Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 8
8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ Blaðamenn eiga áhugamál, eins og aðrir. Þeir geta líka leyft sér að láta sig dreyma. Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður hefði ekkert á móti því að breyta aðaláhugamáli sínu í lífsvið- urværi, ef mögulegt væri. Hann er forfallinn tónlistarmaður og hefur síðasta árið reynst hamhleypa við lagasmíðar. Hann keypti sér stafrænt upptökutæki í ágúst 2002 og á nú yfir 30 lög á lager. Sumum þessara laga hefur hann deilt með alheiminum á veraldarvefnum og hlotið ágætis dóma fyrir. Blaðamaður settist niður á hlýlegu heimili Ólafs í Vesturbænum, sötraði kaffi og spjallaði við kollega sinn eitt haustkvöldið fyrir nokkrum dögum. ÞJÓÐVERJAR AFDRIFARÍKIR … Aðspurður segir hann að ekki sé svo ýkja langt síðan hann byrjaði að semja lög. „Ég held ég geti meira að segja tímasett það nokkurn veginn. Það var held ég árið 1997. Þá rann upp fyrir manni að maður hafði aldrei samið neitt, eða reynt það af nokkru viti. Þess vegna fór ég í gagngert átak, til að komast að því hvort ég hefði þennan hæfileika. Það gekk alveg sæmi- lega,“ segir listamaðurinn. „Þetta sumar var ég að vinna sem leið- sögumaður fyrir þýska ferðamenn sem hjóluðu um landið. Ég fylgdi þeim og gegndi hlutverki kokks. Ég átti því þónokkurn tíma til að drepa á síðkvöldum á hótelum landsins og gerði það með því að glamra á gítarinn og semja lög,“ segir Ólafur. Fyrsta tilraunin átti sér stað í Grindavík. … EN EKKI ÁHRIFAMIKLIR Höfðu Þjóðverjarnir mikil áhrif á tónlistina? „Nei, ég reyndi nú helst að loka vel að mér, til að forðast blessaða mennina. Ég held að tón- listin sé nokkuð laus við þýskan blæ.“ Ólafur var eftir þetta að velta fyrir sér hinum ýmsu hugmyndum að lögum og tónlist í nokkur ár. „Svo magnaðist sú tilfinning að ég yrði að reyna að koma hugmyndunum í framkvæmd, reyna að setja saman það sem ég hafði heyrt í huganum; hin ýmsu hljóðfæri hér og þar í lög- unum. Það var að gera mig alveg sturlaðan að geta ekki prófað þetta. Eftir töluverðar vanga- veltur ákvað ég að kaupa mér stafrænt upp- tökutæki, sem í raun jafnast á við margra rása hljóðver,“ segir listamaðurinn. Ólafur segir að það séu ótrúleg forréttindi að geta keypt búnað, sem sé að mörgu leyti full- komnari en upptökutækin sem Bítlarnir notuðu árið 1963. „Þessar græjur eru það ódýrar að þær eru nánast aðgengilegar hverjum sem er. Maður hefur í raun enga afsökun fyrir því að láta ekki á þetta reyna, þökk sé markaðs- öflunum,“ segir Ólafur Teitur, „það eru ótrúlegir galdrar að heyra hljóðfærin sameinast og mynda eina heild. Þetta er það skemmtileg- asta sem ég geri.