Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
O
KKUR Íslend-
ingum er
kunnugt um,
að írskt blóð
rennur að
hluta um æðar
okkar. Þegar
við leitum upp-
runa okkar þykir því meðal annars rétt
að skyggnast um á Írlandi og kanna þá
staði, sem voru heimkynni þessara for-
feðra okkar.
Þeir fyrirlesararnir Jón Böðvarsson
og Magnús Jónsson, báðir sögufróðir
menn, hafa að undanförnu vakið nýjan
áhuga landsmanna á fornsögunum og
einnig fyrir því að heimsækja þær slóð-
ir, sem um getur í sögunum, eða þá
staði, þaðan sem forfeður okkar áttu
rætur sínar að rekja. Á síðastliðnu
sumri héldu þeir með hóp áhugamanna
um Írland, til könnunar á dvalarstöð-
um víkinga þar í landi.
Í einni slíkri ferð var fyrst flogið til
Glasgow og síðan ekið suður um Skot-
land vestanvert og komið við á safni í
bænum Large, til að skoða þar ýmsa
kostagripi frá tímum víkinga í Skot-
landi, en þar eru varðveittir margir
merkilegir hlutir frá því skeiði. Utan
safnsins blasir strax við gestum líkan
af langskipi, sem er táknrænt fyrir
forna sögu svæðisins. Við ókum þaðan
til hafnarinnar í Stranraer. Gengur
þaðan ferja yfir Írlandshaf til Belfast.
Siglt er nokkuð fyrir sunnan Iona-
eyna, en einmitt þar hafði heilagur Kól-
umkilli reist klaustur á sjöttu öld.
Þarna í klaustrinu unnu munkar að
skriftum. Kann þar að vera rituð hin
fræga Kells-bók, sem er merkur írskur
dýrgripur, er við gátum að líta seinna í
ferðinni í safni í Dyflinni. Víkingar
gerðu oft strandhögg á þessa helgu ey
allt frá árinu 795, þegar fyrsta atlagan
var gerð. Þarna á eynni var Hallfreður
vandræðaskáld jarðsettur og ýmsir
kirkjugripir gerðir úr farangri hans.
Hallfreður hafði eitt sinn dvalist á Ótt-
arsstöðum í Norðurárdal.
Magnús berfætti
Þegar yfir sundið kom var nágrenni
Belfast skoðað, og þá leitað að leirun-
um, þar sem Magnús berfætti Noregs-
konungur barðist við Íra. Fór hann þar
óvarlega, gekk of langt frá skipi sínu og
meginhernum, og varð fyrir óvæntri
árás Íra og féll árið 1103. Hann var
vígdjarfur og hafði á orði, að konung
skyldi hafa til frægðar, en ekki lang-
lífis. Magnús berfætti var faðir Þóru,
móður Jóns Loftssonar í Odda, sem við
allflestir Íslendingar getum rakið ættir
okkar til.
Við brugðum okkur frá þessum víg-
velli suður til Down Patrick-borgar, til
þess að koma að leiði heilags Patreks,
mesta dýrlings Íra, en þar við kirkju á
Magnús berfætti einnig að vera graf-
inn, þótt ekki fyndum við leiði þessa
forföður okkar.
Ókum við þaðan suður með strönd-
inni og út á nes nokkurt til Carlingford,
en þar er mikil kastalarúst uppi á
höfða, sem fróðlegt er að skoða. Var
síðan haldið þaðan til Armagh, sem er
ein virtasta borg Írlands, en þar reisti
heilagur Patrekur kirkju og er hún við
hann kennd. Þar í garði liggur Brjánn
grafinn, sá er felldur var í Brjánsbar-
daga 1014.
