Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 C 29Fasteignir BERJARIMI Skemmtileg íbúð á tveimur hæðum alls 128,7 fm. Á 1. hæð eru tvö svefnh. eldhús, baðh. og stofa. Á neðri hæð er íbúð með sérinngangi og skiptist í opið rými, baðherb. og eld- húskrók. Hringstigi milli hæða. V. 15,9 m. VESTURBERG Vel skipulögð 88 fm 4ra herb. íbúð á 4. hæð. 3 góð svefnherbergi. Ljóst parket á stofu og útgangur út á stórar vestursvalir með- fram allri íbúðinni. V. 10,9 m. GULLSMÁRI Nýkomið í einkasölu góð 4ra herb. 95 fm íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýli. Góðar innr. Dúkur og flísar á gólfi. Þrjú góð svefnherbergi. Snyrtilegt eldhús með hvítlakkaðri inn- réttingu, beyki-köntum og háf. Opið inn í stofu. V. 14,2 m. VESTURGATA Í einkasölu góð 4ra-5 herb. risíbúð í miðbænum. Í íbúð- inni eru fjögur svefnherbergi, baðher- bergi, eldhús, stofa með nýju parketi og þvottahúsi. V. 14 m. JÖRFABAKKI 4ra. herb tæpl. 100 fm íbúð í góðu barnvænu hverfi. Íbúðin skiptist í parketlagða stofu með austur svölum, rúmgott eldhús með góðum borðkrók, dúk á gólfi, tvö barnaherb, annað mjög rúmgott, dúkur á gólfi, parketlagt hjónaherb., baðherb. með baðkari, dúk á gólfi og snyrtileg innrétt- ing. V. 11,6 m. LJÓSHEIMAR Góð 4ra herbergja 91 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Húsið er í góðu ástandi, búið er að setja nýtt gler í alla glugga. Nýtt parket og nýmáluð. LAUS STRAX. V. 12,9 m. EFSTALAND - NÝUPPGERT Nýkomið í Einkasölu 82 fm 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð í nýuppgerðu fjöl- býli. Ný eldhúsinnrétting, hurðir o.fl. o.fl. í íbúð. Hús með nýju þaki, gluggum, svölum o.fl. RÓSARIMI Góð 4ra herb. íbúð á efri hæð í litlu permaform fjölbýli með sér- inngangi. Góðar innr. Parket á gólfi, suður svalir. Rólegt og barnvænt um- hverfi. V. 14,5 m. Áhv. 4,6 m. EINBÝLI SKILDINGANES - EINBÝLI MEÐ AUKAÍBÚÐ Glæsilegt nýtt tæpl. 260 fm einbýli með aukaíbúð á þessum frábæra stað í Skerjafirði. Stór garður. Tvöfaldur bílskúr. Allar innrétt- ingar fyrsta flokks. EINSTÖK EIGN Á FRÁBÆRUM STAÐ. VESTURGATA - GRJÓTA- ÞORP Mjög gott einbýli sem í dag er nýtt sem tvær íbúðir með sérinngangi. Eigandi skoðar ýmis skipti. Góðar leigu- tekjur. Verð 20,5 m. JAKASEL Fallegt 298,4 fm einbýli með stórum innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á góðum stað við Vatnsenda- hæð. Ýmis skipti á minni eign eru möguleg. V. 27,8 m. FAGRABREKKA - EINBÝLI Fallegt einbýli á þessum frábæra stað í Kópavogi. Eignin er 152,4 fm hús með stórum suðurgarði ásamt bílskúr 37,2 fm og garðhúsi sem er 39,2 fm og er ekki inn í fermetratölu eignar, samtals 228,8 fm. Þetta er mikið endurnýjuð eign bæði utan og innan. Verð 24,5 m. RAÐ- OG PARHÚS ÁLAKVÍSL - RAÐHÚS Mjög fal- legt 105 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 30 fm stæði í bílageymslu. Þrjú svefnherbergi. Afgirtur sólpallur út frá stofu. V. 15,9 m. HÆÐIR SUÐURHLÍÐ Stórglæsilegar