“ GAMAN AÐ FÁ VIÐBRÖGÐ Ólaf langaði til að fá viðbrögð við tónlistinni og fékk þá hugmynd að setja hana á verald- arvefinn. „Það er skiljanlega allur gangur á því hversu hreinskilnir vinir og fjölskylda eru í við- brögðum sínum og þess vegna var eiginlega nauðsynlegt að koma þessu á framfæri við fleiri. Ég komst að því að á nokkrum vefsíðum er hægt að setja upp lög og leyfa öðrum að heyra. Það er mjög gaman að fá viðbrögð ann- arra og ekki síður að hlýða á aðra tónlist- armenn og bera þá saman við sjálfan sig,“ seg- ir Ólafur. Lög eftir listamanninn er að finna á tveimur vefslóðum: www.garageband.com/artist/ olafurteitur og www.soundclick.com/bands/7/ sorlaskjolroad.htm. Fyrri síðan byggist á því að tónlistarmennirnir hlusti hver á annan, en til þess að geta sett lag á vefinn verða þeir að hafa hlýtt á og dæmt 30 lög annarra. „Þetta er stórskemmtilegt kerfi. Dómarnir hafa verið upp og ofan eins og gengur, en að meðaltali hef ég fengið þrjár stjörnur af fimm mögulegum,“ seg- ir hann. TÓNLISTIN NOTUÐ Tónlist Ólafs Teits hefur verið notuð í tveimur stuttmyndum; hjá bróður hans, Eysteini Guðna, og vini hans, Óskari Þór Axelssyni. Ann- ar vinur hans, Sigurður Líndal Þórisson, notaði tónlist frá Ólafi í leikriti sem hann leikstýrði í London. Þá samdi Ólafur lag fyrir brúðkaup sitt, sem var flutt við athöfnina og í veislunni á eftir. Annað lag var flutt í brúðkaupi félaga hans. Því má segja að framinn hafi orðið þónokkur þeg- ar. Ef listamaðurinn fengi að ráða gæti hann allt eins hugsað sér að hafa tónlist að aðalstarfi. „Þetta er svo ofboðslega skemmtilegt að það jafnast fátt annað á við það,“ segir hann að lokum. |ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn ÓTRÚLEGIR GALDRAR ÞEGAR HLJÓÐFÆRIN SAMEINAST ÓLAFI LÍÐUR BEST Í TÖLVUHERBERGINU, SEM ER UM LEIÐ HLJÓÐVER. ÞAR ERU HLJÓÐFÆRIN OG UPPTÖKUTÆKIÐ OG ÞAR EYÐIR HANN LÖNGUM STUNDUM VIÐ TÓNSMÍÐAR OG UPPTÖKUR. HANN NOTAST VIÐ RAFMAGNSGÍTAR, KASSAGÍTAR OG HLJÓMBORÐ. TROMMUHLJÓÐIÐ FRAMKALLAR HANN Í TÖLVUNNI EÐA MEÐ HLJÓMBORÐINU OG BASSANN SPILAR HANN MEÐ RAFMAGNSGÍT- ARNUM, EN UPPTÖKUTÆKIÐ BREYTIR HLJÓÐINU Í BASSAGÍTARHLJÓÐ. Í HEIMSÓKN HJÁ ÓLAFI TEITI GUÐNASYNI ÁHUGATÓNLISTARMANNI ÞÚ VERÐU AÐ PRÓFA…………… 4-in-1 Powder Foundation - Púðurfarða Urban Decay púðurfarðinn er 4-í-1, hann er betri en nokkur annar sem við höfum séð. 1. Hann er púður - burstaðu honum á. 2. Hann er mattandi púðurfarði - notaðu hann þurran 3. Hann er háþekjandi farði - notið hann með blautum svampi 4. Hann er svo léttur að húðin ljómar af fegurð og ver hana gegn öllum skaðlegum efnum í umhverfinu. Púðuragnirnar eru húðaðar með grænmetispróteini, þannig að ekkert ólífrænt snertir húðina. Púðuragnirnar eru mjög fínmalaðar, þannig að púðrið fær einstaklega mjúka áferð, það klessist ekki og sest ekki í fínar línur eða hrukkur. Farðinn gefur húðinni fallegan ljóma, ekki púðraða grímu. Púðrið er svo mjúkt að þú gætir haldið að það væri krem við fyrstu viðkomu. Útsölustaðir: Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni , Spönginni og Smáralind, Snyrtihúsið Selfossi, Jara Akureyri, Silfurtorg Ísafirði, Callista Neskaupstað. bíóvefur mbl.is Kíktu á mbl.is og fylgstu með hvað er að gerast í bíó •Upplýsingar •Sýningartími •Söguþráður •Myndskeið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.