Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 18
18 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ KOSTIR: Stafrænar myndavélar eru sumar alldýrar og víst er Nikon SQ ekki með ódýrustu myndavélum sinnar teg- undar. Ekki má þó líta fram hjá því hversu vel hún fer í hendi og vasa – vél sem vekur óskipta athygli þegar mað- ur dregur hana fram. Eins eru myndstillingarnar sem nefndar eru í greininni mjög snjallar og þægileg lausn. GALLAR: Einn fárra galla við vélina er vitanlega verðið, en það má segja um flestar 3 Mdíla vélar í dag, þær eru allar dýrar. Hafa verður í huga að það hleypir verðinu upp að vélarhúsið er úr burstuðum málmi, ekki plasti eins og al- siða er. Vélin er glæsileg útlits, en fullþung til að hafa í jakkavasa (kannski ekki rétt að kalla það galla, vilji menn vél í jakkavasann eða brjóstvasann eru til minni, þynnri og dýrari vélar), en það skrifast líka á hversu traust húsið á henni er. Helsti gallinn er að þegar linsunni er snúið fram skyggir hún á skjáinn á bakinu þegar litið er á hann frá hægri. Barbra Streisand skrifar reglu- lega á barbrastreisand.com og er gjarnan mikið niðri fyrir, enda harð- pólitísk. Hún skrifar stundum um sjálfa sig í þriðju persónu: „Árið 1984 var Barbra Streisand stödd í Miðausturlöndum, þar sem hún kom fram í morgunþættinum „Good Morning America“ í gegnum gervihnött. Sú tækni, sem er nú al- geng, var þá tiltölulega ný. Þá sagði Streis- and: „Ef hjörtu okkar gætu bara þanist út jafn mikið og tæknin væri okkur borgið.“ Þar sem frú Streisand verður oft vör við rangar upplýsingar og fullyrðingar á Netinu og í fjölmiðlum, sagði hún í ræðu árið 1994: „Ég dái upplýsingar, en ég er hrædd við upplýsingaöldina – of miklar upplýsingar og of lítinn andlegan vöxt. Ég er enn hrædd um að tæknin sé þróaðri en hjörtu okkar. Enn er ginnungagap, þessi auðn milli tækni og samúðar.““ VEFSÍÐAN ÞESSI AUÐN MILLI TÆKNI OG SAMÚÐAR  http://www.sadpunk.com „Úff ég er alveg vonlaus, steingleymdi alveg að skrifa eitthvað í gær. Best ég segi eitthvað frá helginni... tjah helgin var ótrúlega skrítin því ég fór að sofa fyrir 12 bæði á föstudags- og laug- ardagskvöld!“ 16. september 8.34  http://www.valinkunnurandans- madur.blogspot.com „Í Kópavogslaug voru nokkrir náungar að spjalla saman. Einn þeirra talaði um að hann þyrfti að borga 100.000 krónur í sekt og væri að fara að missa bílprófið í 8 mánuði. Einnig nefndi hann að það væri fyrir utan þann 160.000 kall sem hann hefði þegar borgað í sektir síðan hann fékk bíl- prófið. Hann kveið því mest að þurfa að skipta um vinnu, þar sem hann hafði það að starfi að keyra bíl. Fé- lagar hans sögðu honum að hafa eng- ar áhyggjur af því, hann þyrfti ekkert að hætta að keyra bíl þó svo hann hefði misst prófið. Þetta voru virkilega svalir strákar og ég sé eftir því að hafa ekki kynnst þeim betur.“ 16. sept- ember 9.57  http://gamla.blogspot.com „Sonur minn yngri (sex ára) var semsé að horfa á fréttir þar sem allt var á hverfanda hveli eins og svo oft áður og sagði þá: „Ég vorkenni svo veröld- inni.“ Ef þetta er ekki sannur Welt- schmertz þá veit ég ekki hvað. Það verður eiginlega að fylgja sögunni að drengurinn táraðist um leið. Samt dá- lítið hevví að vorkenna allri veröldinni í einu finnst mér.“ 15. september 21.55  http://bibbi.frelsi.com „Miðað við fyrri orð Halldórs Ásgríms- sonar, sem beindust gegn frjálsum við- skiptum og þar af leiðandi bættum lífs- kjörum um heim allan, ætti hann að vera himinlifandi yfir því að ráðstefnan í Mexíkó hafi farið út um þúfur.