Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 20
20 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ ‚ Once and fo r a l l l e t ’ s ge t th i s s t ra igh t How you measure a rapper, wha t make an MC g rea t I s i t t he sa les? - 20 m i l l I s i t t he ca rs? - Ben t l e y ’ s I s i t t he women? - J ada I s i t t he money? - P l ease Mr. C lean ye t the fac t r ema in Go t g i r l s tha t don ’ t speak Eng l i sh sc reamin ’ my name A l l you rappers ye l l i n ’ bou t who you pu t i n a hearse Do me a favo r wr i t e one ve rse w i thou t a curse ‘ Þannig rappar Will Smith um eigin velgengni í laginu Freakin’ It af plötunni Willennium frá árinu 1999. Hann þakkar fyrir peningana, bíl- ana og eiginkonuna, leikkonuna Jada Pinkett, nú Smith, en frábiður sér bölv og ragn, mannfyrirlitningu, kvenhatur og ofbeldisdýrkun koll- ega sinna í „harða rappinu“ sem stundum er kennt við „gangstas“ eða „glæponarapp“. HVERNIG? Will Smith hefur verið kallaður „góði gæinn“ í rappinu og hefur leyft sér að vera næsta fjölskylduvænn í textunum. Bandarískir foreldrar hafa því margir hverjir leyft afkvæmum sínum að hlusta á tónlist hans einvörðungu en útilokað þau frá því sem kallað hefur verið niðurrifs- rapp. Samt hefur hann sent frá sér glaðbeitta texta á borð við Parents Just Don’t Understand og Girls Ain’t Nothing But Trouble, hæðst að lesbíum og fólki með alnæmi, þannig að ekki er nú víst að foreldrarnir hafi hlustað grannt. Slíkt efni leyndist einna helst á fyrstu plötum hans, á seinni hluta 9. áratugarins, en hann fór smátt og smátt að mildast á þeim 10. og rappaði þá mest um ástina og vináttuna og reyndi að öðlast vinsældir með einfaldari danstónlist. Smith segir gjarnan rímaðar gamansögur í textum sínum, eins og Who Stole My Car? og The Girlie Had a Moustache. Í seinni tíð hefur rapparinn Will Smith einna helst notið sín með titilsmellum kvikmynda sinna Men In Black og Wild, Wild West. Þar hefur hann komið fram undir eigin nafni en á fyrri hluta rappferils síns kallaði hann sig Fresh Prince og vann plöturnar með félaga sínum Jeff Townes sem kallaði sig Jazzy Jeff. HVERS VEGNA? Will Smith, sem núna er 35 ára, var í barnæsku sinni í Philadelphia kallaður Prince eða Prinsinn fyrir þá hæfileika að geta kjaftað sig út úr hvaða vandræðum sem var. Hann var annar í röð fjögurra systkina en foreldrarnir voru miðstéttarfólk, faðirinn rak fyrirtæki sem framleiddi kælitæki og móðirin starfaði fyrir skólastjórnina í hverfinu. Will varð sumsé þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið og gælunafnið Prinsinn festist við hann þegar hann fór að nota mælsku sína í rappi, strax tólf ára að aldri. Þeir Jeff Townes voru aðeins táningar þegar þeir mynduðu dúettinn DJ Jazzy Jeff & The Fresh Prince. Sá fyrrnefndi lagði til plötusnúninginn, hljómasmölunina og útsetningarnar en Will var í framlínunni með sitt kómíska frásagnarrím, fjöruga sviðsframkomu og vörpulegt útlit sem heillaði stelpurnar. Orðstír þeirra fór vaxandi eftir að þeir útskrifuðust úr grunnskólanum og þeir hljóðrituðu plötur sem seldust eins og heitar lummur. En átján ára að aldri var Will Smith bú- inn að eyða öllum peningunum og skuldaði skattstofunni háar fjár- hæðir. Þá datt hann í lukkupottinn: Sjónvarpsframleiðandi fékk hann til að leika aðalhlutverk í nýrri gamanþáttasyrpu, fátækan blökkupilt sem býr með ríkri fjölskyldu í Beverly Hills. Þættirnir, The Fresh Prince Of Beverly Hills, nutu mikilla vinsælda í sex ár og þaðan lá leið Wills Smith út í kvikmyndirnar þar sem smellurinn Bad Boys/Hrappar gerði hann að Hollywoodstjörnu. | ath@mbl.is HRAPPUR RAPPAR Will Smith og Martin Lawrence snúa aftur í Bad Boys 2/Hrappar 2, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Öðru sinni eltast þeir við illþýði úr dópheiminum undir stjórn Michaels Bay, en það var einmitt velgengni Bad Boys (1995), sem olli því að Will Smith fór að einbeita sér að kvik- myndaleik eftir að hafa verið einn vinsælasti rappari Bandaríkjanna frá árinu 1987, sá fyrsti sem hreppti Grammyverðlaun. BAD BOYS II: MARTIN LAWRENCE OG WILL SMITH ELTAST ÖÐRU SINNI VIÐ ILLÞÝÐI UNDIRHEIMANNA. FR UM SÝ NT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.