Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19|9|2003 | FÓLKÐ | 23 Jamie Lee Curtis er einstæð móðir á miðjum aldri sem er að ganga í nýtt hjónaband. Lindsay Lohan er dóttir hennar 15 ára með tilheyrandi gelgjukomplex- um. Göldrótt óskakaka á kín- verskum veitingastað veldur því að þær skipta snimmendis um líkama og, þar með, hlutverk: Móðirin fer í skólann og dóttirin í vinnuna – áleiðis í hnappheld- una. Þannig eru efnisforsendur gamanmyndarinnar Freaky Friday, sem frumsýnd er hér- lendis um helgina. SKROPPIÐ MILLI SKROKKA FR UM SÝ N T Freaky Friday er endurgerð samnefndrar Disneymyndar frá árinu 1977 þar sem Jodie Fost- er og Barbara Harris léku mæðgurnar. Sú mynd hratt af stað töluvert löngu síðar sér- kennilegri nýbylgju gamanmynda sem náði lágreistum öldutoppi undir lok 9. áratugarins en fjaraði út fáum til armæðu og mörgum til léttis á örfáum árum. Þetta voru „líkams- skiptamyndirnar“ svokölluðu, en þær ganga út á að persónur skipta um líkama fyrir ein- hver galdraverk – ganga bókstaflega í skrokk hvor á annarri, karl í skrokk konu og öfugt, barn eða táningur í skrokk fullorðins og öfugt, jafnvel maður í skrokk dýrs – og öfugt! Og tilgangurinn? Jú, auðvitað sá að persónur, og trúlega líka áhorfendur, fari að hugsa lengra en nef þeirra þær, læri að setja sig í spor annarra, að myndirnar auki samkennd og gagn- kvæman skilning milli kynja og kynslóða og dýrategunda – og vonandi skemmti þeim svo- lítið í leiðinni, sem ekki tókst nú alltaf. Hinni nýju Freaky Friday þykir takast það bærilega – og jafnvel betur en forveranum. Þótt gamla Freaky Friday hafi hrundið bylgjunni af stað á þessum tíma var hún að sínu leyti eins konar endurgerð kvikmyndarinnar Vice Versa sem Peter Ustinov samdi og leik- stýrði árið 1948 eða tæpum 30 árum fyrr. Þar sagði frá feðgum á Viktoríutímanum í Bret- landi sem hafa skrokkaskipti með aðstoð óskasteins. Sú mynd var svo einnig endurgerð undir sama nafni 40 árum síðar. INNRÁS LÍKAMSÞJÓFANNA  Like Father Like Son (1987). Dudley Moore leikur skurðlækni sem vill að táningssonur fylgi í fótspor hans en sá vill aðeins vera tán- ingur, fá sér hressilega í tána, þar af leiðandi, og komast yfir stelpur annars staðar en á skurðarborðinu. Hókus pókus og þeir komast að því hvernig er að vera hinn. Leikstjóri Rod Daniel.  18 Again (1988). Sá skemmtilegi öldungur George Burns leikur leiðinlegan öldung sem óskar sér þess í afmælisgjöf að verða átján á ný en ekki áttræður. Hlédrægur sonarsonur hans lendir í þeirri hremmingu að þurfa að hýsa sál karlsins fyrir einhvern galdur – og öf- ugt. Leikstjóri Paul Flaherty.  Vice Versa (1988). Judge Reinhold er fráskil- inn og vinnusjúkur verslunarstjóri sem á 11 ára son og þeir óska þess heitt að geta skipt um hlutverk. Töframáttur taílenskrar höf- uðkúpu reddar því að óskin rætist eina bíó- myndarlengd. Leikstjóri Brian Gibson.  Big (1988). Kannski skásta líkamsskipta- myndin. Ungur piltur sér ótal kosti við að verða stærri, óskar sér þess hjá óskavél í skemmti- garði og breytist í Tom Hanks, sem sannarlega hefur fyrirséða kosti en einnig ófyrirséða galla. Hanks gerir margt vel með saklausan ungling inni í sér. Leikstjóri Penny Marshall.  