Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19|9|2003 | FÓLKÐ | 15 Skáld og listamenn dvöldust oft í elsta hluta Lindarinnar um lengri eða skemmri tíma, m.a. Gunnlaugur Scheving listmál- ari og Halldór Laxness rithöfundur. Þá var þetta einlyft hús skammt frá Vígðu- laug, byggt árið 1932 og heimili Ragnars Ásgeirssonar landbúnaðarráðunautar, en þar bjó hann með Grethe og börnum. Ragnar skipulagði garðinn við Lindina, sem þykir fallegur, en flutti burtu árið 1938 og var húsið notað undir hús- mæðranámskeið strax það ár. Í ársbyrjun 1943 hófst starfsemi Húsmæðraskólans í Lindinni. Sunnlenskar konur höfðu um langt árabil barist fyrir húsmæðraskóla. Frá upphafi var ljóst að Lindin var of lít- il fyrir Húsmæðraskólann. Árið 1944 var hafist handa við stækkun skólans og byggð svefnálma. Byggingarefnið var braggar breska hersins á Kaldaðarnesi í Flóa, heilt spítalahverfi. Húsmæðraskól- inn var starfræktur í Lindinni til ársins 1970 en þá flutti hann í nýtt húsnæði. Eftir að Húsmæðraskólinn flutti úr Lind- inni voru þar íbúðir fyrir kennara og leik- skóli sem enn þá er í húsinu. Um 1990 fékk Laugardalshreppur hús- ið til afnota og þá var hafist handa við að gera upp elsta hlutann til að hafa þar veitingahús. Baldur Öxdal Halldórsson tók við veitingarekstrinum árið 2002. Til er Lindarfélag sem hefur haft að markmiði að varðveita húsið og umhverfi þess. Það hefur m.a. séð um garðinn við hlið Lindarinnar sem Ragnar Ásgeirsson gerði á sínum tíma. SAGAN STAÐURINN | Veitingastaðurinn Lindin |Laugarvatn |Opið um helgar og hópapantanir Morgunblaðið/Einar Falur Staðurinn | Niður við Laugarvatn er veitingastaðurinn Lindin. Þar er gott útsýni yfir vatnið og gleður augað þegar baðgestir koma hlaupandi úr gömlu gufunni, sem er í næsta húsi, og vaða á sundspjörunum út í. Einnig sjást veiðimennirnir á bátum á vatninu og í fjörunni. Borðapöntun | Ráðlegt er að panta borð á Lindinni, því útsýnið er ein helsta prýði staðarins, s.s. yfir eldfjallið Heklu. Ef veður er gott má sitja úti á veröndinni, en annars er ástæða til að panta borð við glugga út að vatninu. Staðurinn er opinn alla daga frá 15. maí til 1. september, helgaropnun frá 1. mars til 12. október og tekið við hópapöntunum allt árið um kring. Villibráð | Villibráð er aðal staðarins og ekkert alið á matseðl- inum. Silungurinn er oft nýveiddur úr vatninu og kokkurinn var á hreindýraveiðum í síðustu viku. Dæmi er um að hann hafi kom- ið gestum á óvart með því að stökkva af stað með veiðistöng- ina og koma með silunginn spriklandi innan tíu mínútna. Leyndarmálið | Maturinn er yfirleitt svo vel útilátinn að ekki er rúm fyrir meira, en þeir allra hörðustu ættu að geta fengið ábót ef þeir bera sig eftir björginni. Kokkurinn kemur alltaf fram til að ræða við gestina, ganga úr skugga um að þeir séu ánægðir og svarar spurningum um sögu staðarins, sem raunar er einnig á matseðlinum. Eftirrétturinn | Það eru óafsakanlegt að panta sér ekki eftirrétt á Lindinni. Kokkurinn Baldur Öxdal er sérmenntaður í þeim fræðum. Hann á og bakar allar kökurnar fyrir Ráðhúskaffi og er maður sem fórnar öllu fyrir bragðlaukana. KJARNINN HÆNUEGG Eflaust hefur stundum verið líf í tusk- unum í kringum heimavist húsmæðra- skólans, en frá „Lindarmeyjunum“ segir í skólablaðinu Hallveigu veturinn 1947– 1948: „Það var komið með tilllögu hér í Lind um daginn, að allar Lindarmeyjar bæru hænuegg á brjóstinu og unguðu þannig út, en þá er vandinn hvernig eigi að fara að þegar böll eru, því að við mikinn þrýsting gæti eggið brotnað og hvað myndi herrann þá halda, en ekkert væri það á við, að það dytti niður á dansgólfið, því að af því gætu hlotist ýmiss konar byltur og slys. Og væri útungunin þar með farin út um þúfur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.