Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 31|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Guðjón Rúdolf: Sá maður sem kemur mér í gott skap um þessar mundir er tónlist- armaðurinn Guðjón Rúdolf, sem sendi frá sér ómótstæðilega plötu á dögunum, Mini- maniu – nokkrar leiðbeiningar í alþýðu- tónlist fyrir byrjendur. Þar nýtur hann full- tingis tónskáldsins Þorkels Atlasonar. Lagið Minimania, sem er hið fyrsta á disknum, er svo unaðslega létt og skemmtilegt. Gott ef Guðjón flutti ekki svipað lag á skemmti- staðnum 22 fyrir 7–8 árum, í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þá kallaði hann sig Guðjón bak við tjöldin. En hvað um það, þessi plata jaðrar við hreina snilld. Þeir félagar reyna sig við ótal tónlistarstefnur og eru vel heima í þeim öllum. Frumleiki, þor og súrrealismi blandast klassíkinni á einstæðan hátt. Ekki oft sem maður sér ástæðu til að mæla með íslenskri alþýðu- tónlist… Grant og Bullock: Á mánudaginn sá ég fram á að hafa lítinn sem engan efnivið í þennan pistil. Neyðarúrræði: Taka mynddisk. Ég skellti mér út á leigu og gerði frantíska leit. Að lokum ákvað ég að taka þá mynd sem síst væri líkleg til að falla í kramið hjá mér. Það reyndist vera myndin Two Weeks Notice, með Hugh Grant og Söndru Bull- ock í aðalhlutverkum. Þoli hvorugt þeirra. Þessi kvikmynd ætti eflaust að flokkast sem rómantísk gamanmynd, en hún var ekkert sérstaklega róm- antísk og sannarlega ekki fyndin. Ég brosti einu sinni á þessum eina og hálfa klukkutíma. Sögu- þráðurinn var klisjukenndur og einfaldur. Nið- urstaða: Hin besta skemmtun… Plötudómur: Blaðaði í nýjasta Uncut, með U2 á forsíðunni. Hafði lítinn áhuga á þeirri sveit, en rak hins vegar augun í dóm um nýjustu plötu Davids Bowies, Reality. Fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Ég hefði gefið fjórar og hálfa sjálfur, enda er kallinn í betra formi en oftast áður. Þessi plata er í senn frumleg og kraftmikil, þar sem hljómsveit Bowies er gríðarlega vel mönnuð og þétt. Í þessu sama tölublaði Uncut er dómur um nýjustu plötu tónlistarhetjunnar minn- ar, Franks Blacks, fyrrum söngvara Pixies. Show Me Your Tears fær fjórar stjörnur líka. Verðskuldað, enda besta plata hans í níu ár, síðan hann sendi frá sér meistaraverkið Teenager of the Year. Að síðustu rakst ég á 12 síðna umfjöllun um Gram Parsons, snilldartónlistarmann sem Arnar Eggert vinur minn var að kynna fyrir mér. Parsons dó fyrir 30 árum, aðeins 26 ára að aldri, úr of stórum skammti eiturlyfja. Vont að þurfa að syrgja hann núna, þegar maður er loks að ná sér eftir sjálfsmorð Elliott Smiths í síðustu viku… Fylkið: Sá þriðju og síðustu Matrix-myndina á miðvikudaginn og varð ekki fyrir vonbrigðum. Mynd númer tvö hafði ekki verið í sama gæða- flokki og hin fyrsta og þá sérstaklega „Scooter“-atriðið. Að slepptum gríð- arlegum tæknibrellum er þriðja myndin afturhvarf til boðskapar/vanga- veltna hinnar fyrstu, um frjálsan vilja mannsins og tilgang lífsins. Ekki spillti VIP-salurinn, þótt skemillinn á hægindastólnum hafi verið helst til stuttur. Ekki veigamikið umkvörtunarefni það. |ivarpall@mbl.is Í góðu skapi með Guðjóni FRÁ FYRSTU HENDI FÓLKIÐ Pétur Blöndal pebl@mbl.is| Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Bryndís Sveinsdóttir bryndis@mbl.is | Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Nóttin var dimm og vindasöm. Rögnvaldur læknir var því engan veginn viss um að þetta hefði verið skothvellur sem hann heyrði þegar hann gekk upp heimreiðina að reisulegu einbýlishúsi í Mávanesi. Hann barði að dyrum með dyrahamrinum, gylltu ljóni með tunguna út úr sér. Kona kom til dyra, hún var föl og hélt á hráum þorski. Rögnvaldur hikaði: Ég var beðinn um að koma fljótt, hér hefði orðið slys. Hann starði á kon- una sem var klædd í græna regnkápu, froskalappir og með sundgler- augu. Hún leit út eins og hún hefði verið að leika Gollúm. Nei, hér hefur enginn slasast, sagði konan. Rögnvaldur mjakaði sér nær konunni og reyndi að sjá inn… Keðj usag an Fyrsti hluti | eftir Katrínu Jakobsdóttur Forsíðumyndina tók Árni Torfason af félögunum Erni Eyjólfssyni og Gísla Sverrissyni. Ernir er tvítugur nemandi í Menntaskólanum í Kópa- vogi á náttúrufræðibraut en Gísli er nítján ára á upplýsinga- og fjöl- miðlafræðibraut í Borgarholtsskóla. Gísli er þessa dagana að hjálpa Erni við að gera upp gamlan Saab, árgerð 86, og ætla þeir í sameiningu að reyna að laga hann og koma honum á götuna. Tónlist er áhugamál þeirra beggja en Gísli hefur líka gaman af að ferðast og gæti hugsað sér að starfa í ferðaþjónustu í framtíðinni. Ernir stefnir hins vegar að því að vinna við eitthvað sem tengist raungreinum. Forsíðan … að gríðarlegt sólgos, eitt hið stærsta síðan vís- indamenn fóru að fylgjast með því fyrirbæri fyrir 25 ár- um, myndi valda miklum truflunum í segulsviði jarð- ar. Vegna „óhagstæðra“ skilyrða vöruðu þær þó ekki lengi. … að þessir mánaðargömlu Bengaltígrar hefðu, fyrstir sinnar tegundar, fæðst í dýragarði. Þeir snúa aftur til foreldra sinna í Bangkok- dýragarðinum þegar þeir verða nógu gamlir. … að góðvinur okkar af skján- um, Jamie Oliver, myndi hljóta MBE-orðuna í Bret- landi. Drottningin veitti honum orðuna í Buck- ingham-höll á þriðjudaginn. Kona Jamies, Jules, smellti kossi á hann í tilefni af því. Við vissum ekki fyrir viku ... … að þessi demantur, sem er 103,83 karöt, yrði senn boðinn upp hjá uppboðsfyr- irtækinu Sotheby’s. Búist er við því að hann seljist á u.þ.b. átta milljónir dollara. … að Asem al Masari, nem- andi við Listaháskólann í Colombia í Kanada, myndi vefja samnemanda sinn, Lukasz Gieranczyk, við símastaur í miðborg Van- couver, fyrir myndbands- verkefni. … að Beyoncé Knowles myndi afhenda Michael Jackson Mannúðarverðlaunin í Las Vegas á mánudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.