Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 26
26 C MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Opið mán.-fös. kl. 8-12 og 13-17 Sýnishorn úr söluskrá. Sjá mikinn fjölda eigna og mynda á fmeignir.is og mbl.is. Sölumenn FM aðstoða. Eldri borgarar GRANDAVEGUR LYFTA Fyrir 60 ára og eldri er til sölu mjög góð þriggja herb. íbúð á fjórðu hæð í vin- sælu lyftuhúsi. Vandaðar innréttingar, yfirbyggðar svalir, þvottahús í íbúð. Mikil sameign, húsvarðaríbúð, veislu- salur o.fl. 21034 Einbýlishús SVÖLUÁS HAFNARFJÖRÐUR Vorum að fá í einkasölu mjög glæsilegt einbýlis með einu glæsilegasta útsýninu á höfuðborgarsv. Húsið er ófrágengið að utan, lóð grófjöfnuð. Gólfefni vantar. Mahóní innréttingar í eldhúsi. Eign sem vert er að skoða. Verð 27,5 m. 7885 MÁNABRAUT KÓPAVOGUR Vorum að fá í sölu gamalt 90 fm einbýl- ishús ásamt frístandandi 24 fm bílskúr. Tæplega 900 fm lóð. Frábær staðsetn- ing. Eign sem þarfnast verulegrar lag- færingar. 7890 Raðhús KALDASEL AUKAÍBÚÐ Til sölu áhugavert 304 fm raðhús með 42 fm bílskúr. Á jarðhæð er 90 fm tveggja herb. íbúð. Eign sem vert er að skoða. Verð 22,0 m. 6581 4ra herb. og stærri FLÚÐASEL Vorum að fá í einkasölu fallega íbúð ásamt 32 fm stæði í bílageymslu. Fjög- ur svefnherbergi. Nýir skápar í hjóna- herb. Parket á allri íbúðinni, var tekið í gegn og lagfært fyrir ári. Mikið skápa- pláss. Eign sem vert er að skoða. Ásett verð 14,1 m. 4196 HJALTABAKKI BREIÐHOLT Mjög góð fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi, sem tekið var í gegn að utan fyrir nokkrum árum. Sam- eign mjög snyrtileg. Gegnheil gólfborð á allri íbúðinni. Suðursvalir. Barnvænt umhverfi. Verð 11,4 m. 3826 UNUFELL Vorum að fá í einkasölu snyrtilega fjög- urra herb. íbúð á þriðju hæð. Þvottahús í íbúðinni. Nýlegur linoleum-dúkur á gólfum. Verð 10,9 m. 3825 BLIKAÁS HAFNARFJÖRÐUR Vorum að fá í einkasölu fallega fjögurra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Parket og flísar á gólfum. Þvottahús innaf eldhúsi. Ásett verð: 16,0 millj. 3827 ÁLFABORGIR Vorum að fá í sölu nýlega fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð með sérinngangi af svölum í litlu fjölbýli. Stutt í alla þjón- ustu og skóla. Ekkert áhvílandi. Ásett verð 13,5 m. 3828 3ja herb. íbúðir SVARTHAMRAR Vorum að fá í sölu fallega íbúð með sérinngang af svölum á þriðju hæð. Parket og flísar á gólfum. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Ásett verð 12,5 m. 21118 HÓLMGARÐUR Vorum að fá í einkasölu þriggja herb. íbúð á efri hæð með sérinngangi. Nýleg eldhúsinnrétting. Háaloft yfir allri íbúð- inni. Fyrirliggjandi teikningar að hækkun risins. Ásett verð 11,8 m. 21117 HJALLAVEGUR Þriggja herb. íbúð í tvíbýlishúsi með sérinngangi. Var áður einbýli. Hægt að kaupa sem slíkt eða í sitt hvoru lagi. 21116 2ja herb. íbúðir LÆKJASMÁRI Vorum að fá í sölu einstaklega glæsi- lega 74 fm íbúð á þessum vinsæla stað. Sérafgirt verönd