Dream a Little Dream (1989). Önnur atrenna að gamall-skreppur-í-ungan-skrokk-og-öfugt. Hér eru það Jason Robards og Corey Feldman sem skiptast á skeljum sínum. Leikstjóri Marc Rocco. Með þessum ósköpum dóu líkamsskipti að mestu út í Hollywood, nema hvað sá skelfilegi gamanleik- ari Rob Schneider hefur gert þau að sérgrein sinni (The Animal, The Hot Chick). Og nú hefur rykið verið dustað af Freaky Friday. Velgengni hennar gæti vel getið af sér endurgerðir allra hinna og víseversa. ÞÆR SKIPTU UM LÍKAMA OG HLUT- VERK: JAMIE LEE CURTIS OG LINDSAY LOHAN. Í Pure eftir Gillies MacKinnon er eymdin enn meiri, möguleikarnir enn færri, að því er virðist, en þeir möguleikar sem eru þó til staðar felast í einfaldri og fölskvalausri ást ungs drengs til móður sinnar, forfallins fíkniefnasjúklings sem allir hafa afskrifað, nema sonurinn; móðirin er hálmstrá sonarins en sonurinn reynist haldreipi móðurinnar. Pure er ekki eins sterk til kantanna og hún er í þessum einfalda efniskjarna, en hann, og leikur þeirra sem hann túlka, nægja til að gera hana áhrifamikla og eftirminnilega. Ást sonar til móður er einnig efniskjarni Sweet Sixteen eftir Ken Loach, þann leikstjóra breskan sem lengst hefur neitað að selja póli- tíska réttlætiskennd sína fyrir aðgang að alls- nægtum formúluafþreyingar. En í kaldhæðn- islegum titli myndarinnar felst því miður sú staðreynd að Loach og Paul Laverty, handrits- höfundur hans, sjá litla sem enga möguleika fyr- ir sögufólkið til að brjótast út úr eymdinni. Hinn ungi Glasgowpiltur, sem Martin Compston gerir ómótstæðileg skil, er upprennandi dópsali sem hyggst nota hið slæma í þágu þess góða, þ.e. illa fengna dópsölupeninga til að skapa móð- urinni, sem einmitt situr í fangelsi fyrir dópsölu, góða möguleika til nýs lífs. Myndin skilur þannig við þennan pilt að hvorki þessi viðleitni hans né ástin á móðurinni mun skila tilætluðum árangri. ALL OR NOTHING: VIÐ HÖFUM EKKI ALLT, EKKI EKKERT, HELDUR EITTHVAÐ... Ken Loach er höfundur sem berst fyrir fé- lagslegum úrræðum; hin einstaklingsbundnu munu ekki duga til að breyta neinu þegar allt kemur til alls, segir hann með þessari mynd og reyndar fleirum. Tvær aðrar af bestu myndum Breskra bíódaga eru sama sinnis. Báðar segja óhugnanlegar sannar sögur úr nýliðinni breskri fortíð en gefa í skyn að nútíminn geti ekki þveg- ið hendur sínar af þeim; þær lýsa neikvæðum heilkennum djúpt í samfélagsgerðinni, annars vegar þeirri skelfilegu kúgun sem írskar alþýðu- stúlkur voru beittar í „betrunarvist“ hjá kaþ- ólskum nunnum, en mörg dæmi eru um sam- bærilega atburði í bresku þjóðfélagi, og hins vegar mannskæðri valdbeitingu breskra her- sveita á Norður-Írlandi og kennd er við „Sunnu- daginn blóðuga“. The Magdalene Sisters og Bloody Sunday birta, hvor með sínum hætti, þá bölsýnu trú að komist manneskjan í aðstöðu til að beita aðrar manneskjur valdi, kúgun, mis- notkun eða misrétti muni hún notfæra sér þá aðstöðu. Vonin felst þá í því að sumar mann- eskjur hafi þrek og þor og hæfileika til að láta ekki misnota sig. Þetta er að vísu einföldun á flóknum raun- veruleika þessara mynda. Þær eru ekki verk hinna einföldu lausna sem við erum vön að fá í Amerísku myndinni sem hér er alltaf verið að sýna. En á Breskum bíódögum gerðist það sem allt of sjaldan gerist í kvikmyndahúsum okkar: Fólk sat í fjölskipuðum sölum þögult og gagn- tekið af því sem fram fór á tjaldinu og gekk svo út með tilfinningalega og vitsmunalega næringu til að melta með sjálfu sér og ræða hvað við annað. Að ógleymdri þeirri skemmtun sem al- vöru húmor veitir, jafnvel þegar viðfangsefnið er leiðindi og ömurleiki. Vonandi hefur aðsóknin að Breskum bíódög- um, umtal og undirtektir þeirra, sannfært bíóin okkar um að, þrátt fyrir allt, hefur ekki tekist að eyðileggja markaðinn fyrir kvikmyndir annars staðar frá en úr Ameríku. Þessar myndir eru vonin í vonleysinu, uppörv- unin í þeim frekar ömurlega hversdagsleika sem við búum yfirleitt við í kvikmyndaframboð- inu. Þær eru sönnun þess að „a nice cup of tea“ getur verið býsna höfugur drykkur. |ath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.