íbúðir með sjávarútsýni á frábærum stað neðst í Fossvogi. Íbúðirnar eru afhentar með vönduðum innréttingum, en án gólfefna. Stæði í upphitaðri og lokaðri bílageymslu. Gert er ráð fyrir arni í íbúð- unum. Lofthæð íbúða er 2,60 m. Allar nánari uppl. veita sölumenn Eigna- listans. HOFTEIGUR - 5 HERB. Í einka- sölu góð sérhæð í góðu steinhúsi á þessum vinsæla stað við Laugadalinn. Parket og dúkur á gólfum. Nýtt bað- herb. Stórar og bjartar stofur. Verð 15,9 m. SKILDINGANES Lúxus 2ja herb. íbúð á þessum frábæra stað í Skerja- firði. 100 fm sérgarður fylgir eigninni. Tvö upphituð bílastæði. Allar innrétting- ar og frágangur fyrsta flokks. Sjón er sögu ríkari. V. 15,8 m. NESVEGUR - SELTJARNA- NESI Í einkasölu gullfalleg neðri sér- hæð ásamt bílskúr í nýju tvíbýli á Nes- inu góða. Íbúðin er mjög vönduð í alla staði og frágangur eins og hann gerist bestur með sérsmíðuðum innréttingum og massífu parketi á gólfum. Nánari uppl. gefa sölumenn Eignalistans. AUSTURVÖLLUR - HJARTA MIÐBÆJARINS Góð 95 fm 4ra herbergja íbúð, auk 26,8 fm bílskýli í glæsilegu lyftuhúsi. Húsvörður sér um öll þrif o.fl. Bílskýli er mjög þrifalegt sem og öll sameignin. V. 17.9 m. 4RA TIL 7 HERB. LAUFENGI - GRAFAVOGUR Mjög góð 112 fm 5 herb íbúð á þriðju hæð (efstu) í góðu fjölbýlish. Suðursval- ir og mikið útsýni. Parket á gólfum. Sameign er björt og góð og sameigin- leg hjólageymsla er á jarðhæð. Góð staðsetning og stutt í alla þjónustu og skóla. V. 14,5 m. KLEPPSVEGUR Falleg 4ra her- bergja 94 fm íbúð ásamt aukaherbergi í risi, með aðgangi að snyrtingu, sem auðvelt er að leigja út. Þrjú svefnher- bergi með skápum. V. 11,3 m. FROSTAFOLD 4ra herbergja rúml. 100 fm íbúð á þriðju hæð í sex hæða fjölbýli. Þrjú svefnherbergi. Þvottaað- staða innan íbúðar. Suðursvalir með miklu útsýni. V. 13,9 m. Áhv. Bygging- arsj. 4RA HERB. GVENDARGEISLI Mjög fallegar og rúmgóðar íbúðir með sérinngangi frá 109 fm - 129 fm Stæði í bíla- geymslu. Afhendar fullkláraðar með vönduðum maghony innr. og gólfefn- um. Verð frá 16,9-18,9 m. REYNIMELUR Mjög falleg og mik- ið uppgerð 76 fm 3ja-4ra herbergja íbúð á jarðhæð í fjölbýli. Eldhúsið allt nýtt: náttúruflísar á gólfi og ný sérsmíð- uð innrétting með Bloomberg tækjum. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. 3 herbergi og góð stofa. V. 11,1 m. 2JA-3JA HERB. HRAUNBÆR Góð 3ja herb. 90 fm íbúð á fyrstu hæð. Parket á gólfi, ný- máluð. LAUS STRAX. V. 11,5 m. RAUÐÁS Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli. Hol, stofa, gott eldhús, geymsla innaf eldhúsi, stórt baðher- bergi og tvö svefnherbergi. Snyrtileg sameign auk hjóla og vagnageymslu. Góð eign í alla staði með frábæru út- sýni. V. 11,3 m. LÆKJASMÁRI - PENTHOU- SE Stórglæsileg rúml. 105 fm 3ja her- bergja þakíbúð með bílskýli á 11. hæð. Aðeins tvær íbúðir á toppnum. Allar innréttingar og gólfefni fyrsta flokks. Þvottahús innan íbúðar. Sólskáli á svöl- um. Stórkostlegt útsýni. V. 18,9 