með háum skjól- vegg. Parket og flísar á gólfum. Eign sem vert er að skoða. Ásett verð 11,8 m. 1803 REYNIMELUR Vorum að fá í sölu fallega 73 fm íbúð í kjallara á þessum eftirsótta stað. Ný uppgert baðherbergi. Sérinngangur. Íbúð sem vert er að skoða. Ásett verð 11,3 m. 1804 GEITLAND Áhugaverð 55 fm íbúð á jarðhæð á þessum vinsæla stað. Íbúðin er öll mjög snyrtileg. Góður sérgarður. Verð 10,0 m. 1807 ÁLFABORGIR GRAFARVOGI Góð tveggja herb. íbúð í litlu fjölbýli. Vel innréttuð íbúð með góðu skápaplássi. Eign sem vert er að skoða. Verð 10,2 m. 1806 ESKIHLÍÐ Rúmgóð og björt tveggja herb. íbúð í kjallara. Íbúðin var öll tekin í gegn fyrir þremur árum. Glæsileg góflefni. Húsið nýlega tekið í gegn. Gott skipulag. Frá- bær staðsetning. Laus strax. 1760 Landsbyggðin UNNARHOLTSKOT - HRUNA- MANNAHREPPI Til sölu 96 fm, fjögurra herbergja íbúð í litlu fjölbýli að Unnarholtskoti í Hruna- mannahreppi. Skemmtilegt umhverfi. Hitaveita. Verð 5,9 m. 10888 STYKKISHÓLMUR Erum með í sölu 100 fm, efri hæð í tví- býlishúsi. Stórkostlegt útsýni yfir eyjarnar á Breiðafirði. Kjörin eign fyrir þá sem vilja eiga afdrepi á landsbyggð- inni. Verð 8,0 m. 14344 Hesthús HESTHÚS MOSFELLSBÆR Til sölu níu hesta hús við Blesabakka. Húsið hefur verið innréttað með fjórum tveggja hesta stíum og einum bás. Góð aðstaða. Nánari upplýsingar á FM. 12211 HESTHÚS HEIMSENDI 5 KÓPA. Til sölu nýlegt hesthús á þessum vin- sæla stað. Um er að ræða allt hesthús- ið. Húsinu er skipt í fimm sjálfstæðar einingar. Nánar tiltekið þrjár átta hesta einingar, eina fjórtán hesta einingu og eina þrettán hesta einingu. Húsið er allt með vönduðum innréttingum (stíur). Loft upptekin og klædd litaðri járn- klæðningu. Kjallari er undir öllu húsinu, lofthæð þar um 2,20 cm. Gott gerði við húsið einnig rampur eða innkeyrsla í kjallarann. Sjá nánari uppl. og myndir á fmeignir.is og mbl. is. 12194 HAFNARFJÖRÐUR HESTHÚS Vorum að fá í sölu í nýju hesthúsi góða 10 hesta einingu með öllum þægindum m.a. kaffistofu, snyrtingu og sturtu. Góðar innréttingar og gott útigerði. Frá- bærar reiðleiðir í næsta nágrenni. Áhugaverð eign með góða staðsetn- ingu. Verðhugmynd 7,8 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is 12183 AFLAGRANDI VESTURBÆR Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega hæð ásamt bílskúr alls um 160 fm Einstaklega vandað til allra innréttinga. Mikil lofthæð. Sérinngangur. Eign sem vert er að skoða. Myndir á netinu. 5491 VEL Í SVEIT SETT Miðja vegu milli Hveragerðis og Selfoss er að finna jörðina Hjarð- arból. Eign sem býður upp á ýmsa möguleika. Stutt í alla þjónustu og aðeins 30 mínútna akstur til Reykjavíkur. Tvö góð íbúðarhús og gistiheimili fyrir allt að 50 gesti. Fyrirliggjandi samþykkt skipu- lag fyrir 10 húsa íbúðabyggð. 