Ekið var austur un Írland, fram hjá
borgunum Kells og Mullingar á leið til
Clonmacnoise, en þar stóð frægt
klaustur til forna. Á svipað klaustur
réðst Ólafur hvíti á sjálfum degi heilags
Patreks 869. Tók hann þar fjölda
manns og hneppti í þrældóm. Er eins
víst að Hjörleifur fóstbróðir Ingólfs
landnámsmanns Arnarsonar hafi þar
fengið þá írsku þræla, er hann flutti
með sér til Íslands, og síðar drápu
hann við Hjörleifshöfða, en flýðu þaðan
til Vestmannaeyja, er nefndar voru svo
eftir þeim Vestmönnum. Ólafur hvíti
var sonur Ingjalds konungs í Noregi,
en fór í víking til Írlands. Var hann eig-
inmaður Auðar djúpúðgu, er var dóttir
Ketils flatnefs, en Þorsteinn rauður var
sonur þeirra. Geta flestir Íslendingar
rakið ættir sínar til Þorsteins og þeirra
hjóna. Við innganginn í klausturs-
garðinn stendur merkilegt og tákn-
rænt líkneski af munki í hugleiðslu.
Mætti hugsa sér, að hann væri að þylja
þessa vísu, er kveðin var á Írlandi og
lýsir ótta við víkingana:
Bitur vindur blæs í nótt,
bærir úfið Ránartraf.
Grimmir Norðmenn geta ei sótt
greitt um sollið Írlandshaf.
Enn var haldið í suðvestur, þvert yf-
ir landið, og komið til Limerick, sem er
hafnarborg á vesturströndinni. Að áliti
hagyrðinga þykir borgin frægur stað-
ur, en við hana er bragarhátturinn
limra kenndur, enda var þar mörg
limran kveðin af ferðalöngum í okkar
hópi. Þaðan úr borg hafði Ari fróði
fregnir frá Hrafni Hlymreksfara um
Hvítramannaland, sem átti að vera í
sex daga siglingu vestur af Írlandi. Var
talið að Björn Breiðvíkingakappi hefði
komist þangað vestur og verið þar mik-
ils metinn af innfæddum.
Frá Limerick var síðan haldið aftur
til austurs og ekið þvert yfir landið í átt
til Dyflinnar. Leiðin lá um bæinn
Clonmel, þar sem gat að líta mikla
dómkirkju í hallargarði, en enn austar
er klaustursgarður við Moone, þar sem
skoða mátti fimm metra háan kross, er
reistur var á 9. öld. Er þar einn af
dæmigerðum hákrossum Íra, glæsi-
lega skreyttur helgimyndum. Skammt
þar frá komum við að klaustursrúst-
unum í Glendalough. Klaustur þetta
var stofnað í lok 6. aldar af heilögum
Kevin. Er þar náttúrufegurð mikil. Um
svæðið rennur ferskur lækur á milli
skógivaxinna hæða. Eru þar rústir
steinhlaðinna kirkjubygginga og kap-
ellu, en mikill sívalur varðturn setur
einnig svip sinn á umhverfið. Um þenn-
an stað fóru Víkingar með ránum um
800, drápu munka og rupluðu ýmsum
verðmætum helgigripum.
Var nú skammt til Dyflinnar. Vík-
ingar stofnuðu þann stað árið 841.
Einn ráðamanna þar var Ólafur hvíti
er gerðist konungur í Dyflinni.
Í Dyflinni er margt markvert að
skoða, en við héldum okkur að söfnum
staðarins. Í Trinity College er merki-
legt bókasafn í frægu langhúsi, með 62
m löngum sal fullum af forvitnilegum
bókum. Frægust þeirra er Kells-bókin,
sögulegt handrit, sem hefur að geyma
fjögur guðspjöll, öll fagurlega rituð og
lýst með skrautmyndum. Bók þeirri
var stolið 1006 og þá rúin dýrmætu
gullskrauti, er prýddi spjöld hennar. Á
þjóðminjasafni staðarins má rekja
írska sögu með því að fylgja eftir sýn-
isgripum, allt frá því veiðimenn fóru
um landið 6.000 f. Kr. og síðar, er stein-
aldarmenn hófu að erja jörðina. Þar á
safni má sjá bronsaldarmuni 3.500 ára
gamla. Keltar komu síðan til Írlands
fyrir 2.500 árum, og skiptist landið þá
upp í fimm konungdæmi. Var einn yf-
irkóngur, er sameinaði síðan smákóng-
ana. Árið 432 kom heilagur Patrekur til
skjalanna og smám saman tóku Írar
kristna trú. Varð Írland brátt mikil
miðstöð menningar, og þar í klaustr-
um, sem við höfðum skoðað, voru
skráðar merkar bækur og safnað mikl-
um auði gulls og silfurgripa.
