Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 16
16 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ Margir halda að réttardagurinn fari aðeins fram í réttunum sjálfum. Þeir hefðu betur komið heim til Sesselju Pétursdóttur og Einars Gíslasonar, en fjölskyldurnar í Kjarnholtum tóku á móti gest- um á laugardaginn var. Eftir að búið er að draga í Tungnaréttum, gleðjast og syngja, þá safnast fólk heim á bæina og þiggur kjötsúpu. Hún er eld- uð daginn áður, svo allir geti tekið þátt í rétt- unum. Potturinn minnir helst á þann sem Sjóðrík- ur notaði í Gaulverjabæ, enda afar gestkvæmt. „Það kom mjög margt fólk,“ segir Sesselja. – Hundrað manns? „Jájá og miklu meira en það.“ – Er kjötsúpa á mörgum bæjum í sveitinni? „Já, á flestum bæjum.“ – En hvernig getur þá verið svona gestkvæmt, fyrst allir fara heim til sín? „Það koma til okkar gestir úr sveitunum í kring, Hreppunum, Skeifunum, Tungunum, Þor- lákshöfn og Reykjavík. Þeir koma alls staðar að.“ – Hvað seturðu ofan í pottinn? „60 kíló af kjöti, fimm til sex kálhöfuð, sex kíló af gulrótum, 10 kíló af rófum, sex stykki púrru- lauk, blómkál og brokkkál. Svo set ég auðvitað salt og vatn.“ – Hvað er talað um yfir kjötsúpunni? „Það er aðallega sungið,“ segir hún. „Til marks um það, þá gáfum við núna út í fyrsta skipti mikla og góða söngbók sem heitir Rétt- arsúpan í Kjarnholtum.“ |pebl@mbl.is Sextíu kíló af kjöti í súpunni Réttir eru í fullum gangi um þess- ar mundir og gengu Tungnaréttir vel um síðustu helgi, að sögn Ein- ars Gíslasonar, bónda í Kjarnholt- um, en hann segir þær hafa breyst mikið í áranna rás. „Það er orðið sárafátt fé og því gefst meiri og lengri tími til veisluhalda með söng og gleði,“ segir hann. – Eru fleiri menn en skepnur? „Já, mikil skelfing, – alltaf mikið meira. Þetta hefur gjörbreyst þannig og svo sem spurning hversu mörg ár líða áður en þetta líður undir lok. Sauðfjárbúin eru alltaf að týna tölunni og fé aðeins á nokkrum bæjum. En ég hef nú trú á að við höldum áfram að syngja og gleðjast saman á þess- um degi.“ – Hvort lætur hærra í mönnum eða fé? „Þá áttu við þegar söngurinn ríður yfir,“ segir hann og hlær. „Sem betur fer þá lætur nú hærra í mönnum.“ – Eru menn eitthvað að staupa sig í réttunum? „Það má aðeins marka vín á stöku manni. En það er alls ekki til vansa.“ – Er dansiball í restina? „Við gerum það dálítið hér á bæ að syngja og dansa fram á kvöld. Það kemur til okkar heilmargt fólk. Þeir duglegustu halda áfram og skella sér á á réttarball í Aratungu í lokin. Þar spilaði Geirmundur Val- týsson á réttardansleik.“ – Ertu farinn að hlakka til næsta árs? „Ég get ekki neitað því að ég hlakka alltaf til rétta.“ DREGIÐ Í DILKA 20. Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Árn. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. 21. Dalsrétt í Mosfellsdal. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. Fossvallarétt við Lækjarbotna. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. Grímslækjarétt í Ölfusi. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð. (stóð) Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. (stóð) Skerðingsstaðarétt í Hvammssveit, Dal. Skrapatungurétt í A.-Hún. (stóð) Þórkötlustaðarétt í Grindavík. 22. Selflatarrétt í Grafningi, Árn. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. 23. Ölfusrétt í Ölfusi, Árn. 25. Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti, Rang. RÉTTIR Í SEPTEMBER M or gu nb la ði ð/ Ei na r F al ur SESSELJA PÉTURSDÓTTIR EYS RÉTTARKJÖTSÚPUNNI FYRIR GESTI Í KJARNHOLTUM EFTIR TUNGNARÉTTIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.