Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19|9|2003 | FÓLKÐ | 13
fo
lk
id
@
m
bl
.is
I ÉG BRJÓTI
FREKAR HÆL
Morgunblaðið/ Jón Svavarsson
ð á Hótel Loftleiðum er þrungið spennu og eftirvæntingu, þótt klukkan sé
dagsmorgni og flestir nývaknaðir. Sumir hafa kannski lítið sofið um nótt-
8.30 verður fundur þar sem keppendum í Stjörnuleit verður kynnt dag-
Þeir bíða misjafnlega rólegir frammi á gangi. Í dag verður keppendum
í 48. Eftir morgundaginn verða 32 eftir.
?
Björt Pedersen. Með déi.“
. Er ekki algjör bilun að taka þátt í þessu?
nlega bara gaman.“
ð?
t svo.“
þér þetta í hug? Ertu búin að vera með þennan draum í maganum
þann draum frá því ég var lítil að verða söngkona – algjör stjarna. Svo
nn, með tímanum, hefur hann bara gleymst. En svo núna þegar ég frétti
ppni fannst mér hún vera mjög stórt tækifæri fyrir mig. Ég ætla bara að
r og prófa eitthvað nýtt, þannig að hann er aðeins kominn út úr skápnum,
mul?
g.“
eykjavík, en var bara að flytja til landsins aftur, eftir að hafa búið í fjögur
g eitt ár og þrjá mánuði í Frakklandi. Ég kom til landsins fyrir þremur vik-
yrsta áheyrnarprófið?
ur vikum.“
k það?
vel. Maður var ekkert stressaður allan daginn, fyrr en maður kom inn í
kom allt stressið í einu. Ég var líka svolítið veik, sem hjálpaði ekki til.“
þú komist áfram núna?
m bara að bíða og sjá, maður gerir sitt besta.“
þú verðir ekki svekkt ef þetta birtist í Morgunblaðinu og þú verður dott-
má minjagripur til að hengja upp á vegg heima hjá sér.“
gt vongóð?
aður sé það ekki. Maður gerir sitt besta og ef það er ekki nóg heldur
Það er gaman að hafa komist svona langt.“
ara „break a leg“.
þér fyrir. Ætli ég brjóti ekki frekar hæl.“ |ivarpall@mbl.is
Frá mánudegi til fimmtudagsSunnudagur
Austurvöllur
Ein góð ástæða til þess að kíkja um hádegisbilið á
Austurvöll er að sýningu á ljósmyndum Yann Arthus-
Bertrands lýkur í dag og er þetta því síðasta tækifærið
til að virða þessar stórbrotnu landslagsmyndir fyrir sér.
Á́ röltinu
Síðdegisrölt í Kolaport-
inu er kjörin skemmtun.
Oft er hægt að gera góð
kaup undir lok dagsins
þegar verslunarfólk fer
að óttast að það þurfi að
ferja kompudótið aftur
heim. 15.00
Boltinn
kl.14:50
Manchester United og Ars-
enal mætast í toppslag
ensku úrvalsdeildarinnar.
04.15
Vaffla til að seðja
viðkvæman maga eftir
dansstuð kvöldsins.
Myndasagan
Námskeiðið Myndasagan – níunda list-
formið í umsjón Úlfhildar Dagsdóttur
hefur göngu sína hjá Endurmennt-
unarstofnun HÍ. Í námskeiðinu, sem
samanstendur af fimm fyrirlestrum, er
lögð áhersla á sérstöðu myndasög-
unnar sem list-
forms og frá-
sagnarforms.
Ætlunin er að
skoða sögu
myndasög-
unnar með sér-
stöku tilliti til
stöðu formsins
í dag. Einnig er
farið í myndlestur og greiningu á
myndasögum og myndmál og frásagn-
artækni formsins skoðuð.