m. ENGIHJALLI Í LITLU FJÖL- BÝLI Mjög góð 3ja herbergja 86,9 fm rúmgóð íbúð á 2. hæð í 6 íbúða fjölbýli. Gott skápapláss. Stórt eldhús. Suður- svalir. Nýuppgert baðherbergi. Parket á herbergjum og stofu. V. 11,2 m. HAMRAVÍK - GLÆSILEG ÍBÚÐ 3ja herbergja rúml. 100 fm í fjöl- býli. Sérlega vandaðar innréttingar á allri íbúðinni. Dökkt Merbau parket og flísar. Mikið skápapláss. Rúmgóð íbúð. Staðsetning íbúðar sérlega góð með til- liti til útsýnis. V. 14,9 m. ENGJASEL Góð 84 fm íbúð á 4. hæð með bilskýli. Parket og flísar á gólfi. Frábært útsýni og suðursvalir. V, 10,9 m. GRANDAVEGUR 2ja herb. íbúð með aukaherbergi. Íbúðin hefur öll ver- ið tekin í gegn og eru allar lagnir nýjar, ný eldhúsinnrétting og nýtt bað. Áhv. 3,5 m. V, 7,5 m. ATVINNUHÚSNÆÐI LÆKJARGATA Til leigu 2 skrif- stofuherbergi á mjög góðum stað í Lækjargötu. Annað er 15 fm og hitt er 30 fm Sameiginleg afnot af fundarher- bergi og kaffistofu. Nánari uppl. á skrif- stofu. AÐALSTRÆTI - SKRIF- STOFUHÚSN Mjög. vel innréttuð skrifstofuhæð í Aðalstræti. 5 skrifstofur, fundarherb., salerni og kaffiaðstaða. V. 33,9 m. Áhv. 19 m. SKEMMUVEGUR Bleik gata. Gott iðnaðar/þjónustuhúsnæði á jarðhæð. Nýmálað, góður dúkur, góð skrifstofa, kaffistofa með innréttingu, wc, gott plan, góð innkeyrslu hurð. 3ja farsa raf- magn. V. 10 m. SUMARBÚSTAÐIR SUMARHÚS Í LANDI BORG- ARÁSS Hrunamannahreppi, rétt við Flúðir. Húsið er 75 fm með 25 fm manngengu svefnlofti. Húsið skilast í ágúst 2003, fullbúið að innan sem utan með heitu og köldu vatni og rafmagni. Heitur pottur og stór sólpallur. Húsið er í um 300 m fjarlægð frá golfvelli Flúða. Teikn. og nánari uppl. á skrifstofu. FYRIRTÆKI SÓLBAÐSTOFA Til sölu rótgróin sólbaðstofa á Skeifusvæðinu. ýmis skipti athugandi. Uppl. hjá Guðmundi á Eignalistanum. Sigurður Örn Sigurðason löggiltur fasteignasali EIN af algengustu fyrirspurnunum sem koma inn á borð starfsmanna Húseigendafélagsins varða bílastæði á lóðum fjöleignarhúsa. Þessi bílastæði eru sameiginleg og óskipt, nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Samkvæmt lögum um fjöleignar- hús verður bílastæðum ekki skipt nema allir eigendur samþykki og skulu þá gerðar nauðsynlegar breyt- ingar á eignaskiptayfirlýsingu og þeim þinglýst. Þinglýstar heimildir Gera skal eignaskiptayfirlýsingar fyrir öll fjöleignarhús og skal henni þinglýst. Í henni skal m.a. koma fram hvort eignarhluta í viðkomandi húsi fylgi réttur til tiltekins bílastæðis á sameiginlegri lóð. Þannig er eignaskiptayfirlýsing grunnheimildin fyrir skiptingu húss og lóðar í sameign annars vegar og séreignir og sérafnotarétti hins veg- ar. Þegar fyrir liggja þinglýstar heimildir, s.s. eignaskiptayfirlýsing, skiptasamningur eða afsöl er yfirleitt ljóst hvort tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Auk þess að skoða þinglýstar heimildir gera lög um fjöleignarhús ráð fyrir að höfð sé hliðsjón af því hvernig kostnaði við gerð bílastæða var skipt, ef