Brjánsbardagi
Í lok 8. aldar fengu víkingar veður af
öllum þessum fjársjóðum, er þarna
voru varðveittir. Tóku þeir að streyma
til landsins, og fóru ránshendi um þau
fræðasetur, sem klaustrin voru. Í safn-
inu mátti sjá ýmsa muni frá þessum
víkingatímum. Voru þar gömul vopn,
bogar, sverð og axir. Hafa eggvopnin
bitið vel, því til vitnis var þar í skáp
sýnd hauskúpa manns, klofin í sundur
og með hreinu axarfari.
Norrænir menn komu sér einmitt
fyrir í Dyflinni og héruðunum þar í
kring. Írar reyndu að lokum að losa sig
við þennan aðkomulýð og sameinuðust
herir þeirra í úrslitaorustu við Clontarf
23. apríl 1014 undir forustu Brians
Boru, er við köllum Brján, og þá var
hákonungur Íra. Var þar háður sá
frægi Brjánsbardagi, sem vel er sagt
frá í Njálu.
Við gengum út að ströndinni, að
Clontarf, þar sem bardaginn var háð-
ur. Reyndu ferðalangar að setja sig í
spor vígamanna, á þeim tíma sem
vopnin glumdu. Fylgdarmenn lásu þar
kafla úr Njálu eða vitnuðu í írskar
heimildir, og ímyndunaraflið gæddi
sögusviðið lífi. Kona Brjáns var Korn-
löð, en þau voru þá skilin. Hafði hún áð-
ur átt soninn Sigtrygg silkiskegg með
Ólafi kvaran konungi. Var hún allra
kvenna fegurst og „best orðin um allt
það, er henni var ósjálfrátt, en … allt
illa gefið, er henni var sjálfrátt“, segir í
Njálu. Hún eggjaði Sigtrygg son sinn
til að drepa Brján. Sigtryggur leitaði
því bæði til Sigurðar digra Hlöðvisson-
ar Orkneyjajarls og Bróður víkings,
sem lá með skipaflota mikinn við eyna
Mön, og hét þeim báðum móður sinni
að launum ásamt konungsríkinu, ef
þeir felldu Brján.
Brjánn og hans menn unnu hins
vegar þessa afgerandi orustu, en
Brjánn féll samt fyrir sverði Bróður,
þótt lið hans sigraði víkingana. Þar
féllu fimmtán menn, er höfðu verið við
Njálsbrennu. Þarna féll Sigurður jarl,
en Þorsteinn Síðu-Hallsson fékk grið,
er hann batt skóþveng sinn og sagðist
ekki renna með hinum, þar sem hann
næði hvort eð er ekki heim í kvöld, því
hann ætti heima úti á Íslandi.
Lengra úti með ströndinni eru flatar
leirur. Þar strandaði skip Ólafs pá, er
hann kom siglandi til Írlands á fund
Mýrkjartans konungs, móðurafa síns.
Melkorka móðir Ólafs hafði sent son-
inn vestan úr Dölum til þessa fundar.
Afinn Mýrkjartan, er var konungur
1095–1114, kom hins vegar frá setrinu
Tara, til að hitta dóttursoninn.
Aðsetur hákonunga
Héldum við einn daginn upp að
Tara-hæð, en þar var aðsetur há-
konunga á Írlandi. Þar eru 4.000 ára
gömul virki. Liggur staðurinn hátt og
er útsýni gott og sér víða yfir nágrenn-
ið. Tara er mikill örlaga- og áhrifastað-
ur í sögu Íra. Þar stendur krýningar-
steinn, mjór drangur, upp úr miðri
hæð. Þarna gekk Ólafur pá efalaust um
hæðina með afa sínum á þingi, er afinn
bauð honum konungdóm á Írlandi eftir
sinn dag, en Ólafur þáði ekki. Gengum
við um hæðina í fótspor þessara for-
feðra okkar. Við Tara eru einnig fornir
haugar frá tímum járnaldar.
