Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 17
Daníel Þorsteinsson heitir hann fullu nafni og trommar í rokksveitinni Maus, sem er af tals- vert öðru tagi en hin þýða bandaríska popp- sveit, sem heillaði heimsbyggðina og var upp á sitt besta á sjöunda og áttunda áratugnum. Rokkarar í öðrum íslenskum hljómsveitum hafa enda lýst yfir furðu sinni á smekk Danna og félaga, sem ekki þykir alveg nógu mikið „rock’n’roll“. Danni byrjaði að hlusta á Beach Boys fyrir al- gjöra tilviljun. „Ég hafði heyrt að tónlistin hjá Beach Boys væri bara „surfing“ og ekkert ann- að, en svo las ég viðtal við Rivers Cuomo, söngvara Weezer sem ég hélt mikið upp á, þar sem hann sagði að Pet Sounds væri besta poppplata sem gerð hefði verið. Ég keypti hana og eftir nokkrar hlustanir fannst mér þetta vera það besta sem ég hefði heyrt,“ seg- ir hann. Hvert einasta lag á Pet Sounds hefur ein- hvern tímann verið uppáhaldslag Danna. „Á tímabili var það þannig að ég var nánast and- setinn þegar ég fór út að skemmta mér, við að breiða út fagnaðarerindið og ég hef sennilega selt að minnsta kosti 30 eintök af þessari plötu. Ég hef ábyggilega verið alveg óþolandi því ég talaði ekki um annað.“ Að lokum, fyrir um þremur árum, ákvað Danni, ásamt forföllnum vini sínum, að gera þetta með skipulegri hætti. „Til að byrja með buðum við strákunum í Maus og örfáum öðrum vinum okkar á sérstakar Beach Boys- kynningar, en síðan hefur þeim sífellt verið að fjölga,“ segir hann. Danni tekur fram að engin stelpa sé í þessum hópi. „Það er bara ein- hvern veginn þannig að þær nenna þessu ekki og vilja skipta um lag á tveggja mínútna fresti. Þær hafa ekki þolinmæðina sem þarf.“ STÍF DAGSKRÁ Danni hefur haft sérstök þemu í hvert skipti. „Ég hef haft Dennis Wilson sem þema eitt kvöldið, Brian bróður hans annað; plötuna Smile líka. Ég reyni að hafa þetta svolítið stífa dagskrá, helst í tímaröð, þar sem við byrjum á því að hlusta á það tormeltasta og förum svo yfir í léttara efnið þegar stemningin verður létt- ari með kvöldinu. Þess vegna er svo mikilvægt að menn mæti tímanlega. Ég legg mikla áherslu á það. Helst vil ég byrja klukkan sex, en á Íslandi er það þannig að enginn mætir fyrr en sjö til hálfátta. Síðast ætlaði ég að byrja á hálftíma „lagi“ úr partíi sem Brian Wilson hélt þegar hann var að taka upp Smile og ber tit- ilinn „Brian Wilson’s Smile Session Party“. Þarna er hann bara að reykja með vinum sín- um og hlusta á plötur í hálftíma. Menn mættu bara of seint, þannig að ég varð að sleppa því.“ FJÖLGAR Í HÓPNUM Danni segir að Beach Boys kvöldin hafi alls verið fimm eða sex á síðustu þremur árum og sami kjarninn hafi mætt frá upphafi, en alltaf einhverjir nýir bæst við. „Síðast, fyrir tveimur eða þremur vikum, vorum við í kringum 15 tals- ins. Menn eru þvílíkt að uppgötva þetta.“ Þegar ákveðnu stigi er náð í partíinu fara strákarnir að syngja. „Síðast löbbuðum við nið- ur í bæ og tókum endann á God Only Knows, sem er þríraddaður og hljómar mjög vel.“ Stefnan er að næsta kvöld verði fyrir jól. „Af ákveðnum ástæðum er svolítið erfitt að halda þetta heima hjá mér núna, en vinur minn, sem var að kaupa íbúð, er að spá í að fórna sér í þetta. Ég verð þá bara að koma með allt stöff- ið með mér, enda á ég allt með þeim, alla „bootleggana“ [óopinberu útgáfurnar] og allt saman. Ég held mig vanti einhver þrjú lög í allt.“ |ivarpall@mbl.is Dýrahljóð Danna Danni í Maus er sennilega mesti Beach Boys- aðdáandi í heimi og hann hefur gert alla í kring- um sig að aðdáendum þessarar sögufrægu sveit- ar. Hann heldur Beach Boys-kvöld tvisvar á ári, þar sem dagskráin er skipulögð og stíf og eins gott að mæta tímanlega. BIBBI, HELGI, DANNI, PALLI OG BIRKIR. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19|9|2003 | FÓLKÐ | 17 ÞÚ VERÐU AÐ PRÓFA…………… Baked Powder Bronzer Baked bronspúður frá Urban Decay er ekki þetta venjulega sólarpúður!!! Þessi skemmtilega nýjung er bökuð í ofni í litlum terrakotta skálum í 24 tíma og síðan handpússuð til að fá þetta fullkomna útlit!!! Og hver er útkoman? Silkimjúkt bronspúður með léttri áferð sem hægt er að nota bæði þurrt og blautt og sest aldrei í rákir!!! 1. Sveiflaðu því yfir allt andlitið með Urban Decay púðurbusta til að fá létt-ristað útlit. 2. Notaðu minni blautan Urban Decay bursta til að fá ríkan, afmarkaðan lit á augu og varir. 3. Notaðu blautan svamp til að ,,bronsa andlitið og líkaman“. Útsölustaðir: Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni , Spönginni og Smáralind, Snyrtihúsið Selfossi, Jara Akureyri, Silfurtorg Ísafirði, Callista Neskaupstað. bíóvefur mbl.is Kíktu á mbl.is og fylgstu með hvað er að gerast í bíó •Upplýsingar •Sýningartími •Söguþráður •Myndskeið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.