“ 15. september 21.06 Kæri blogger.com... NIKON SQ – ÖFLUG MEÐ DJARFT ÚTLIT inni í því, að þær virka, þ.e. vélin bregst við með styrk á leifturljósi og tíma á ljósopi til að ná fram sem bestri mynd; eflaust eitthvað sem á eftir að vera sjálfsagður hlutur í stafrænum myndavélum almennt, en álíka stillingar eru reyndar víðar til en hjá Nikon. Myndflagan í vélinni er 3,1 milljón díla. Lins- an er með 3x aðdrætti og vélin með 4x stafræn- um aðdrætti. Allar stýringar á vélinni eru einfald- ar og fljótlegt að ná tökum á henni. Hún notar CompactFlash kort undir myndirnar. Hægt er að taka hreyfimyndir með hljóði. Vélin er hlaðin í sérstakri tengikró sem er notuð til að lesa myndir inn á tölvuna og þegar búið er að setja hugbúnaðinn upp á vélinni þarf ekki annað en að setja vélina í króna og þrýsta á hnapp á henni til að myndir séu færðar sjálfkrafa á milli. |arnim@mbl.is Nikon SQ kostar 59.900 með 16 MB minniskorti hjá Bræðrunum Ormsson. Það hve snúa má linsunni á marga kanta þýð- ir að hægt er að taka myndir frá ólíklegustu sjónarhornum og þó sjá vel af hverju maður er að taka mynd með því að halda vélinni svo að skjárinn sést. Þeir sem notað hafa stafrænar myndavélar þekkja það að á stundum er ekki hægt að nota skjáinn vegna þess að of bjart er úti. Skjárinn á SQ-vélinni er aftur á móti þannig að hægt er að sjá á hann í nánast hvaða birtu sem er, eða svo sýndist í það minnsta, frábær skjár og skýr þótt ekki sé hann stór. Í kynningu á vélinni hefur Nikon lagt mikla áherslu á hve einfalt sé fyrir meðaljón að nota vélina og þannig eru í henni sérstakar stillingar fyrir ólíkar myndatökur sem hjálpa til og flýta fyrir; stillingar fyrir portrettmyndir, innimyndir, næturmyndir, myndir í mikilli birtu til myndatöku í sólinni, á ströndinni eða í skíðabrekku og svo má telja. Þessar stillingar, fimmtán talsins, eru ólíkar þeim sem maður þekkti á gömlu imbavél- Nikon var með fyrstu myndavélaframleiðendum sem áttuðu sig á stafrænni tækni og þá ekki bara það að taka myndir stafrænt heldur að með tækninni væri hægt að leika sér aðeins með myndavélarformið. Það mátti glöggt sjá á Coolpix-vélunum sem voru áberandi fyrir nokkr- um árum, enda voru þær ekki bara traustar myndavélar með mjög góða upplausn heldur voru þær skemmtilegar í notkun með djarft útlit. Nýja Nikon SQ vélin sver sig í ætt við þær; fyr- irtaks vél með glæsilega hönnun. Útlitið á vélinni er býsna ævintýralegt; sam- anbrotin er hún ferningur með ávölum hornum og fer einkar vel í vasa. Þegar taka á mynd snýr maður helming vélarinnar fram og þá er hægt að smella af. Ekki er á vélinni sjóngat fyrir ljósmyndarann, hann notar skjáinn á bakinu til að sjá það sem hann er að mynda, en reyndar virðast flestir gera það hvort eð er sem eru ekki með sjóngat sem speglar þar sem linsan sér. Ævintýraleg myndavél Meira en 5000 ára saga... Hóptímar — einkatímar Kennarinn er prófessor í Wu Shu Art Orka - Lækningar - Heimspeki Kínverjar hafa löngum verið þekktir fyrir langlífi og heilbrigða lifnaðarhætti. Í gegnum árþúsundir hafa þeir þróað mjög fullkomnar aðferðir til eflingar líkama og heilsu Hugræn teygjuleikfimi Hugræn teygjuleikfimi frá Kína er blanda af nútíma leikfimi og hefðbundinni kínverskri leikfimi sem á sér aldagamla sögu. Hún eflir bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði. Hún einkennist af afslöppuðum og mjúkum hreyfingum sem þjálfa í senn líkama og huga. . Losar um stirð liðamót . Dregur úr vöðvabólgu . Eykur blóðstreymi um háræðanetið . Losar upssafnaða spennu . Góð áhrif á miðtaugakerfið, öndun og meltinguna Tai Chi fyrir byrjendur og lengra komna Eykur einbeitingu og jafnvægi - styrkir, sjálfsvörn... Kínverskt Kung Fu fyrir börn, unglinga og fullorðna Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins um leið og ég vakna“ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins á innan við mínútu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.