Enn stærri haugar eru samt nokkru
norðar, nefndir Bru na Boinne. Eru
þeir frá steinöld, mikil mannvirki. Einn
þeirra, Newgrange, er 9 m hár og 100
m að þvermáli. Lágreistur gangur ligg-
ur inn í hauginn miðjan og er mynd-
skreyttur steinn í gangmynninu. Brut-
umst við inn í hauginn, þótt þröngt
væri og dimmt. Sagt er að Leifur fóst-
bróðir Ingólfs Arnarsonar hafi rofið
einn slíkan haug á Írlandi, drepið
haugbúann og rænt hann lýsandi
sverði sínu og miklum fjármunum.
Fékk Leifur þá viðurnefnið Hjör-Leif-
ur. Einnig brutust þeir Ólafur hvíti og
Ívar beinlausi Ragnarssonar loðbrókar
inn í eitt grafhýsi á Írlandi, til að ræna
það og rupla, sem var talið hið versta
verk.
Frá Dyflinni flaug lið okkar til eyj-
arinnar Manar, en þangað sóttu vík-
ingar mjög og herjuðu þaðan ýmist á
Írland eða England. Þangað leituðu
Njálssynir, þeir Grímur og Helgi,
ásamt Kára Sölmundarsyni félaga sín-
um, börðust þeir við Guðröð konung á
Mön, sigruðu hann og fengu mikið
ránsfé heim með sér. Þar við eyna,
sennilega í sundinu við Manarkálf, lá
víkingurinn Bróðir með 20 skip áður en
hann tók þátt í Brjánsbardaga. Ein-
mitt þar á veitingastaðnum Sound hélt
lið okkar eftirminnilegan kvöldfagnað,
en eftir það var eyjan könnuð vel og
vandlega. Höfð var hátíðleg stund á
Tynwald, sem er þingvöllur Manarbúa
og eitt elsta alþingi í heimi. Litið var
eftir bátskumli í Balladoole, þar sem
grafinn var maður, hestur hans og ým-
is fénaður. Merkileg uppganga var
gerð að Peel-kastala, en þar eru kirkju-
rústir og kapella á höfða nokkrum. Í
þorpi þar við er mjög haganlega gert
safn með sérstaklega eðlilegri lýsingu
á bátslendingu. Einnig var komið að
Krákunesi, Cregneash, til að skoða þar
gamla kotbæi steinhlaðna með strá-
þökum. Þar voru konur að þreskja
korn og hreinsa hörþráð á heklu að
gömlum hætti, en inni á hlóðarhellu sat
rófulaus köttur, sem er einkenni þeirra
dýra á Mön. Atlaga okkar að Mön var
allhörð og þurftu sumir að bíta í skjald-
arrendur, til þess að geta gengið nógu
rösklega fram með liðinu.
Vínheiði
Frá Mön var siglt yfir sundið til
Englands og komið að enn öðrum
Þingvöllum, rétt sunnan við Liverpool í
Wirral-héraði hjá ánni Deen. Hittum
við þar norskættaðan fræðimann,
Steve Harding að nafni, sem greindi
okkur frá því, að þar í grennd væri að
sínu mati Brunenburg og hin raun-
verulega Vínheiði, þar sem Aðalsteinn
konungur Englands hafði háð orustu
við Ólaf rauða Skotakonung 937. Börð-
ust þar bræðurnir Þórólfur og Egill
Skallagrímssynir heldur rösklega,
þannig að Aðalsteinn vann sigur á
Skotum. Þar féll Þórólfur og gerðist
Egill heldur ókátur eftir orrustuna,
eins og lýst er í Egilssögu, þar til Að-
alsteinn gaf honum gullhring, tvær
kistur silfurs og lönd ef hann vildi.
Lið okkar ók hins vegar í langferða-
bíl til Lundúna og var þaðan haldið
heim á leið með ýmsa fjársjóði minn-
inga og minjagripa frá Írlandi, og var
þar með lokið kynnisferð þessari um
slóðir víkinga í vesturvegi.
Greinarhöfundur og Sigrún kona hans við írskan hákross.
Munkur í hugleiðslu.
Á slóðum víkinga
Innganga í Newgrange-hauginn. Fyrir munnanum stendur útskorinn steinn
með 6.000 ára gömlum ristum.
Saga Íra er víða blóði drifin
og tóku norrænir víkingar
oft þátt í þeim átökum.
Sturla Friðriksson brá sér í
söguferð á slóðir víkinga á
Bretlandi og Írlandi.
Höfundur er náttúrufræðingur.