Mánudagur Kl. 20.15
Die Ehe der
Maria Braun
Kvikmyndasafn Ís-
lands sýnir í Bæj-
arbíói í Hafnarfirði
Die Ehe der Maria
Braun frá 1979 eftir
Rainer Werner Fass-
binder. Hanna Schy-
gulla sýnir snilld-
arleik í titilhlut-
verkinu.
Þriðjudagur 20.00
KK og Magnús
Eiríksson
spila og syngja á Hótel Ólafs-
vík og eru tónleikarnir liður í
hausttónleikaferðalagi
þeirra. Upplýsingar um aðra
tónleika sem þeir halda í vik-
unni er að finna í Stað og
stund á mbl.is.
Miðvikudagur kl. 21:00
Búðardalur
Bubbi heldur tónleika í Dalabúð í Búðardal.
Margar kynslóðir halda upp á Bubba og
hver kynslóð á sín lög. Bubbi segist
hafa ákveðnar skyldur gagnvart
þessu fólki: „Ég vel úr þau lög
sem hafa verið vinsælust í gegn-
um tíðina í bland við ný lög. Það
skiptir miklu máli að velja rétt,
svo allir séu sáttir.“ Bubbi er í
árlegri tónleikaferð um landið og
segir að innan um hafi hann séð
sömu andlitin í 23 ár. „Það er
stórkostlegt að sjá mæður með
börn á brjósti og krakka niður í
kornabörn, svo er bara öll aldurs-
flóran. Þetta sérðu ekki á höf-
uðborgarsvæðinu. Þetta er einn
galdurinn við að vera úti á landi, það
er þessi nánd.“ Upplýsingar um aðra
tónleika Bubba eru í Stað og stund á mbl.is.
Mánudagur kl. 21.00
SAMHLIÐA ráðstefnunni er öflug tækja- og hugbúnaðarsýn-
ing í anddyri á vegum Nýherja og Apple á Íslandi. Þar verða til
sýnis tökuvélar, klippi- og hönnunarforrit, ásamt því nýjasta
sem er að finna í tölvubúnaði fyrir fjölmiðla. Fimmtudagur
Septemberfest
Vinir Dóra spila á Sept-
emberfest á Vídalín. Þetta er í
fyrsta skipti í langan tíma sem
blússveitin, sem sam-
anstendur af Halldóri Braga-
syni og félögum kemur saman.
Fimmtudagur 22.00
FRAMTÍÐIN
Blaðamannafélag Íslands og Fjöl-
miðlasambandið standa fyrir ráð-
stefnunni Framtíðin er núna í Saln-
um í Kópavogi. Á meðal þess sem
verður rætt er mörk efnis og aug-
lýsinga í blöðum, sjálfstæði fjöl-
miðla og áróðursstríðið í Írak.
Ráðstefnan stendur til 13 og kost-
ar 1.800 krónur inn en 1.000
krónur fyrir námsmenn.
Fimmtudagur 9.00
Vísnakvöld
Bjarni Tryggva er með vísnakvöld á Ví-
dalín. Þar stendur nú yfir Sept-
emberfest. Á þessum kvöldum er Bjarni
bæði uppistandari og trúbador.
Þriðjudagur kl. 22.00
KynningarhátíðBorgarleikhússins
haldin á Stóra sviðinu. Sýnt verður úr verkum
vetrarins og boðið upp á dans, leik og söng.
Miðvikudagur kl. 20
Sýning á tíu til fimmtán stuttmyndum á vegum
Lundabíós í Norræna húsinu. Myndirnar eru víðs-
vegar úr heiminum, m.a. Bandaríkjunum, Nýja-
Sjálandi, Spáni, Ástralíu, Pakistan og Indlandi.
Miðvikudagur Kl. 20.00
Í GÖNGUSKÓNA
Brottför frá BSÍ í ferð Úti-
vistar á Hengil. Farið er
upp Sleggjubeinsskarð í
Innstadal og þaðan á
Skeggja. Hengillinn er
805 metrar á hæð og
blasir tignarlegur við
Reykvíkingum og er þetta
kjörið tækifæri til að fara í
hressandi göngu.
10.30