Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni. Ég ók mjög klaufalega, ég held meira að segja að ég hafi farið yfir á rauðu gangbrautarljósi. Þegar ég lagði bílnum fyrir utan bygginguna var ég farinn að titra. Ég lá andvaka í alla nótt að velta þessu fyrir mér. Nú sit ég hérna stjarfur og horfi á rúðuþurrkurnar hamast. Ég ætla að láta þetta lag klárast, svo fer ég inn. Fyndið að það skuli heita „Suspicious Minds“. Á ég að borga í stöðumælinn? Til hvers? Hvaða máli skiptir það núna? Núna er lagið búið. Gálgafresturinn er liðinn. Ég drep á bílnum og stíg út. Ég borga í stöðumælinn. Af gömlum vana. Ég hleyp í rigningunni með jakkann yfir mér. Keðj usag an Fyrsti hluti | eftir Óskar Jónasson Undanfarið hef ég verið á beit í leikhúsunum til að sjá „síðustu sýningar“. Eftir á að hyggja er það ágæt aðferð til að sigta út góðar sýningar, – að sjá hverjar þrauka lengst … Rómeó og Júlía: Áhorf- endur réðu sér vart fyrir kæti og ekki leikararnir heldur. Inn á milli smaug harmurinn þó í gegnum merg og bein og áhorfendur tóku andköf af skelfingu í háskalegustu loftfimleikunum. Einu sinni veinaði kona fyrir aftan mig: „Voójajæjajei“. Þegar ég leit við faldi hún höfuðið í höndum sér … Kvetch: Á leið heim vissum við ég og konan mín vart hvort við áttum að hlæja eða gráta. Við vorum skyndilega orðin sögupersónur í leikritinu; nýtt hugtak hafði orðið til um firringu sálarlífsins og átti rætur í skáldverki, ekki ósvipað hugtakinu Catch 22 úr samnefndri sögu Joseph Heller … Ölstof- an: Stóð lengi í röðinni með stórum hópi. Þeir fyrstu úr hópnum komust inn á undan. Þegar kom loks að mér að fara inn, þá mætti ég félögunum. Þeir höfðu ákveðið að fara á næsta stað. Og ég labbaði í humátt á eftir … Lína Lang- sokkur: Fórum á frumsýninguna með dótt- urina, sem er „peggja ára“. Þetta var fyrsta leikhúsferðin. Hún var voða hugrökk og sat stjörf allan tímann; kallaði þó stundum „api“ eða „hestur“ og hló dátt að lögg- unum. Fjör og skemmtun, sem fólst ekki síst í því að fylgjast með krökkunum í saln- um … Tolkien - A Biography: Las frásögn ævisagnahöfundarins Michaels White af félagsskapnum Kolbítunum (Coalbiters), sem J.R.R. Tolkien myndaði um lestur á Íslendingasög- unum á íslensku. „Eins og í öllum slíkum félögum var þetta að jafnframt átylla til að hitta vini, eyða kvöldum saman við bjórdrykkju og slaka á eftir erilsaman vinnu- dag.“ Eftir tæpan áratug dofnaði yfir félagsstarfinu, en þá höfðu Kolbítarnir, þar á meðal C.S. Lewis, lokið lestri á öllum helstu Íslendingasögunum. Þess má geta að orðið kolbítur er notað um unga menn sem liggja í ösku- stónni; óefnilega menn. En getur einnig verið sögubragð, því þegar þeir rísa úr öskustónni, hvort sem tilneyddir eða af sjálfsdáðum, þá vinna þeir mikil afrek … Photo: Farið yfir strauma og stefnur í ljósmyndun í áferðarfallegu blaði. Mynd- irnar fréttin og textinn skreytingin… David Beckham – My Side: Las um atvikið þegar Ferguson sparkaði skónum í augabrúnina á Beckham og baðst síðan afsökunar. Þegar Beckham kom heim til sín og Victoria sá skurðinn, brást hún ókvæða við og sagði: „Hann getur ekki komið svona fram við þig. Ég ætla að fara að hitta hann núna strax.“ Hún hlýtur að elska hann mikið. Og hugsa vel um hann. Ég varð hrærður við tilhugs- unina. Beckham líka: „Ef af því hefði orðið veit ég ekki hvað Victoria hefði sagt eða gert. Ég vildi ekki vera í þeim sporum að lenda upp á kant við hana.“ |pebl@mbl.is „Voójajæjajei“ FRÁ FYRSTU HENDI Árni Torfason tók forsíðumyndina, sem er af Maríu Leifsdóttur og Baldri Kristjánssyni. Þau eru bæði í Verzló. María er 16 ára nýnemi í 3.-J, en Bald- ur er tvítugur, í 6.-R og er forseti nemendafélagsins. María stundar djass- ballett þrisvar í viku með skólanum og stefnir á háskólann eftir að hafa klár- að Verzló. Baldur segir að forsetastarfið sé töluvert verk, en margir leggi hönd á plóg. Hann stefnir á að fara til útlanda eftir útskrift í vor, en reiknar með að enda heima á Íslandi eftir það. FORSÍÐAN ... að Íslendingar væru lang- mesta bíóþjóð Evrópu og líka mestu átvöglin. Þeir eyða langmestu í popp, kók og aðrar veitingar í kvik- myndahúsum, eða 270 krónum á mann á síðasta ári; 90 krónum meira en Bretar sem koma næstir. ... að risavaxinn kóngs- sveppur, 3,58 kíló að þyngd, stæði óáreittur með fullri reisn í Sauraskógi í Helgafellssveit og að á sunnudaginn var myndi Magda Kulinska finna hann og fara með hann heim. ... að Kamoto Hongo, elsta kona í heimi, myndi sofa af sér 116 ára afmælisveisl- una sem haldin var henni til heiðurs af 140 ættingjum og vinum. Ef til vill hefði henni líka orðið um og ó, en hún á 7 börn, 27 barna- börn, 57 barnabarnabörn og 11 barnabarna- barnabörn. ... að náttúruvísinda- og sjón- varpsmaðurinn David Attenborough væri vænt- anlegur til landsins 6. nóv- ember til að kynna nýjustu bók sína, Heimur spendýr- anna. ... að Bolshoj-ballettflokk- urinn væri að reyna að bola einni af þekktustu ball- erínum Rússa, Anastasíu Volotsjkovu, úr flokknum með því að fela dansfélaga hennar sem hún dansaði við í tíu ár. ... að timburmenn leggja lag sitt oftar við konur en karla. Þær ku vera léttari og hafa hlutfallslega minna vatn í líkamanum, og eru því móttækilegri fyrir þorn- un, sem veldur m.a. höf- uðverk og svima. Svipuð ásókn er hins vegar í karla- og kvennaklósettin vegna flökurleika og uppsölu, sem á upptök í slímhúð magans. Við vissum ekki fyrir viku ... FÓLKIÐ Pétur Blöndal pebl@mbl.is | Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is | Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Árni Þórarinsson ath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.