40 hektarar af góðu ræktarlandi með talsverðri trjárækt. Rúmgóður bílskúr/vinnuskúr og góð geymlsa/hesthús. Kynnið ykkur möguleikana hjá Guðrúnu að Hjarðarbóli ( s. 483 4178) eða hjá Magnúsi á FM. VATNSHOLT Til sölu jörðin Vatnsholt í Staðarsveit á Snæfelssnesi. Jörðin er um 480 ha að stærð og nær á milli fjalls og fjöru. Jörðin á land að vatnasvæði Lýsu. Á jörðinni er um 200 fm íbúðarhús, auk útihúsa sem nýtt eru sem geymslur. Snæfellsjökull skartar sínu fegursta frá bænum. Hraunið fyrir ofan bæinn heitir Bláfeldarhraun. Stutt í golfvöll. Jörð sem vert er að skoða. Sjá einnig á fmeignir.is og mbl.is. 10843 ENGIHLÍÐ AUSTUR-HÚN. Jörðin er talin um 150 ha að stærð og nær frá Blöndu og uppá Langadalsfjall. Veiðiréttindi í Blöndu. Veiðifélag. Úthaginn er vel gróið land og gæti t.d. hentað til skógræktar. Enginn hús eða mannvirki á jörðinni. Rjúpnaveiði góð og oft gæsir á túnum niður við Blöndu. Þjóðvegur eitt liggur í gengum jörðina. Ásett verð 9,0 millj. eða tilboð. Öll skipti skoðuð. 10819 F Á byggðarlög úti á landsbyggðinni hafa yfir sér jafn líflegt yfirbragð og Egilsstaðir. Í sveitar- félaginu búa yfir 2.100 manns, en að sumarlagi fjölgar þeim mjög. Eg- ilsstaðir eru miðsvæðis og þar sker- ast ferðamannaleiðir, hvort sem fólk er að koma með Norræna til Seyð- isfjarðar eða kemur að sunnan eða norðan á hringferð um landið. Leið flestra liggur upp á hérað til Egils- staða. Flugsamgöngur eru mjög örar og greiðar. Það er flogið mörgum sinn- um á dag milli Reykjavíkur og Egils- staða og þar að auki lenda útlendar farþegavélar þar reglulega á sumrin. Egilsstaðir hafa einnig getið sér gott orð sem skólasetur. Héraðsskól- inn á Eiðum á að baki mikla hefð og Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur verið þéttsetinn undanfarin ár og ákveðið hefur verið að stækka hann í vetur. Þá má nefna, að senn tekur til starfa merkilegt námssetur í bæn- um, sem heimamenn vona að verði fyrsti vísir að háskóla. Góð heilsu- gæzla er í bænum og hitaveita. Alþjóðlegt yfirbragð staðarins er mikið að sumarlagi og kemur hvað skýrast fram í fjölda erlendra ferða- manna. Jafnt á veitingastöðum í hjarta bæjarins sem í sundlauginni má heyra öll heimsins tungumál. Töluverð uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum á Eg- ilsstöðum. Í nýju hverfi við göturnar Litluskóga og Kelduskóga eru risin allmörg hús og þegar flutt inn í sum þeirra. Á næstu árum má svo gera ráð fyrir frekari fólksfjölgun og vax- andi íbúðaþörf. Egilsstaðir Fjölbýlishús með 21 íbúð rís við Kelduskóga Mikið er nú byggt á Egilsstöðum, en fólksfjölgun er þar umfram áætlun. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúðir í sjö hæða lyftuhúsi í smíðum við Kelduskóga. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Á byggingarstað. Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður og fasteignasali, Jakob Hallgrímsson byggingameistari og Sveinn Hallgrímsson, forstöðumaður tæknisviðs Egilsstaða. Í baksýn eru hverfin Kelduskógar og Litluskógar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.