gjósandi hverir. Farið er niður í iður jarðar með stórvirkum borum, vatninu dælt upp og notað til upphitunar. Gufan brýst upp af eigin krafti, en sú ótemja er hamin og beygð mis- kunnarlaust undir mannsandann. Hún er látin snúa hverflum sem framleiða rafmagn, látin umbreyta köldu vatni í heitt. Og svo er að sleppa skepnunni þannig að hún valdi ekki skaða á mönnum, mál- leysingjum eða umhverfi. Þarf vatnið að kosta eitthvað? Stundum heyrast þær raddir að heita vatnið sé dýrt þegar það streymir úr krana í vask eða renn- ur um hitakerfi húss, vatn sem streymir ókeypis úr jörðinni eigi nánast ekki að kosta neitt. En því miður kostar það tals- vert að fanga vatnið, koma því upp á yfirborðið og til okkar sem heima sitjum. Olían er að sama skapi ókeypis í jörðinni, en einhvern veginn eiga menn betra með að skilja að auð- vitað kostar hún eitthvað og hún er dýr, ekki vafi. En við getum fullyrt eitt; heita vatnið er ódýr orka til hitunar og heimilishalds þegar miðað er við aðra orku- gjafa. Samt sem áður viljum við fara sparlega með vatnið til þess að enginn þurfi að borga meira en nauðsyn krefur. Sá sparnaður kemur auðvitað niður á seljand- anum og sá sem ber höfuð og herðar yfir aðra orkuseljendur er Orkuveita Reykjavíkur. Á suðvesturhorni landsins hefur veðrið „leikið við hvurn sinn fing- ur“ í sumar, þannig hefur það nánast verið á landinu öllu. En þar eru ekki allir ánægðir með blíðuna, sólskinið og varmann frá himinhvolfinu. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fór í fýlu, súr út í máttarvöldin yf- ir þessari góðu tíð og hækkaði verð á sinni vöru, heita vatninu úr iðrum jarðar. Hvaða skilaboð er Orkuveita Reykjavíkur að senda sínum kaupendum, þeim sem hún á að þjóna? Eiga menn ekki að hafa sín kerfi í lagi, kemur það þeim í koll ef þeir sóa ekki heita vatninu, eiga þeir á hættu að allar endurbætur á hitakerfum sem minnka eyðslu á heitu vatni, oftast óþarfa eyðslu og sóun, komi þeim í koll með hækkun á verði heita vatnsins? Orkuveita Reykjavíkur missteig sig hrapallega með þessari óþörfu hækkun og þessum röngu skila- boðum til viðskiptavina sinna. En hver veit nema Eyjólfur hressist. Stjórnendur Orkuveitu Reykja- víkur ættu strax að fara að huga að vetrartaxtanum og taka sér far til Dalvíkur. Þar getur hinn lands- frægi veðurklúbbur aldraðra sagt þeim tíðindi af verðurfari skamm- degisins. Verður harður vetur? Kemur einhver „frostaveturinn mikli“? Þá verður gaman að lifa. Ekki nokkur vafi á að heita vatnið frá þessari miklu veitu mun hríð- lækka, eða hvað? Í slíku árferði hlýtur vatnssalan að aukast stórlega, þýðir það ekki lækkun á heita vatninu? Já, og svo er sláturtíðin að hefjast. Þeir ættu ekki að gleyma að koma við hjá konunni sem spáir í garnir, þaðan gætu komið tíðindi um tíðarfarið sem gæfu ástæðu til að setja taxtatölvuna í gang. Undarleg skila- boð frá Orkuveitu Reykjavíkur Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Morgunblaðið/Árni Sæberg FASTEIGNIR mbl.is GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.