um það liggja skýr gögn. Hafi framkvæmd bílastæðis verið sameiginleg og kostnaðurinn einnig, þá er um sameign að ræða ef önnur veigamikil atriði mæla því ekki í mót. Hafi eigandi einn kostað bílastæði, þá eru á sama hátt líkur á því að um séreign hans sé að ræða. Mikilvægt er að taka fram að síðastnefnda atrið- ið er aðeins eitt af fleirum sem koma til skoðunar og það eitt ræður ekki úrslitum við ákvörðun á því hvort um sameign eða séreign er að ræða. Meginreglan Þinglýstar heimildir eru ekki alltaf fyrir hendi eða þá að ekki verður af þeim ráðið hvort eigandi eigi tiltekið bílastæði. Í slíkum tilvikum teljast bílastæði óskipt og í sameign allra. Sameign er meginreglan sem þýðir það að jafnan eru löglíkur fyrir því að bílastæði sé í sameign. Sameignina þarf ekki að sanna, heldur verður sá sem gerir tilkall til tiltekins bílastæð- is að sanna eignarrétt sinn eða rétt til sérafnota. Takist honum ekki sönnun er um sameign að ræða. Hagnýting og ráðstöfun Réttur eigenda til að nýta sam- eignina er jafn og fer ekki eftir hlut- fallstölum. Þannig hafa allir eigendur jafnan hagnýtingarrétt þótt hlutfalls- tölur séu misháar og hefur stærsti eignarhlutinn því ekki meiri rétt til hagnýtingar en þeir sem minni hlut eiga. Einstökum eigendum verður al- mennt ekki fenginn aukinn og sér- stakur réttur til hagnýtingar sam- eignar umfram aðra eigendur nema allir samþykki slíkt. Er eiganda því óheimilt að helga sér til einkanota til- tekið bílastæði sem er í sameign. Ekki er hægt að öðlast aukinn rétt til sameignar á grundvelli hefðar, hvorki eignarrétt né aukinn afnotarétt. Kostnaðarskipting Kostnaður við gerð, viðhald og rekstur sameiginlegra óskiptra bíla- stæða, svo og slíkur kostnaður við sameiginlegar aðkeyrslur skal skiptast og greiðast að jöfnu. Sem dæmi um kostnað má t.d. nefna mal- bikun, snjómokstur og málun á línum. Kostnaður vegna einkastæða er hins vegar sérkostnaður viðkomandi eiganda og ber öðrum ekki að taka þátt í þeim kostnaði. Samþykki allra Áskilnaður fjöleignarhúsalaganna um samþykki allra fyrir því að skipta óskiptum bílastæðum á fyrst og fremst við um formleg eignaskipti, en lögin útiloka ekki að meirihluti eig- enda, einfaldur eða aukinn, geti í ein- hverjum tilvikum tekið bindandi ákvörðun um einhvers konar óform- legri og ekki varanlega afnotaskipt- ingu, t.d. í húsreglum, en í þeim skal m.a. fjalla um umgengni um sameign, afnot hennar og hagnýtingu. Hér er þó komið á grátt svæði og þarf lítið til að slík ákvörðun eða ráðstöfun út- heimti samþykki allra. Bílastæði fyrir framan bílskúr Samkvæmt lögum um fjöleign- arhús er bílastæði fyrir framan bíl- skúr séreign viðkomandi bílskúrseig- anda og ber eigandi þess allan kostnað við viðhald og rekstur þess bílastæðis. Bílastæði á lóðum fjöleignarhúsa Hús og lög eftir Hrund Kristinsdóttur, lögfræðing hjá Húseigenda- félaginu/huso2@islandia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.